Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 32
✝ Ólína SigríðurJúlíusdóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 13. júlí 1924. Hún lést á heimili sínu Sól- vangsvegi 1 í Hafn- arfirði 15. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Júlíus Guðmundsson, f. 23. júlí 1894, d. 11. júlí 1972, og Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 18. nóvember 1901, d. 19. maí 1988. Systkini Ólínu voru: Bára Jacob- sen, f. 1922, Jón Hólmsteinn, f. 1926, Guðmundur, f. 1927, d. 2004, Jónína, f. 1928, og Guðrún Ragnheiður, f. 1931. Árið 1945 giftist Ólína Einari Karli Magnússyni skipstjóra, f. 7. nóvember 1921, d. 25. desem- ber 1972. Foreldrar hans voru Magnús Einarsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Karlsdóttir fjár- málastjóri, f. 24. ágúst 1945, maki Jóhann Ólafur Ársælsson vélfræðingur, f. 12. september 1942. 2) Þorvaldur Karlsson, f. 22. desember 1947, innkaupa- stjóri, maki Rakel Ingvarsdóttir, f. 20. júlí 1948, dætur þeirra eru Ólína Sigríður, sambýlismaður Jón Örn Þorsteinsson, Guðbjörg Alda, sambýlismaður Birgir Örn Einarsson, og Tinna Ósk. 3) Kar- itas Rósa Karlsdóttir, f. 19. júlí 1951, maki Pétur L. Mogensen, f. 12. desember 1949 (skildu), dætur þeirra eru Marsibil Magn- ea, sambýlismaður Andrew Cane, synir Alexander og Mich- ael, Arndís, maki Páll Sveinsson, synir Matthías Hlífar og Pétur Sigurdór, og Sigríður. 4) Júlíus Karlsson rafmagns- verkfræðingur, f. 11. desember 1954, maki Þóra Vil- bergsdóttir skóla- ritari, f. 15. apríl 1954, börn þeirra eru Ásgerður, sam- býlismaður Hrólfur Sæmundsson, Signý og Einar Karl. 5) Guðmund- ur Karlsson íþróttafræðingur, f. 5. janúar 1964, maki Björg Gils- dóttir þjálfari, f. 29. júní 1963, börn þeirra eru Ragnhildur Rósa, Einar Karl, d. 18.8. 1988, Arnheiður, Heiðdís Rún og Nanna Björg. Fyrir átti Einar Karl soninn Magnús Einarsson, f. 27. janúar 1941, d. 7. desem- ber 1998. Ólína ólst upp á Þingeyri við Dýrafjörð til 13 ára aldurs og gekk í barnaskólann á Núpi. Ár- ið 1937 flutti fjölskyldan á Ei- ríksgötuna í Reykjavík en þar átti Ólína heima til 1945 er hún flutti ásamt eiginmanni til Hafn- arfjarðar en þar hefur hún búið síðan utan tveggja ára á Drangs- nesi og rúmlega eins árs í Stykk- ishólmi. Ólína gekk í Iðnskólann í Reykjavík og lærði þar hár- greiðslu og vann hún við starfs- grein sína í mörg ár. Hún starf- aði ásamt eiginmanni sínum við Búrfellsvirkjun þegar hún var í uppbyggingu og síðar hjá ÍSAL í Straumsvík. Árið 1972 hóf hún störf í mötuneyti á Bæjarskrif- stofum Hafnarfjarðar og starf- aði þar til starfsloka. Ólína verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma. Úr lindunum djúpu leitar ást guðs til þín yfir öll höf. Hún ferjar sig yfir fljótið og færir þér lífið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þér andar í brjóst. Dreymi þig rótt liljan mín hvíta sem opnast á ný í nótt. Þín dóttir Karitas (Kaja). Með nokkrum orðum vil ég kveðja móður mína Ólínu Sigríði Júlíusdóttur. Það er margs að minnast og er bjart yfir þeim minningum sem á hugann leita. Upp í hugann kemur skemmtileg saga sem hún sagði okkur sl. haust og Signý dóttir mín skráði í skóla- ritgerð. Með hennar eigin orðum: „Guðmundur bróðir hennar mömmu var stýrimaður á flutn- ingaskipinu Eddunni sem sigldi til Bandaríkjanna og