Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 21
UMRÆÐAN
ÞAÐ er óumdeild staðreynd,
hvort sem það þykir til góðs eða ills,
að samfélag okkar nú á 21. öldinni
er að stórum hluta byggt á raunvís-
indum. Allt frá því við vöknum við
tíst vekjaraklukkunnar og þar til við
sofnum við síbyljukvak sjónvarps-
fréttanna erum við háð tækninýj-
ungum undanfarinna ára og alda
jafnt í starfi sem leik. En það er
ekki tæknin ein sem byggist á vís-
indum. Stór hluti þeirra ákvarðana
sem skipta sköpum um tilveru okk-
ar er tekinn með hliðsjón af raunvís-
indum. Er fuglaflensufaraldur yf-
irvofandi? Mun vistkerfið norðan
Vatnajökuls bíða óafturkræfan
skaða af virkjanaframkvæmdum?
Hversu mikinn þorsk er óhætt að
veiða þetta árið? Svona mætti halda
áfram að reyta fram spurningar
lengi dags, en hver á að svara? Sér-
fræðingar, þó oft sé til þeirra leitað
eftir áliti og ráðgjöf, eru sjaldnast
þeir sem ákvarðanirnar taka.
Ákvarðanatakan er í flestum til-
vikum í höndum stjórnmálamanna,
embættismanna eða aðila innan við-
skiptalífsins. Það hlýtur að teljast
æskilegt að þetta ágæta fólk sé
a.m.k. slarkfært um að skilja þau
ráð og rök sem sérfræðingar hafa
fram að færa, m.ö.o. sé þokkalega
læst á vísindi.
Í auðlindafræðinámi til B.Sc.
gráðu við viðskipta- og raunvís-
indadeild Háskólans á Akureyri leit-
umst við einmitt við að mennta
nemendur okkar þannig að þeir
verði þess umkomnir að taka stjórn-
sýslulegar og viðskiptalegar ákvarð-
anir byggðar á traustum grunni al-
menns og sérhæfðs vísindalæsis.
Þessu markmiði náum við með því
að byggja námið á stífum nám-
skeiðum í grunngreinum raunvís-
indanna þar sem faglegar kröfur
eru engu slakari en í hreinu raun-
vísindanámi. Þessu er svo fylgt eftir
með sérhæfðari námskeiðum innan
fræðasviða deildarinnar, sjáv-
arútvegsfræði, fiskeldi, umhverfis-
og orkufræði, eða líftækni, auk við-
skiptafræði- og stjórnunarnám-
skeiða. Til þess að okkur sé unnt að
útskrifa hæfa auðlindafræðinga á
þeim þremur árum sem til eru ætl-
uð gerum við þá sjálfsögðu kröfu að
þeir nemendur sem skrá sig til
náms hjá okkur hafi hlotið á sinni 14
ára skólagöngu slíkan undirbúning í
raunvísindum og náttúrufræði að
þau séu þess umkomin að meðtaka
námsefni á eðlilegu háskólastigi. Því
miður er víða pottur brotinn í þeim
efnum og virðist manni á stundum
að undirbúningur nemenda sé einna
helst háður þeirra eigin grúski og
fróðleiksfýsn.
Það er sárt til þess að vita að ann-
ars efnilegir og áhugasamir nem-
endur flæmist frá námi vegna þess
að þeim undirbúningi sem þeim var
boðið upp á innan hins almenna
skólakerfis er stórlega ábótavant.
Enda er það, hvað sem sögusögnum
um meinfýsi háskólakennara líður,
ekki markmið í sjálfu sér að fella
nemendur á prófi. Þvert á móti vilja
allir þeir kennarar sem ég þekki
hag nemenda sinna sem mestan og
dreymir um þá útópíu að allir nem-
endur hljóti verðskuldaðar tíur. Það
hlýtur því að vera krafa okkar sem
látum okkur málið varða að raun-
greinakennsla í grunnskólum og
framhaldsskólum landsins verði
stórlega efld. Því miður er ekki að
heyra að von sé á slíkri bragarbót í
bráð og er jafnvel útlit fyrir að hér
horfi til verri vegar, ef fyrirhuguð
stytting náms til stúdentsprófs nær
fram að ganga.
Fyrir röskum mánuði sat ég mál-
þing um stöðu náttúrufræðimennt-
unar á Íslandi. Þingið var í boði
Kennaraháskóla Íslands og var allt
hið áhugaverðasta. Þó rann mér
kalt vatn milli skinns og hörunds
þegar sú skoðun var reifuð við
ágætar undirtektir að höfuðvandi
raungreinanáms í grunn- og fram-
haldsskólum væri sá að það væri
ekki nógu „skemmtilegt“. Ég minn-
ist þess nefnilega að hafa nokkrum
sinnum á minni skólagöngu orðið að
umbera nýútskrifaða kennslufræð-
inga, fulla svo yfir flóði af uppgerð-
arkátínu og þess albúna að sýna
okkur börnunum hvað það væri nú
gaman í skólanum. Þetta endaði
náttúrlega undantekningalaust í
innantómum ærslum og enginn
lærði neitt annað en það að ef rétt
er farið að sumum kennurum má
hæglega komast hjá því að læra í
skólanum og var þá bara eftir bar-
áttan við foreldrana svo sleppa
mætti því að læra heima líka.
Ósjaldan ranghvolfdi ég augunum
og grúfði mig ofan í skólatöskuna
óskandi þess heitt
að þetta ágæta fólk
myndi nú bara
bretta upp erm-
arnar og fara yfir
bévítans námsefnið.
En kannski er ég
bara skrýtinn. Ef til
vill má stórbæta vís-
indalæsi nemenda
með því að gera vís-
indin „skemmtileg“.
Hvað sem því líður,
hlýtur magnið að
hafa eitthvað að
segja líka. Að minnsta kosti þótti
mér það með ólíkindum þegar
heyrði ég því haldið fram á téðu
málþingi að raunvísindakennsla á
unglingastigi grunnskóla næmi
þremur kennslustundum á viku.
Fyrir öll raunvísindi, vel að merkja:
eðlisfræði, efnafræði, líf-
fræði, erfðafræði, vist-
fræði, jarðfræði, veð-
urfræði, verkfræði
o.s.frv. Þrír tímar á viku!
Mitt barn er ekki á skóla-
aldri, svo ekki veit ég
hvað blessuð börnin eru
að fást við alla vikuna.
Vonandi er það eitthvað
bæði gagnlegt og fræð-
andi, en ég hlýt þó að
velta því fyrir mér hvort
ekki mætti skipta ein-
hverjum hluta þess út
fyrir eilítið meira af þeim fræðum
sem nánast allt okkar samfélag
byggist svo mjög á.
Eflum raunvísindakennslu í
grunn- og framhaldsskólum
Oddur Þ. Vilhelmsson fjallar
um framkvæmdir á hálendinu ’Mun vistkerfið norðanVatnajökuls bíða óaftur-
kræfan skaða af virkj-
anaframkvæmdum?‘ Oddur Þ. Vilhelmsson
Höfundur er dósent við viðskipta-
og raunvísindadeild Háskólans
á Akureyri.