Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Friðrik ÁrsællMagnússon fæddist í Höskuld- arkoti í Ytri-Njarð- vík 23. ágúst 1929. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 21. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson skipstjóri og útgerðarmaður í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík, f. 6. mars 1886, d. 12. ágúst 1964, og Þór- laug Magnúsdóttir, f. 18. október 1901, d. 8. desember 1963. Systkini Friðriks Ársæls eru: Friðrik Jón, f. 28. september 1925, d. 27. ágúst 1929; Anna Fríða, f. 20. maí 1928; Garðar, f. 5. október 1930; Ólafur, f. 5. október 1930; Baldur, f. 5. jan- úar 1935, d. 26. september 1938; og Magnús, f. 7. apríl 1941. Friðrik Ársæll kvæntist 22. september 1955 Ödu Elísabetu Benjamínsdóttur frá Neskaup- stað, f. 4. apríl 1936. Þau bjuggu frá árinu 1961 á Grundarvegi 2 í Ytri-Njarðvík í Reykjanesbæ. Þrátt fyrir fötlunina tók hann á uppvaxtarárum sínum þátt í öll- um þeim störfum sem tilheyrðu stóru útvegsbýli. Síðar starfaði hann sem gjaldkeri og skrif- stofustjóri hjá bandaríska varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli. Árið 1959 stofnaði hann sölu- turninn Biðskýlið í Njarðvík sem nú er í rekstri sona hans, stofn- aði með bræðrum sínum Steypu- stöð Suðurnesja árið 1963 og var forstjóri frá upphafi þar til rekstri var hætt árið 2002. Um- boðsmaður Tryggingafélagsins Sjóvá, síðasti hreppstjórinn í Njarðvíkurhreppi, sýslunefndar- maður Gullbringu- og Kjósar- sýslu og formaður félags land- eigenda í Ytri-Njarðvíkurhreppi með Vatnsnesi í 30 ár, stjórn- armaður í Hafskipum, Saltverk- smiðjunni á Reykjanesi og ábyrgðarmaður í Sparisjóði Keflavíkur. Hann sat í stjórn Björgunarsveitarinnar Stakks, Sjálfsbjargar LSF og var for- maður Sjálfsbjargar á Suður- nesjum frá 1969 til dauðadags. Hann var félagi í Junior Chamb- er á Suðurnesjum og fleiri fé- lagasamtökum og gegndi auk þess fjölmörgum nefndar- og trúnaðarstörfum. Útför Friðriks Ársæls verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Börn þeirra eru: 1) Benjamín, f. 8. mars 1956, maki Birna Magnúsdóttir, f. 4. ágúst 1957. Börn þeirra eru: a) Ada Elísabet, f. 19. októ- ber 1981; b) Bjarki Steinn, f. 2. mars 1992. 2) Baldur, f. 11. september 1958, maki Lilja Björns- dóttir, f. 12. ágúst 1959. Börn þeirra eru: a) Björn Frið- rik, f. 20. janúar 1977, maki Ágústa Kolbrún Kristjánsdóttir, f. 24. september 1976; börn þeirra eru: Sindri Snær, f. 22. maí 1996, Lilja Sól- björg, f. 13. júní 2001, Aron Elv- ar, f. 5. júní 2004; b) Baldur, f. 4. júní 1989. 3) Magnús, f. 3. janúar 1965, maki María Sigurðardótt- ir, f. 19. nóvember 1977; þeirra barn er Sigurður, f. 18. janúar 2004; barn Magnúsar með Hörpu Magnúsdóttur, f. 26. maí 1972: Friðrik Ársæll, f. 18. febrúar 1997. Friðrik Ársæll lamaðist á fót- um þegar hann var á fjórða ári. Leiðir skilja en ljós okkar skín, er liðinna daga við minnumst. Ég þakka af hjarta og hugsa til þín uns heima hjá Drottni við finnumst. (Höf. ók.) Elsku Bóbó, nú er komið að kveðjustund. