Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 35
Amma Björk er látin, það gerðist óvænt og snöggt. Okkur fannst hún ekki vera gömul þrátt fyrir að hún væri komin langt á áttræðisaldur. Amma var alltaf heilsuhraust, kvart- aði aldrei og var á fullu alveg fram á það síðasta. Hún kom yfir til okkar og passaði hvenær sem var og fannst það ekki mikið mál. Dætur mínar fengu að kynnast langömmu sinni alveg sér- staklega þar sem við búum í sömu götu. Þær gátu farið í heimsókn hve- nær sem var eða bara veifað til henn- ar yfir götuna. Þær hlökkuðu alltaf til ef amma átti að koma og svæfa þær, amma var alltaf til í að lesa margar bækur. Lesturinn gekk reyndar oft frekar hægt, þær þurftu að segja ömmu svo mikið og amma gaf sér góðan tíma til að hlusta á þær. Amma var alltaf dugleg að hreyfa sig og maður mátti nú hafa sig allan við ef maður ætlaði að fylgja henni eftir á gangi, jafnvel þótt hún væri alltaf á háum hælum. Við hittum hana á gangi í hverfinu fyrir svona 3 vikum þegar við vorum í hjólatúr, hverjum hefði þá dottið í hug að þetta var ein af hennar síðustu gönguferðum, svo hratt fór hún yfir. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Kirkjuteig og þar var og er miðpunktur fjölskyldunnar. Þar var alltaf eitthvað gott að borða, pönnukökurnar og kjötsúpan hennar ömmu voru í miklu uppáhaldi og mað- ur varð alveg merkilega svangur bara við það að ganga inn um útidyrnar. Þar voru líka hin ýmsu mál í þjóð- félaginu rædd og amma var sko alveg með á nótunum þar, líka þegar um- ræðan snerist um enskan fótbolta. Amma var líka alltaf til í að skreppa í búðir eða fara á kaffihús. Hún lét sig aldrei vanta í veislur í fjölskyldunni og hafði gaman af því að vera fín. Hún var Amma með stóru A-i. Þótt hún væri ekki stór í vexti var hún með stórt hjarta og hún hafði pláss og tíma fyrir alla. Hún var líka meira en amma, hún var líka góð vinkona. Við erum þakklát fyrir þennan góða tíma sem við fengum með ömmu, langömmu og tengdaömmu. Við eigum góðar minningar um góða ömmu. Nú hvílir hún í örmum Guðs og líður vel. Elsku afi og fjölskylda, Guð veri með okkur öllum. Nína Björk, Ársæll, Karen Sif og Sigríður Sól. Það að setjast niður og skrifa minn- ingargrein um elskulegu ömmu mína er erfitt. Það er eitthvað svo einkenni- legt að trúa því að hún sé farin frá okkur, hún var svo stór hluti af lífi okkar allra í fjölskyldunni. Margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu og það fyrsta er hversu ein- staklega góð kona hún var. Aldrei man ég til þess að hún hafi sagt nei við okkur barnabörnin sín. Þrátt fyrir það fengum við ekki allt sem við vild- um. Hún náði að leiða huga okkar að einhverju öðru, án þess að við tækjum eftir því. Það næsta er líklega hversu mikil skvísa hún alltaf var. Hún klæddist alltaf fallegum fötum og fór aldrei út úr húsi nema í hælaskóm, ekki einu sinni þegar hún fór út með ruslið. Fyrir nokkrum árum var ég að ganga um Laugardalinn og gekk þá á móti svakalegri skvísu á hjóli. Þegar skvísan kom nær þá sá ég að þetta var amma með sólgleraugu, varalit, í hælaskóm og með slæðu á höfðinu. Þegar við elstu tvær, elstu barna- börnin, vorum yngri var uppáhalds- leikurinn okkar að fara í skápinn til ömmu og fara í fínu fötin hennar og leika okkur með alla skartgripina hennar. Við máttum fara í öll fötin, nema pelsinn auðvitað. Ég er nú ekki viss um að ég myndi leyfa mínum börnum að leika sér með fötin mín þótt þau séu ekki næstum því eins flott og fínu kjólarnir hennar ömmu voru. Amma var aðalkonan hvert sem hún fór þótt ekki færi mikið fyrir henni. Ég