Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í TILEFNI 31. maí,
sem er alþjóðlegur
dagur án tóbaks!
Reyksíminn „Ráð-
gjöf í reykbindindi
800-6030“ er símaþjón-
usta ætluð þeim sem
vilja fá aðstoð við að
hætta að reykja, nota
tóbak eða hætta notk-
un nikótínlyfja. Þegar
þú hringir í 800-6030
milli kl. 17 og 19 virka
daga færðu strax sam-
band við sérhæfðan
ráðgjafa (hjúkr-
unarfræðing) sem veit-
ir þér viðeigandi meðferð. Ef línan
er upptekin er þér boðið að skilja
eftir skilaboð í talhólfi. Ráðgjafinn
hringir í þig um leið og hann losnar.
Sama gildir ef þú hringir utan af-
greiðslutíma. Ráðgjafinn veitir þér
faglega leiðsögn og ráðgjöf í barátt-
unni við tóbakið. Þér er líka boðið
að fá sent í pósti fræðslu- og stuðn-
ingsefni án endurgjalds. Öll þjón-
usta reyksímans er veitt þér að
kostnaðarlausu. Ef þú vilt hringjum
við í þig með reglulegu millibili í allt
að eitt ár til að veita þér stuðning og
hvatningu.
Rannsóknir sýna að eftirfylgni og
stuðningur er veigamikill áhrifa-
þáttur í reykleysismeðferð. Þú get-
ur líka hringt eins oft og þú vilt í
reyksímann.
Ráðgjafar spyrja þig
ýmissa spurninga sem
eru viðeigandi til að
geta veitt þér besta
mögulegan stuðning.
Farið er með allar upp-
lýsingar sem trún-
aðarmál. Að auki ertu
beðinn að svara nokkr-
um einföldum spurn-
ingum, s.s. varðandi
aldur og hvar þú sást
upplýsingar um núm-
erið. En þetta eru upp-
lýsingar sem eru mik-
ilvægar fyrir okkur
varðandi tölfræðilega
vinnslu og þróun reyksímans.
Greining á
kostnaðarhagkvæmni
Ein aðferð sem oft er notuð til að
meta árangur af meðferð í heil-
brigðiskerfinu er að reikna út áætl-
aðan kostnað við að auka lífslíkur
um eitt ár. Samanburður á fimm
hundruð þáttum í heilbrigðiskerfinu
í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ár-
um sýndi greinilega að stuðningur
við reykingafólk sem vill hætta að
reykja er meðal ódýrustu aðgerða
heilbrigðiskerfisins ef þetta viðmið
er notað. Reyksímar eru mun ódýr-
ari kostur en einstaklingsstuðn-
ingur á heilbrigðisstofnunum og
hafa reynst álíka árangursríkir. Ís-
lenski reyksíminn, „Ráðgjöf í reyk-
bindindi – 800-6030“, stenst fyllilega
samanburð við bestu reyksíma er-
lendis hvað árangur varðar. Um það
bil einn af þremur er reyklaus ári
eftir fyrsta samtal. Þrátt fyrir góð-
an árangur hefur Helbrigðisstofnun
Þingeyinga rekið reyksímann fyrir
brot af þeim kostnaði sem gerist
víðast erlendis og því hefur kostn-
aðarhagkvæmni íslenska reyksím-
ans reynst mun meiri en gerist
annars staðar á Norðurlöndum.
Kostnaður við hvern reyklausann
var til að mynda bara þriðjungur af
því sem sænski reyksíminn greiddi.
Grasið er grænna hinum megin
við lækinn og við hjálpum þér
gjarnan yfir á besta vaði.
Gangi þér vel.
Reyksíminn –
arðbær þjónusta!
Guðrún Árný Guðmundsdóttir
fjallar um reyksímann og
reykleysi ’Kostnaður við hvernreyklausan var til að
mynda bara þriðjungur
af því sem sænski reyk-
síminn greiddi.‘
Guðrún Árný
Guðmundsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur
hjá HÞ og einn af sjö ráðgjöfum
reyksímans.
FYRIR síðustu Alþingiskosn-
ingar voru almenn íbúðalán í meg-
indráttum þannig að Íbúðalána-
sjóður lánaði 65% af kaupverði, en
bankar og lífeyris-
sjóður bættu við. Þó
fékk um þriðjungur
allt að 25% viðbótar-
lán í Íbúðarlánasjóði.