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og verið hluti af fjölskyldu þinni. Drottinn blessi þig. Kveðja. Þín tengdadóttir, Birna. Elsku bróðir minn. Þá er lífs- hlaupi þínu lokið og samfylgd okk- ar á enda í þessu lífi. Ég var fimmtán mánaða þegar þú fæddist og elsti bróðir okkar Friðrik Jón drukknaði aðeins sex dögum síðar, þá tæpra fjögurra ára. Mamma lá á sæng og allir voru að leita að Venna. Hann fannst ekki fyrr en þremur dögum síðar og voru það Kristján á Sól- bakka og Georg á Brekku, mágar mömmu, sem fundu hann inni á Granda. Mér var sagt að ég hefði einnig týnst, en í barnaskap mín- um hélt ég að Venni væri í feluleik og því faldi ég mig einnig. Sökn- uður minn hefur eflaust ekki verið eins sár við að missa stóra bróður þar sem ég fékk þig í staðinn. Nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn vil ég þakka þér fyrir, þó það sem þú hefir gert fyrir mig verð- skuldi annað og meira en þrjú slit- in og þreytt orð, en vita máttu að hjálp þín og hamingjan sem þú hefur fært mér hefur rennt styrk- um stoðum undir líf mitt og minna. Því segi ég þökk á ný og aftur þökk. Far þú í Guðs friði. Anna systir. Fermingarárið mitt 1955 austur á Norðfirði líður mér seint úr minni. Vorið var frekar kaldrana- legt en sumarið með því albesta. Meðal margra góðra fermingar- gjafa fékk ég forláta Kodak myndavél er fylgdi mér í mörg ár. Hún var frá Lellu systur minni og tilvonandi mági á Suðurnesjum. Með myndavélinni fylgdu nokkrir kassar af niðursoðnum ávöxtum til nota í veislunni, munaðarvara sem var ekki algeng á þeim árum. Margar fleiri gjafir áttu eftir að berast frá þeim, sumar fágætar og enn við lýði. Þau komu svo austur um sumarið á splunkunýjum Chevrolet Bel Air, sjálfskiptum og tvílitum bíl sem vakti mikla athygli og aðdáun. Mágur minn bar með sér ferskan andblæ sem hreyfði svolítið við hversdagsleikanum. Þetta var heitt sumar og unaðs- legt, ég kynntist Sinalco og Pepsi Cola og bruddi amerískan brjóst- sykur með. Farið var inn í Stekk- vallarárgil, yfir á Eskifjörð, upp í Hallormsstað, þotið á milli í „fjaðrasófa grænum“ með niður- skrúfaðar rúður undir dúndrandi tónlist og hlýtt loftið leikandi um bera handleggina, ævintýri sem maður hélt að væri bara til í bíó- myndum. Við veiddum niðri á bryggju, úti á firði, í ám og vötn- um, lífið var sem ljúfur draumur og í lok ársins fékk ég að fara á áramótaball fullorðinna, enda fermdur. Systir mín og mágur giftu sig um haustið og í byrjun mars árið eftir fæddist þeim sonur á heimili foreldra minna. Um páskana kom mágur minn austur að líta á frumburðinn, flaug til Eg- ilsstaða og með rútu og snjóbíl niður á Seyðisfjörð og þaðan með skipi til Norðfjarðar. Í dag þætti þetta allmikið ferðalag, hvað þá fyrir fatlaðan mann. Hann hét Friðrik Ársæll Magn- ússon, kallaður Bóbó af sínum nánustu en gjarnan Sæli af öðrum sem hann þekktu. Á fjórða ári lamaðist hann í fótum og var háð- ur hækjum mestan hluta ævi sinn- ar. Hann lét það samt ekki aftra sér frá að taka þátt í daglegu amstri á uppvaxtarárunum og reyndi eftir megni að leggja sitt af mörkum til framfærslu og viður- væris. Bóbó stundaði nám í Flens- borgarskóla og dvaldi þar hjá hjónunum Ólafi Björnssyni og Pál- ínu Ólafsdóttur og var jafnframt í sjúkrameðferð hjá Sigríði Sæland. Í