Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 45
VEITT voru á dögunum verðlaun í
Fernuflugi, samkeppni MS um örsög-
ur og ljóð sem prýða munu mjólk-
urfernur landsmanna á næsta ári og
þarnæsta.
MS hefur frá miðjum síðasta ára-
tug haft það að stefnu sinni að styrkja
íslenska tungu. Var gerður sam-
starfssamningur við Íslenska mál-
nefnd 1994 um verkefni til að vekja
almenning til umhugsunar um mik-
ilvægi tungunnar og efla málrækt.
„Fyrstu mjólkurfernurnar með
efni tengdu íslenskri tungu birtust í
hillum verslana áramótin 1994–1995,“
segir Guðlaugur Björgvinsson, fjár-
málastjóri MS og einn af umsjón-
armönnum verkefnisins.
Margvíslegur fróðleikur
„Fyrsta átakið byggðist á textum
með þjóðlegum fróðleik sem mynd-
skreyttir voru af færum íslenskum
teiknurum. Hvert þema er notað í tvö
ár en Fernuflugs-keppnin sem efnt
var til að þessu sinni er sú þriðja í
röðinni. Í fyrsta Fernufluginu var
leitað til þriggja árganga í grunn-
skólum landsins um örsögur eða ljóð.
Tveimur árum síðar voru grunn-
skólanemendur beðnir að teikna
myndir tengdar íslenskum máls-
háttum eða orðatiltækjum og má sjá
afraksturinn á fernum í dag,“ segir
Guðlaugur.
Að þessu sinni voru þátttakendur
beðnir að skrifa í bundnu eða óbundn-
um máli um efnið „Hvað er að vera
ég?“ Var keppendum skipt í tvo hópa:
annars vegar nemendur 6., 7. og 8.
bekkjar grunnskóla og hins vegar
nemendur framhaldsskóla.
„Hvað mér finnst gaman“
Sigurvegari í yngri hópnum var
Guðrún Arnardóttir, nemi við Grunn-
skóla Ísafjarðar. Guðrún er 10 ára en
verður 11 í júlí. „Ég fór bara að hugsa
um hvað ég geri, og hvað mér finnst
gaman,“ sagði Guðrún blaðamanni
þegar hann spurði hvernig ljóð henn-
ar hefði orðið til. Guðrún samdi ljóðið
í skólanum og átti ekki í erfiðleikum
með það en hún hefur áður samið
þrjú eða fjögur ljóð.
Guðrún hugsar sig lengi um þegar
hún er spurð hvert er hennar uppá-
haldsljóð: „Ætli það sé ekki „Ég veit
þú kemur í kvöld til mín“. Pabbi er oft
að syngja það lag.“ Hún er samt ekki
viss hvort hún ætlar að verða skáld
þegar hún verður stærri, það komi í
ljós síðar.
„Þú ert það sem þú gerir“
Hlutskarpastur í hópi framhalds-
skólanema var Sverrir Norland sem
útskrifaðist á dögunum frá Mennta-
skólanum í Reykjavík: „Þú ert það
sem þú gerir alla tíð, verk þín móta í
raun hver þú ert,“ segir Sverrir þeg-
ar blaðamaður spyr hann um inntak
ljóðsins, en Sverrir snaraði fram
prýðisgóðri enskri sonnettu.
Sverrir er þegar farinn að gera
góða hluti í skáldskap, en hann sigr-
aði á dögunum ásamt félaga sínum í
örleikritasamkeppni framhaldsskól-
anna. Hann hefur einnig látið nokkuð
til sín taka á tónlistarsviðinu. „Ég
held ég finni mig best í ritlistinni og
kannski tónlistinni, og gæti alveg
hugsað mér að vinna áfram á þeim
sviðum,“ segir Sverrir, og bætir við
að hann hafi á yngri árum fengið að
spreyta sig á danslist og málaralist en
ekki kunnað nógu vel við sig í þeim
listgreinum.
Sverrir getur ekki ljóstrað miklu
upp um sín framtíðarplön, enda nýút-
skrifaður af eðlisfræðibraut og óviss
hver verða verkefni næsta hausts:
„Hugurinn leitar eins og stendur ann-
að en í stærðfræðinám. Kannski ég
taki mér ársfrí, eða fari í FÍH eða í
bókmenntafræðina. Ég hef mestan
áhuga á að fá að gera eitthvað sjálfur
í bili, frekar en að læra hluti sem aðrir
hafa gert.“
40 milljón fernur
Alls voru veitt verðlaun fyrir 64
verk en keppninni bárust hátt á
þriðja þúsund textar. Ætla má að
vinningstextarnir birtist á um 40
milljónum mjólkurferna sem þýðir að
hver texti er prentaður á um 600 þús-
und fernur léttmjólkur og nýmjólkur.
