Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 31
dögum, þegar hann hélt sinn síð- asta aðalfund, áttum við ekki von á að svona stutt væri eftir. Hann var búinn að vera formaður í félagi okkar yfir 30 ár og á þeim langa tíma gerðist margt. Við sem nut- um þess að fara með honum á Landssambandsþing fatlaðra vítt og breitt um landið vissum að hann var vel þekktur í öðrum Sjálfsbjargarfélögum. Hann var hrókur alls fagnaðar og tillögugóð- ur hvort sem var á slíkum þingum hérlendis eða á Norðurlandaþing- um. Þá kynntist maður því hvað þau lönd voru miklu framar en við á ýmsan hátt gagnvart fötluðum. Friðrik sat lengi í stjórn Land- sambands fatlaðra hér á landi og var vel metinn, þó hann segði oft sína meiningu. Hann barðist fram á síðasta dag fyrir réttindum fatl- aðra og var vakinn og sofinn yfir velferð og hagsmunum þeirra. Hann og gjaldkerinn okkar, Jón Stígsson, unnu sem einn maður að því að kaupa húsið að Fitjabraut 6 og standsetja það. Þeir unnu meira en þrek þeirra leyfði oft á tíðum, enda alltaf að hugsa um hag félagsins. Með elju, dugnaði og þrautseigju þeirra komst á starf- semi í húsinu. Þeir þekktu svo marga sem unnu að þessu með þeim, bæði sjálfboðaliða og iðn- aðarmenn. Það var kraftaverk að þetta blessaðist allt svona vel. Það var ótrúlegt hverju Friðrik áork- aði með sinni miklu fötlun. Um hann má segja að ,,Hugurinn bar hann hálfa leið“ og hann var sí- starfandi. Við viljum votta eiginkonu, son- um og allri fjölskyldunni innileg- ustu samúð okkar. Við vitum að hann mun vaka yfir þeim á öðru tilverustigi. Góðir menn eiga góða heim- komu. Guð blessi minningu hans. Sjálfsbjörg Suðurnesjum. Vinur minn og ferðafélagi til margra ára Friðrik Ársæll Magn- ússon er látinn. Kynni okkar hafa staðið í yfir 40 ár, misjafnlega náin þó eftir aðstæðum beggja. Nánust urðu þau sennilega í gegnum björgunarsveitina Stakk þar sem við báðir sátum í stjórn. Sæli eins og hann var nefndur, var kosinn gjaldkeri sveitarinnar snemma á starfsárum hennar og sat í því embætti um langan tíma, því var það að einn af okkar góðu og skemmtilegu félögum, Björn Stef- ánsson, nefndi hann í annál sveit- arinnar „atvinnugjaldkera“ úr Njarðvíkunum. Sæli var traustur og góður samstarfsmaður og gjaldkeri, mátulega íhaldssamur og hélt fast um peningamál sveit- arinnar enda vænkaðist hagur hennar mjög á tíma hans. Sam- starf okkar var gott og svo sann- arlega reyndist hann traustur er kom að erfiðum ákvörðunum við leit og björgun. En hann var ekki bara góður við fjárvörsluna heldur einnig ötull og traustur ferðafélagi í þeim mörgu ferðum er við fórum saman um fjöll og öræfi. Fötlun hans hamlaði honum ekki í því sem hann ætlaði sér að gera og fara. Ein sögulegasta ferðin var er við fórum um Arnarfellsmúla sunnan Hofsjökuls árið 1969 og lentum þar í mestu ógöngum. Sæli lét ekki á sig fá þó bílarnir sætu á kafi í jökulleðju, heldur hlammaði hann sér út úr bílnum með skóflu og mokaði á við hina. Margar fleiri ferðir fórum við, ýmist saman í bíl eða í samfloti á bílum okkar. Eitt sinn festum við ásamt nokkrum fé- lögum okkar kaup á tveim snjóbíl- um og tókum að stunda jöklaferð- ir. Sökum fötlunar sinnar notaði Sæli hækjur til að komast ferða sinna og lét hann því útbúa snjó- þrúgur neðan á þær til að fara sinna ferða á jökli. Við þessar að- stæður fór hann á Grímsfjall og Bárðarbungu í Vatnajökli eins og ekkert væri. Eftir að starfi okkar í björgunarsveitinni var lokið og hægjast tók um fjallaferðir, héld- um við nokkrir félagar áfram að hittast reglulega og mynduðum með okkur ferðahóp er við nefnd- um 1313 vegna fjölda félaga og maka í hópnum. Sæli og Lella hafa frá upphafi verið bakbeinið í þessum hópi og mætt í flestar ef ekki allar okkar árlegu ferðir. Við fráfall Sæla höf- um við orðið að horfa á eftir fimm félögum úr þessum góða hópi og söknum við þeirra allra sárlega. Við sjáum mikið eftir Sæla og enn einu sinni sér maður of seint hve sambandið við vini sína er mikilsvert. