Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í slensk stjórnvöld hleruðu síma hjá fjölda fólks í að minnsta kosti sex tilvikum á árunum 1949–1968, þar á meðal hjá fjórum alþingismönn- um, á meðan verið var að fjalla um samkomulag við Breta í þorskastríðinu á Alþingi árið 1968, sem nálgast það að geta kallast pólitískar njósnir. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings, sem hann kynnti á Íslenska söguþinginu 2006, sem lauk í gær. Guðni hefur fundið skriflegar heimildir fyrir því að dómsmála- ráðuneytið hafi fengið alls átta heimildir til að hlera síma hjá sakadómara eða yfir- sakadómara á tímabilinu, vegna sex að- skilinna tilvika. Hann segir að hingað til hafi engar staðfestingar fengist á því að slíkar hleranir hafi átt sér stað. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni aðgengi sitt að heimildunum hafa verið bundið því að hann greindi ekki frá nöfn- um þeirra sem skráðir voru fyrir þeim símum sem hleraðir voru, það væri frekar hlutverk einhvers konar opinberrar rann- sóknarnefndar á málinu að greina frá slíku, þar sem leynd hvíli yfir gögnunum sem hann notar. Víst má telja að aldrei verði upplýst hvaða upplýsingar stjórnvöld höfðu upp úr þessum hlerunum, enda var öllum gögnum sem fengust úr þessum lögregluaðgerðum eytt, í síðasta lagi árið 1977. Meðal þeirra atvika sem þóttu kalla á símahleranir var innganga Íslands í Atl- antshafsbandalagið árið 1949; heimsókn Dwight Eisenhower, yfirhershöfðingja bandalagsins, tveimur árum síðar; og koma Bandaríkjahers síðar það sama ár. Einnig fengust heimildir til að hlera síma þegar verið var að semja við bresk stjórn- völd um landhelgi Íslands í Þorskastríðinu árið 1961, og þegar Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkjanna, kom hingað til lands árið 1963. Síðasta tilvikið sem Guðni hefur heimildir um var árið 1968, þegar ut- anríkisráðherrafundur Atlantshafsbanda- lagsins fór fram hér á landi. Engar heimildir um hleranir án dómsúrskurðar Heimildir Guðna eru m.a. bréf frá dómsmálaráðuneytinu til sakadómara, eða yfirsakadómara, þar sem farið er fram á að lögreglu verði veitt leyfi til að hlera símanúmer. Alltaf var hlerað hjá Sósíal- istaflokknum, nær alltaf hjá Þjóðviljanum, stundum hjá Verkamannafélaginu Dags- brún og Samtökum herstöðvarandstæð- inga, og einu sinni hjá Alþýðusambandi Ís- lands. Einnig upplýsti Guðni að hleraðir hefðu Sagnfræðingur staðfestir að íslensk Gögnum sem Þriðja íslenska Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur fundið skrif- legar heimildir sem sýna að símar voru hleraðir á vegum stjórnvalda í sex tilvikum í kalda stríðinu. Brjánn Jónasson hlýddi á fyrirlestur um eftirlit lögreglu með sósíalistum og fleirum á Söguþingi Íslands 2006 í Háskóla Íslands í gær. ÞEIR SEM MINNST MEGA SÍN Rauði kross Íslands hefurstaðið fyrir könnun á stöðuþeirra, sem minnst mega sín. Í umfjöllun Ragnhildar Sverr- isdóttur blaðamanns um þessa könnun í Morgunblaðinu í gær segir m.a.: „Sjö hópar standa verst í ís- lenzku samfélagi, öryrkjar, ein- stæðar mæður, innflytjendur, aldraðir, karlar, sem eru einstæð- ingar, geðfatlaðir og börn, sem búa við erfiðar aðstæður.“ Könnun Rauða krossins var unn- in með viðtölum við fólk og í um- fjöllun Morgunblaðsins segir m.a.: „Í viðtölunum kom fram, að þeir bótaþegar, aldraðir, öryrkjar og geðfatlaðir, sem lifa á óskertum bótum frá Tryggingastofnun búa við fátækt. Í ljósi þess væri brýn þörf á, að hið opinbera láti útbúa opinber lágmarksframfærsluvið- mið og bæturnar verði miðaðar við það. Þá kljást bótaþegar við þann vanda að bætur skerðast alltof fljótt, vinni fólk fyrir einhverjum tekjum. Tryggingabótakerfið er samkvæmt könnuninni flókið og ógegnsætt og ósamræmis gætir í örorkumati. Þjónustuna þarf að einstaklingsmiða, leggja meiri áherzlu á endurhæfingu og bjóða upp á leiðir til að brjótast undan örorkunni. Þá er heilbrigðiskerfið gagnrýnt fyrir að taka of seint á móti geðfötluðum, þ.e. ekki fyrr en þeir eru orðnir mjög veikir. Þeir sem búa við veikt félagslegt tengslanet eru félagslega einangr- aðir og/eða fíklar, eru að jafnaði enn verr settir.