Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta verður allt í lagi, mr. Reitan, það er bara hún og skjáta litla sem þykjast þurfa grímur. Ég hef verið að veltafyrir mér undan-farið …“ Á þess- um orðum hefst bréf sem Mahmood Ahmadi-Nejad, forseti Írans, sendi George W. Bush, forseta Bandaríkjanna nýverið. Í framhaldinu spyr Ah- madi-Nejad hvernig Bush geti litið á sig sem fylgis- mann Jesú Krists, barist fyrir mannréttindum og lagst gegn hryðjuverkum og þróun gereyðingar- vopna en á sama tíma ráð- ist inn í önnur lönd og lagt líf fólks í rúst. Bréf Ahmadi-Nejads markar tímamót í sögu samskipta Írans og Bandaríkjanna en ríkin tvö hafa ekki átt bein samskipti frá því að ráðist var inn í sendiráð Bandaríkjanna í Teherean, höfuð- borg Írans, árið 1980 og banda- rískum starfsmönnum haldið þar í gíslingu. Gíslatakan stóð í 444 daga og varð til þess að Bandarík- in rufu efnahags-, stjórnmála- og menningartengsl við Íran sem fram að íslömsku byltingunni 1979 höfðu verið góð. Mikil andstaða við Bandaríkin einkenndi íslömsku byltinguna í Íran. Margir mundu árið 1953 þegar leyniþjónusta Bandaríkj- anna, CIA, í samvinnu við leyni- þjónustu Breta, fékk almenning til að steypa lýðræðislega kjörn- um forsætisráðherra landsins, m.a. með því að múta fjölmiðlum til að birta um hann óhróður og borga fólki fyrir að beita ofbeldi í hans nafni. Aðrir voru langþreytt- ir á nánu samstarfi keisarans við Bandaríkjastjórn og nútímavæð- ingu að ofan. Fjölmiðlar ala á óöryggi Í bréfinu, sem er u.þ.b. sjö síð- ur, víkur Ahmadi-Nejad lítillega að þeirri gremju sem Íranar bera í garð Bandaríkjamanna. Gíslatök- una segir hann hafa verið vegna þess að Bandaríkjamenn breyttu sendiráði sínu í höfuðstöðvar and- stöðu við íslamska lýðveldið. Yfirlýsingar Ahmadi-Nejads um Ísrael hafa vakið athygli og í bréfinu segir hann: „Í gegnum söguna hefur fjöldi landa verið hernuminn en ég held að það að stofna nýtt land með nýju fólki sé algjört einsdæmi.“ Hann gengur ekki út frá því sem vísu að Helför- in hafi raunverulega átt sér stað en sé það rétt, spyr hann, hvernig í ósköpunum það eigi að réttlæta að stofna Ísraelsríki í Mið-Aust- urlöndum. Það hafi kostað fjölda fólks lífið og hrakið enn fleiri á flótta. Ahmadi-Nejad gagnrýnir fangabúðirnar við Guantanamó- flóa á Kúbu þar sem föngum er haldið án dóms og laga og vísar einnig í nýjar upplýsingar um pyntingafangelsi í Evrópu. Hann segist ómögulega skilja hvernig þessar aðgerðir samræmist hug- myndum um frelsi og lýðræði sem og boðskap Jesú Krists um fyr- irgefningu og kærleika. Ahmadi-Nejad segir atburðina 11. september 2001 þegar flugvél- um var flogið á Tvíburaturnana í New York hafa verið hræðilega. Síðan þá hafi verið alið á ótta og óöryggi hjá bandarísku þjóðinni og fjölmiðlar hafi leikið þar stórt hlutverk. „Sumir telja að fjöl- miðlafárið hafi rutt veginn – og verið réttlæting – fyrir árásinni á Afganistan,“ segir hann í bréfinu. Ahmadi-Nejad segir að það sama hafi verið uppi á borðinu varðandi innrásina í Írak. Fjölmiðlar hafi endurtekið stöðugt að gereyðing- arvopn væri að finna í landinu svo almenningur var að lokum farinn að trúa því. Sagan dæmir leiðtogana Ahmadi-Nejad spyr Bush hvers vegna hann eyði milljörðum Bandaríkjadala í stríð gegn Írak á