einn af eigend- um skipsins. Í lok júní 1941 kom hann heim á Eiríksgötuna og sagð- ist vera að fara sem skipstjóri á Eddunni til Bandaríkjanna daginn eftir. Án þess að hugsa mig um spurði ég hvort ég mætti ekki koma með. Guðmundur tók vel í þessa hugmynd en pabbi og mamma voru ekki beint ánægð. Þetta var daginn áður en leggja átti af stað til Bandaríkjanna. Guð- mundur ræddi strax við félaga sína, Gunnar skipamiðlara og Þórð Hjartar frænda minn, sem voru meðeigendur hans að Eddunni. Þeir sáu engin vandamál þessu samfara og þá var afráðið að ég færi. Siglingin tók rúman mánuð og var auðvitað mikið ævintýri fyr- ir stelpu sem var að verða sautján ára. Við vorum að fara með lýsi til Bandaríkjanna, fórum svo til Nova Scotia að taka timbur, segir hún og hlær. Það var að sjálfsögðu svo- lítið sérstök lífsreynsla að fara svona til Ameríku á þessum tíma. Maður getur bara rétt ímyndað sér það, kolbrjáluð manneskja, segir hún og brosir. Ég var munstruð á skipið og sett sem að- stoðarkokkur. Ég var ein um borð með tuttugu og sjö körlum. Í áhöfninni var ungur herramaður sem ég kynntist þarna í fyrsta skipti, það var hann Kalli afi þinn, hann var þá rúmlega tvítugur. Hann var að fara í stýrimannaskól- ann og þurfti að taka siglingatíma. Nú eitthvað urðum við skotin þarna strax í Ameríkuferðinni, ein- hver neisti, segir hún með glampa í augum. Ég fór í Iðnskólann og hann fór í Stýrimannaskólann og við hittumst svona öðru hverju, svona eins og gengur og gerist. Kannski var það engin tilviljun að ég fór í þessa ferð, maður veit það ekki.“ Maður heyrði hana oft tala um þessa ferð enda eðlilegt í ljósi þess að stríðið stóð sem hæst og að hún hitti ástina í lífi sínu þarna. Mamma var ótrúlega sterk þeg- ar á reyndi. Í veikindum föður okkar sýndi hún fádæma æðruleysi og dugnað. Þá sagði hún einfald- lega, það er einhver sterkur sem stendur með mér. Það styrkti alla í kringum hana á erfiðum tímum. Hún naut þess að spila og gátum við spilað rommý kvöld eftir kvöld án afláts. Ferðalög voru hennar líf og yndi á með heilsan leyfði. Heimsókn mömmu, systur minnar og mágs til okkar Þóru í Ameríku 1981 er okkur í fersku minni og höfðum við öll mikla ánægju af þeirri heimsókn. Takk fyrir allt og allt. Góður guð geymi þig og minn- ingu þína, elsku mamma. Þinn sonur Júlíus. „Mummi, þetta er Valdi. Það er engin auðveld leið til að segja þetta en hún mamma er dáin, hún dó í nótt.“ Ég var staddur erlendis og var að leggja af stað í langan akstur þegar mér barst þessi frétt og eftir að hafa setið langa stund í bílnum keyrði ég af stað og grét meira og minna á meðan á akstr- inum stóð Mér skildist að hún hefði farið í friði og það létti á mér en auðvitað grét ég vegna þess sem áður var gleði mín í sam- skiptum mínum við mömmu. Það eru ansi margar minningar sem renna í gegnum hugann á svona stundum en fyrst og fremst er minningin um frábæra mömmu efst í huga mér, minningar um mömmu sem sá mér fyrir góðum uppvaxtarárum og stóð eins og klettur upp úr þegar pabbi dó 1972. Aldrei skorti mig neitt og öll umhyggjan í kringum allt sem ég gerði og ekki síst mína skólagöngu var ótrúleg, alltaf með besta nestið og alltaf vel til fara. Mamma vann alltaf hörðum höndum, var með heitan mat á kvöldin, súkku- laðikakan fræga var í ísskápnum og maður bjó á fimm stjörnu