Hafnarfirði eignaðist hann marga vini og átti góðar minn- ingar þaðan. Aldrei var með fullri vissu staðfest hvað olli fötluninni. Lömunarveikin var að ganga á sama tíma og hann missti mátt í fótunum og var henni í fyrstu kennt um. Um tvítugt leitaði hann sér lækninga til Englands og þar var lömunin talin stafa af mænu- skaða vegna slæmrar byltu og fékk hann meðferð samkvæmt því. Hver sem hin raunverulega sjúk- dómsgreining kann að hafa verið hlaut hann nokkurn bata í Eng- landi. Fljótlega eftir heimkomuna hóf hann skrifstofustörf hjá banda- ríska varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli en hætti þar eftir nokkur ár og byrjaði eigin atvinnurekstur með stofnun Biðskýlisins í Njarð- vík og síðar með öðrum Steypu- stöð Suðurnesja. Þó merkilegt sé virtist fötlunin ekki aftra honum frá að ráðast í ýmis verk og athafnir sem heil- brigðum meðalmanni var jafnvel ofviða, „ef aðrir geta, þá get ég“ voru kjörorðin. Hann hófst handa við að byggja íbúðarhúsið á Grundarvegi 2 í Ytri-Njarðvík árið 1956 og sló að mestu upp sökkl- inum sjálfur. Mikið af púkki og fyllingarefni í grunninn sótti hann sjálfur, kom því á kerru og síðan í grunninn, einn og á hækjum. Upp- sláttur, hreinsun mótatimburs, einangrun o.fl. – allt mikið til unn- ið af honum sjálfum. Þau fluttu svo inn í húsið árið 1961 með synina Benjamín og Baldur, Magnús bættist við nokkrum árum síðar. Bóbó hafði mikinn áhuga á ýmiss konar verk- og véltækni og fylgd- ist með framförum á því sviði og aflaði sér þekkingar. Hann bjó auk þess að reynslu frá þeim tímum þegar menn þurftu að bjarga sér sjálfir í þessum málum og var ótrúlega laginn og útsjónarsamur í margs háttar viðgerðum og að gera mikið úr litlum efnivið. Hann naut þess að taka þátt í fjalla- og jöklaferðum með félögum sínum af Suðurnesjum, svaðilfarir, bras og meira bras var til að sigrast á. Bóbó var nákvæmur og heill í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur og þoldi engum undirferli og óheiðarleika. Sjálfur kom hann til dyranna eins og hann var klæddur og sagði sína meiningu á málefnum líðandi stundar. Á sumu hafði hann ákveðnar skoðanir sem á stundum virtust lítt sveigjanleg- ar, enda maðurinn skapfastur, en í annan stað var hann eftirgefanleg- ur og reiðubúinn til viðræðna um hlutina. Hann gat verið nokkuð stjórnsamur og vildi að hlutirnir gengju hratt fyrir sig. Eins og títt er um athafnamenn hafði hann ekki alltof mikla trú á langskóla- gengnum mönnum, fannst þá vanta almenna verkkunnáttu og reynslu. Þó hugsa ég mér hann einna helst sem verkfræðing eða arkitekt ef hann hefði gengið menntaveginn, eða í öðru því fagi sem sköpunargáfan og athafna- þráin hefðu fengið að njóta sín. Hann starfaði um árabil innan vébanda Sjálfsbjargar og vann þar óeigingjarnt starf, ekki síst við uppbyggingu Sjálfsbjargarhússins á Suðurnesjum en þau mál voru honum hugleikin. Hann fylgdist grannt með lítilmagnanum og fann til með honum, var með eindæm- um hjálpsamur og gjafmildur í meira lagi, kurteis í viðmóti og höfðingi heim að sækja. Tengda- foreldrum sínum og fatlaðri mág- konu sýndi hann mikla nærgætni og artarsemi og fyrir mér var hann