Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 65
Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Alhliða útfararþjónusta í 16 ár Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 65 MINNINGAR um oftar en einu sinni á móti hvor öðrum í bændaglímum vegna þess hve áþekkir við vorum í forgjöf. Það var oft hart barist á vellinum og þannig á það líka að vera. En hann var líka góður félagi og skemmtilegur og gladdist yfir því ef öðrum gekk vel. Þegar þau Lilla seldu Steypu- stöðina, sagði hann við mig að nú skyldi ég fara að passa mig, nú hefði hann orðið nógan tíma til að taka mig í gegn á vellinum. Sú gleði varð því miður skammvinn, hann varð að lúta í lægra haldi fyr- ir andstæðingi sem engum hlífir. Barátta hans síðustu mánuðina einkenndist af sama æðruleysinu og á golfvellinum. Og þó að hann gæti ekki lengur sveiflað kylfunni, þá kom hann inn eftir að fylgjast með og stappa í mann stálinu. Og húmorinn var aldrei langt undan, jafnvel þótt nálgaðist enda- lokin. Þegar ég kom upp á spítala í byrjun maí, til að kveðja hann, var Freyr, sonur hans, að enda við að raka hann. Atli gaut augunum á komumanninn og sagði síðan við soninn: „Heyrðu, rakaðu hann líka, það veitir ekki af því.“ Svo þegar kom að því að kveðja, sagði hann: „Hvor heldurðu nú, Sigurgeir minn, að hafi haft vinninginn á vellinum í gegnum tíðina, þú eða ég?“ Því svaraði ég að líkast til væri það nokkuð jafnt en bætti við að því væri ekkert lokið. Sú keppni héldi áfram fyrir handan þegar ég kæmi. „Þú sérð um að panta rás- tíma þegar þar að kemur,“ sagði ég. Og ég meinti það. Vertu sæll, gamli vinur, og hafðu þökk fyrir samveruna. Sigurgeir Jónsson. Látinn er hér í bæ fermingar- bróðir okkar, Atli Elíasson. Atli var fæddur og uppalinn á Skólaveginum, þar sem hlutirnir gerðust í þá daga. Atli var alltaf léttur og kátur, þegar hann hitti einhvern úr þeim góða hópi, sem tilheyrði ’39 módelinu. Við söknum Atla og hans hressa viðmóts og sendum eiginkonu og fjölskyldu hans, innilegar samúð- arkveðjur. Árgangur 1939. Það er komið að kveðjustund, í dag kveðjum við góðan vin okkar, fyrrverandi atvinnuveitanda og kiwanisfélaga. Illvígur sjúkdómur hefur lagt Atla Elíasson að velli, sjúkdómur sem greindist í lok nóvember 2004. Ég kynntist Atla fyrst gosárið 1973 en þá unnum við hjá Viðlaga- sjóði við björgunarstörf og hreins- un bæjarins. Um vorið 1974 hóf ég síðan vinnu hjá honum í Steypu- stöðinni og hef verið þar allar göt- ur síðan, á stórum vinnustað með- an bærinn var að byggjast upp, en síðustu tíu árin höfum við verið tveir eða þar til í byrjun síðasta árs, þá seldi Atli fyrirtækið. Það var gott að vinna með Atla, sér- staklega eftir að við vorum orðnir tveir og fyrir það ætla ég að þakka. Það var aldrei neitt mál hjá Atla ef annar hvor okkar þurfti að bregða sér af bæ, þá stóð bara hinn vaktina. Við Atli töluðum saman á „íslensku“, bæði í vinnunni og utan hennar og kynnt- umst þar af leiðandi hvor öðrum mjög vel. Atli var einn af þessum mannlegu atvinnurekendum og þar var ekkert verið að vinna eftir stimpilklukku. Það er margs að minnast eftir að hafa unnið með Atla í Steypustöð- inni í yfir 30 ár og væri of langt að telja upp allar þær minningar. Ég vil þakka Atla fyrir allar samverustundirnar bæði í vinnunni og utan hennar, ferðalögin innan- lands og utan