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir vinum og félögum eft- ir góða og áralanga vináttu. Samúð okkar er öll hjá Lellu og fjölskyldu. Við kveðjum Sæla með góðar minningar í huga. Fyrir hönd ferðahópsins, Garðar Sigurðsson. Sólin stráði sumargeislum úr heiðum himni yfir Þingvelli, vatn- ið, hvítt tjaldið og bílinn, rykugan eftir malarvegina. Hlýtt loftið and- aði svo varlega að hvorki birki- laufið né hárið á föðurnum, tveim- ur sonum hans eða frænda þeirra bærðist. Hvernig það kom til að Bóbó frændi fór með okkur í tveggja daga tjaldferð man ég ekki lengur en minningin um þessa ferð er ógleymanleg. Við strákarnir vor- um líklega sex til átta ára og þarna fór hann með okkur í hreina paradís, í kjarrlendið við Þing- vallavatn. Dagurinn fór í veiði, Tarsanleiki og „veislumáltíðir“ sem samanstóðu af pylsum, Frón- kexi og öðru góðgæti. Með kvik- myndatökuvél voru þrír Tarsanar festir á filmu og er hún enn vinsæl á Grundavegi 2 áratugum eftir að Tarsan apabróðir hvarf úr Nýja- bíói. Hjá Bóbó og Lellu má segja að hafi verið mitt annað æskuheimili, við Benni og Baldur nánir sem bræður. Það er því margs að minnast af samskiptum við Bóbó frænda frá þeim tíma. Umhyggju- samar og kátlegar umræður og at- vik, lán á hinu og þessu og ekki má gleyma skrautlegum viðbrögðum þegar morgunhaninn bankaði uppá. Við pjakkarnir unnum okkur stundum inn reiðihvinu frá kalli en það fór aldrei lengra en í skamm- tímaminnið. Eftir situr vinalegt og hressandi viðmótið sem ég naut óspart frá mínum ágæta föður- bróður. Nú þegar Bóbó er farinn á fund áa okkar verður mér hugsað til þess hvað hann áorkaði mörgu á ævinni þrátt fyrir fótahöft sín. Minna en full þátttaka í lífinu var aldrei til umræðu, gömlu tréhækj- urnar voru jafneðlilegar og skór fyrir annað fólk. Erill kringum fyrirtækjarekstur og félagsstarf var hans líf og yndi. Eðlilega varð Bóbó stundum að fá aðstoð til að halda öllum járnum glóandi og var það lán hans, í viðbót við óbilandi viljaþrek, að eiga hjálpsöm systkin og síðar Lellu og strákana sem voru honum stoð og stytta þegar á þurfti að halda. Við þau leiðarskil sem nú hafa orðið vil ég heiðra minningu Bóbós frænda með þessum fáu orðum og þakka fyrir samverustundirnar. Lellu, Benna, Baldri, Magga og ástvinum vottum við Olla okkar innilegustu samúð. Gylfi frændi. Komið er að kveðjustund, vinur og félagi okkar Friðrik Ársæll, formaður Sjálfsbjargar á Suður- nesjum, eða Sæli eins og við köll- uðum hann í daglegu tali, er búinn að kveðja þennan heim. Það er erf- itt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að heyra hljóðið í hjólastóln- um þegar hann var að koma til okkar í föndrið. Við kynntumst Sæla fyrir allmörgum árum þegar við fórum að starfa í stjórn Sjálfs- bjargar. Sæli var dugnaðarforkur og var oft aðdáunarvert að fylgjast með honum og Jóni vini hans. Þeir unnu vel saman og með dugnaði og krafti komu þeir í stand Sjálfs- bjargarhúsinu. Nýverið fylgdumst við með þegar þeir félagarnir smíðuðu skáp sem félagið hugðist gefa til líknarmála, allt átti að vera nákvæmt og vandað til verks. Sæli var mikill Sjálfsbjargarmaður og hlúði vel að sínu fólki. Hann var tilbúinn að rétta okkur hjálpar- hönd eins og t.d. að ljósrita eða annað sem þurfti að gera. Sæli hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og minnumst við stjórnar- funda sem við héldum þar sem honum líkaði ekkert slór og vildi drífa hlutina áfram. Hann sagði gjarnan: ,,Við skulum ljúka því sem liggur fyrir á fundinum, svo getum við spjallað á eftir.