sá bakhjarl sem ég vissi að aldrei brygðist. Bóbó varð fyrir hjartaáfalli fyrir nokkrum árum og náði sér aldrei að fullu. Þó að hann kæmist til starfa á ný var ljóst að mátturinn var ekki sá sami og áður og að lok- um varð hann háður hjólastól. Get- unni til sjálfsbjargar hafði hrakað undanfarið þannig að brottfallið hafði sinn aðdraganda þótt það bæri að með öðrum hætti en við var búist. Góður maður er genginn en minningin lifir. Jón Benjamínsson, Guðný Kjartansdóttir. Við þessa kveðjustund, pabbi minn, rifjast upp margar minn- ingar frá æskuárunum. En þær ljúfustu eru örugglega þær sem við áttum sem fjölskylda á sunnu- dagsmorgnum. Þá var svo notalegt að koma upp í rúm til ykkar mömmu, tuskast, kitla og fá svo skeggburst í lokin. Við þessar að- stæður varstu svo afslappaður fað- ir og eiginmaður en ekki sá ein- beitti og stefnufasti maður sem þú varst dagsdaglega. Þú gerðir kröf- ur til allra, en mestar til sjálfs þín og hefðir aldrei getað brugðist neinum. Snemma byrjaðir þú að láta mig axla ábyrgð með því að aðstoða þig. Sá lærdómur og traust sem því fylgdi hefur reynst mér ómet- anlegt á lífsleiðinni. En ef það er eitthvað mikilvæg- ara en annað sem þú kenndir mér er það heiðarleiki. Í mínum uppvexti fylgdist þú af áhuga með mér, hvort sem var í námi, starfi eða íþróttum og það var notalegt að vita að þú fylgdist með. Eftir því sem árin liðu og okkar samskipti færðust á nýtt stig, breyttust þau í gagnkvæma virð- ingu og traust. Við gátum alltaf leitað hvor til annars og skipst á skoðunum, það var mikils virði. Pabbi fæddist í Höskuldarkoti 23. ágúst 1929. Þegar hann er að- eins fjögurra daga gamall hjá móður sinni á sæng er komið með sjórekið lík bróður hans Friðriks Jóns heim. Friðrik Jón var þá tæpra fjögurra ára, hans hafði ver- ið saknað og leitað í þrjá daga. Síðan líða fjögur ár. Þá verður pabbi fyrir slysi er hann féll úr rúmi sem leiddi til veikinda og lömunar á fótum. Þrátt fyrir margar og ítrekaðar tilraunir til lækninga, báru þær takmarkaðan árangur. En lífið hélt áfram og það varð bara skemmtilegra eftir því sem það ögraði meira og þeirri áskorun sleppti hann ekki. Heldur tókst á við hana og ruddi braut fyrir aðra, studdur af fjölskyldu, ættingjum og vinum. Í huga okkar allra varst þú sá klettur sem allt braut á. Eitt af því skemmtilegasta sem pabbi gerði var að ferðast um há- lendi Íslands og fara í fjallaferðir með góðum vinum og eða fjöl- skyldu. Einhverju sinni var félagi hans spurður eftir heimkomu úr einni fjallaferð: „Hvernig var ferðin?“ Og sá svaraði: „Alveg frábær! Ein- tómt basl!“ Þessi orð gætu hafa verið lífs- speki pabba, þrátt fyrir þær hindr- anir sem honum voru búnar í líf- inu. Kveðja, Benjamín. Nú er formaðurinn okkar fallinn frá. Við sitjum hér eftir hnípin og minnumst alls sem hann gerði fyr- ir félagið okkar. Fyrir nokkrum FRIÐRIK ÁRSÆLL MAGNÚSSON Elsku amma. Þegar ég frétti hvað gerst hafði greip ég ósjálfrátt fyrir hjartað og áttaði mig ekki á því fyrr en klukkutíma síðar að ég hélt enn um sama stað. Ég trúði ekki hvað gerst hafði. Kaldar staðreyndir lífsins síuðust smám saman inn og ég gerði mér grein fyrir því að ég færi sennilega ekki oftar í kaffi til ömmu og afa. Ég er þó ekki alveg búin að ná því að ég muni ekki sjá þig aftur, er GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Guðný Friðriks-dóttir fæddist á Sunnuhvoli í Blönduhlíð 15. júní 1934. