Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 13.05.2006, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 71 Aðalfundur Hjartaheill, hjartasamtökin á höfuðborgar- svæðinu, minnir félagsmenn sína á aðalfund félagsins sem haldinn verður á Hótel Sögu laugardaginn 20. maí nk. kl. 14:00. Venjuleg aðalfundastörf. Fræðsluerindi. Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Það verður best að búa í Kópavogi Sjálfstæðisfélag Kópavogs Opið hús Ágætu Kópavogsbúar, opið hús verður laug- ardaginn 13. maí 2006 milli kl. 10 og 12 í Hlíða- smára 19. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Dagskrá: Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri, ræðir málefni Kópavogsbæjar á komandi kjörtímabili. Sjálfstæðisfélag Kópavogs. Aðalfundur Ísfélags Vestmannaeyja hf. Aðalfundur fyrir árið 2005 hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja hf. verður haldinn í húsi Akóges við Hilmisgötu 15 í Vestmannaeyjum föstudag- inn 19. maí 2006 og hefst kl. 15.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Félagslíf 14.5. Akrafjall Brottf. frá BSÍ kl. 10.30. Fararstj. María Berglind Þráins- dóttir. V. 2.300/2.700 kr. 25.-28.5. Öræfajökull og Skaftafell Brottf. kl. 8:30. 0605HF01 V. 24.100/27.600 kr., 5.000/7.000 án gistingar. Fararstjóri Reynir Þór Sigurðsson. Sjá nánar á www.utivist.is Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 EINS og oft áður hefur Skákfélag Akureyrar haldið úti skákstarfi í höfuðstað Norðurlands og undanfarið hafa nokkuð mörg mót verið haldin. Í lok apríl síðastliðnum var haldið Coca Cola-mót þar sem þátt tóku ellefu skák- menn. Stefán Bergsson varð sigurvegari mótsins en hann fékk 8½ vinning af 10 mögu- legum en næstur kom Sigurð- ur Arnarson með 8 vinninga og þriðji var Tómas Veigar Sig- urðsson með 7½ vinning. Um þetta mót og fleiri viðburði fé- lagsins er hægt að kynna sér á heimasíðu félagsins, www. skakfelag.is. Þar kemur m.a. fram að fimmtudaginn 4. maí var haldið 10 mínútna mót í KEA-salnum í Sunnuhlíð þar sem að fyrrnefndur Þór Val- týsson bar sigur úr býtum með 5 vinninga af 6 mögulegum. Sigurður Arnarson lenti aftur í öðru sæti með 4½ vinning en Sigurður Eiríksson fékk bronsverðlaun með 4 vinninga. Skákþing Norðlendinga í yngri flokkum var háð á Ak- ureyri helgina 6.–7. maí þar sem keppt var í fjórum flokk- um, stúlkna-, unglinga-, drengja- og barnaflokki. Í unglingaflokki voru keppend- ur átta og varð lokastaðan þessi: 1.–2. Gestur Baldursson og Ólafur Ólafsson 5½ vinning af 7 mögulegum. 3.–4. Einar Þór Axelsson og Unnar Þór Axelsson 4 v. 5.–6. Aðalsteinn Friðriksson og Dag- ur Þorgrímsson 3½ v. 7.–8. Brandur Þorgrímsson og Birkir Ólafsson 1 v. Gestur varð Skákmeistari Norðlendinga í flokknum eftir að hafa lagt Ólaf að velli í ein- vígi 1½–½. Bæði Gestur og Ólafur eru í Skákfélagi Akur- eyrar en næstu keppendur eru í Taflfélagi Húsavíkur og Tafl- félaginu Goðanum. Hinir flokkarnir fóru fram í einu opnu móti þar sem Mikael Jó- hann Karlsson og Ulker Gas- anova urðu hlutskörpust og unnu sinn hvorn flokkinn. Mikael varð sigurvegari í drengjaflokki og lokastaða hans varð þessi: 1. Mikael Jóhann Karlsson 6 vinn- inga af 7 mögulegum. 2. Hjörtur Snær Jónsson 5 v. 3.–4. Magnús Víðisson og Birkir Freyr Hauksson 4 v. 5. Svavar Kári Grétarsson 3½ v. Alls mættu þrjár stúlkur til leiks og lokastaða þess flokks varð þessi: 1. Ulker Gasanova 6 v. af 7 mögu- legum. 2. Sunna Líf Jóhannesdóttir 3½ v. 3. Halla María Helgadóttir 2 v. Barnaflokkurinn fyllti 7 keppendur og varð lokastaða hans þessi: 1.–3. Hersteinn Heiðarsson, Andri Freyr Björgvinsson og Grétar Þór Helgason 4 v. af 7 mögulegum. 