er viss um það að öllum sem þekktu ömmu þótti vænt um hana, annað var hreinlega ekki hægt. Síðustu árin höfum við konurnar í fjölskyldunni gert það að vana að hitt- ast reglulega og fá okkur kaffibolla, annaðhvort í heimahúsi eða á kaffi- húsi. Þá er ekki hægt að merkja að það hafi verið nokkur aldursmunur á þeirri elstu eða yngstu. Hláturinn hennar ömmu var svo smitandi að þegar amma byrjaði að hlæja þá leið ekki löng stund áður en við allar vor- um farnar að hlæja og í lokin höfðum við ekki hugmynd um hvað var svona fyndið. Amma fylgdist vel með íþróttum og þegar ég var að keppa í handbolta vissi hún alltaf allt um leikina. Þegar ég hætti þá fylgdist hún með mann- inum mínum og var með stöðu leikja og skoruð mörk hjá honum á hreinu. Þegar ég sest niður og rifja upp allt sem ég hef gert með ömmu þá koma ótrúlegustu stundir upp í huganum og allar eru þær mjög ánægjulegar. Einu sinni fórum við saman til Bruss- el til yngstu dóttur hennar og fjöl- skyldu og brölluðum við ýmislegt þar. Eftir einni kaffihúsaferðinni man ég sérstaklega vel þar sem við hlógum alla leiðina heim í lestinni, þá mátti ekki á milli sjá hvor var eldri. Á heim- leiðinni í flugvélinni var hún svo ánægð og sagði reglulega við mig; hvaða kona á mínum aldri fer til út- landa með sonardóttur sinni og svo brosti hún. Amma var eins og vinkona mín, þótt þónokkur ár hafi skilið á milli þá spjölluðum við um þau málefni sem vinkonur spjalla um. Amma lét manni líka líða þannig að manni fannst mað- ur vera mikilvægasta persónan í hennar lífi. Þannig held ég að okkur öllum í fjölskyldunni hafi liðið í návist hennar. Amma var sú kona sem mig langar til að líkjast og taka upp henn- ar hátterni, hún var yndisleg við alla, sterk, ákveðin og hafði sínar skoðanir. Elsku afi, ég samhryggist þér inni- lega. Þín sonardóttir, Hrafnhildur. Elsku amma, takk fyrir að hafa gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Takk fyrir að hafa veitt mér óend- anlega mikla hvatningu og stuðning í lífinu. Ég man ekki til þess að þú hafir skammað mig, en þú hafðir ósýnilegt taumhald á okkur öllum og munt lík- lega hafa um ókomna tíð. Eftir að ég eignaðist börn sjálf rann upp fyrir mér hvers konar krafta- verkakona þú varst. Þú eignaðist 5 börn á 13 árum og voru yngstu börnin rétt byrjuð í skóla þegar barnabörnin tóku að birtast, síðan barnabarna- börnin og öllum sinntir þú af sömu al- úð. Þið afi hafið alltaf verið með heim- ilið á Kirkjuteignum opið öllum. Hún amma var engin venjuleg amma. Við fórum oft saman í bæinn og nú síðast eyddum við heilum degi á búðarrápi með tilheyrandi kaffihúsa- ferðum og notalegheitum. Það eru ekki allir sem fara með ömmu sína tæplega áttræða í helstu tískuvöru- verslanir landsins. Ég held að engin okkar komist með tærnar þar sem amma var með hælana í klæðaburði og fasi. Það er ekki langt síðan ég minnti eldri dóttur mína á það að langömm- urnar og hann langafi væru að verða gömul og þegar fólk yrði gamalt liði að því að það kveddi hið jarðneska líf. En líklega hef ég ekki trúað því sjálf að hún AMMA MÍN gæti dáið, hvað þá núna. Kannski hélt ég að hún væri ódauðleg því ég hef aldrei lifað án hennar. Hún gekk með mig um gólf sem ungbarn. Hún var dagmamman mín meðan önnur börn fóru í leik- skóla, hún kenndi mér að sauma, hekla og baka áður en ég byrjaði í grunnskóla. Á meðan sumir unglingar fóru í sveit á sumrin fluttist ég úr Hafnarfirðinum inn í Laugarnes og vann í versluninni þeirra og mátti kallast gott ef ég fór heim um helgar. Síðar varð amma einskonar vinkona þar sem aldursbilið máðist