Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 55 UMRÆÐAN YFIR landinu liggur nú hlýr loft- massi, ættaður frá Evrópu. Þessum milda loftmassa fylgir hlýtt og gott loftslag sem við njótum til hins ýtr- asta í útveru. Þessu fylgir líka mistur, sem orsakast af mjög fínum svifögn- um eða svifryk sem ættað er frá kola- orkuverum og þungaiðnaði Mið- Evrópu. Þetta svifryk er af hættulegustu gerð, þar sem það er mjög fínt og fólk sem andar því að sér fær það alla leið út í smæstu lungnaberkjur. Við höf- um ekki farið varhluta af svifryki hér- lendis í þurrviðri á veturna, en þetta fína svifryk er að því leyti verra en göturykið að agnirnar eru yfirleitt fínni en vetrarsvifrykið sem svífur hér yfir götunum. Þetta mistur liggur einnig jafnt yfir alls staðar. Það er því ekki hægt að fara upp í Heiðmörk eða aðra álíka staði til að forða sér frá svifrykinu. Mistrið er yfir öllu. Í nýrri stefnumörkun Evrópusam- bandsins kemur fram að svifryk af þessari gerð veldur meira heilsutjóni en nokkuð annað form loftmengunar. Einnig kemur þar fram að það er ekkert sérstakt viðmiðunargildi til fyrir fínt svifryk þannig að ef styrkur þess er undir því gildi þá sé ástandið öruggt fyrir alla. Það finnast alltaf einstaklingar sem eru viðkvæmir fyr- ir fínasta rykinu. Til þess að bæta ástandið þarf því að draga úr losun á fínu ryki og losun lofttegunda sem geta myndað fínt svifryk í andrúms- loftinu. Stefnumörkunin miðar að því að minnka losun þessara efna veru- lega á næstu árum til þess að tryggja að loftgæði á næstu árum komi til með að batna og við getum notið loftslags af bestu gerð án þess að fá alla þessa mengun með því. ÞÓR TÓMASSON, fagstjóri við Umhverfisstofnun. Loftslag af bestu gerð? – Svifryk af verstu gerð! Frá Þór Tómassyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ hafa margir gaman af fjár- hættuspilum eða öðru slíku. Lang- flestir sem taka þátt í slíkri skemmt- un geta hætt eftir t.d eitt skipti í spilakassa eða einn lottómiða án vinnings. En því miður er sorgleg staðreynd að hluti fólks sem prófar fjárhættuspil einhverntímann á æv- inni getur bara ekki hætt því. Það þarf að prófa aftur og aftur og aftur. Smám saman þróast spilafíkn hjá viðkomandi. Spilafíkn fer ekki í manngreinarálit, hún spyr ekki um aldur eða stöðu í þjóðfélaginu. Spila- fíkn finnst hjá forstjórum í stórfyr- irtækjum og íþróttamönnum jafnt sem þeim tekjulágu. Skv. skilgreiningu Gam Amon sem er félag óvirkra spilafíkla er um fjár- hættuspil að ræða þegar lagt er und- ir fé uppá ákveðna niðurstöðu eða út- komu sem ræðst af líkindafræði eða slembiúrtaki. Þ.e það er ekki ákveðin niðurstaða. Fjárhættuspil er bannað með lögum á Íslandi. Samt er úr nógu að velja fyrir spilafíkla hér á landi. Menn geta t.d keypt sér lottó- miða, miða í lengjunni, víkingalottó- miða, happaþrennu, spilað í gullnám- unni, spilað í sjoppukössum eða keypt sér happdrættismiða t.d á veg- um HHÍ eða SÍBS. Svo er líka hægt að spila á netinu. Núna nýlega hafa 2 ungir menn í blóma lífsins svipt sig lífi vegna þess að þeir voru komnir í ógöngur sökum spilahegðunar sinn- ar. Það voru öll sund lokuð. Gam amon skilgreinir spilafíkn sem sjúk- lega áráttu í að spila. Spilafíkn er við- urkenndur sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Fyrir spilafíkilinn að spila er alveg nákvæmlega eins og það er fyrir eiturlyfjaneytandann að