Svo segja má að um
þriðjungur kaupenda
hafi fengið 90% lán
frá sjóðnum. Hærri
vextir voru af viðbót-
arlánunum hvort sem
þau voru frá Íbúðar-
lánasjóði eða bönk-
unum. Framsókn-
arflokkurinn setti
90% lán sem for-
gangsmál í kosninga-
baráttunni og fékk góðar und-
irtektir kjósenda. Hagur þeirra
var augljós, einfaldari fjármögnun
íbúðarkaupa eða byggingar og
lægri vextir af lánsfjármagninu
umfram 65%. Að auki kom til
lækkun vaxtanna úr 5,1% í 4,15%
(umfram verðtryggingu) vegna
kerfisbreytingar á lánsfjáröflun
sjóðsins eftir kosningarnar þar
sem styrkur ríkisins, sem eiganda
sjóðsins, var nýttur til þess að fá
lægri vexti. Það skilaði sér svo
áfram til íbúðarkaupendanna. Eitt
af stóru málunum í stjórnarsátt-
málanum eru einmitt íbúðalánin
eins og gefur að skilja eftir að
annar stjórnarflokkurinn, Fram-
sóknarflokkurinn, gerði málið að
kosningamáli. Stjórnarsáttmálinn
er skýr, í honum stendur: Að
haldið verði áfram endur-
skipulagningu á húsnæðismarkaði
í samræmi við markmið um Íbúða-
lánasjóð. Lánshlutfall almennra
íbúðalána verði hækkað á kjör-
tímabilinu í áföngum í allt að 90%
af verðgildi eigna, að ákveðnu há-
marki. Leigumarkaður íbúðar-
húsnæðis verði efldur. Þetta fer
ekki á milli mála. Í lögunum um
húsnæðismál nr. 44/1998 eru
markmiðin skilgreind í 1. grein
laganna og Íbúðalánasjóði falin
framkvæmdin: Tilgangur laga
þessara er að stuðla að því með
lánveitingum og skipulagi húsnæð-
ismála að landsmenn geti búið við
öryggi og jafnrétti í húsnæðis-
málum og að fjár-
munum verði sér-
staklega varið til þess
að auka möguleika
fólks til að eignast
eða leigja húsnæði á
viðráðanlegum kjör-
um. Þegar litið er til
þess hvað eru viðráð-
anleg kjör verður að
hafa í huga vexti og
verðbætur af lánunum
og bera þann kostnað
lántakandans íslenska
saman við kjör í sam-
bærileg löndum. Það
er vitað að hér á landi
er lánsfé mun dýrara, raunvextir
af húsnæðislánum eru 2–5% hærri
en í 9 öðrum Evrópulöndum, sbr.
skýrslu Neytendasamtakanna. Þá
er líka óhagstæður munur varð-
andi annan kostnað, sem lána-
stofnanir hér á landi taka. Við-
skiptabankarnir brugðust við
fyrirhuguðum lagabreytingum um
90% með miklu offorsi. Opnuðu
allar fjárhirslur sínar og lánuðu
allt upp í 100% af verðmati eigna
án tillits til þess að fasteignakaup
færu fram. Á rúmu ári dældu þeir
út um 320 milljörðum króna sem
rann m.a. til þess að fjármagna
einkaneyslu. Þeir kappkostuðu að
fá til sín viðskiptavini og fjár-
magna öll lán þeirra þar með til
Íbúðalánasjóðs og greiða þau lán
upp. Á skömmum tíma voru
greidd upp lán í sjóðnum fyrir
nærri 200 milljarða króna. Það
setti sjóðinn í mikinn vanda þar
sem vextir fóru lækkandi og sjóð-
urinn gat ekki vænst þess að geta
lánað aftur innborgaða féð á vöxt-
um sem dygðu til þess að standa
undir vöxtum af því fé sem sjóð-
urinn sjálfur hafði tekið að láni og
gat ekki greitt upp. Ætlunin var
augljóslega að setja sjóðinn í slík-
an vanda að hann gæti ekki starf-
að áfram. Þessi ósvífla atlaga
bankanna að almannahagsmunum
mistókst og nú hafa bankarnir
lækkað lán sín niður í 70% og
hækkað vextina aftur. Þá er gerð
krafa um að Íbúðalánasjóður verði
lagður niður og bönkunum afhent-
ur þessi lánamarkaður á silfurfati.
