Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 46

Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 46
VEL á þriðja tug þátttakenda í Snorra- verkefnunum sótti þing Þjóðræknisfélags- ins í Victoria og hafa „Snorrar“ aldrei sett eins mikinn svip á þjóðræknisþing. Eins og undanfarin ár kynntu Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélags Ís- lendinga (ÞFÍ), og Ásta Sól Kristjánsdóttir og Wanda Anderson, verkefnisstjórar Snorraverkefnanna, verkefnin auk þess sem nokkrir þátttakendur greindu frá reynslu sinni. Snorraverkefnið er samstarfsverkefni Norræna félagsins og ÞFÍ. Það hófst sum- arið 1999 og síðan hafa alls 108 norður- amerísk ungmenni af íslenskum ættum tekið þátt í því hér á landi en 15 hafa ver- ið valin til þátttöku í sumar. Snorraverkefnið í Vesturheimi, Snorri West, hefur farið fram í Manitoba und- anfarin fimm sumur. Um er að ræða sex vikna námskeið eins og verkefnið á Ís- landi. Til þessa hafa 27 íslenskir krakkar tekið þátt í því en átta ungmenni, Ásta Hermannsdóttir, Stykkishólmi, Signý Eg- ilsdóttir, Hellu, Ragnheiður Diljá Gunn- arsdóttir, Akureyri, og Kristbjörg Svein- björnsdóttir, Laufey Sif Ingólfsdóttir, Snorri Arinbjarnar, Sveinn Ólafsson og Bergrún Tinna Magnúsdóttir, öll frá Reykjavík, voru valin úr hópi 15 umsækj- enda um þátttöku í sumar. „Við höfum fengið einstaklega góða krakka til okkar „Snorrar“ settu svip sinn á þingið Hjónin Billie Ann og Brian Howard frá Vernon í Bresku Kólumbíu tóku þátt í Snorra plús verkefninu í fyrra og dóttir þeirra Colleen var á meðal þátttakenda í Snorraverkefninu 2001. Morgunblaðið/Steinþór Þátttakendur í Snorraverkefnunum fjölmenntu á þingið í Victoria og hafa aldrei sett eins mikinn svip á þjóðræknisþing. og ég myndi velja þá alla aftur en það er alltaf erfitt að þurfa að gera upp á milli góðra einstaklinga,“ segir Wanda And- erson. Snorri plús er verkefni á sambærilegum nótum og ætlað fyrir eldri þátttakendur frá Kanada og Bandaríkjunum. Það byrj- aði 2003 og hafa 26 manns tekið þátt í því en 12 hafa skráð sig á námskeiðið á Ís- landi í sumar. Hádegisverður í Reykjavík Wanda Anderson kemur í stutta heim- sókn til Íslands í næstu viku og af því til- efni er öllum „Snorrum“ boðið í hádeg- isverð á Langholtsvegi 157 kl. 11–14 á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí. 46 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI Fyrir nokkrum árum kom WalterSopher eins og hvítur stormsveipurinn í stjórn Þjóðræknisfélags Ís-lendinga í Norður-Ameríku (INL/ NA). Það gustaði um hann en hann var trúr sinni sannfæringu og er það enn. „Það hefst ekkert án sameiningar og samvinnu og þó hlutirnir geti stundum tekið lengri tíma haf- ast þeir á endanum,“ hafa verið einkunnarorð hans og þau eru það enn. „Það er að vissu leyti sárt að hætta sem forseti en það ánægjulega er að ég er ekki hættur, ég held áfram að starfa fyrir Þjóðræknisfélagið sem fráfarandi forseti,“ segir hann. „Okkur hefur miðað fram á veg undanfarin tvö ár og ég er þakklátur fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið í þessu starfi,“ heldur Walter áfram. „Sá stuðningur hefur verið einstaklega mikill á síðustu metrunum og mér þykir vænt um hann. Ég er líka ánægður með Garry Oddleifson sem eftirmann því ég veit að hann á eftir að gera góða hluti.“ Aukin samskipti Walter segir að á stjórnunartíma sínum hafi mesti árangurinn náðst í samskiptum manna á milli sem og á milli deilda. „Við höf- um þjappast saman stranda á milli. Áður log- aði stundum allt í illdeilum, fólki fannst það ekki sitja við sama borð og aðrir og ákvarð- anir væru teknar af fáum útvöldum. Þessu höfum við breytt, gerum allt fyrir opnum tjöldum og vinnum saman. Auðvitað hef ég þurft að treysta meira á ákveðna einstaklinga en aðra, fólk eins og Neil Bardal, Dillu Narfa- son, Helgu Malis og Gerri McDonald. Í þessu starfi hef ég hitt dásamlegt fólk og það hefur verið ánægjulegt að vinna með því. Ég hef tekið þetta starf alvarlega, lagt mig allan í það, og þess vegna fylgir því ákveðinn sökn- uður að stíga niður úr brúnni. Hins vegar gef- ur það mér tækifæri til að vinna jafnframt að öðrum málum eins og til dæmis uppbyggingu Íslensk-kanadíska verslunarráðsins.