Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Barcelona
í júní
frá kr. 19.990
Munið Mastercard-
ferðaávísunina
Gisting frá kr. 3.990
Netverð á mann á nótt, m.v.
gistingu í tvíbýli á Hotel NH
Sant Boi ***
Fyrstur kemur – fyrstur fær!
Barcelona er einstök perla
sem Íslendingar hafa tekið
ástfóstri við. Heimsferðir
bjóða þér nú tækifæri til að
njóta sumarsins í þessari
einstöku borg á frábærum
kjörum. Þú kaupir 2 flug-
sæti en greiðir aðeins fyrir
eitt. Takmarkaður sæta-
fjöldi í boði.
Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir
einn tilboð, 15., 22. og 29. júní. Takmarkaður
sætafjöldi í boði á öllum dagsetningum.
Verð kr. 19.990
VEIÐITÍMABILIÐ á efri
urriðasvæðunum í Laxá, í
Laxárdal og Mývatnssveit,
hófst á sunnudag, en vegna
snjóa og ófærðar áttu veiði-
menn víða bágt með að kom-
ast að veiðistöðum árinnar.
Það kom þó ekki að sök og
sögðu veiðimenn í Mývatns-
sveitinni að þokkalega lífleg
veiði hefði verið þennan
fyrsta dag, þrátt fyrir að
hitastigið hafi verið rétt fyrir
ofan frostmark á sunnudags-
morgun.
„Veiðimenn bókuðu um 50
fiska fyrsta daginn og eru
ekki búnir að skrá allt,“ sagði
María Kristjánsdóttir, mat-
ráðskona í veiðiheimilinu
Rauðhólum í Laxárdal, í gær
en þar eru veiðimenn nú í
fyrsta skipti skyldugir til að
kaupa fæði. Veiðimönnum er
heimilt að hirða tvo fiska á
vakt, öðrum skal sleppa.
María sagði hitamælinn
norðan við hús sýna tíu gráð-
ur þegar rætt var við hana
en veiðimenn væru engu að
síður að kafa snjó. „Þetta
hefur verið eins og á ísöld
hér. Sums staðar er mikill
snjór við bakka og erfitt færi
að veiðistöðum. En menn láta
sig hafa það að ganga langt
og sumir hafa uppskorið með
góðri veiði.“
Sagði María einungis vana
menn vera við veiðar á opn-
uninni, sumir hefðu komið í
dalinn í yfir 20 ár.
Leynivopnið 2006
Verðlaun hafa verið afhent
í fluguhnýtingakeppninni
Leynivopnið 2006, sem Veiði-
hornið og Landssamband
stangveiðifélaga stóðu fyrir.
Dómnefnd úrskurðaði að
Kristján Ævar Gunnarsson
hlyti fyrstu verðlaun fyrir
Kirkjufluguna. Verðlaunin
voru veiðileyfi í einn dag, all-
ar þrjár stangirnar, fyrir
landi Alviðru í Sogi, í boði
SVFR. Að auki fékk hann
SAGE-flugustöng frá Veiði-
horninu.
Í öðru sæti varð Bjarnfinn-
ur Sverrisson með silunga-
fluguna Sækó og hlaut Sig-
þór Steinn Ólafsson þriðju
verðlaun fyrir Drauminn.
Hlutu þeir verðlaun frá
Veiðihorninu og Bjarnfinnur
einnig veiðileyfi frá Stanga-
veiðifélagi Hafnafjarðar.
Um Kirkjufluguna segir
Kristján Ævar: „Þessi fluga
varð til þegar ég var við veið-
ar á silungasvæðinu í Vatns-
dalsá í ágúst 2005. Með okk-
ur í för var prestur. Hann
hafði ekki fengið neitt í tvo
daga og vildi hann að ég
hannaði fyrir hann flugu í lit-
um kirkjuársins (grænn,
fjólublár, rauður, hvítur og
svartur). Hnýtti ég þá þessa
flugu handa honum og var
hún vígð daginn eftir í hyl
sem ber nafnið Kirkjuhylur
þannig að mér fannst rétt að
nefna hana Kirkjuflugu.
Veiddi hann vel á fluguna,
nokkrar eins til þriggja
punda bleikjur og missti eina
sem hann taldi vera talsvert
stærri. Þessi fluga reyndist
mér vel síðar um haustið í
Eyjafjarðará.“
Skaflar á bökkum Laxár
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Feðgarnir Sturla og Sigurður Dagur voru að veiða rétt neðan Helluvaðs þegar
Sigurður setti í einn tveggja punda urriða í kvöldsólinni. Þeir voru ánægðir með
daginn og sögðust hafa veitt vel.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
veidar@mbl.is
Leynivopnin: Kirkjuflugan, til
vinstri, þá Sækó og Draumur-
inn neðst.
STANGVEIÐI
Morgunblaðið/Einar Falur
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur tel-
ur að Sjóvá hafi brotið samkeppn-
islög með ólögmætu samráði við P.
