Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
BANDARÍSKA tónlistarmannsins Söruh Caldwell var minnst í Boston um
helgina. Caldwell var stofnandi Opera Company of Boston og gegndi stöðu
óperustjóra þar í meira en þrjátíu ár og hlaut mikið lof fyrir störf sín á ferl-
inum. Hún lést í vor, 82 ára að aldri.
Caldwell var enn fremur fyrsta konan til að stjórna hljómsveitinni við
Metropolitan-óperuna í New York árið 1975. Þótti hún hafa markað sporin
fyrir marga sem á eftir henni komu, ekki síst konur, í bandarísku tónlistarlífi.
AP
Söruh Caldwell minnst
HÉR HEF ég handa á milli litla
en einkar snotra bók. Hún geymir
fimm ritgerðir aldraðs erfiðis-
manns úr Önundarfirði, Hjörleifs
Guðmundssonar frá Görðum á
Hvilftarströnd.
Hjörleifur fæddist árið 1896 og
lést 1984. Þessar ritgerðir munu
vera það eina sem hann festi á
blað og er elsta ritgerðin frá
1969–70 og sú yngsta frá 1980.
Ekki er að sjá ellimörk á þessum
ritsmíðum. Þær eru ritaðar á
einkar fallegu máli, ljómandi vel
samdar af skarpri athugunargáfu
og næmi og þær eru einstaklega
lifandi og lýsa mikilli frásagn-
argleði.
Fyrsta ritgerðin lýsir slark-
samri og hættulegri sjóferð þegar
höfundur var tólf ára. Í þeirri
næstu greinir frá sérkennilegum
músaveiðum, sem ég býst raunar
varla við að músavinum, ef þeir
eru til, falli vel í geð. Þriðja frá-
sögnin er um „verkun á steinbít
og fleiri fiskum“. Er það reyndar
langt og skilmerkilegt bréf til
Orðabókar Háskólans. Þykir mér
líklegt að þeim orðabókarmönnum
hafi þótt fengur að því skrifi, því
að þar ritar sá sem þekkinguna
hefur. Fjórða ritgerðin segir frá
fengsælum haustróðri, rétt undan
landsteinum. Og þá er hin fimmta
og síðasta er segir frá annarri sjó-
ferð, þegar höfundur var drengur.
Hún var allmikið annars eðlis en
hinar fyrri, því að þá veiktist hann
hættulega.
Afmæliskvæði höfundar til móð-
ur sinnar áttræðrar og fáeinar átt-
hagastökur eru í lok riterðanna.
Sýnir sá skáldskapur að höfundur
hefur verið prýðilega skáldmæltur.
Sonur höfundar, Finnur Torfi
Hjörleifsson, sem séð hefur um út-
gáfu þessarar bókar, ritar for-
mála. Þar segir hann deili á for-
eldrum sínum og rekur í stuttu
máli æviferil föður síns. Þá hefur
hann einnig ritað „viðbæti“ í bók-
arlok. Það er fróðleg og vel
skrifuð ritgerð um föðurforeldra
hans, Guðmund Júlíus Jónsson í
Görðum og konu hans Gróu Finns-
dóttur.
Einn kostur við þessa bók má
ekki liggja í þagnargildi. Í henni
er að finna mörg fágæt orð varð-
andi siglingar, seglabúnað og um
fiskverkun og raunar fleira.
Kannski eru þau ekki svo sjald-
fengin þar vestra hjá eldri mönn-
um, en brátt munu þau áreið-
anlega heyra sögunni til.
Ég hef fyrr látið í ljós þá skoð-
un mína að bestu frásagnargáfuna
og hreinustu og tilgerðarlausustu
málnotkunina sé einmitt oft að
finna hjá öldruðum, vel gefnum al-
þýðumönnum. Tungutak þeirra er
einatt eðlilegt og óbrjálað. Þessi
höfundur er einn í þeirra hópi.
Maður saknar þess að ekki skuli
fleira eftir hann liggja.
