Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 47

Morgunblaðið - 13.05.2006, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 47 ÚR VESTURHEIMI BLAÐIÐ Lögberg – Heims- kringla, sem gefið er út í Winni- peg, verður héðan í frá innifalið í félagsgjaldi í Þjóðræknis- félagi Íslendinga. Almar Grímsson, formaður ÞFÍ, greindi frá þessu á Þjóðrækn- isþinginu í Victoria við mikinn fögnuð viðstaddra. Undanfarin misseri hefur verið unnið markvisst að auk- inni útbreiðslu LH. Liður í þeirri vinnu er meðal annars að ná til fleiri Íslendinga á Íslandi en hingað til. Fyrir um tveimur árum hófust viðræður milli LH og ÞFÍ um samstarf og á þinginu tilkynnti Almar að nið- urstaða lægi fyrir. „Þetta er beggja hagur,“ sagði hann. „Við aukum upplýsingastreym- ið til félaga okkar og styrkjum Lögberg – Heimskringlu í leið- inni.“ Morgunblaðið/Steinþór Almar Grímsson Allir fé- lagar ÞFÍ fá LH ÚT er komið myndbandið Fire on Ice eða Eldur á ís, saga íslensku mormónanna. Myndbandið er gert eftir bókinni Fire on Ice: The Story of Icelandic Latter-day Saints at Home and Abroad, eftir Fred E Woods, prófessor við Brigham Yo- ung háskólann í Provo í Utah í Bandaríkjunum. Í myndbandinu er farið yfir sögu íslensku mormónanna heima og er- lendis, rétt eins og í bókinni. Á ár- unum 1854 til 1914 fluttu 410 Íslend- ingar frá Íslandi til Utah. Varpað er ljósi á þessa frumherja sem ruddu brautina og stofnuðu íslenskt sam- félag í Spanish Fork en það var jafn- framt fyrsta íslenska samfélagið í Vesturheimi. Greint er frá fórnum þessa fólks og aðlögun að nýju um- hverfi, sagt frá því hvernig Íslend- ingar kynntust Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Mormóna- kirkjunni) og hvernig þeir hafa verið hluti af henni í 150 ár. Hægt er að panta myndbandið hjá David A. Ashby, upplýsingafulltrúa Íslenska félagsins í Utah (davidal- anashby@msn.com). Myndband um íslensku mormónana Utanríkisráðuneytið hélt sjöttu ráðstefnukjörræðismanna Íslands erlendis í vik-unni og sóttu hana tæplega 170 kjör-ræðismenn auk maka. 10 kjörræðis- menn komu frá Kanada og á meðal þeirra var Jón Ragnar Johnson, aðalræðismaður í Toronto. „Þetta var mjög fróðleg og gagnleg ráðstefna og í raun ótrúlegt hvað mikið var tekið fyrir,“ segir hann. Íslenska tengingin sterk Í Kanada er algengt að fólk af íslenskum ættum stofni sjóði sem tengjast Íslandi eða íslenskum mál- efnum á einhvern hátt. Jón Ragnar Johnson og Pat- ricia, kona hans, stofnuðu slíkan sjóð í minningu for- eldra hans og árlega er veittur 1.000 dollara styrkur úr sjóðnum til að styrkja framhaldsnám eins nem- anda af íslenskum ættum. „Foreldrar mínir voru virkir félagsmenn í Ís- lensk-kanadíska félaginu í Toronto í mörg ár, faðir minn lét mikið að sér kveða í íslenska samfélaginu og við stofnuðum sjóðinn í þeim tilgangi að halda minningu þeirra á lofti,“ segir Jón Ragnar spurður um sjóðinn sem þau stofnuðu í kjölfar andláts móð- ur hans 2003, en faðir hans féll frá 1985. Jón Ragnar Johnson og Marion Sellers Johnson, foreldrar Jóns Ragnars, fæddust í Winnipeg og ól- ust þar upp en fluttu til Toronto á kreppuárum ný- liðinnar aldar. Móðir hans var af enskum og skosk- um uppruna en faðir hans var sonur Finns Jónssonar frá Melum í Hrútafirði og Guðrúnar Ás- geirsdóttur úr Borgarfirði. „Faðir minn ólst upp í íslenska samfélaginu í Winnipeg og talaði íslensku reiprennandi. Tengslin við Ísland rofnuðu hjá mörgum sem fluttu vestur og afkomendum þeirra en faðir minn hélt alltaf sambandi við ættingja á Ís- landi og hann var meðal annars sæmdur heiðurs- merki Hinnar íslensku fálkaorðu.“ Í fótspor föður síns Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Jón Ragnar eldri var lögfræðingur og ræðismaður Íslands í Toronto frá 1946 til 1983. Jón Ragnar yngri er einn- ig lögfræðingur. Hann var skipaður vararæðismað- ur 1971 og tók við af föður sínum. Hann hefur líka haldið góðu sambandi við ættingja og vini á Íslandi alla tíð og hefur heimsótt Ísland sex sinnum, fyrst 1956 með foreldrum sínum. „Ég tala reyndar ekki íslensku en hver veit nema ég eigi eftir að fara á námskeið,“ segir hann. „Ísland og allt sem tengist Íslandi hefur verið hluti lífs míns alla tíð. Ég hef alltaf átt heima í Toronto og þó Íslensk-kanadíska félagið, ICCT, hafi unnið gott starf og vinni gott starf hefur aldrei verið sérstaklega sterkt íslenskt samfélag í borginni vegna þess að frumherjarnir settust ekki þar að. Kjarni eins og er í Winnipeg hefur aldrei verið til staðar. Sem barn bjó ég því að arfleifðinni, myndum og sögum frá Íslandi, og ég bý enn að henni auk þess sem ICCT heldur mér við efnið. Reyndar er félagið mun sterkara um þessar mundir en á árum áður. Stöðugt fleiri sýna íslensk- um málum áhuga og það má meðal annars merkja á því að uppselt hefur verið á þorrablót undanfarin ár og mikið fjölmenni hefur sótt íslenska menningar- viðburði eins og Íslandskynningar, tónleika, leik- sýningar og íslenskar kvikmyndasýningar. Gail Einarson-McCleery ræðismaður hefur verið óþreytandi við að koma á ýmsum menningarvið- burðum og þeir hafa verið vel sóttir, ekki síst af fólki af íslenskum ættum.