Samúelsson um kaupverð á viðgerð-
arþjónustu í tengslum við innleið-
ingu Cabas-tjónamatskerfisins um
aldamótin síðustu. Féllst dómurinn
þar með á niðurstöðu áfrýjunar-
nefndar samkeppnismála þess efnis
að um ólögmætt samráð hefði verið
að ræða og sýknaði í gær samkeppn-
iseftirlitið af kröfu Sjóvár um að úr-
skurður áfrýjunarnefndar frá 3. maí
2005 yrði ógiltur. Var í þeim úr-
skurði lögð 27 milljóna króna sekt
við samráðinu.
Cabas er reiknikerfi sem notað er
til að meta fjölda áætlaðra vinnu-
stunda við viðgerð ökutækja sem
orðið hafa fyrir tjóni.
Í dómi segir að óumdeilt sé að við
innleiðingu Cabas-kerfisins hafi vá-
tryggingafélögin þrjú gert sam-
komulag við P. Samúelsson ehf. um
að vinna samkvæmt kerfinu og að
síðan yrði borið saman hvað tíma-
gjaldið þyrfti að hækka mikið til að
verkstæði væru jafnsett eftir tíma-
mælingu samkvæmt Cabas-kerfinu
og tímamælingu eldra matsfyrir-
komulags. Haldnir hefðu verið
a.m.k. tveir fundir með fulltrúum
þessara aðila og fyrir lægju ýmis
samskipti þeirra með tölvuskeytum,
þar sem fram kæmu upplýsingar um
viðgerðartíma samkvæmt eldra fyr-
irkomulagi annars vegar og Cabas-
kerfinu hins vegar. Auk þess komu
fram hugmyndir P. Samúelssonar
ehf. um einingaverð miðað við til-
teknar forsendur.
TM og VÍS felldu sig á sínum tíma
við sektir samkeppnisyfirvalda en
Sjóvá ekki og höfðaði því málið sem
tapaðist í gær.
Sandra Baldvinsdóttir héraðs-
dómari dæmdi málið. Þórunn Guð-
mundsdóttir hrl. flutti málið fyrir
Sjóvá og Gizur Bergsteinsson hdl.
fyrir stefndu.
Ólögmætt
samráð
Sjóvár stað-
fest fyrir
dómi
FLEIRI en hundrað þúsund nem-
endur stunda nám á öllum skólastig-
um á Íslandi og er það í fyrsta skipti
sem heildarfjöldi nemenda nær yfir
hundrað þúsund, samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni sem tekið hef-
ur saman tölur um fjölda nemenda og
um skólasókn í framhaldsskólum og
háskólum, á miðju haustmisseri 2005.
Á skólaárinu 2005–06 stundaði alls
101.171 nemandi nám á Íslandi, frá
leikskólastigi til háskólastigs og hefur
nemendum fjölgað um 1.208 frá
haustinu 2004, eða um 1,2%.
Skólasókn kvenna er töluvert meiri
en karla og á hverju aldursári frá 16
til 29 ára er skólasókn kvenna meiri
en karla, nema í 20 ára aldurshópnum
þar sem jafnt er á með kynjunum.
Nemendur á framhaldsskólastigi á
Íslandi voru alls 23.345 talsins á
haustönn 2005 og fjölgaði nemum um
3,3% frá fyrra ári. Rúmur helmingur,
eða 52,1%, nemenda í framhaldsskól-
um landsins er stúlkur.
Skólasókn 16 ára ungmenna var
um 94% á sl. hausti og hefur aldrei
verið meiri en þá ef miðað er við öll
kennsluform, þ.e. dagskóla, kvöld-
skóla, utanskóla og fjarnám. Aukning
frá haustinu 2004 var þó innan við eitt
prósent. Skólasókn 16 ára pilta var á
sl. hausti 93% og 16 ára stúlkna 95%.
Aukning varð á skólasókn 17 ára
ungmenna og er hún nú um 84% en
skólasókn 18–20 ára ungmenna
dregst hins vegar saman á milli ára.
Fjöldi nemenda á háskólastigi hef-
ur tvöfaldast frá haustinu 1997. Alls
stunduðu 16.626 nemendur nám á há-
skólastigi haustið 2005 og er það 3,3%
fjölgun frá fyrra ári. Töluvert fleiri
konur en karlar sækja í háskólanám
og eru konur um 63% nemenda.
Mest er fjölgun nemenda í við-
skiptafræði og hagfræði en flestir
leggja jafnframt stund á þau fræði,
eða um 18%, líkt og kennaranám og
uppeldisfræði. Nokkur fækkun hefur
hins vegar orðið í kennaranámi og
uppeldisfræðum, eða um 227 nem-
endur á milli ára, en um 20% nem-
enda stunduðu nám í fræðunum
haustið 2004. Á sama tíma fjölgaði
nemendum í viðskipta- og hagfræði
um 414. Fjöldi nemenda í samfélags-
vísindum og lögfræði hefur rúmlega
tvöfaldast frá 1997.
Nemendur orðnir yfir
100 þúsund talsins
Tölur Hagstofunnar um skólasókn í íslenskum skólum
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is