hóteli og þó eflaust hafi verið þröngt um fjárhaginn þá fann ég ekki fyrir því. Í raun var ótrúlegt hvernig hún fór að þessu öllu og kvartaði aldrei. Þetta var bara allt gert og ekkert meira um það að segja. Hún stóð bara í eldhúsinu með rúllur í hárinu og slæðu, eldaði alltaf fyrir jafnmarga, þó að það fækkaði jafnt og þétt á heimilinu. Maður hefur eflaust verið dýr í rekstri en aðeins einu sinni sagði hún upp úr þurru hljóði: „Mummi, þú drekkur 1000 lítra af mjólk á ári, það er ansi mikið að bera.“ Að vísu fussaði mamma líka stundum yfir þessum eilífu æfingum og þá sérstaklega þegar þær rákust á matartíma en hún var samt ótrú- lega stolt af þeim árangri sem ég náði í íþróttum og átti ófáar úr- klippur sem hún hafði safnað sam- an. Hún sagði alltaf við mig að ég væri helst til líkur pabba með marga hluti og bað mig að reyna nú að vera aðeins eigingjarnari á peningana mína en hann hafði ver- ið og forðast slæman félagsskap og slagsmál. Ég er örverpið í systk- inahópnum og eftir á að hyggja þá voru þetta þarfar leiðbeiningar og eðlileg umhyggja. Mamma var gríðarlega stolt kona og bar höf- uðið hátt og lagði mikið upp úr trausti, dugnaði og heiðarleika. Hún sagði alltaf við mig að ef fólk gæti ekki horft í augun á manni þá væri ekki hægt að treysta því. Mér fannst mamma alltaf vera eins og drottning, hún bar af á sínum yngri árum og hafði ávallt mikla útgeislun enda féll pabbi kylliflat- ur fyrir henni í skipsferð til Am- eríku. Það samband hefur skilað miklu af góðu fólki sem mamma var mjög stolt af. Dætur okkar Bjargar hafa ávallt vera mikið með ömmu Lólý og þær stundir lifa í minningunni en hún hefur ávallt verið dáð og elskuð á okkar heim- ili. Ragnhildur Rósa hefur reynst ömmu sinni sérstaklega vel og not- ið leiðsagnar og hvatningar frá henni á móti. Við grínuðumst oft með það að mamma væri elsti ung- lingur á Íslandi en hún naut þess að fara með okkur á McDonalds eða koma heim til okkar á föstu- dögum og borða pizzu. Auðvitað var hún að leita að félagsskap og þessar minningar eru dýrmætar fyrir Björgu, mig og stelpurnar okkar Við áttum óteljandi frábær- ar stundir saman og það var sárt að sjá henni hraka líkamlega á síð- ustu árum því kollurinn var skýr. Við reyndum öll okkar besta til að gera henni lífið bærilegt og mér fannst hún vera að komast á skrið eftir erfitt tímabil þegar kallið kom en svona er víst lífið. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er og það var greinilega komið að leiðarlok- um hjá henni mömmu á þessu stigi lífsins. Það sem eftir stendur eru minn- ingarnar um góða mömmu sem stóð 100% með mér í einu og öllu sem ég tók mér fyrir hendur og við áttum einstakt samband, Hvíl í friði, elsku mamma mín. Þinn sonur Guðmundur. Elsku Lólý, kallið kom snöggt og aldrei er maður tilbúinn til að fá andlátsfrétt, og allra síst þegar góður og tryggur vinur á í hlut. Við sem næst þér stóðum vorum ÓLÍNA SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR svo bjartsýn á að enn og aftur myndir þú hrista af þér lasleikann sem þessi seinni ár hafði verið að gera þér lífið leitt. Vorið var komið og okkur fannst þú vera að styrkjast með hverjum deginum, kannski varstu líka að undirbúa þig undir ferðina til að hitta Kalla, manninn þinn sem þú misstir alltof fljótt og elskaðir svo heitt. Hver veit? En