4. Friðrik Jóhann Baldvinsson 3½ v. 5. Denis Yuranets 3 v. 6. Sigurður Sveinn Jónsson 2 v. 7. Elvar Helgason 1½ v. Í öllum flokkum var keppt um farandbikar og Ulker vann sinn bikar til eignar þar eð þetta var þriðja árið í röð sem hún varð Skákmeistari Norð- lendinga í stúlknaflokki. Mikil spenna var á hraðskákmóti keppenda sem endaði að lok- um með sigri Gests Baldurs- sonar en Mikael Jóhann fékk jafn marga vinninga og hann, en sá eldri bar sigur úr býtum eftir einvígi. Skákstjórar á mótinu voru Gylfi Þórhallsson, formaður SA og Þór Valtýs- son, gjaldkeri SA, en að öðrum ólöstuðum hefur starfið fyrir norðan hvílt á þeim félögum um langt árabil. Þeir eru einn- ig öflugir skákmenn og er sókndirfska Gylfa öllum skák- mönnum skeinuhætt. Hann sýndi það og sannaði enn á ný á öðru minningarmóti Gunn- laugs Guðmundssonar sem fram fór miðvikudaginn 10. maí sl. en lokaúrslit þess urðu eftirfarandi: 1. Gylfi Þórhallsson 11½ v. af 13 mögulegum. 2. Ólafur Kristjánsson 11 v. 3. Sigurður Eiríksson 9½ v. 4. Tómas Veigar Sigurðarson 9 v. 5. Þór Valtýsson 8½ v. 6. Stefán Bergsson 8 v. 7. Atli Benediktsson 7 v. 8. Sigurður Arnarson 6½ v. 9. Smári Ólafsson 5½ v. 10. Sveinbjörn Sigurðsson 4½ v. 11.–12. Bragi Pálmason og Ari Frið- finnsson 4 v. 13.–14. Gestur Baldursson og Mikael Karlsson 1 v. Ofangreind mót sem og næsta mót Skákfélags Akur- eyrar, 15 mínútna mót sem haldið verður sunnudaginn 21. maí í Sunnuhlíð, má líta á sem upphitun fyrir Skákþing Norðlendinga sem fer fram helgina 9.–11. júní næstkom- andi. Um gott og skemmtilegt helgarmót verður að ræða og eru skákmenn sem búa utan Norðlendingafjórðungs hvatt- ir til að mæta galvaskir til leiks og glíma við heimamenn. Róbert sigursæll í Iðnósyrpu Hróksins Þriðja mótið í Iðnósyrpu Hróksins fór fram sl. miðviku- dag í Iðnó við Tjörnina. 20 skákmenn tóku þátt og tefldar voru sex umferðir en tíma- mörkin í hverri skák voru 5 mínútur. Fide-meistarinn Ró- bert Harðarson vann mótið með fullu húsi vinninga en á hæla hans kom Davíð Kjart- ansson með 5 vinninga. Róbert og Davíð eru jafnir og efstir í syrpunni en lokamót þess verður haldið 17. maí næst- komandi. Daði Ómarsson fékk 4½ vinning og hreppti brons- verðlaun á mótinu en því næst fengu Stefán Már Pétursson, Elsa María Þorfinnsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir 4 vinninga og lentu í 4.–6. sæti. Skákfréttir að norðan Verðlaunahafar í barna- og unglingaflokkum Skákþings Norðlendinga. SKÁK Skákfélag Akureyrar ÝMIS SKÁKMÓT Vorið 2006 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Íslandsmót í paratvímenningi Hið vinsæla Íslandsmót í paratvímenningi verður haldið helgina 13.14. maí í húsnæði Bridssambands Íslands í Síðu- múla 37. Keppnisstjóri verður Sigurbjörn Haraldsson. Spilaður verður tvímenn- ingur með barómeterformi, en nánara form fer eftir þátttöku. Bikarkeppni Brids- sambands Íslands Hin vinsæla bikarkeppni Bridssambands Íslands fer fram nú í sumar en dregið verður í fyrstu umferðina á kjördæmamótinu sem fram fer um helgina 20.–21. maí á Ak- ureyri. Mikilvægt er því að allar skráningartilkynningar berist fyrir þann tíma eða fyrir klukkan 17 föstudaginn 19. maí. Þægilegast er að skrá sig á vefsíðu Bridssambands Íslands, bridge.is, en einnig er hægt að skrá sig í síma BSÍ, 587 9360, eða GSM 898 7162. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 8.5. Spilað var á 7 borðum. Meðalskor 168 stig og árangur N-S: Alda Hansen – Jón Lárusson 184 Alfreð Kristjánss. – Friðrik Jónss. 184 Gísli Hafliðas. – Pétur Antonss. 178 Árangur A-V Ægir Ferdinandss. – Örn Sigfúss. 195 Jón Hallgrímss. – Helgi Hallgrímss. 169 Bragi Björnss. – Albert Þorsteinss. 169 FEBK Gjábakka Það var spilað á 6 borðum í Gjábakkanum sl. föstudag og úrslitin í N/S urðu þessi: Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 141 Ragnar Björnss. - Ægir Ferdin- andss. 