“ Walter byrjaði að taka til hendi hjá Íslend- ingafélaginu í Edmonton 1997 og reif félagið upp á nokkrum misserum. Félagsmenn voru fáir en á skömmum tíma voru þeir á fjórða hundrað, þökk sé Walter, sem þeyttist um Al- berta og víðar til að skrá menn í félagið. Árið 2000 fór hann á Þjóðræknisþingið í Gimli og hlustaði á kvartanir um peningaleysi í þrjá daga. „Þetta var mikið væl og svo mikið að fulltrúarnir átta frá Edmonton hugleiddu al- varlega að segja sig úr Þjóðræknisfélaginu. Neil Bardal sá að þetta gengi ekki og kom því til leiðar að ég var kosinn 2. varaforseti. Þar með byrjaði boltinn að rúlla, þökk sé Neil og öðrum í Gimli. Þar er skrifstofa INL og þar á hún að vera en starfið fer fram þar sem deild- irnar eru.“ Gleðigjafi Walter og Julie, kona hans, voru ásamt sjö öðrum útnefnd heiðursfélagar INL á þinginu. „Þetta er mikill heiður, viðurkenning fyrir störfin á þessum vettvangi,“ segir Walter. „Ég er hreykinn af þessari viðurkenningu og ég veit að móðir mín og amma hefðu verið sama sinnis, væru þær á lífi. Ég hugsaði bara um sjálfan mig í mörg ár en tók mig taki. Uppruni minn skiptir mig miklu máli og ég legg mikið upp úr arfleifðinni. Það er mér mikið kappsmál að koma góðu til leiðar, að auka gleði fólks og ánægju. Félagatal INL, ekki síst í Alberta og Bresku Kólumbíu, segir mér að ég hafi gert eitthvað rétt.“ Grasrótin mikilvægust Garry Oddleifson hefur verið mjög virkur í íslenska samfélaginu vestra og veit hvað hann á í vændum. „Ég er svolítið kvíðafullur því mikið verk er fyrir höndum en ég veit að hverju ég geng og er tilbúinn til að fást við þetta erfiða verkefni,“ segir Garry Odd- leifson, nýkjörinn forseti Þjóðræknisfélagsins. Undanfarin tvö ár hefur Garry verið vara- forseti INL. „Það verður erfitt að feta í fót- spor Walters Sophers. Þjóðræknisfélagið var komið út á hálan ís þegar hann kom til sög- unnar og hlutverk hans var fyrst og fremst að bjarga félaginu, sameina sundraða fé- lagsmenn og deildir. Hann gerði það vel og það er mikilvægt að halda hópnum saman sem einni heild.“ Íslendingafélagið í Toronto naut krafta Garrys þegar hann bjó í borginni. Hann gekk í félagið 1988 og var í stjórninni meðan hann starfaði í félaginu, var ritari, gjaldkeri, vara- forseti og forseti. Hann hefur sótt þjóðrækn- isþing síðan 1993 og veit hvar skórinn krepp- ir. „Fólkið á hverjum stað, grasrótin, skiptir mestu máli, að það haldi félögunum og deild- unum gangandi, því þar fer starfið fram. Í öðru lagi þarf að auka samskiptin á milli deilda. Það má gera á ýmsan hátt, til dæmis með sameiginlegum verkefnum eins og heim- sóknum listamanna og fræðimanna til deild- anna. Við þurfum að endurvekja alþjóða verk- efnið International Visits Program með þetta í huga. Í öðru lagi getum við eflt tengslin með því að vinna saman að ákveðnum verkefnum á netinu og nota vefsetur okkar í þeim til- gangi. Í þriðja lagi er mikilvægt að skrifa sögu Þjóðræknisfélagsins því ef við hunsum fortíðina eigum við enga framtíð.“ Sjálfboðaliðastarf mikilvægt Garry er mikill félagsmaður og hann legg- ur mikið upp úr frjálsu félagsstarfi, að fólk leggi góðum málum lið í sjálfboðaliðsvinnu. „Ég vil ekki að Þjóðræknisfélagið sé rekið eins og fyrirtæki með hagnað í peningum í huga. Félögin og deildirnar þurfa pening til að sinna sínum verkum en hlutverk Þjóð- ræknisfélagsins er að tengja grasrótina sam- an og það á ekki að þurfa að kosta mikla pen- inga. Við þurfum bara peninga til að reka skrifstofuna en megum alls ekki keppa við deildirnar um fjármagnið. Þeir sem veljast til forystu verða að vera tilbúnir til að borga sjálfir tilfallandi kostnað.“ Engin framtíð án fortíðar Fulltrúar á nýafstöðnu Þjóð- ræknisþingi í Victoria í Bresku Kólumbíu risu úr sæt- um og með dynjandi lófa- klappi þökkuðu þeir Walter Sopher vel unnin störf sem forseti INL. Garry Oddleifson fékk líka blíðar móttökur sem eftirmaður hans. Steinþór Guðbjartsson ræddi við þá á þessum tímamótum. Morgunblaðið/Steinþór Iona Campagnolo, fylkisstjóri Bresku Kólumbíu, Garry Oddleifson og Walter Sopher á þinginu í Victoria. Fyrir aftan þau er Fred Bjarnason, formaður félagsins í Victoria. steinthor@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.