út. Kannski er það þetta sem við óskum okkur öll, að lifa langa ævi án þess þó að verða gömul. Takk fyrir allt, amma, ég veit að Guð geymir þig. Helga Sigríður. Mig langar með nokkrum orðum að minnast föðursystur minnar, Bjarkar Arngrímsdóttur. Margs er að minn- ast. Fyrir skömmu lést faðir minn og þá kom Björk norður til Akureyrar til að vera við jarðarförina. Hún og dæt- ur hennar gistu á mínu heimili. Við áttum notalega kvöldstund, skoðuð- um gamlar myndir úr brúðkaupi mínu og rifjuðum upp ýmsar gamlar minn- ingar. Síst grunaði mig að svo stutt myndi verða milli þeirra systkina. En aðeins fáeinum dögum síðar kvaddi hún þennan heim skyndilega líkt og faðir minn áður. Þegar ég hugsa um Björk kemur upp í hugann létt lund, greiðvikni og frændrækni. Þegar við hjónin bjugg- um í Keflavík sótti Jón maðurinn minn vinnu í Reykjavík. Þegar Björk heyrði að hann keyrði daglega á milli, þá lánaði hún honum lykil að heimili þeirra Guðjóns á Kirkjuteignum og mætti hann gista í forstofuherberginu þegar hann vildi og var gott að geta nýtt sér það þegar unnið var langt framá kvöld. Seinna þegar við vorum flutt til Reykjavíkur þá barst það í tal að við værum stundum í vandræðum með pössun fyrir soninn þegar lokað var á leikskólanum. Björk sagðist bara hafa gaman af því að passa Bergþór frænda sinn og kynnast honum betur. Með Jónínu móður minni og Björk var alla tíð góður vinskapur og minn- ist hún hennar með hlýhug. Fyrir hönd móður minnar og okkar systk- inanna sendi ég innilegar samúðar- kveðjur til Guðjóns og fjölskyldunnar allrar. Megi minningin um mæta konu lifa. Guðrún Bergþórsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 35 MINNINGAR Elsku langamma er látin. Við vitum að núna hún er fal- legur engill á himninum sem gætir okkar. Sævar sagði um daginn að nú væri langamma komin til Völu ömmu og þær væru að spjalla saman. Hann sagði að þær væru að tala um það hvort þær þekktu strák sem héti Sævar. Mikið söknum við lang- ömmunnar okkar, því hún var alltaf svo undur góð við okkur. Sævar Örn og Valgerður Ósk. HINSTA KVEÐJA Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR             !      "# $ Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, HARALDUR ELÍAS WAAGE, Hafnarbraut 23, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 31. maí kl. 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknar- stofnanir. Arnbjörg Jónsdóttir Waage, Guðbjörg Hallfríður Waage, Ágústa Waage, Ingólfur Tryggvason, Guðný Waage, Arnbjörg Kristín og Markús Helgi. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFAR ÞÓR, Kópavogsbraut 4. Gunnar Harðarson, Helga Harðardóttir, Sigurður Grétar Guðmundsson, Hildur Harðardóttir, Hrafn Harðarson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Hulda Harðardóttir, Halldór Björnsson, barnabörn og langömmubörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÓRUNN JÓNSDÓTTIR, (Lóa), áður Hringbraut 45, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 31. maí kl. 15.00. Helga Jóna Ásbjarnardóttir og fjölskylda. Maðurinn minn, ÞORKELL BJARNASON, sem lést miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju föstudag- inn 2. júní kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Lands- samtök hjartasjúklinga. Ragnheiður Ester Guðmundsdóttir. Þökkum innilega þeim fjölmörgu, sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNARS SIGURÐSSONAR, Kleppsvegi 94, Reykjavík. Megi ljós guðs lýsa ykkur. Lilja Ólafsdóttir, Gaukur Gunnarsson, Helena Kristinsdóttir, Íris Birna Gauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.