en þá var ekkert til sparað að gera sér glaðan dag. Atli mætti í kaffi alla morgna á gamla vinnustaðinn meðan heilsa hans leyfði og setti ekki fyrir sig að koma þegar ég hringdi í hann út af hinum ýmsu málum sem upp komu á vinnustaðnum. Atli gekk í Kiwanisklúbbinn Helgafell 1971 og hefur setið þar í mörgum stjórnum og nefndum, hann var forseti klúbbsins 1976– 1977 og tók að sér embætti svæð- isstjóra 1980–1981. Atli lét sér annt um Kiwanisstarfið, hann var orginal Kiwanismaður og sjáum við nú á bak góðum félaga. Ég vil að leiðarlokum kveðja góðan vin og votta Lillu, Aldísi, Elíasi, Frey og fjölskyldum og aldraðri móður samúð og við María biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu Atla og gefa fjölskyldunum styrk á erfiðri stund. Runólfur. Atli Elíasson var nágranni okkar hjóna í rúma tvo áratugi. Hann var dagfarsprúður maður, jafnlyndur, réttsýnn og drengur góður. Atli var einn þeirra manna sem geymdu tilhlökkun og gleði vegna jólanna ófölnaða í hjarta sér. Hann var fyrstur manna í hverf- inu til þess að skreyta heimili sitt og hús jólaljósum. Börnin okkar voru fljót að veita athygli jólaund- irbúningnum, þessum sterka þætti í lífi Atla. Þegar þau sáu að Atli var farinn að setja upp útiseríurn- ar var okkur hjónunum jafnskjótt tilkynnt um þann atburð og bætt við að nú væri kominn tími til þess að setja upp jólaljósin hér heima því jólin væru því sem næst gengin í garð. Atli rak Steypustöð Vestmanna- eyja ásamt meðeigendum sínum til fjölda ára og var hann í daglegu tali milli manna kenndur við fyr- irtækið sem Atli í Steypustöðinni. Þegar við hjónin steyptum upp húsið okkar að Stóragerði 2 var að sjálfsögðu leitað til Atla í Steypu- stöðinni og falast eftir steypu. Hér var um talsvert magn að ræða því húsið var tvílyft og með steyptum loftplötum milli hæða og þaks. Við vorum ung að árum og höfð- um nóg þor og áræði til fram- kvæmda, en fjármunir voru af skornum skammti og ekki auðvelt að fá lán í fjármálastofnunum, ólíkt því sem tíðkast nú. Nú kom að skuldadögum og var Atli heimsóttur í þeim tilgangi að semja við hann um greiðslufyrir- komulag steypuskuldarinnar. Atli bauð okkur inn til sín og þar sem við hjónin sátum við eldhúsborðið heima hjá honum bauð hann okkur að fyrra bragði að borga skuldina eftir því sem efni og geta leyfðu og það án allra vaxta. Þetta tilboð hans varð okkur ómetanleg hjálp við húsbygginguna. Þetta dæmi lýsir mannkostum þeim sem Atli hafði að geyma og eins og við nut- um þeirra þannig hafa fleiri menn kynnst þeim. Í Orðskviðum Biblíunnar standa þessi orð: „Minning hins réttláta verður blessuð“. Við hjónin bless- um minningu Atla Elíassonar og biðjum eiginkonu hans og börnum huggunar Drottins. Gíslína og Gísli. Kveðja frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli Enn er höggvið skarð í raðir okkar Kiwanis-manna í Vest- mannaeyjum, með því að fallinn er í valinn félagi okkar Atli Elíasson. Hann gekk til liðs við Kiwanis- hreyfinguna fljótlega eftir að klúbbur var stofnaður í Eyjum og hafði starfað óslitið fyrir hann í 35 ár, er kallið kom. Eins og gefur að skilja átti Atli stóran þátt í að byggja upp og móta starf Kiwanis- klúbbsins Helgafells, ásamt því að eiga að baki fjölda vinnustunda við það ágæta hús sem klúbburinn á. Atli hafði gegnt nær öllum emb- ættum innan okkar