Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 23

Morgunblaðið - 22.05.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 23 UMRÆÐAN Lagadeild Laganám í Háskóla Íslands: Metnaður, gæði og árangur. Allar upplýsingar í síma 525 4386 og á www.hi.is. Skoðaðu bæklinginn okkar á netinu. Umsóknarfrestur er til 6. júní Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um þjónustu við aldraða frá árinu 2005 kemur fram að ófaglærðir sinna stærstum hluta umönnunar- innar á hjúkrunarheimilum. Sumir þeirra tala jafnvel ekki íslensku. Hjúkrunarheimili þar sem hlutfall fagfólks er meira í líkingu við leið- beiningarstaðal Landlæknisembætt- isins frá 2001, geta ekki verið sam- bærileg að gæðum og þar sem fagþekkingu skortir. Því fullnægj- andi hjúkrun verður fyrst og fremst tryggð með viðeigandi mönnun til að uppfylla þarfir viðkomandi sjúk- lingahóps. Hvernig eru gæði hjúkrunarheim- ila borin saman. Vitað er að á öllum hjúkrunarheimilum á landinu eru gerðar rannsóknarmælingar á að- búnaði aldraðra. Þetta er viðamikil greining og tölulegar niðurstöður fást um bæði hjúkrunarþyngd og gæði. Hvernig er farið með þessar nið- urstöður? Gerir ráðuneytið at- hugasemd við heimilin ef gæðin eru ekki næg? Hvar setja þau mæli- kvarðann á heimilin? Almenningur vill fá vitneskju um gæði hjúkrunarheimila þó ekki væri nema til að halda uppi metnaði og til þess að þeir sem þiggja þjónustuna og þeirra aðstandendur geti beitt þrýstingi til að fá þjónustuna bætta ef þörf er á. Fólk á að geta og vill geta valið um hjúkrunarþjónustu og aðbúnað. Hvað er til ráða? Niðurstöður rannsóknar sem greinarhöfundur hefur gert (2005. Reynsla dætra af flutningi foreldra sem þjást af heilabilun á hjúkr- unarheimili. Óbirt meistararitgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík) benda m.a. til að stórbæta þurfi upplýsingar og fræðslu um það hvaða hjúkrunarheimili standa fólki til boða, hvaða þjónustu þau veita (ekki síst hvað varðar afþreyingu og þjálfun) og þá þætti sem teljast til gæða, t.d. fjölda starfsfólks á vakt og fagþekkingu þess. Góð vitneskja al- mennings og stjórnvalda um hvað telst til gæða myndi án efa auka lík- ur á bættum gæðum innan heim- ilanna. Slík kynning gæti farið fram þegar vistunarmat er gert. Í kynn- ingarefni til aðstandenda þarf að bjóða upp á lesefni um hug- myndafræði heimilanna og annað sem viðkemur starfseminni. Mörg heimili hafa komið sér upp heimasíð- um sem benda má á og hafa þessar upplýsingar tiltækar þar, því erfitt getur verið að bjóða upp á kynn- ingaheimsóknir inn á heimili (einka- rými) íbúa. Samvinna við fjölskyldu Þennan þátt má stórbæta. Sér- staklega má benda á eftirtalin atriði:  Að stuðla að því að fjölskyldan sé jafningi í umönnunarteyminu, að meta þörf aðstandenda fyrir stuðning.  Að sjá til þess að nýr íbúi fái tengilið eða aðalumönnunaraðila sem veiti sérstakan stuðning við aðlögun að breyttum aðstæðum.  Að skýra hlutverk og ábyrgð starfsfólks og aðstandenda.  Að óska eftir því að fjölskylda hjálpi starfsfólki að kynnast við- komandi og sérþörfum hans og fylli út æviágrip. Stuðningshópar Bjóða ætti upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur innan hjúkr- unarheimilanna. Stuðningshópar geta verið öflug aðferð til að treysta aðlögun og hafa um tíma verið not- aðir sem eitt af mörgum formum hjúkrunarmeðferðar. Aðstandendur sjúklinga eru hluti af skjólstæð- ingum hjúkrunar. Stuðningshópar geta stuðlað að betri hjúkrun aldraðra á stofnunun, dregið úr streitu hjá aðstand- endum og bætt sam- skipti aðstandenda og starfsfólks. Starfsmannastefna Fjölga þarf fagfólki og starfsmönnum í því skyni m.a. að efla þjálf- un og virkni, ekki síst í daglegri hjúkrun. Til þess að fjölga starfs- mönnum þarf að bæta launakjör þeirra og hafa aðlaðandi starfs- mannastefnu á heim- ilunum. Þar þarf að styrkja grunninn því reynslan sýnir að verr gengur að fá fagfólk/ starfsfólk til starfa þar sem metnaður í starfi, gæði umönnunar og virðing fyrir mann- eskjum er ábótavant. Fylgjast þarf með líðan starfsfólks, umvefja það og hvetja svo það endi síður með að til- heyra sjúklingahópum. Þar skiptir öflugur stuðningur stjórnenda máli. Bjóða má upp á leiðir að betri líðan í starfi s.s.viðrunarfundi í erfiðum málum sem upp geta komið, stuðn- ingsteymi fyrir starfsfólk og hand- leiðslu í starfi. Hvetja til og styrkja heilsueflingu, bæði andlega og lík- amlega, bjóða starfsfólki að nýta þjónustu heimilanna s.s. hand- og fótsnyrtingu, hárgreiðslu, nudd og þess háttar á sömu kjörum og íbúar fá hana á og leitast við að hafa aðlað- andi fjölskyldustefnu. Einnig er nauðsynlegt að efla fræðslu og símenntun fyrir starfs- fólk, þar á meðal fræðslu um sið- fræðileg viðhorf s.s. sjálfræði sem skipta máli við þjónustu og umönnun aldraðra. Umönnun á hjúkrunar- heimilum og leiðir til úrbóta Júlíana Sigurveig Guðjóns- dóttir fjallar um gæði umönn- unar á hjúkrunarheimilum og leiðir til úrbóta ’Almenningur vill fávitneskju um gæði hjúkr- unarheimila þó ekki væri nema til að halda uppi metnaði og til þess að þeir sem þiggja þjón- ustuna og aðstandendur þeirra geti beitt þrýstingi til að fá þjónustuna bætta ef þörf er á.‘ Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir Höfundur er hjúkrunarstjóri á hjúkrunarheimilinu Sóltúni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.