“ Rauði krossinn á þakkir skildar fyrir að standa að þessari könnun. Niðurstöður hennar eru þær, sem blasað hafa við hverjum þjóð- félagsþegn, sem á annað borð hef- ur haft áhuga á að líta í kringum sig og fylgjast með því, sem er að gerast í samfélagi okkar. En um leið og virt stofnun á borð við Rauða krossinn lætur til sín heyra er kannski von til að fleiri hlusti en ella. Þeir hópar, sem hér er vikið að, eiga sér enga málsvara, hvorki pólitíska né félagslega. Þeir stjórnmálaflokkar sem einu sinni töldu það hlutverk sitt að berjast fyrir bættum kjörum fátæks fólks hafa snúið sér að öðrum verkefn- um. Verkalýðshreyfingin virðist ekki lengur líta á það sem sitt helzta hlutverk að berjast fyrir þessa hópa. Hins vegar hlýtur það að snerta samvizku okkar allra að til skuli vera býsna fjölmennir hópar í þessu allsnægtaþjóðfélagi, sem í raun eiga ekki fyrir mat út mán- uðinn. Kjörnir fulltrúar fólksins, hvort sem er í sveitarstjórnum eða á Al- þingi, geta ekki lengur lokað aug- unum fyrir þessum æpandi veru- leika. DAUFLEGT EN JÁKVÆTT Í Reykjavíkurbréfi Morgun-blaðsins í gær var vikið að dauf- legustu kosningabaráttu frá upp- hafi vega til borgarstjórnar Reykjavíkur og áhyggjum lýst yfir því, að daufleg kosningabarátta gæti leitt til minnkandi kjörsókn- ar. Í Morgunblaðinu í gær birtist hins vegar viðtal við Stanislaw Jan Bartozek frá Póllandi, sem nú er íslenzkur ríkisborgari. Hann er spurður um íslenzk stjórnmál í samanburði við pólsk stjórnmál og segir: „Núna eru stjórnmál í Póllandi ansi skrautleg og skemmtileg en ekki beinlínis í jákvæðri merkingu. Miðað við það eru þau ansi daufleg á Íslandi, sem er jákvætt. Ég er ánægður með stjórnmálaflokkana hér, þeir hafa ekki mikið að gera og það er af hinu góða.“ Þetta eru umhugsunarverð um- mæli. Hér talar maður, sem er fæddur og uppalinn í Póllandi. Saga Póllands, þótt einungis sé lit- ið til síðari hluta 20. aldarinnar, er saga átaka og hörmunga. Bæði Þjóðverjar og Sovétmenn komu þannig fram gagnvart pólsku þjóð- inni að því verður ekki með orðum lýst. Eftir stríð tóku kommúnistar völdin. Árið sem viðmælandi Morgunblaðsins fæddist var gerð uppreisnartilraun í Poznan. Hetju- leg barátta Samstöðu vakti heims- athygli. Eftir að kommúnisminn féll hefur gengið á ýmsu í Póllandi. Það er skiljanlegt að maður, sem hefur upplifað suma þessa atburði í heimalandi sínu, líti dauflega kosningabaráttu jákvæðum aug- um. Og kannski gleymum við því stundum hvað við erum heppin að búa í þessu friðsamlega þjóðfélagi, þótt ýmislegt gangi á. Einu sinni var Íslendingur, sem gekk á fund þáverandi forseta Líb- anons, spurður hver væru helztu vandamálin á Íslandi. Eftir að hafa hlýtt á svar gestsins sagði forseti Líbanons: þið eruð þjóð, sem á ekki við nein vandamál að stríða. Íslenzkur embættismaður, sem er nýkominn úr ferð til Afríku, komst að sömu niðurstöðu. Ís- lenzkt þjóðfélag á ekki við nein vandamál að stríða. Kannski geta þeir sem hingað hafa flutt frá öðrum löndum kennt okkar að líta umhverfi okkar já- kvæðari augum en við stundum gerum. 