ég veit að hann tekur á móti þér með útbreiddan faðminn sinn sterka, tilbúinn að vefja þig örm- um. Með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég þakka þér þau rúmu 43 ár sem ég hef fengið að njóta návistar þinnar. Ég var bara rétt skriðinn yfir tvítugt þegar ég ruddist inn í líf þitt og fór að trufla elsta barnið þitt, hana Sirrý, kon- una mína. Ég er ekkert hissa á því þó að þú gæfir þér aðeins tíma til að samþykkja þessa röskun. Þú vandaðir uppeldið á þínum börnum og það var eins gott að fylgjast með þegar ungur maður á misgóð- um bílum eða mótorhjólum var farinn að trufla heimakæra dótt- urina, sem til þessa hafði verið í rólegri kantinum að dunda í sínum íþróttum. En á skömmum tíma unnum við traust hvort annars og aldrei hefur fallið styggðaryrði á milli okkar öll þau ár sem við höfum átt samleið. Ég var mjög upp með mér að eiga jafn unga og fallega tengda- mömmu og þig, enda varstu rétt um fertugt þegar ég kem inn í fjöl- skylduna. Eitt sinn komuð þið Sirrý í heimsókn í vinnuna til mín og þegar þið voruð farnar, spurðu strákarnir hvort þið væruð systur. Ég sveif af grobbi það sem eftir var dagsins. Hið ljósa og mikla lið- aða hár gerði fas þitt tígulegt og eftirtektarvert. Mér verður hugsað til hinna ýmsu ferða sem við fórum saman bæði innan lands og utan. Þú varst alltaf með allt þitt á hreinu, vand- aðir allan undirbúning, varst alltaf vel til höfð og glæsileg. Þú gast verið svo ótrúlega róleg yfir öllum hlutum, en varst samt alltaf tilbúin og á réttum tíma. Eitt sinn fórstu með okkur Sirrý til Ameríku til að ferðast með Júlla og Þóru, þegar Júlli var þar við nám. Þó svo við værum stundum í tjaldi, settir þú í þig þínar rúllur, til að geta verið flott og fín næsta dag, enda alltaf eins og drottning og þurftir ekkert að hafa fyrir þessu, þetta lék í höndunum á þér, enda lærð hárgreiðslukona. Þú varst mikill vinur okkar allra og ég veit að þínar bestu stundir voru með fjölskyldunni. Þegar við vor- um að skemmta okkur var gaman að fylgjast með þér og þegar Louis Armstrong var kominn á fóninn, þá varstu virkilega í essinu þínu, áttir varla orð, enda hafa þá rifjast upp gamlar minningar sem þið Kalli áttuð saman, þegar þið voruð ung og ástfangin. Elsku Lólý tengdamamma, um leið og ég þakka þér vinsemd þína og tryggð, bið ég góðan guð að vernda þig og þína fjölskyldu, minning um góða og glæsilega konu mun fylgja mér alla tíð. Þinn tengdasonur Jóhann Ólafur Ársælsson. Elsku Lólý. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Ég kynntist þér fyrir 39 árum, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili ykkar Kalla, en það var sonur ykkar hann Valdi sem ég hafði áhuga á og það endaði með því að ég varð tengdadóttir ykkar. Þú varst ekki allra, en við urðum fljótt góðar vinkonur. Við Valdi eignuðumst okkar fyrsta barn 1972, þá var Kalli enn á lífi, en á jólunum það ár var hann tekinn frá fjölskyldunni. Þú stóðst eftir með tvo drengi en hin þrjú börnin voru farin að heiman. En með dugnaði tókst þér að ala þá upp og mennta. Síðan stækkaði hópurinn, barna- börnin komu eitt af öðru og eru 13 í dag og barnabarnabörnin eru fjögur og varst þú mjög stolt af föngulegum hópnum þínum. Toppurinn hjá börnunum var að hittast hjá ömmu Lólý á Sléttó á sunnudögum, og var það siður meðan þú gast tekið á