Segir Guðlaugur hjá MS í gríni að fá
íslensk skáld fái verk sín prentuð í
stærra upplagi.
Í öðru sæti í yngri hópnum var Ást-
rós Steingrímsdóttir, Lindarskóla, og
í þriðja sæti Dagný Kristjánsdóttir í
Hólabrekkuskóla.
Í eldri hópnum hlaut Ólöf Valda
Schram í Fjölbrautaskóla Vest-
urlands önnur verðlaun og Katrín
Thelma Jónsdóttir í Borgarholtsskóla
hlaut þriðju verðlaun.
Formaður dómnefndar var Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra en að auki sátu
í dómnefnd Guðrún Kvaran formaður
Íslenskrar málefndar, Björk Einis-
dóttir formaður Samtaka móður-
málskennara, Ragnheiður Gests-
dóttir rithöfundur og Baldur Jónsson
fyrir hönd MS. Nefndinni til aðstoðar
var Inga Dóra Jónsdóttir.
Ný ljóð og örsögur með mjólkinni
Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson
Alls voru veitt verðlaun fyrir 64 verk en keppninni barst hátt á þriðja þúsund texta. F.v. eru Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, formaður dómnefndar, Ástrós Steingrímsdóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Guðrún Arnardóttir, Katr-
ín Thelma Jónsdóttir, Ólöf Vala Schram, Sverrir Norland og Guðlaugur Björgvinsson, fjármálastjóri MS.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 45
MENNING
Á SEINNI tónleikum söngsveit-
arinnar I Fagiolini í Reykjavík, sem
voru haldnir í Íslensku óperunni á
sunnudaginn, vitnaði einn liðs-
manna hennar, Robert Holl-
ingworth, í gagnrýni eftir mig.
Gagnrýnin var um fyrri tónleika
sveitarinnar og kvartaði Holl-
ingworth hálfpartinn yfir því að mér
hefði fundist tónlistin eftir Monte-
verdi „heldur hæg“.
Nú veit ég ekki hver þýddi grein
mína fyrir hópinn, en það er alrangt
að mér hafi fundist téður Monte-
verdi of hægur, enda stendur ekk-
ert um hraða í greininni.
Það sem ég sagði var að söng-
urinn hefði verið nákvæmur og
hreinn eins og við var að búast af
þekktum tónlistarhópi, en raddbeit-
ingin verið fremur flatneskjuleg og
túlkunin svo daufleg að madrigal-
arnir eftir tónskáldið hefði verið
beinlínis leiðinlegir.
Eins og flestir ættu að vita þýðir
dauflegt ekki hægt, það er vel
mögulegt að syngja á fullum hraða
en með svo litlausri áferð og tak-
mörkuðum styrkleikabrigðum að út-
koman virkar dauðyflisleg. Ég tala
nú ekki um þegar sungið er í Ís-
lensku óperunni, þar sem aðeins
kröftugar raddir hljóma á viðunandi
hátt vegna lítillar endurómunar.
Sem betur fer voru þessir seinni
tónleikar I Fagiolini betri en þeir
fyrri. Og það þó eingöngu tónlist
eftir Monteverdi væri á efnis-
skránni, sem er í eðli sínu fremur
tilbreytingarlaus á nútíma-
mælikvarða. Hópurinn söng miklu
meira „út“ eins og það er kallað,
söngurinn var ástríðufyllri og safa-
ríkari, enda var útkoman áhuga-
verðari og skemmtilegri. Sveitin
hefur greinilega áttað sig á hve flat-
neskjulega hún hljómaði á fyrri tón-
leikunum og skilið að í Íslensku
óperunni duga engin vettlingatök.
Gagnrýni er stundum nauðsynleg!
Ég verð sérstaklega að minnast á
flutninginn á Incenerite spoglie úr
sjöttu madrigalabókinni frá 1614, en
hann var svo blæbrigðaríkur og
stórbrotinn í túlkun hópsins að lengi
verður í minnum haft. Þrír söngvar
úr fjórðu madrigalabókinni frá 1603
voru líka frábærir og minni atriði
með færri söngvurum, stundum
bara einum, voru sömuleiðis aðdá-
unarverð.
