Morgunblaðið - 13.05.2006, Side 88
HORNSTEINN að stöðvarhúsi
Kárahnjúkavirkjunar í Valþjófs-
staðarfjalli, Fljótsdalsstöð var lagð-
ur í gær. Á fimmta hundrað gesta
voru viðstaddir, þ.á m. forseti Ís-
lands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson,
sem lagði hornsteininn ásamt sex
grunnskólabörnum, ráðherrar,
þingmenn, yfirmenn Landsvirkjun-
ar og verktaka hennar og sveitar-
stjórnarmenn af Austurlandi. Á
sama tíma komu rúmlega 300
manns saman á Austurvelli til þess
að mótmæla lagningu hornsteinsins.
180 manns á vegum Landsvirkj-
unar flugu til Egilsstaða með Flug-
leiðaþotu í bítið í gærmorgun og
héldu ásamt fleirum í skoðunarferð
um framkvæmdasvæði Kárahnjúka-
virkjunar í nokkuð kalsasömu élja-
veðri. Eftir athöfnina í stöðvarhúss-
hvelfingunni var boðið til móttöku á
Egilsstöðum.
„Fáar framkvæmdir síðari ára
hafa verið meira í umræðunni en
þessi virkjun“ sagði Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, stjórnarformaður
Landsvirkjunar í ræðu sinni.
„Vissulega er framkvæmdin um-
deild, en það verður hins vegar sag-
an ein sem fellir hinn endanlega
dóm.“ Hann fullyrti að miðað við
aurburð og lónfyllingu í Hálslóni
væri virkjunin byggð til 200 ára.
„Virkjunin getur framleitt rafmagn
á arðbæran hátt hið minnsta í þann
tíma“ sagði hann.
Landsvirkjun reiknar með að
Kárahnjúkavirkjun geti skilað raf-
orku 1. apríl á næsta ári, en ekki er
ólíklegt að það tefjist um fáeinar
vikur vegna erfiðleika í borun að-
rennslisganganna undir Fljótsdals-
heiði. Fyrirtækið leitar leiða til að
afla raforku af orkunetinu til að
keyra fyrstu kerin í álveri Alcoa
Fjarðaáls ef um tafir verður að
ræða.
Mikill hugur var í fólki sem safn-
aðist saman á Austurvelli í gær til
að mótmæla lagningu hornsteinsins.
Báru fjölmargir viðstaddir skilti þar
sem beðist var undan frekari upp-
byggingu stóriðju. Meðal slagorða á
skiltum viðstaddra voru „Dam Nat-
ion“ og „Íslands Ósómi, skömm-
smán“. Flutt voru ljóð um náttúru
landsins og lesin upp yfirlýsing
náttúruunnenda.
Hornsteinn var lagður að
Fljótsdalsstöð eystra í gær
300 manns mót-
mæltu athöfninni
á Austurvelli
Morgunblaðið/RAX
Mikill hugur var í fólki sem safnaðist saman á Austur-
velli í gær til að mótmæla virkjunarframkvæmdunum á
Austurlandi og hafði uppi margvísleg mótmælaspjöld.
Virkjum | Miðopna
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Forseti Íslands leggur blýhólk með lýsingu virkj-
unarinnar, mótmælum virkjunarandstæðinga og
orkuverkefnum skólabarna í vegg stöðvarhússins.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
og Svavar Knút Kristinsson
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
www.xf.is
www.f-listinn.is
SILVÍA Nótt stal senunni í Aþenu í
gær þegar íslenski Evróvisjón-
hópurinn hélt þar sína fyrstu æfingu.