“ Eftirsjá er að eldra fólkinu úr starfinu því það hefur þekkinguna og reynsluna. Við Villa vottum Lellu, börn- unum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Við treystum því að drottins eilífa ljós lýsi nú Sæla vini okkar hinum megin landamæranna. Takk fyrir allt, kæri vinur. Kveðja. Hafdís. „Bognaði aldrei, en brotnaði í stóra bylnum seinast“. Þessi vísu- hending er það sem kom fyrst upp í huga minn þegar ég frétti andlát Friðriks Ársæls Magnússonar frá Höskuldarkoti í Njarðvík. Þessi hending á svo sannarlega við hann Sæla í Koti eins og við eldri Njarð- víkingar kölluðum hann oftast. Sæli átti við mikla líkamlega fötlun að ræða alla ævi, en lét slíkt aldrei aftra sér frá að gera sömu hluti og fullfrískir menn enda var maður- inn með slíkan óbilandi vilja að vopni, að ég kann engin fleiri dæmi um slíkt. Hann var svo lengi sem ég man alltaf með eigin at- vinnurekstur, átti og rak fyrstu og einu sjoppuna í Njarðvík um árabil og eftirlét sonum sínum hana síð- ar, en lengst af æviferlinum stýrði hann Steypustöð Suðurnesja sem hann átti í félagi með systkinum sínum sem öllsömul eru hörkudug- legt fólk. Ekki dugði honum bara þetta, hann var einnig í forsvari fyrir Félag landeigenda í Njarðvík og sá um öll fjármál þeirra um áratugi, þá er ógetið allra þeirra starfa er hann innti af hendi fyrir fatlað fólk á Íslandi, sem aðrir mér fróðari vita betur um. Ég var aldr- ei náinn vinur eða félagi Sæla, en átti samt viðskipti við fyrirtæki hans í áratugi svo ég kynntist hon- um nokkuð vel. Ég hef alltaf í hjarta mínu dáðst að þessum ein- stæða viljastyrk, atorku og hug- rekki sem hann hafði til að bera. Mér er í fersku minni þegar ég sem stráklingur vann með skól- anum í steypuvinnu hjá þeim bræðrum. Sæli var þá sjálfur á krananum sem hífði steypuna í mótin. Að afloknu verki varð hann að vega sig niður úr krananum og eitthvað fannst mér að hann þyrfti aðstoðar við, en með eldsnöggu viðbragði gaf hann mér til kynna með staf sínum að hann væri full- fær um sín mál. Margir eldri Njarðvíkingar minnast þess, þegar hann var að byggja hús sitt klifr- andi á þakviðum hússins, aðeins með hendurnar og viljann að vopni, hvernig sem viðraði. Víst var hann oft hvassyrtur, hrjúfur og stundum allt að því ósanngjarn, að sumum fannst, en undir hinni hörðu skel leyndist reyndar glettni og gáski, sem hann hleypti ekki öllum að. Þegar ég minnist Sæla og lífs- hlaups hans, þessarar gríðarlegu hörku, lífsvilja og vinnusemi verð- ur mér stundum hugsað til margra af yngri kynslóðum allsnægtaþjóð- félagsins okkar, þeirra sem stöð- ugt sækja á opinber yfirvöld og krefjast allskonar bóta og styrkja, jafnvel þó um sé að ræða fullfrískt fólk sem virðist ekki eiga sér heit- ari ósk en aðverða fullgildir ör- yrkjar. Við fráfall Sæla er í mínum huga genginn einn af merkari son- um Njarðvíkur, maður sem aldrei krafðist neins af öðrum, sem hann var ekki tilbúinn að takast á við sjálfur, stóð keikur til hinstu stundar þó oft væri vindurinn í fangið. Ég votta eftirlifandi eig- inkonu, sonum hans og fjölskyld- um þeirra mína dýpstu samúð á þessari sorgarstund. Hilmar Hafsteinsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 31 MINNINGAR Elsku pabbi, þegar ég sest hér niður og skrifa til þín nokkur kveðjuorð þá hell- ast yfir mig allar þær yndislegu minn- ingar sem ég á um þig. Það væri efni í margar bækur. Minnisstæðastar eru mér allar úti- legurnar, veiðiferðirnar, sumarbú- staðaferðirnar þegar ég var barn og síðar sólarlandaferðirnar á mínum unglingsárum og hvað ég var alltaf stolt af ykkur mömmu þegar ég fylgd- ist með ykkur í laumi leiðast hönd í hönd þegar þið voruð að fara saman út á kvöldin. Þið voruð svo glæsilegt par alla tíð. Að horfa á ykkur dansa saman, því gleymi ég aldrei, enda stórkostlegt danspar. Allar ferðirnar sem voru farnar í Sandgerði til ömmu og afa og svo til ömmu eftir að afi lést. Ómetanlegar eru mér líka minning- arnar um það þegar þú fórst á hverju ári með okkur í kríueggjaleit til Sand- gerðis