Þessi litla og vel útgefna bók er
ein þeirra sem manni fer strax að
þykja vænt um og vill ekki láta
fara úr eigu sinni.
Frásagnir aldraðs Vestfirðings
Bækur
Endurminningar
Bernskuminningar Hjörleifs Guðmunds-
sonar frá Görðum
Útg.: Uppheimar, 2006, 105 bls.
Hver dagur að morgni
Sigurjón Björnsson
TJÖLDIN – ritgerð
í sjö hlutum eftir
Milan Kundera í
þýðingu Friðriks
Rafnssonar er
komin út hjá JPV-
útgáfu. Í þessu
ritgerðasafni
fjallar Milan
Kundera um evr-
ópsku skáldsög-
una, allt frá Íslendingasögum til
samtímahöfunda, og tengsl hennar
við skáldsagnahefð annars staðar,
svo sem í Suður-Ameríku og Japan.
Kundera leggur áherslu á að skáld-
sagan sé sérstök listgrein, ákveðið
form þekkingarleitar sem á að baki
merka sögu en býr líka yfir ákveðn-
um sérkennum þar sem kímni og
húmor eru meðal lykilatriða.
Hann bendir á að skáldsagan sé
manninum mikilvæg til þess að
skilja flókinn nútímaheiminn, sjá í
gegnum „tjöld fyrirframtúlkunar-
innar“, vita hvaðan hann kemur, í
hvaða samhengi hann lifir og hvert
stefnir.
Tjöldin komu út í París vorið 2005
og hlutu afar lofsamlega dóma sem
einstaklega læsileg og aðgengileg
hugleiðing um skáldsöguna. Bókin
var á metsölulistum í Frakklandi vik-
um saman og hefur þegar verið þýdd
á ein tuttugu tungumál.
Milan Kundera er einn merkasti
skáldsagna- og ritgerðahöfundur
samtímans. Hann fæddist í Tékk-
landi en fluttist til Frakklands árið
1975 þar sem hann hefur búið og
starfað æ síðan. Tíu bækur, átta
skáldsögur, smásagnasafn og rit-
gerðasafn hafa þegar verið þýddar á
íslensku eftir hann og notið mikillar
hylli íslenskra lesenda.
Nýjar bækur
SÍÐASTA Skáldaspírukvöldið
fyrir sumarleyfi Skáldaspír-
unnar verður haldið í dag,
30.maí kl. 20. Sveinn Snorri
Sveinsson fagnar nýútkominni
ljóðabók sinni er ber heitið Að
veiða drauminn. Sveinn Snorri
Sveinsson er austfirskt skáld
og kemur til höfuðborgarinnar
frá Egilsstöðum til að lesa úr
bók sinni og fjalla um hana.
Hann mun einnig lesa úr fyrri
bókum sínum og fjalla um þró-
un ljóðlistar sinnar.
Síðasta
Skálda-
spírukvöld-
ið að sinni
JPV-ÚTGÁFA hefur sent frá sér Val-
kyrjur eftir Þráin Bertelsson í kiljuút-
gáfu. Bókin kom út síðastliðið haust
og varð ein af metsölubókum síðasta
árs og hlaut afar góða dóma gagnrýn-
enda og lesenda. Nýverið seldi JPV
þýskan útgáfurétt bókarinnar til eins
stærsta útgefanda Þýskalands.
Í fréttatilkynningu er bókinni svo
lýst: „Þegar Freyja Hilmarsdóttir er
myrt hverfur handrit að bók sem hún
er að skrifa. Bókin heitir Valkyrjur og
inniheldur berorðar lýsingar fyrrver-
andi eiginkvenna tveggja frægra
manna á hjónaböndum sínum. Hér er
um að ræða Magnús Mínus, eiganda
Mínus-verslananna og Minus Group,
og Kjartan A. Hansen, sendiherra og
fyrrum fjármálaráðherra.