Mikil eftirvænting hefur ríkt vegna
þeirrar umræðu sem verið hefur um
blótsyrði í enskum texta lagsins. Silvía
lét sér fátt um finnast og notaði orðið,
og bætti um betur með því að sýna
áhorfendum fingurinn, við afar mis-
jöfn viðbrögð áhorfenda. Á blaða-
mannafundi í kjölfarið var blaðamanni
hent út úr fundarsalnum fyrir að horfa
í augun á Silvíu, en fundurinn þótti í
meira lagi sérstakur. Í aðalfréttatíma
gríska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi
var löng frétt um Silvíu og í viðtali við
fulltrúa keppninnar var sagt frá blaða-
mannafundinum og þeirri spurningu
velt upp hvort ummæli hennar um aðra
keppendur yrðu til þess að hún yrði
rekin úr keppninni. Þykir Grikkjum
uppátæki Silvíu ýmist furðuleg eða
fyndin. Fréttin var endurtekin í frétta-
yfirlitum síðar um kvöldið. | 81Morgunblaðið/Eggert
Silvía Nótt
fær blendnar
viðtökur
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
og Bergþóru Jónsdóttur
ÁKVÖRÐUN bæjarstjórnar Ölfuss um að veita
framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku á fjallsbrún Þóru-
staðanámu í Ingólfsfjalli markar tímamót, að sögn
Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landvernd-
ar. Hann segir að þar sé gengið gegn fyrsta áliti
Skipulagsstofnunar sem gert er eftir að breytingar á
lögum um mat á umhverfisáhrifum gengu í gildi 11.
maí í fyrra. Bergur segir að álit Skipulagsstofnunar
hafi verið afar vel rökstutt og stjórn Landverndar
hafi tekið undir niðurstöðu stofnunarinnar í apríl
þegar álitið var gefið út. Ákvörðun bæjarstjórnar
Ölfuss valdi Landvernd áhyggjum en við blasi nei-
kvæð og óafturkræf sjónræn áhrif vegna efnistök-
unnar.
Tímamótaákvörðun að
ganga gegn álitinu
Tímamótaákvörðun | 6
ÍSLAND gæti orðið fyrir-
mynd annarra þjóða heims í
verndun loftslags ef yfirvöld
settu sér það markmið að hér
eigi sér ekki stað meiri losun
gróðurhúsalofttegunda af
manna völdum en unnt er að
mæta með bindingu koltvísýr-
ings í gróðri og jarðvegi.
Þetta segir Andrés Arnalds,
fagmálastjóri Landgræðslu
ríkisins, en hann var meðal
fyrirlesara á morgunverð-
arfundi sem Landgræðsla rík-
isins, Landbúnaðarháskóli Ís-
lands og Skógrækt ríkisins
stóðu fyrir í gær undir yf-
irskriftinni: „Verndun lofts-
lags. Getur Ísland orðið hlut-
laust í losun
gróðurhúsalofttegunda?“
Að sögn Huga Ólafssonar,
skrifstofustjóra í umhverf-
isráðuneytinu, er hugmyndin
um kolefnishlutlaust Ísland
ekki óhugsandi útópía. Bendir
hann máli sínu til stuðnings á
að Íslendingar hafi mikla
möguleika á að draga úr los-
un jafnframt því að auka kol-
efnisbindingu, en þess ber að
geta að binding kolefnis úr
andrúmsloftinu í gróðri og
jarðvegi er stór þáttur í gild-
andi stefnumörkun Íslands í
loftlagsmálum frá árinu 2002.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Er ekki
óhugsandi
útópía
Kolefnahlutlaust | 14
ÓVENJU góður humarafli fékkst
norður af Eldey þegar rannsókn-
arskipið Dröfn fór þar um en skip-
ið er nú í leiðangri til þess að
rannsaka stöðu humarstofnsins.
Hrafnkell Eiríksson leiðangurs-
stjóri segir hinn góða afla norður
af Eldey hafa verið óvænta
ánægju. „Þar hefur verið svolítið
af stórum humri, en nýliðun síð-
ustu árin mjög lítil eða nánast
engin,“ segir Hrafnkell. Ástandið
sé líkt og við Vestmannaeyjar í
fyrra. | 8
Mjög góð
humarveiði