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkróks- kirkju 13. maí. alltaf að bíða eftir því að vakna upp af vond- um draumi. Lífið er skrítið, endalaust af ófyrirsjá- anlegum uppákomum. Ég veit samt að með þessu er einhver til- gangur jafnvel þótt okkur finnist erfitt að koma auga á hann núna. Þú átt eftir að hjálpa okkur áfram eins og þú hefur alltaf gert, styðja okkur og styrkja þrátt fyrir að það sé kannski ekki eins áþreifan- legt og áður. En hvernig, verður hver og einn að finna út hjá sér, ég hef þegar fundið nokkra ljósa punkta í myrkrinu og ég vona að fleiri geri það. Ég hafði unun af því að heim- sækja þig og afa. Þið eruð svo ynd- isleg, eins og ástfangið par á sokka- bandsárunum, en þó alltaf að kýta öðru hverju af gömlum vana. Ég vona að ég verði þeirrar gæfu að- njótandi að eiga yfir 50 ára ham- ingjuríkt hjónaband, ganga í gegn- um súrt og sætt með þeim sem ég elska. Þið byggðuð allt upp frá grunni, hús og híbýli, eignuðust 7 heilbrigð börn og kunnuð svo að njóta lífsins er komið var fram á efri ár, það eru ekki allir sem kunna það. Ég dáist að því hvað þú varst dugleg er þið hættuð með búskap, að hella þér út í þín áhugamál; hannyrðir, garð- rækt og ferðalög. Þú dreifst afa með þér í utanlandsferðir jafnt sem innanlandsferðir og þið höfðuð svo gaman af því, nutuð hverrar mín- útu. Þú hafðir svo afskaplega gaman af fallegum hlutum og glingri eins og ég, þótt smekkur okkar hafi kannski ekki alltaf verið sá sami. Þú lagðir mikið upp úr því að eiga fal- legt heimili enda er heimilið sá stað- ur sem maður á að njóta sín. Alltaf er ég kom í heimsókn fékk ég eitt- hvað gott, oft bláber og rjóma sem þú lumaðir á, ekki var að spyrja að bakkelsinu. Ef ég ætti að finna eitt orð til að lýsa þér, elsku amma mín, mundi ég segja stolt. Þú varst stolt kona og lést hvergi bilbug á þér finna, jafnvel þótt þú værir þreytt eða liði illa. Kjörkuð varstu með ein- dæmum og réðst í hvert verkefnið á fætur öðru, sama hvort það var að mála stofuna, skella þér í utanlands- ferð eða skipuleggja skemmtun fyr- ir eldri borgara. Þú varst alltaf svo fín til fara, með lakkaðar neglur og varalit, ég held að ég erfi allan minn skvísuskap ef einhver er, frá þér, elsku amma. Já, það var margt sem þú gerðir um dagana en þó mun ég ætíð minnast þín sem elsku ömmu á Hjallalandi. Skemmtilegast var þegar fleiri barnabörn voru í heimsókn, þá var ýmislegt brallað. Samt minnist ég þess ekki að þú hafir nokkurn tíma orðið mjög reið við okkur, ekki einu sinni þegar við fórum í leikinn bann- að að snerta gólf inni í stofu. Ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir er við áttum saman og ég veit að þú tekur vel á móti okkur hinum þegar að því kemur. Ég bið góðan Guða að gefa afa styrk í þess- um erfiðleikum og hjálpa honum að feta slóðina áfram. Hvíl þú í Guðs friði. Þín Heiðrún Ósk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.