“ Gildi íslenskunnar Árið 1948 þegar Jón Ragnar var sex ára, dó föð- uramma hans og þá flutti afi hans til þeirra í Tor- onto. „Hann kunni engan veginn við sig í Toronto, sagði að þar væru engir Íslendingar og hann gæti bara talað íslensku við föður minn. Hann stoppaði því stutt við og flutti á Betel í Gimli þar sem hann bjó þar til hann dó 1955. Hann kunni best við sig í ís- lensku umhverfi, innan um íslenskar bækur og fólk sem talaði íslensku. Samt talaði hann góða ensku og ég kunni vel við hann og við spiluðum stundum sam- an á spil. Eldri sonur okkar sem reyndar heitir Jón Ragnar, er mjög bókmenntalega sinnaður. Hann erfði íslensku bækurnar hans afa og er líklegur til þess að halda merkinu á lofti.“ Feðgar ræðismenn í Toronto samtals í 60 ár Kjörræðismenn Íslands erlendis eru um 250 talsins og þiggja þeir engin laun fyrir vinnu sína. Feðgar hafa sinnt þessu starfi í Toronto í Kanada undanfarin 60 ár. Steinþór Guðbjartsson settist niður með Jóni Ragnari Johnson, aðalræð- ismanninum í Toronto sem tók við af föður sínum, og forvitnaðist um „íslensku“ hliðina á honum. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Ragnar Johnson, aðalræðismaður í Toronto. steinthor@mbl.is GERT er ráð fyrir að minning- arreitur Þingvallakirkju í Eyford í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum kosti um 40.000 dollara eða um þrjár milljónir króna. Stefnt er að því að vígja reitinn í tengslum við Íslendingahátíðina í Mountain fyrstu helgina í ágúst 2007. Þingvallakirkja brann til grunna 3. júní 2003. Eftir brunann var ákveðið að reisa minnismerki þar sem kirkjan stóð. Fljótlega var sáð í svæðið í þeim tilgangi að þar yrðu villtar plöntur sem eru einkennandi fyrir Norður-Dakóta og komið hefur verið fyrir stein- flísum eins og voru í kirkjunni. Til stendur að koma þarna fyrir upp- lýsingaskiltum með myndum og texta varðandi kirkjuna og ís- lensku landnemana, fólkið sem byggði kirkjuna og hélt tryggð við hana. Ennfremur verður sett upp um tveggja metra há eftirlík- ing úr bronsi af Kristsstyttu eftir Thorvaldsen eins og sú sem eyði- lagðist í brunanum. Curtis Olafson, formaður kirkjustjórnar og forseti Íslend- ingafélagsins á svæðinu, the Ice- landic Communities Association, segir að á tveimur fundum kirkju- stjórnarinnar fyrir skömmu hafi verið teknar ákvarðanir um fram- haldið á kirkjureitnum. „Helsta takmark okkar með minning- arreitnum er að vekja athygli fólks á íslensku landnemunum hérna, hverju þeir þurftu að fórna og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að hefja nýtt líf í nýju landi.“ Fyrstu helgina í ágúst ár hvert er haldin Íslendingahátíð í Mount- ain og segir Curtis að styttan, sem verið er að búa til í Utah og kosti um 25.000 dollara, verði komin á sinn stað fyrir hátíðina í sumar og öllum framkvæmdum verði lokið sumarið 2007. „Þá verður formleg vígsla, þökk sé öllum sem hafa lagt hönd á plóg,“ segir Curtis. „Þetta verkefni kostar um 40.000 dollara og við hefðum aldrei get- að ráðist í það ef ekki hefði komið til góður og víðtækur stuðningur. Sérstaklega ber að þakka góðan stuðning frá Íslandi. Hann skiptir okkur sérstaklega miklu máli.“ Kostnaður um þrjár milljónir króna Morgunblaðið/Steinþór Curtis Olafson og Leslie Geir, fyrir framan kirkjugrunninn þar sem Þing- vallakirkjan stóð í Eyford skammt frá Mountain í Norður-Dakota. Ljósmynd/Pam Furstenau Sett verður upp um tveggja metra há eftirlíking af Kristsstyttu. Dagana 12.-16. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum um flest milli himins og jarðar. Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga fólksins hefst 15. maí. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um. Ertu á aldrinum 12-16 ára?* *Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1990 - 1994.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.