móti okkur. Allt eru þetta ógleymanlegar minningar hjá öllum, og alltaf fannst mér þú laga besta kaffið og eru ófáir bollarnir sem við drukk- um við eldhúsborðið á Sléttó. Elsku Lólý mín hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Rakel Ingvarsdóttir. Hún Lólý systir er dáin. Ég vissi að hún var búin að vera veik, en þegar ég talaði við hana rétt fyrir síðustu helgi var hún hress og sagði að þetta væri allt að lagast hægt og rólega. Það fer margt í gegnum hugann á stundu sem þessari, en hér verð- ur stiklað á stóru. Við vorum sam- rýmdar systur, fæddar og aldar upp á Þingeyri við Dýrafjörð með mömmu, pabba og systkinum, þar slitum við barnskónum við þær að- stæður sem þá tíðkuðust. Flutt var til Reykjavíkur 1937. Hún fór í Iðnskólann í Reykjavík og útskrifaðist sem hárgreiðslu- dama og vann við hárgreiðslustörf í nokkur ár. Hún fór til Ameríku með móðurbróður okkar, hann var stýrimaður á flutningaskipinu Eddunni. Þetta var á stríðsárunum svo ekki voru allir hrifnir, en heim kom hún með nylonsokka og fínerí. Þá var nú heldur betur litið upp til hennar, enda stórglæsileg ung stúlka. Árin liðu og hún giftist glæsilegum manni, Einari Karli Magnússyni. Það var ýmislegt brallað á þessum árum, eins og að skemmta sér við spil og söng o.fl. Þegar mér var boðið í mína fyrstu utanlandsferð passaði hún ársgamla dóttur mína, sjálf með tvö ung börn, og heppnaðist það ekki verr en svo að þegar ég kom heim aftur var dóttir mín feimin við mig, fór að gráta og kallaði á Lólý. Seinna gat ég svo endurgold- ið greiðann og passað fyrir hana þegar henni var boðið til Eng- lands, þar sem maður hennar var við störf. Lólý missti svo sinn mann 25.12. 1972 frá fimm ungum börnum, langt um aldur fram. Hún var hörkudugleg kona. Börnin komust á legg og allt bjargaðist þetta með eljusemi og góðum vilja. Í dag er þetta stór og glæsilegur hópur. Ég missti svo minn mann 1988. Þá fór- um við systurnar að ferðast saman og skoða heiminn. Við fórum í svo kallaðar rútuferðir til margra landa, Suður-Þýskalands, Sviss, Englands, Frakklands, dvöldum við Gardavatnið, Comovatnið, fór- um frá Mílanó til Rómar og alla leið til Capri. Þetta voru ógleym- anlegar ferðir, sem lifa í minning- unni. Við fórum líka í stuttar ferðir innanlands á eigin vegum. En síð- an eru liðin mörg ár, heilsan bilaði hjá systur minni en svona er lífið, skin og skúrir. Lólý mín, ég kveð þig að sinni með þökk fyrir allt. Þín systir Bára. Nú ertu búin að kveðja okkur í bili, elsku amma Lólý. Við frænk- urnar erum nú ekki alls kostar sáttar við að þú hafir farið frá okk- ur svona skyndilega, en okkur grunar þó að hann afi Kalli sé ánægður að fá þig til sín á ný eftir langa bið. Minningarnar um hana ömmu og stundirnar sem við átt- um með henni eru óteljandi, en eitt er víst að við gleymum aldrei súkkulaðikökunni og köldustu mjólk í heimi sem við fengum allt- af nýja á sunnudögum og klár- uðum svo ávallt í miðri viku. Hún amma kenndi okkur öllum að spila rommí sem hún tók oft ansi alvar- lega því það mátti alls ekki svindla! Það eru til margar myndir af okkur frænkunum klæddum í grænu og hvítu lökin hennar ömmu, hún leyfði okkur ótrúleg- ustu hluti og við fengum alltaf að fara í fataskápinn hennar sem var fullur af fjársjóðum. 32 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.