Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIKLAR óeirðir brutust út í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær eftir að a.m.k. þrír biðu bana í bílslysi sem bandarískur hervagn varð vald- ur að. Hundruð Afgana brugðust ókvæða við fregnum af slysinu, þeir flykktust út á götur, hrópuðu slag- orð gegn Bandaríkjunum, köstuðu grjóti og kveiktu í bílum. Kom jafn- framt til skotbardaga þar sem nokkrir týndu lífi; en tölur um látna voru þó á reiki. Um er að ræða verstu óeirðirnar í Kabúl frá því að talibanastjórninni í landinu var steypt af stóli síðla árs 2001 og benda þær til vaxandi spennu í samskiptum alþjóðlegu hersveitanna í Afganistan, einkum Bandaríkjahers, og heimamanna. Hundruð manna flykktust út á götur Kabúl og létu þar ófriðlega, færðu þeir sig í áttina að hverfinu, þar sem mörg erlend sendiráð eru staðsett, og byssuhvellir heyrðust m.a. nálægt sendiráði Banda- ríkjanna. Er þó hugsanlegt að þar hafi Bandaríkjamenn verið að verki. Brugðið var á það ráð að flytja allt starfslið sendiráðsins, sem og starfs- lið Sameinuðu þjóðanna í Kabúl, á öruggan stað. Átta Íslendingar eru í borginni á vegum Íslensku friðar- gæslunnar og tveir á vegum Flug- málastjórnar en ekkert mun ama að þeim skv. upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu. „Mótmælin í dag eru tilkomin vegna þess að Bandaríkjamenn drápu saklaust fólk. Við munum ekki láta deigan síga fyrr en útlend- ingar yfirgefa borgina. Við erum að leita að útlendingum til að drepa,“ sagði einn mótmælenda á þrítugs- aldri, Gulam Ghaus, í samtali við AP-fréttastofuna. Samkvæmt AFP-fréttastofunni lágu fjórtán í valnum í gærkvöldi og 140 voru slasaðir. Höfðu flestir hinna látnu dáið af völdum skotsára, að sögn AFP sem grennslast hafði fyrir um látna og særða á öllum helstu sjúkrahúsum Kabúl-borgar. Tildrög atburða gærdagsins voru þau að ökumaður bandarísks her- vagns missti stjórn á honum og ók á nokkra fólksbíla í ösinni skammt norðan við miðborg Kabúl. Bandaríkjamenn segja hervagn- inn hafa bilað. Þeir sögðu a.m.k. einn hafa dáið í bílslysinu og sex slasast en afganska lögreglan sagði þrjá hafa beðið bana og sextán slasast. Hundruð Afgana söfnuðust þegar saman, hrópuðu ókvæðisorð gegn Bandaríkjunum og Hamid Karzai, forseta Afganistans, sem í augum sumra heimamanna er strengja- brúða Bandaríkjamanna, og létu þeir grjóti rigna yfir bandarísku hermennina á staðnum. Virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi þá skotið úr vopnum sínum, sem varð til þess að mannþröngin leystist upp. Afganar segja nokkra hafa dáið af völdum kúlnaregnsins, en Banda- ríkjamenn segjast aðeins hafa skotið af vopnunum upp í loft. Kveikt var í tveimur afgönskum lögreglubílum í mesta hamagangin- um og einni varðstöð lögreglunnar. Þá sagði í frétt Associated Press að höfuðstöðvar hjálparsamtakanna CARE hafi verið eyðilagðar. Karzai hvetur til stillingar Hamid Karzai forseti hefur þegar beðið landa sína um að sýna stillingu en yfirvöld hafa sagt, að fram muni fara nákvæm rannsókn á því „hvað nákvæmlega gerðist“. Afganar kvarta oft undan því að Bandaríkjamenn, bæði starfsfólk sendiráðsins og liðsmenn Banda- ríkjahers, brjóti öll umferðarlög er þeir eru á ferðinni í bílum sínum í Kabúl. Getur blaðamaður Morgun- blaðsins raunar vitnað um þetta, en hann var á ferð í Kabúl sl. haust á vegum bandaríska sendiráðsins þar í borg. Er Bandaríkjamönnum uppálagt að hafa bíla sína jafnan á ferð og stöðva þá aldrei, jafnvel þó að umferðin gangi hægt. Segja tals- menn Bandaríkjahers að nauðsyn- legt sé að beita slíkum ráðum í því skyni að fyrirbyggja árásir, sem kynnu að verða gerðar ef bílar þeirra dvelja of lengi við á tilteknum stað. Gífurleg reiði í garð Banda- ríkjamanna Óeirðir brutust út í Kabúl í Afganistan eftir að bandarískur hervagn varð nokkrum að bana í umferðinni Reuters Hópur Afgana kastar grjóti að bandarískum hervagni í Kabúl í gær, en a.m.k. tíu Íslendingar eru nú í borginni. