Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Málstofa um þorskastríðin þrjú - í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá lokum landhelgismálsins Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 1. júní 2006 kl. 12.15-15.00 Dagskrá: 12.15 Afhending fyrstu eintaka ritsins „Þorskastríðin þrjú og saga landhelgismálsins, 1948-1976“. Höfundur: Guðni Th. Jóhannesson. Útgefandi: Hafréttarstofnun Íslands. 12.20 Ávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. 12.30 Ávarp Geirs H. Haarde utanríkisráðherra. 12.40 Ávarp Einars Kr. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. 12.50 Veitingar í boði Hafréttarstofnunar Íslands. 13.20 Erindi Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings við Hugvísindastofnun H.Í. 14.00 Erindi Peters Hennessy prófessors í breskri nútímasögu við Háskólann í London. 14.30 Fyrirspurnir og umræður. 15.00 Slit. Málstofustjóri: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir                !  "# #    ! " # $  # # ! %  &$%   % $ !&        !"# $   $ !% !"# $ &%%'! !"# $ ()!* $ +, !"# $ +  !"# $ ! )% $ -"#. &% $ , )%    $ /! $ / +$ $ 0!""!1&"!2!3 +43! )% $ 5"! $ '  (& ) *    !"# $ +%!%2"!    $  & !  $ #24 $  6   !"# $ 78$!4 $ 9:+   9! " ;!<2'2 $ = "'2 $ ( $   +, +%  ><44!2! $  0 3"!?  0"2"!    + - .  6@>A 0B2 2% !2                  1   1   1 1 1  &!< !3 <!! 2% !2 1   1          1 1   1 1  1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 C 1  DE C DE C 1 DE C DE C DE C DE C  DE C DE C  DE C DE 1 C 1 DE C DE 1 C 1 DE 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1  !2%#  ; )2 B %  -"# 0                                                 1    1      1 1 1                      1  1     1 1 1 1                   1    1    1 1  =2%# B .* %! ; F $""!  +4'  2%#        1   1  1 1 1  POST Danmark og 365 Media Scandinavia, dótturfélag Dags- brúnar, munu koma á fót sameig- inlegu dreifingarfyrirtæki í Dan- mörku. Fyrsta verkefni fyrirtækisins verður að annast dreifingu Ny- hedsavisen, væntanlegs fríblaðs í Danmörku, á landsvísu, með sérstakri áherslu á Kaupmannahafnarsvæðið, Óðinsvé og Árósa. Aðrir viðskiptavinir munu einnig eiga kost á að nýta sér dreifingarfyrirtækið til dreif- ingar ómerktra póstsendinga sem verður þá dreift ásamt blaðinu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Dagsbrún. Haft er eftir Helge Israelsen, forstjóra Post Danmark, að með þessu verði komið á fót dreifing- arkerfi sem skort hafi í Danmörku fyrir dreifingu ómerktra sendinga. Muni fyrirtækið tryggja að send- ingunum verði komið til viðtakenda fyrir klukkan 7 á hverjum morgni sex daga vikunnar. 365 Media Scandinavia mun eiga 51% hluta í félaginu en Post Dan- mark 49%. „Við lítum á stofnun þessa fyr- irtækis sem lokaáfanga í undirbún- ingi okkar. Við vitum hversu mik- ilvægt það er að engum hefur tekist að ná utan um dreifingar- málin. Þess vegna er það augljós- lega mikið tækifæri að komast í samstarf við fyrirtæki, sem þekkir dreifingarmál í Danmörku hvað best,“ er haft eftir Svenn Dam, for- stjóra 365 Media Scandinavia, í til- kynningunni. Fram kemur í Børsen í gær að mögulegt sé að fyrirhuguðu fríblaði Jyllands-Posten og Politiken verði dreift með Nyhedsavisen. Ólíklegt sé að Post Danmark hafni því að dreifa blaðinu, fari útgefendur fram á það. Í frétt Børsen segir, að það stangist að öllum líkindum á við samkeppnislög að hafna því að dreifa blaðinu. Eru dönsk sam- keppnisyfirvöld sögð ætla að skoða áform um þetta nýja félag. Stofna dreifingarfyrirtæki með danska Póstinum Morgunblaðið/Ómar TRYGGINGADEILD útflutnings hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, skammstafað TRÚ, hefur veitt svo- nefnda greiðslufallsábyrgð til Mar- orku vegna sölu fyrirtækisins á orkustjórnunarkerfinu Maren 2 til erlends kaupanda. Marorka samþykkti að kaupand- inn greiddi kerfið með mánaðarleg- um afborgunum á þremur árum. Til að verja sig gegn hugsanlegu greiðslufalli hjá erlenda kaupand- anum sótti Marorka um ábyrgðina. Greiðslufallsábyrgð, sem í boði er hjá TRÚ, miðar að því að TRÚ deili áhættunni af hugsanlegu greiðslufalli hjá erlendum kaup- endum með útflutningsfyrirtækj- um. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að Marorka sé ört vaxandi alþjóð- legt hátæknifyrirtæki sem fram- leiði og þrói orkustjórnunarkerfi fyrir skip. Kerfið miðar að því að lágmarka olíunotkun skipa og hef- ur sýnt sig að hægt er að ná um- talsverðum sparnaði í kostnaði út- gerða með því að beita Maren-aðferðafræðinni. Maren 2 hefur vakið mikla athygli hér heima sem erlendis og hlaut m.a. verðlaun fyrir bestu nýju vöruna á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 2005. Fyrirtækið sækir ört fram og hefur unnið fyrir mörg leiðandi fyr- irtæki í Evrópu og Norður-Amer- íku, segir í tilkynningu. Marorka fær ábyrgð frá TRÚ ALÞJÓÐLEGA tryggingafélagið Aon Risk Services International hef- ur opnað útibú hér á landi og hefur Karl Eggertsson verið ráðinn fram- kvæmdastjóri. Hann segir að Aon Iceland muni leggja áherslu á stór fyrirtæki í nokkrum atvinnu- greinum, s.s. mat- vælaiðnaði, orku- og þungaiðnaði, flugi, fjármálum, smásölu, lyfjaiðnaði og há- og fjarskiptatækni. Útibúinu er ætlað að verða ný miðstöð alþjóð- legrar smásölu á Íslandi. Aon er með höfuðstöðvar sínar í Chicago í Bandaríkjunum. Auk miðl- un trygginga og endurtrygginga hef- ur fyrirtækið sérhæft sig í ráðgjöf varðandi mannauðsstjórnun og rekst- ur. Hjá Aon starfa 46 þúsund manns í 500 útibúum í meira en 120 löndum. Karl sá áður um samhæfingu ís- lenskrar viðskiptaþró- unar fyrir Aon, með aðsetur í Danmörku. Hann starfaði áður hjá Vodafone og Oracle. Karl segir að áhersla verði lögð á að stækka starfs- svið Aon með því að ráða sérfræðinga og nýta tiltækar auðlindir innan fyr- irtækjasamsteypunnar. Að sögn Karls hefur Aon átt sam- starf við a.m.k. tvö íslensk vátrygg- ingafélög vegna endurtrygginga og ætlar að halda áfram að byggja upp tengsl við hin félögin. Erlent tryggingafélag opnar útibú á Íslandi 7 G 0H9   D D +;0> (I     D D @@ J/I    D D J/I -$' 7%%  D D 6@>I (K L   D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.