Loks verður að nefna sviðið, en
það var talsvert smekklegra en á
fyrri tónleikunum. Litla, afkáralega
borgarmyndin var horfin, í staðinn
var sviðið eins og stofa í húsi frá
tímum Endurreisnarinnar, með síð-
um gluggatjöldum og tígluðu gólfi.
Á tónleikum skiptir hið sýnilega líka
máli og hér undirstrikaði það
stemninguna í tónlistinni á sérlega
smekklegan hátt.
Hið eina sem hægt var að finna
að var birtan salnum, en hún var
engin. Maður spyr sjálfan sig til
hvers verið sé að dreifa söngtextum
meðal áheyrenda, en slökkva svo öll
ljós svo ógerningur sé að lesa text-
ann. Um miðbik dagskrárinnar
grátbað Hollingworth tónleikahald-
ara um að kveikja ljósin svo hægt
væri að lesa, en það gerðist ekki
fyrr en eftir að hann hafði end-
urtekið þá bón nokkrum sinnum og
farið út að leita að þeim sem áttu að
sjá um ljósin. Óneitanlega verður
það að teljast heldur vandræðaleg
uppákoma.
Monteverdi í myrkri
TÓNLIST
Íslenska óperan
Brennandi hjarta, verk eftir Claudio
Monteverdi í flutningi I Fagiolini. Sunnu-
dagur 28. maí.
Listahátíð í Reykjavík
Jónas Sen
Hvað er að vera ég?
Lifa,
líða vel,
hafa gaman,
hoppa og hlæja,
það er ég.
Læra,
lesa og lita,
uppgötva,
undrast, upplifa,
það er ég.
Leika,
látast plata,
vini,
von og vinsemd,
það er ég.
Ljúflega,
langa margt,
ferðast,
fljúga og finna,
það er ég.
Faðma,
foreldra og afa,
systur og ömmur,
kisu, hesta og hund,
það er ég.
Lífið.
Lifa.
Lengi.
Það er ég.
Guðrún Arnardóttir.
Ég
Í morgunsárið ljúfir vindar vakna
og vefja örmum hug þinn, skóladrengur.
Vorið kennir sálinni að sakna,
seinna blása engir vindar lengur.
Þá færa dægrin hörund’ hennar kossa
og hleypa þínu blóði fram í vanga.
Ástin tendrar sætan sælublossa,
sumrin lita milda daga langa.
Svo læðir haustsins þykkni þjálum strokum,
og þíða strauma föður tveggja barna.
Kvöldið sveipast lágum laumuþokum,
leiftrar skær á himni vetrarstjarna.
Þá fetar hann til enda hljóðan veg
og hugsar: Fræ mín spretta –það er ég.
Sverrir Norland.
BÓKAFORLAGIÐ
Bjartur hefur gefið
út í kilju spennu-
söguna Blekkinga-
leik eftir Dan
Brown í íslenskri
þýðingu Karls Em-
ils Gunnarssonar.
Í kjölfar ein-
stakra vinsælda
Da Vinci-lykilsins og Engla og djöfla
hafa aðrar spennubækur eftir Dan
Brown klifrað upp í efstu sæti met-
sölulista um allan heim síðustu
misseri. Í Blekkingaleik sýnir Brown
á sér allar sínar bestu hliðar þar
sem nútíma geimrannsóknir og
bandarísk samtímastjórnmál mynda
umgjörð um æsilega atburðarás
með óvæntum uppljóstrunum og
ófyrirsjáanlegum endi.
Söguþráður er á þessa leið:
Bandaríska geimferðastofnunin þyk-
ist hafa himin höndum tekið þegar
gervihnöttur á hennar vegum gerir
merka uppgötvun yfir norður-
heimskautinu. Í Hvíta húsinu er
ákveðið að biðja Rachel Sexton,
unga konu sem starfar við að skrifa
njósnaskýrslur, um að greina fyr-
irliggjandi gögn um málið. Fyrr en
varir er hún komin út á kaldan
heimskautsklakann ásamt hópi sér-
fræðinga, þeirra á meðal hinum
þekkta sjónvarpsmanni Michael
Tolland. Þau verða þess fljótt vör
að uppgötvun NASA byggist á vís-
indalegum blekkingum, sem gætu
hleypt heimsmálunum í bál og
brand.
Prentun var í höndum Odda hf.,
Ásta S. Guðbjartsdóttir annaðist
kápuhönnun, verð kr. 1.890.
Nýjar bækur