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is XANANA Gusmao, forseti Austur- Tímor, bað í gær andstæðar fylk- ingar í landinu að slíðra sverðin, skömmu eftir að hann hafði setið neyðarfund með stjórn Mari Alkatiri forsætisráðherra, þar sem rætt var um leiðir til að koma á friði. Á sama tíma sögðu talsmenn frið- argæsluliðs Ástralíu, Nýja-Sjálands og Malasíu lið sitt hafa afvopnað of- beldismenn, sem hafa á síðustu dög- um farið ránshendi um höfuðborgina Dili og hrakið tugi þúsunda á flótta frá heimilum sínum. Að minnsta kosti 27 hafa fallið og yfir 100 særst í óeirðunum sem flest bendir til að á þriðja þúsund frið- argæsluliðar frá löndunum þremur hafi bundið enda á. Því hefur dregið úr áhyggjum fólks af því að borg- arastríð kunni að brjótast út í land- inu, sem til einföldunar má segja að sé klofið á milli austurs og vesturs. Ástæður ólgunnar á Austur- Tímor að undanförnu eru þannig um margt táknrænar fyrir þann vanda sem stjórn landsins hefur glímt við frá því að landið öðlaðist sjálfstæði árið 2002, eftir 25 ára blóðuga sjálf- stæðisbaráttu gegn Indónesum. Segja má að undirliggjandi ólga hafi þannig komið upp á yfirborðið eftir að um 600 af 1.500 hermönnum í her landsins var sagt upp störfum nýlega, en í kjölfarið stóð hluti þeirra fyrir blóðugum óeirðum. Þá hefur borið á spennu á milli hersins og lögreglunnar, sem hefur allt frá innrás Indónesa í landið 1975 verið öðrum þræði skipuð mönnum úr vesturhluta Austur-Tímor. Óánægja með eftirmála sjálfstæðisbaráttu Þegar alþjóðlegt friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna (SÞ) með Ástr- alíu í broddi fylkingar stillti til friðar á Austur-Tímor árið 1999 voru íbúar landsins bjartsýnir á að hagur þeirra tæki að vænkast, en landið var þá eitt það fátækasta í heiminum. Frá því að landið öðlaðist sjálf- stæði árið 2002 hefur hins vegar ekki tekist að reisa efnahag þess úr þeim rústum sem Indónesíuher skildi eftir sig og er atvinnuleysi að meðaltali um 40%, víða meira. Samfara bjartsýni um efnahags- framfarir jókst virðing og vægi nýs hers landsins, sem varð til úr vopn- aðri hreyfingu sjálfstæðissinna, Fal- intil. Fljótlega fór þó að bera á óánægju með samsetningu hersins, sem var sakaður um að hygla her- mönnum úr austurhlutanum. Má rekja þetta til þess að herinn var að stofni til settur saman úr her- mönnum sem voru hliðhollir Gusmao forseta, en þeir komu flestir frá austurhluta landsins. Gusmao naut aðstoðar SÞ við að setja saman her- inn, en margir þeirra hermanna sem börðust með Falintil hafa síðan verið ósáttir við að fá ekki starf í hernum. Þá hafa þeir verið gjarnir á að gagn- rýna stjórnina, en í henni eru margir þingmenn sem dvöldu í útlegð á meðan á sjálfstæðisbaráttunni stóð. Þegar friðargæslulið SÞ kom til landsins 1999 klauf Gusmao sig hins vegar úr Fretilin, helsta vinstri- flokki landsins. Mari Alkatiri forsætisráðherra, sem bjó í útlegð lengstan hluta sjálf- stæðisbaráttunnar, leiðir flokkinn nú, en vegna þess að hann bar ábyrgð á uppsögnum hermannanna hafa margir krafist afsagnar hans. Segir ástæðurnar margvíslegar Að sögn Kristínar Ástgeirsdóttur sagnfræðings hefur Sigurjón Ein- arsson, félagi hennar í stuðningshópi Austur-Tímor, verið í beinu sam- bandi við Jose Ramos Horta, einn helsta leiðtoga sjálfstæðisbaráttu landsins og handhafa friðarverð- launa Nóbels. Spurð um ástæður óeirðanna seg- ir Kristín að stjórn Austur-Tímor hafi ekki tekist að tryggja stöð- ugleika. „Það hefur gengið allt of hægt að byggja upp innviði ríkisins frá því að það öðlaðist sjálfstæði,“ segir Kristín. „Þegar Austur-Tímor varð sjálfstætt ríkti mikil samstaða á meðal íbúa landsins. Síðan hefur gengið hægt að byggja upp þá til- finningu á meðal ættbálka og íbúa Austur-Tímor að þeir tilheyri einni og sameinaðri þjóð.“ Kristín segir bágt efnahagsástand einnig hafa átt sinn þátt í óstöð- ugleikanum. „Þegar fátæktin er svona mikil fara að vakna upp grun- semdir um að verið sé að hampa ein- um ættbálki á kostnað annars. Það sem fyrst og fremst sameinaði íbúa landsins var kaþólskan, en nú hafa deilur innan hersins og veikir inn- viðir ríkisins afhjúpað hversu mjög stjórnin vanmat óánægju her- manna.“ Að sögn Kristínar er nú allt með ró og spekt í Dili, en samkvæmt hennar heimildum er nú unnið að því að koma á fundum deiluaðila. Samstaða íbúa Austur-Tímor að rofna? Reuters Stuðningsmenn Xanana Gusmao forseta hrópa slagorð fyrir utan forseta- höllina í Dili í gær. Þeir vilja að Gusmao taki virkari þátt í stjórn landsins. Á þriðja tug manna hefur fallið í átökum uppreisnarmanna og hersins á Austur-Tímor að undanförnu. Baldur Arnarson kynnti sér hvernig ólgan innan hersins endurspeglar klofning þjóðarinnar. baldura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.