klúbbs, en var forseti 1976-1977 og gegndi auk þess starfi svæðisstjóra Sögusvæð- is 1980–1981. Einnig var hann birgða- og innkaupastjóri okkar árum saman og gætti þar að hinum mörgu smáu en mikilvægu hlutum í starfinu af sinni alkunnu sam- viskusemi. Hygg ég að þeir séu margir forsetarnir sem verða Atla ævinlega þakklátir vegna fyrir- hyggjusemi og kunnáttu, sem bjargaði málum er í óefni stefndi. Atli var Kiwanis-maður af lífi og sál, sem lét sér annt um velferð samborgaranna og mat mikils þau gildi er Kiwanis-hreyfingin stend- ur fyrir. Hann hafði gott auga fyr- ir því sem gera þurfti og var ávallt tilbúinn til að leiðbeina mönnum og hjálpa til þar sem þurfti. Hann var góður samstarfsmaður, hafði lag á að létta mönnum lund og horfði þá gjarnan á bjartari hliðar málanna. Við Helgafellsfélagar kveðjum nú góðan félaga og vin um leið og við þökkum það mikla starf sem hann vann fyrir Kiwanis-hreyf- inguna. Þétt við hlið hans í starfi og leik stóð hans góða kona Krist- ín (Lilla) og sendum við henni, börnum þeirra og öðrum aðstand- endum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Helgafellsfélaga Ólafur H. Sigurjónsson. Kveðja frá Golfklúbbi Vestmannaeyja Fyrir hönd Golfklúbbs Vest- mannaeyja (GV) vil ég með fáum orðum kveðja okkar góða félaga, Atla Elíasson, sem lést hinn 6. maí síðastliðinn. Atli var félagi í GV til margra ára og stundaði golfleikinn vel. Jafnframt því að vera fastagestur í golfinu með félögum sínum vann hann ýmis störf fyrir klúbbinn og gegndi trúnaðarstörfum, sat Atli m.a. í stjórn GV árin 1996–1998. Þrátt fyrir erfið veikindi hélt Atli golfleiknum áfram til síðasta dags. Við í klúbbnum eigum eftir að sakna hans mikið á golfvellinum. Ég vil fyrir hönd félaga í GV senda þér Lilla og allri fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan félaga lifir. F.h. Golfklúbbs Vestmannaeyja Helgi Bragason, formaður. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SIGURÐSSON, Kórsölum 5, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 1. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á deild 11 G. Svanfríður Jónasdóttir, Fanný María Clausen, Guðbjörn Jónsson, Svanfríður J. Guðbjörnsdóttir, Svavar Ó. Pétursson, Guðbjörg Anna Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Þóra Guðbjörnsdóttir, Freyja Björt Svavarsdóttir. Móðir okkar, GUÐRÚN ÓLÖF ÞÓR, Kópavogsbraut 4, er látin. Gunnar Harðarson, Helga Harðardóttir, Hildur Harðardóttir, Hrafn Harðarson, Hulda Harðardóttir. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR SIGURÐSSON, Kleppsvegi 94, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 10. maí, Lilja Ólafsdóttir, Gaukur Gunnarsson, Helena Kristinsdóttir, Íris Birna Gauksdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ERLA CORTES, Æsufelli 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni fimmtudagsins 11. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. maí kl. 15.00. Gunnar J. Árnason, Soffía Karlsdóttir, Kristinn H. Árnason, Snorri Örn Árnason, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Guðrún Cortes, Kristín Björg Cortes og barnabörn. Konan mín, MARILYN HOLLANDER SOLVASON, lést á heimili okkar í Howell, New Jersey, Banda- ríkjunum, miðvikudaginn 3. maí. Útförin hefur farið fram. Jóhannes Sölvason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.