132 Júlíus Guðmundss. - Óskar Karlss. 129 A/V: Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 136 Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ás- munds. 136 Jakobína Hólm - Hreggviður Jónss. 120 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Línurit vantaði ELÍAS Jónatansson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur, ritaði grein í Morgunblaðið í gær sem bar titilinn „Hámörkun lífeyrisréttinda og aukin áhættudreifing“. Greininni átti að fylgja línurit, en vegna tæknilegra mistaka féll það niður. Línuritið er því birt hér auk kafla úr greininni til útskýringar. Morg- unblaðið biðst velvirðingar á mistök- unum. Aldurstengd ávinnsla réttinda Sjóðfélagar í FL ávinna sér aldurstengd réttindi. Þannig vega innborguð iðgjöld yngra fólks mun þyngra í ávinnslu rétt- inda, en fólks sem farið er að nálgast líf- eyristöku, sökum aldurs. Meðfylgjandi línurit sýnir þetta glöggt. En á línuritinu má einnig lesa hvernig ávinnslu er háttað hjá nokkrum öðrum lífeyrissjóðum. Í öllum tilfellum er reiknað með að greidd sé inn jafnhá upphæð, (samtals framlag launþega og atvinnurekanda, kr. 10.000). Línuritið sýnir hvers virði sú innborgun verður í lífeyrisréttindum á ári, þegar kemur að töku lífeyris. Ekki fer á milli mála að Frjálsi lífeyr- issjóðurinn er mjög góður valkostur, í samanburði við aðra lífeyrissjóði, ef litið er til ávinnslu réttinda. Vegna aldurstengingar réttinda, hafa margir lífeyrissjóðir farið þá leið að leyfa „eldri“ sjóðfélögum að halda áfram jafnri ávinnslu réttinda, en það er yf- irleitt hagkvæmt fyrir þá sem eru komn- ir yfir 42 ára aldur. LB gerir þetta með þeim hætti að „eldri“ sjóðfélagar sækja um uppfærslu réttinda, þar sem tekið er tillit til væntanlegrar framtíðarávinnslu réttinda í samanburði við aldurstengda ávinnslu. Útreiknaður mismunur er síð- an notaður til að uppfæra réttindi við- komandi. Eftir það eru allir sjóðfélagar LB, sem nú verða félagar í Frjálsa líf- eyrissjóðnum í aldurstengdri ávinnslu. Væri ekki um þessa leiðréttingu að ræða, hefði mátt ætla að „eldri“ sjóð- félagar bæru skarðan hlut frá borði. Svo er þó alls ekki, samanber framangreinda uppfærslu réttinda þeirra. Hagur yngri sjóðfélaga af aldurstengingu er augljós, sé línuritið skoðað.“ Forstjóri Alcan RANNVEIG Rist er forstjóri Alcan og Cynthia Carroll er yfirmaður álfram- leiðslusviðs Alcan en ranglega var farið með starfsheiti þeirra í myndatexta á baksíðu Morgunblaðsins í gær í tengslum við frétt um samning Alcan og Orkuveitu Reykjavíkur um orkusölu vegna stækkunar í Straumsvík. Beðist er velvirðingar á þessu. Greiddur lífeyrir á ári fyrir hverjar 10.000 kr. sem greiddar eru í iðgjald 0 500 1.000 1.500 2.000 2.500 3.000 3.500 4.000 16 21 26 31 36 41 46 51 56 61 66 Aldur greiðanda Á u n n in r ét ti n d i Frjálsi lífeyrissjóðurinn - aldurstengd ávinnsla Lsj. verslunarmanna - aldurstengd ávinnsla Lsj. Gildi - aldurstengd ávinnsla Lsj. Vestfirðinga - aldurstengd ávinnsla Lsj. verslunarmanna - jöfn ávinnsla Lsj. Vestfirðinga - jöfn ávinnsla Heimild : Heimasíður viðkomandi lífeyrissjóða LEIÐRÉTT FRÉTTIR Dagur harmónikunnar DAGUR harmónikunnar verður haldinn hátíðlegur í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudaginn 14. maí, með tón- leikum sem hefjast kl. 15 og eru allir velkomnir. Fram koma: Úr Harmónikufélagi Reykjavíkur; Stormurinn, Léttsveitin. Einnig fimm manna hópur frá Akra- nesi, Harmónikufélag Selfoss, Harm- ónikufélag Rangæinga og rússneski snillingurinn Juri Fjodorof. Juri er bróðir Vadims Fjodorof sem stjórnað hefur léttsveitinni í vetur, Vadim kemur líka með einn nemanda sinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.