En þá ber að líta á stjórnarsátt-
málann, hann er skýr og það ber
að fara eftir honum. Telji ráð-
herrar nú að breyta þurfi sáttmál-
anum verður að gera það með
sama hætti og sáttmálinn sjálfur
var samþykktur. Miðstjórn Fram-
sóknarflokksins er ein bær til þess
að samþykkja breytingar á stjórn-
arsáttmálanum og stefnubreyting í
húsnæðismálunum verður að telj-
ast meiriháttar atriði, sérstaklega
í ljósi forsögu málsins. Þingmenn
flokksins hafa samþykkt stjórn-
arsáttmálann og eru bundnir af
honum, rétt eins og aðrir mið-
stjórnarmenn. Markmiðið er þrí-
þætt, 90% lán, landsmenn búi við
öryggi og jafnrétti í húsnæðis-
málum og að vextir af lánunum
verði sambærilegir við það sem
gerist erlendis. Telji viðskipta-
bankarnir sig geta uppfyllt þessi
skilyrði og staðið sig jafnvel og
bankarnir erlendis þá er varla
þörf fyrir opinberan lánasjóð. En
vandinn er sá að bankarnir upp-
fylla ekkert af þessum skilyrðum
og þess vegna má ekki hvika frá
stuðningi við opinbera húsnæðis-
lánakerfið og Íbúðalánasjóð.
Stjórnarsáttmálinn
er skýr – 90% lán
Kristinn H. Gunnarsson
skrifar um íbúðalán ’Markmiðið er þríþætt,90% lán, landsmenn búi
við öryggi og jafnrétti í
húsnæðismálum og að
vextir af lánunum verði
sambærilegir við það sem
gerist erlendis.‘
Kristinn H.
Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
VAXANDI umræða um verð-
tryggingu hefur sýnt betur á spil
þeirra firnasterku hagsmuna-
aðila/trúmanna/
einokunarsinna hér-
lendis sem ólmir vilja
halda í þessa fornu
hrossalækningu við
óðaverðbólgu.
Tryggja þannig
áfram okurávöxtun af
seldum lánum til ein-
staklinga og smárra
lögaðila og vilja nú
verðtryggingu fjöl-
nota á ný með því að
beita henni til verð-
tryggingar launa, sbr.
kjararáðið, sem á að
fylgjast lögbundið og
stíft með því að ald-
urhnigið skuldfrítt
hálaunafólk og stór-
villueigendur fái
launahækkanir í rétt-
um takti við rísandi
sigð verðbólgunnar.
Um kjararáð fyrir
almennt launafólk og
lífeyrisþega er ekki
fjölyrt. Um ungt fólk
og fátæka ríkir þögn-
in ein.
Kórvilla verka-
lýðshreyfing-
arinnar
Kórvilla á Vest-
fjörðum fékk sem
sagt nýja merkingu
við að hlusta á verð-
tryggingarþátt 1.
maí-ávarps verkalýðsforingjans
Kristjáns Gunnarssonar. Og ekki
var hringsólið minna á heiðinni
hjá fulltrúa verkalýðsforystunnar
í Kastljósi 2. maí í kappræðu við
Kristin H. Gunnarsson.
Forgöngumenn/ráðsmenn ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar,
höfuðbóls og skjóls óbreytts
launafólks í bráðum eitt hundrað
ár, hafa m.ö.o. valið sér vígstöðu
grámygla brauðfótum í heitum
slagorðaflaumi fortíðar: gegn af-
námi verðtryggingar lánsfjár,
með verðtryggingu launa. Alveg
þversum á brýnustu hagsmuni
eigin félagsmanna og þvert gegn
eigin baráttu/þjóðarsáttarsamn-
ingum, sem loks rufu vítahring
verðbólgumælinga, launahækk-
ana og verðhækkana vöru og
þjónustu.
Hvað er hægt að gera fyrir
trúnaðarmenn launafólks sem svo
gjörsamlega villast af leið heiman
frá sér? Skilja þá eftir á heiðinni?
Framleiðsla
fjölmiðla
Ritstjórnarþáttur umræðu um
verðtryggingu er ekki síður at-
hygliverður en kórvilltir fulltrúar
launafólks.
Á dagblöðunum virðast þeir
einir valdir til ábyrgðar á umfjöll-
un um þetta mál sem reynslu-
minnstir eru í flokki blaðamanna.
Greinar með viðtölum, fréttaskýr-
ingar og pistlar skilja einkenni-
lega lítið eftir. Eins og beinlínis sé
stefnt að framleiðslu á þoku,
óvissu, ótta.
