Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Kvartbuxur og stuttbuxur
Mánudagur 22. maí
Tortillas &/chillipottur
Þriðjudagur 23. maí
Aloo-Saag spínatpottur & buff
Miðvikudagur 24. maí
Próteinbollur m/cashewhnetusósu
Fimmtudagur 25. maí
Karrý korma m/nanbrauði
Föstudagur 26. maí
Ítalskur pottur m/pastasalati
Helgin 27. - 28. maí
Fyllt paprika m/brokkólísalati
Valhöll · Háaleitisbraut 1, 3. hæð · 105
Reykjavík · Símar 515 1735 og 898 1720 ·
Fax 515 1739 · oskar@xd.is
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitar-
stjórnarkosninganna 27. maí fer fram hjá sýslumönnum
um allt land.
Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar
alla daga kl. 10 - 22.
Erlendis er kosið í sendiráðum Íslands og hjá mörgum
ræðismönnum. Einnig er kosið á sjúkrahúsum og
öldrunarstofnunum skv. sérstökum auglýsingum þar um.
Munið að hafa skilríki meðferðis.
Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir allar
upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar.
Sjálfstæðisfólk, látið vita um stuðnings-
menn sem ekki verða heima á kjördag,
t.d. námsfólk erlendis.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 12-17
Skómarkaðurinn
Skúlagötu 61 (Stálhúsgögn) sími 693 0996
SKÓMARKAÐUR
Skúlagötu 61
Ekki missa af síðustu dögum markaðarins
Ótrúleg verðlækkun! Aðeins 3 verð : 1000, 2000 og 3000 kr.
Einnig er fullt af skóm á 500 kr.
Mikið úrval
Breytt útgáfa íslenskra
vegabréfa
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
Á morgun, 23. maí, verða breytingar á íslenskum
vegabréfum, umsóknum og afhendingu þeirra.
Engin gild vegabréf falla úr gildi þótt farið
verði að framleiða nýja gerð vegabréfa.
Frekari upplýsingar má finna á www.vegabref.is
Afgreiðsla vegabréfa í Reykjavík verður
framvegis hjá Lögreglunni í Reykjavík,
Borgartúni 7b, en ekki hjá Útlendingastofnun.
Sýslumenn utan Reykjavíkur og Lögreglan í
Reykjavík taka við umsóknum um vegabréf.
Umsækjendur eru ekki bundir af því að skila
umsókn í sama umdæmi og lögheimili þeirra er.
Myndataka fyrir vegabréfaumsókn telst til
öryggisatriða nýju vegabréfanna og fer hún
því fram á sama á stað og á sama tíma og sótt
er um og fylgir því ekki aukakostnaður.
Koma má með eigin myndir á rafrænu formi.
Verð vegabréfa helst óbreytt.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands
hefur látið reisa risastórt skilti á
horni Sæmundargötu og Hring-
brautar í Reykjavík. Á skiltinu
stendur stórum stöfum: „Hér viljum
við byggja stúdentagarða“.
Að mati Stúdentaráðs er nauðsyn-
legt að byggja fleiri stúdentagarða
en við Háskólann. Í Háskóla Íslands
eru um 9.500 stúdentar. Fjöldi
þeirra hefur tvöfaldast síðastliðinn
áratug, en framboð stúdentaíbúða
hefur ekki aukist í samræmi við það.
Um 600 stúdentar eru á biðlista eftir
úthlutun á hverju hausti. Fé-
lagsstofnun stúdenta getur boðið um
8% stúdenta við HÍ húsnæði, en
Stúdentaráð vill að þetta hlutfall
verði 15%, eins og í nágrannalönd-
unum.
Í tilkynningu frá Stúdentaráði
segir: „Því spyrja stúdentar þá
flokka sem eru í framboði í borg-
arstjórnarkosningunum í Reykjavík
hvaða lausnir þeir hafa á húsnæð-
isvanda stúdenta og hverja eiga
stúdentar að kjósa?“
Telja brýnt að byggja
íbúðir fyrir stúdenta
FLUGFÉLAGIÐ Icelandair hefur
opnað nýjar sjálfsafgreiðslustöðvar
við innritun í Leifsstöð. Stöðvarnar
eru sex talsins og eru staðsettar í
innritunarsalnum.
Með þeim gefst farþegum félags-
ins kostur á að innrita sig og far-
angur sinn sjálfir og velja sér sæti.
Tilgangurinn er að auka þjón-
ustu og stytta biðtíma farþega eftir
innritun að sögn Jóns Karls Ólafs-
sonar, forstjóra Icelandair.
Allir farþegar Icelandair geta
notað sjálfsafgreiðslustöðvarnar,
en reynslan erlendis frá sýnir að
það eru gjarnan þeir sem fljúga oft
sem nýta sér þær mest. Tölvubún-
aður gerir farþegum innritunina
mjög auðvelda, hvort sem notaðir
eru hefðbundnir farseðlar eða raf-
rænir miðar.
Þá er nóg að gefa upp bókunar-
númer, eða renna í gegn greiðslu-
kortinu sem greitt var með. Síðan
birtist mynd af sætaskipan við-
komandi flugvélar og farþegar
smella á það sæti sem þeir kjósa.
Innritunin tekur um það bil 30–40
sekúndur.
Hugbúnaðurinn í sjálfsaf-
greiðslustöðvunum er þróaður í
samvinnu við tölvufyrirtækið CSC,
sem hefur meðal annars unnið með
SAS að sambærilegum verkefnum.
Tækin sjálf eru í eigu Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Það tekur um 30–40 sekúndur að innrita sig í sjálfsafgreiðslu Icelandair.
Jón Karl Ólafsson forstjóri vígir hér nýjungina.
Geta innritað sig
sjálfir í flugið
ELDUR kom upp í gróðri í Grasa-
garðinum í Reykjavík í gær. Tölu-
verðar skemmdir urðu á gróðrinum
en varðstjóri Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins segir þó hafa farið betur
en á horfðist. Það hefði getað farið
mjög illa.
Nokkuð hefur verið um sinuelda á
höfuðborgarsvæðinu í þurrkinum
undanfarna daga. Gróður er víða
mjög þurr og jafnvel þótt hann sé
víða farinn að taka vel við sér er enn
mikil sina í grasi.
Eldur í Grasa-
garðinum