neyta heróíns eða hass. Hefur áhrif á nákvæmlega sömu stöðvar í heil- anum sem valda vímu eða vellíðan. Skv. GA samtökunum eru um 2000 spilafíklar á Íslandi. Og þeim sem þangað leita vegna spilahegðunar fer sífellt fjölgandi. Aldur fíklanna fer líka lækkandi. Dæmi eru um að fólk tapi milljónum bara á því að spila. Svo missir það allt. Fjölskyldur leys- ast upp, bílar fara, íbúðir eru teknar í nauðungarsölu svo lengi mætti telja. Þetta eru afleiðingar spilafíknar. En hverjir græða nú á öllu saman? Nú, auðvitað þeir sem reka fyrirtækin sem sjá um fjárhættuspilin. Svo við tökum nú sem dæmi um spilakass- anna eru hér á landi 2 fyrirtæki starfandi sem sjá um rekstur þeirra. Gullnáman sem er á vegum HÍ og Ís- landsspil sem er á vegum RKÍ, Landsbjargar og SÁÁ. Mér skilst að hagnaður þessara fyrirtækja á síð- asta ári hafi verið gífurlegur. En samt er fjárhættuspil bannað á Ís- landi. Það er þó hægt að veita und- anþágur á þeim forsendum að um fjáröflun fyrir líknarfélög sé að ræða. Það er hrein og klár skömm að í vel- megunarþjóðfélagi þar sem góðæri ríkir skuli heiðvirðar stofnanir eins og Háskóli Íslands og Rauði krossinn leyfa sér það að byggja afkomu sína á sjúku fólki sem setur meira og meira fé í kassana í von um hinn stóra. Loks þegar sá stóri kemur fær við- komandi kannski smábrot af þeirri upphæð sem hann setti í kassann í upphafi. Spilafíkn er mjög stórt vandamál hér á landi sem ekki er hægt að loka augunum fyrir. Ís- landsspil tala um ábyrgan rekstur spilakassanna á heimasíðu sinni. Þeir mega eiga það að þeir eru að fara rétta leið með því að hækka ald- urinn í kassanna úr 16 í 18 ár. Gull- náman og Íslandsspil reka jú einn vef sem heitir spilafíkn.is. Það er allt og sumt. Það er gefinn listi með með- ferðaraðilum og símanúmer hjálp- arlínu fyrir spilafíkla. Þetta er spor í rétta átt en til að virkilega sé hægt að tala um ábyrgan rekstur spila- kassa þarf að gera meira. Það þarf að takmarka aðgengi spilakassanna, helst að forrita þá þannig að fólk geti einungis spilað fyrir ákveðna há- marksupphæð á viku og þeir þyrftu að vera kortavæddir og samtengdir. Þannig að ef t.d Gunna ætlaði að spila með Visa kortinu sínu í kassa á stað þar sem spilakassar væru þyrfti að skrá niður kortanúmer hennar rafrænt þannig að hún gæti ekki not- að kortið sitt í næsta kassa. Há- marksupphæð þyrfti að vera 4000– 5000 krónur á viku. Ef Íslandsspil og Gullnáman myndu gera þetta, þá fyrst gætu þeir talað um ábyrgan rekstur spilakassanna. Að lokum vil ég segja að ég er ekki spilafíkill, hef aldrei verið. Ég er hins vegar áhuga- maður um spilafíkn og hvernig megi hjálpa þeim sem hafa ánetjast spila- kössum. TRYGGVI RAFN TÓMASSON, Fannafold 99, 112 Reykjavík. Spilafíkn Frá Tryggva Rafni Tómassyni: BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 WWW.EGODEKOR. IS GLÆSILEG GARÐHÚSGÖGN ÚR GEGNHEILU TEKKI Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 Marlborosett Bekkur, borð og 2 stólar Allt settið án sessu -10% Tilboðsverð: 76.950,- Washington sett Bekkur, borð og 2 stólar Allt settið án sessu -10% Tilboðsverð: 76.950,- Stækkanlegt borð 120(+60)x120 og 6 stk. klappstólar m/arm *Borð einnig fáanlegt í 180(+60)x120 Allt settið án sessu -10% Tilboðsverð: 62.100,- Átthyrnt borð 120cm Staflanlegur stóll Hjólaborð -10% Tilboðsverð: 13.950,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.