Barnafræðslan í Kastljósinu um
verðtryggingu/óverðtryggingu er
ómálga hjal. Þessari snotru brá-
miklu stúlku er beinlínis vorkunn
að þurfa að þylja upp þennan en-
demis heilaþvott úr skjávélinni út
yfir land og þjóð.
Hvað er að því að fá t.d. tvo
virta hagfræðinga til að takast á
um málið? Eða tvo virta stjórn-
málaforingja, ef þeir finnast? Fá
til skrafs fleiri forystumenn
verkalýðshreyfingar, vinnuveit-
enda, lánveitenda, lánþega?
Verðtryggð og
óverðtryggð lán
Til upprifjunar: verðlagning
óverðtryggðra lána á Íslandi hefur
í áratugi tekið mið af
verðtryggðum lánum,
þ.e. háum nafnvöxtum
að viðbættu ríflegu
vaxtaálagi vegna
áætlaðrar verðbólgu
yfir lánstíma. Og er
vísvitandi gert til þess
að keyra upp ávöxtun/
arðsemi lánveitenda
af endurleigu lánsfjár.
Þessi verðstýring
tryggir að jafnaði
hærri óverðtryggða
vexti en verðtryggða.
Aðeins þegar mæld
verðbólga fer yfir
áætlaðan ríflegan
verðbólguþátt í vaxta-
útreikningi verða
verðtryggðir vextir
hærri.
Verðlagning óverð-
tryggðra lána hér-
lendis er m.ö.o.
fornfáleg neyslustýr-
ing í átt til verð-
tryggðra lána. Þvert á
eðlileg viðmið um
markaðsgrunn og
skiptingu verðbólgu-
áhættu í viðskiptum.
Eignastýring við
skilyrði einokun-
arfákeppni
Árangursrík nú-
tíma eignastýring líf-
eyrissjóða byggist á
hagkvæmri tilfærslu fjármuna
milli hagstæðustu fjárfesting-
arkosta og þar með þátttöku á al-
þjóðlegum leikvangi fjárfestinga.
Þátttaka sem gerir miklar og
víðtækar faglegar kröfur til þess
fólks sem treyst er til starfa í
þágu lífeyrissparnaðar lands-
manna.
Rétt eins og það er auðveld og
fljótleg leið til hárrar ávöxtunar
fjár að selja vöru við háu verði
sem keypt er við lágum tilkostn-
aði, ef einhver vill kaupa.
Í tilfelli nauðþurfta á borð við
vatn, brauð, mjólk, eldsneyti og
lánsfé er enn auðveldara og fljót-
legra um góða ávöxtun ef við-
skiptavinurinn hefur ekkert val
um ódýrari eða aðra vöru.
Til dæmis vegna neyslustýr-
ingar; úreltra leikreglna; áróðurs
atvinnurekenda og verkalýðs-
hreyfingar; þokuframleiðslu fjöl-
miðla; og allt leggst á eitt við að
selja sömu gömlu vöruna.
Spurt er: hver hefur öllu lengur
hag af því að járntjaldi 100% verð-
tryggingar sé best slegið um öll
seld langtímalán? Hag af heila-
þvotti sem segir langbest í fjár-
málaheimi sífjölgandi við-
skiptafærsla nútíðar sé okkar
séríslenska löggilta okurverðlag
einokunarfákeppni, sem kyrkir í
fæðingu stóraukin viðskipti,
vöruþróun og virka samkeppni
lánafyrirtækja?
Árangur í breyttri heims-
mynd íslenskrar fésýslu
Það vill þannig til að virk nú-
tíma eignastýring fjármuna með
hárri ávöxtun er hvorki auðveld
né fljótleg í heimsþorpinu. Hvorki
fyrir lífeyrissjóði né aðra. Ef svo
væri myndu fleiri stunda þann
leik; og ekki fást til annars.
Ekki heldur til þess að arka í
pontu hálauna verkalýðsforingi og
hrópa eins og úrillur óðalsbóndi á
þjóna sína í 19. aldar sögu.
Kórvillur um verð-
tryggingu: Sam-
særi um heilaþvott?
Jónas Gunnar Einarsson fjallar
um lífeyrissjóði, verðtryggingu
og verkalýðshreyfinguna
Jónas Gunnar
Einarsson
’ Í tilfelli nauð-þurfta á borð við
vatn, brauð,
mjólk, eldsneyti
og lánsfé er enn
auðveldara og
fljótlegra um
góða ávöxtun ef
viðskiptavin-
urinn hefur ekk-
ert val um ódýr-
ari eða aðra
vöru.‘
Höfundur er rithöfundur.