sama tíma og ákveðnir hópar fólks í Bandaríkjunum búi við fátækt. „Þeir sem fara með völd í heim- inum gera það aðeins í ákveðinn tíma og stjórna ekki að eilífu en verk þeirra eru skráð á spjöld sög- unnar,“ skrifar Ahmadi-Nejad og spyr hvernig sagan muni dæma verk leiðtoga nútímans. „Tókst okkur að færa fólkinu frið, öryggi og hagsæld eða óöryggi og at- vinnuleysi? Reyndum við að skapa réttlæti eða studdum við bara ákveðna hagsmunahópa og þving- uðum marga til að lifa í fátækt um leið og við gerðum fáa ríka og valdamikla?“ Ahmadi-Nejad gagnrýnir þá miklu peninga sem er eytt í hern- aðarútgjöld og spyr hvernig heim- urinn væri ef fjármagnið væri frekar nýtt í fjárfestingar og að- stoð við fátæk lönd, menntun og heilsugæslu, friðaruppbyggingu og útrýmingu atvinnuleysis svo fátt eitt sé nefnt. Hann vísar mikið í trúna og spyr hvort trúin á einn guð, virðingu, réttlæti og dóms- dag sé ekki lausn vandamála heimsins. „Sagan kennir okkur að grimmar og kúgandi ríkisstjórnir lifa ekki af. Guð hefur falið mann- inum stjórn á eigin örlögum,“ seg- ir Ahmadi-Nejad og spáir því að breytingar séu í nánd þar sem fólk sé orðið langþreytt á stríði og óör- yggi. Hann mun þó líklega bíða lengi eftir svari því bandarískum stjórnvöldum þótti ekki mikið til bréfsins koma. Bréfið má nálgast í heild sinni á http://www.president.ir/eng/. Fréttaskýring | Margra síðna bréf frá Íransforseta til forseta Bandaríkjanna Hvað stóð í bréfinu? Íran og Bandaríkin hafa ekki haft form- leg samskipti frá gíslatökunni árið 1980 Ahamdi-Nejad fer um víðan völl. Skrifar Bush um frjálslyndi og vestrænt lýðræði  Frjálslyndi og vestrænu lýð- ræði hefur mistekist að ná til hins mannlega. Þetta segir Mahmood Ahmadi-Nejad, Írans- forseti, í bréfi sínu til Georges W. Bush, Bandaríkjaforseta. „Fólk í mörgum löndum heims finnur til reiði vegna ógnarinnar sem steðjar að menningu þess og fjöl- skyldulífi,“ segir Ahmadi-Nejad og bætir við að fólk sé skelft yfir dvínandi umhyggju og samúð í heiminum. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur 4 sæti „ Aukin þátttaka íbúa í stjórn borgarinnar.“ NÝTT miðbæjartorg við Hamra- borg í Kópavogi var vígt við hátíð- lega athöfn á laugardag. Torgið tengir Hamraborgina saman við menningarstofnanir sem eru hinum megin við Gjána. Á myndinni er Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri að opna torgið formlega með því að af- hjúpa skjöld þar sem m.a. er getið um nokkra helstu atburði í sögu Kópavogs. Sigurbjörn Einarsson biskup blessaði torgið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt miðbæjartorg í Kópavogi vígt ÓVENJUMIKILL erill var hjá lögreglu á höfuðborgar- svæðinu á laugardagskvöld og þurfti lögreglan að skipta sér af drykkjulátum í fólki fram eftir allri nóttu og var ekki kominn friður á fyrr en kl. sjö í gærmorgun. Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar og er hún í rannsókn. Þá voru átta ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur og þar af hafði einn þeirra keyrt á ljósa- staur og umferðarmerki sem hann festi bíl sinn á. Sam- kvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Kópavogi var sérlega mikið um hávaðatilkynningar vegna samkvæma. Mikið um fyllirí og læti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.