og verð ég samt að viðurkenna að ég var alltaf drulluhrædd við kríuna en eggin voru alltaf borðuð með bestu lyst þótt þú vildir alltaf hafa þau pínu stropuð því þá brögðuðust þau best. Ef eitthvað stóð til, árshátíðir eða annað í þeim dúr þá var farið með mömmu í kjólabúðirnar því þú vildir alltaf vera með henni að velja kjólana og hafa þína konu glæsilega enda varstu smekkmaður mikill. Ekki varstu síður til aðstoðar við klæðnað- inn á okkur systkinin og síðar tengda- börn og barnabörn, enda skipti þig svo miklu máli að þín fjölskylda væri sem huggulegust. Minn fyrsti atvinnuferill byrjaði með þér og þar lærði ég mikið. Alltaf var kúnninn númer eitt, enda fylgdu þeir þér áfram er þú skiptir um starf. Sögurnar allar sem þú sagðir mér þegar ég var barn og unglingur um þín uppvaxtarár eru mér ómetanlegar og síðar fengu barnabörnin að heyra þær og alltaf nutu þau þess að hlusta og RÚNAR JÓN ÓLAFSSON ✝ Rúnar JónÓlafsson fæddist í Smiðshúsum í Hvalsneshreppi 26. janúar 1937. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 27. apríl síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Kópavogskirkju 6. maí. vildu alltaf meira og meira Það var líka gam- an þegar þú varst með prakkarastrikin því stríðinn varstu líka og brandararnir gátu líka runnið frá þér. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn varstu svo stoltur afi, aðeins 42 ára, og ekki síður þegar barnabörnunum fjölg- aði. Umhyggja þín fyrir mér og minni fjölskyldu er mér ómetanleg og alltaf varstu tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar þú varst beð- inn enda hefur hjálpsemi, hlýja og greiðasemi fylgt þér alla tíð og ekki síð- ur þeim sem áttu erfitt utan fjölskyld- unnar. Þetta sýnir líka hversu mikill persónuleiki þú varst. Barnabörnin sóttu líka svo mikið til þín og mömmu alla tíð, sama á hvaða aldri þau voru, því hjá ykkur leið þeim alltaf vel. Eftir að ég flutti til Danmerkur fyrir fimm árum var yndislegt að fá ykkur í heimsókn og ekki síður yndislegt að koma til ykkar og gista í pabba og mömmu koti. Þegar þú veiktist af krabbameini fyrir tæpum tveimur árum og fórst í þína fyrstu lyfjameðferð þá sagðir þú alltaf „Það er ekkert að mér“. Svo átti að fara í smá hvíldarferð til Spánar eftir meðferðina en sú ferð varð öðruvísi þegar þú fékkst heila- blæðingarnar þar. Þegar við Helena sátum hjá þér á spítalanum á Spáni og vorum að spjalla þá var aðalmálið hjá þér hvort við vær- um ekki með nógu stórar töskur svo við gætum verslað eitthvað. Já, þú varst alltaf að hugsa um aðra þótt þú væri orðinn fárveikur. Þú varst mjög trúaður og það kenndi mér mikið. Þú ræddir líka mik- ið um trúna og ég veit að það hefur ver- ið vel tekið á móti þér í fyrirheitna landinu þar sem þér er örugglega ætl- að stórt hlutverk. Elsku pabbi, ég kveð þig með mikl- um söknuði og ég veit að þú vakir yfir okkur þar til við hittumst aftur. Elsku mamma, við Róbert viljum þakka þér fyrir hve vel þú hugsaðir um pabba í veikindum hans, með ástúð, umhyggju og þrautseigju. Þér verður seint fullþakkað. Guð veri með þér og hjálpi þér að komast í gegnum erfiðar stundir. Þuríður. Móðir mín, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugar- daginn 27. maí verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 31. maí kl. 11.00. Guðmundur Guðmundsson, Þórunn Stefánsdóttir, Bjarki Ágúst Guðmundsson, Hlynur Óskar Guðmundsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN JÓHANNSSON frá Valhöll á Bíldudal, til heimilis á Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 1. júní kl. 13:00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á endurbyggingarsjóð Bíldudalskirkju. Arndís Ágústsdóttir, Gústaf Jónsson, Erla Árnadóttir, Jakobína Jónsdóttir, Sigurþór L. Sigurðsson, Kolbrún Dröfn Jónsdóttir, Kristófer Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.