1949 Í mars árið 1949 urðu mikil pólitísk átök hér á landi þegar lagt var til að Ísland gengi í Atlants- hafsbandalagið. Miklar óeirðir urðu á Austurvelli þann 30. mars. Að óeirðunum var nokkur aðdrag- andi, þar sem samþykkt var að hlera samtals 16 síma, sagði Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Sósíalistar og hlutleysissinnar voru því andsnúnir að Ísland gengi í nýtt hernaðarbandalag, og héldu Sósíalistar mótmælafund 24. mars. Daginn eftir birtist frásögn af fundinum í Þjóðviljanum, þar sem að því var látið liggja að frekari mótmæli tugþúsunda Reykvíkinga væru í vændum. Af því tilefni svar- aði Morgunblaðið í nokkurs konar leiðara á forsíðu, undir fyrirsögn- inni „Kommúnistar kasta hansk- anum – Boða ofbeldi gegn Al- þingi“, þar sem sagði m.a.: „Hér er ekki hægt um að villast. Komm- únistar hafa boðað uppreisn í land- inu.“ Dómsmálaráðuneytið skrifaði því bréf til sakadómara þar sem skrif Þjóðviljans voru rekin. Þar sagði m.a.: „Af hinum tilvitnuðu ummælum virðist mega ráða að til- ætlunin sé sú að hindra Alþingi í störfum sínum að því er snertir þetta mál.“ Slíkt var alvarlegt mál, atlaga að Alþingi gat varðað lífstíð- arfangelsi. Sakadómari kvað síðar þann sama dag upp úrskurð um að heimilt væri að hlera síma til að rannsaka hótanirnar. Guðni segir að hleranirnar hafi væntanlega hafist samdægurs, svo virðist sem annað hvort lög- reglumaður eða starfsmaður sím- ans hafi lekið upplýsingum um hleranirnar, enda sagði í Þjóðvilj- anum daginn eftir, 27. mars, að víðtækar símahleranir væru hafn- ar. Alls voru 16 símanúmer hleruð, tvö tilheyrðu Sósíalistaflokknum og þrjú Þjóðviljanum. Hin voru í heimahúsum, þar af þrjú á heim- ilum alþingismanna. „Miðvikudaginn 30. mars 1949 verður stóri slagurinn á Aust- urvelli þegar Alþingi samþykkir inngöngu Íslands í NATO. Lög- regla og sjálfboðaliðar, flestir sjálf- stæðismenn, berjast við andstæð- inga aðildar; táragasi er beitt og það er hrein heppni að enginn læt- ur lífið. Daginn eftir er þó allt með kyrrum kjörum og póst- og síma- málastjóri fær þá tilkynningu, frá sakadómara að því er virðist, um að á miðnætti skuli öllum símahler- unum hætt. Svo fer þó ekki. Þeim er haldið áfram að eindreginni ósk ríkisstjórnarinnar. Miðvikudaginn 6. apríl er númerum að vísu fækk- að í níu. Þremur dögum síðar ákveður sakadómari svo að öllum símahlerunum skuli hætt,“ sagði Guðni. Inngangan í Atlantshafs- bandalagið Dómsmálaráðuneytið leit um sínum og óskaði eftir a 1951 Þegar boðað var að Dwight Eisenhower, yfirhershöfðingi Atl- antshafsbandalagsins og síðar for- seti Bandaríkjanna, væri vænt- anlegur hingað til lands mótmælti Þjóðviljinn og lét að því liggja að þó hann þyrfti ekki að óttast um líf sitt og limi myndi óvild þjóð- arinnar umlykja Eisenhower, sagði Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Dómsmálaráðuneytið skrifaði því sakadómara bréf þann 17. jan- úar þar sem sagði að líklegt væri að kommúnistar hefðu í hyggju að efna til óspekta í sambandi við komu Eisenhowers. Upplýsa þyrfti á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta væri fyrirhuguð. Sakadómari féllst á að 15 síma- númer yrðu hleruð. Eitt síma- númer hjá Þjóðviljanum var hler- að og annað hjá Sósíalistaflokknum. Að auki var hleraður sími hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún, sem og sími Bókabúðar Máls og menningar. Síminn hjá 11 einstaklingum var einnig hleraður, þar af hjá tveimur alþingismönnum. Heimsókn Dwight Eisenhower 1951 Svo virðist sem lög eitthvað stórt væri framu félags Reykjavíkur þann væri framundan og hvað fram í Þjóðviljanum sem vændum, sagði Guðni Th Yfirvöld hafa þó vænta að bandarískt herlið kæm 1946. Enn ritaði dómsmálará reglu hafa ástæðu til að „andstæðingum væntanle ir Guðni. Þar var lagt til leyfi til þess hjá sakadóm Þar voru hleruð fjögur istaflokknum og samtöku Verkamannafélaginu Da aðir, fjórir af þeim voru fimmta þingmannsins bæ fyrstu hermennirnir. Ekki er ljóst hvort sím það hafi verið þá eða næ Koma Band

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.