Víkingur Gunnarsson og samstarfs-
fólk hans í rannsóknarlögreglunni
taka til við rannsókn málsins. En það
gerir líka Elín Óskarsdóttir ríkislög-
reglustjóri sem vill gjarna finna þetta
opinskáa handrit því að þar er sagt frá
hinni umtöluðu rannsókn efnahags-
brotadeildar á fjárreiðum Minus
Group – og hvort sú rannsókn sé til
komin vegna þrýstings frá forsætis-
ráðherra landsins …“
Valkyrjur er spennandi saka-
málasaga, mögnuð skáldsaga sem
fjallar um Ísland í dag, um morð, upp-
ljóstranir, peninga, fjárkúgun, eiturlyf,
stjórnmál, þunglyndi og samskipti
kynjanna.
Nýjar bækur
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
MIÐASALA HAFIN Á SÝNINGAR Í HAUST!
FULLKOMIÐ BRÚÐKAUP
Fi 1/6 kl. 20 Fö 2/6 kl. 20
Fö 2/6 kl. 22:30 Má 5/6 kl. 20
Þri 6/6 kl. 20 UPPS. Fö 9/6 kl. 20 UPPS.
Fö 9/6 kl. 23 Má 12/6 kl. 20
Þri 13/6 kl. 20
VILTU FINNA MILLJÓN?
Mi 31/5 kl. 10 UPPS.
Fö 2/6 kl. 20 UPPS. Lau 3/6 kl. 20 UPPS.
Má 5/6 kl. 20 Fi 8/6 kl. 20
Fö 9/6 kl. 20 Lau 10/6 kl. 20 UPPS.
Su 11/6 kl. 20 AUKASÝNING
Fi 15/6 kl. 20 Sun 18/6 kl. 20
SÖNGLIST
Innritun á sumarnámskeiðin stendur yfir!
Nánari upplýsingar og skráning í miðasölu
Borgarleikhússins.
NAGLINN
Fi 1/6 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING
25 TÍMAR
DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 2006
9 verk verða frumsýnd sem keppa til
verðlauna.
Fi 8/6 kl. 20
Teldu mig með. Höf. Ólöf Ingólfsdóttir og
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman.
Elsku bróðir. Höf. Steinunn Ketilsdóttir.
Blind ást. Höf. Rebekka Rán Samper.
Tommi og Jenni. Höf. Elma Backman, Stefán
Hallur Stefánsson ogHalldóra Malín Pétursd.
Boðorðin 10. Höf. Marta Nordal.
Guðæri. Höf. Ólafur Darri Ólafsson og Lovísa
Ósk Gunnarsdóttir
Dillir dó og Dummi. Höf. Benóný Ægisson.
Shoe size nine months. Höf. Peter Anderson.
Stigma. Höf Andreas Consantinou.
MIÐAVERÐ 2.500. Miðasala hafin.
RONJUVÖRUR
Bolir, sundpokar, nælur, geisladiskur ofl.
Fæst í miðasölu Borgarleikhússins.
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
MIÐASALA OPIN
ALLAN SÓLAR-
HRINGINN Á NETINU.
Litla hryllingsbúðin – aukasýningar í september!
Vegnar mikillar aðsóknar: Aukasýningar í september!
Lau 2/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Sun 3/9 kl. 20 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fös 8/9 kl. 19 AUKASÝNING – örfá sæti laus
Lau 9/9 kl. 19 AUKASÝNING – nokkur sæti laus
Fullkomið brúðkaup – Borgarleikhúsinu. Sýningar í fullum gangi.
Litla hryllingsbúðin – Íslensku óperunni. Sýningar í fullum gangi.
Leiklistarnámskeið á Akureyri í júní.
tónleikar í háskólabíói
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson
Einleikari ::: Stefán Ragnar Höskuldsson
FIMMTUDAGINN 1. JÚNÍ KL. 19.30
Lowell Liebermann ::: Flautukonsert op. 39
Atli Heimir Sveinsson ::: Sinfónía nr. 2
FL Group er aðalstyrktaraðili
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
! " #
$$$
%
!"" #$$ %&%"&'( )* !+(,-&. +#'!/'&'
0
1
#+&%233.
45 6 #+&%233.
#+&%233.
45 6 #+&%233.