Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HVAÐ SAGÐIRÐU, HEIÐA? HATARÐU MIG AF ÖLLU HJARTA? ÞAÐ HLJÓMAR EKKI VEL ÞAÐ FER EFTIR ÞVÍ HVERSU STÓRT HJARTA HÚN ER MEÐ ÉG MUNDI ALDREI STELA! HVERNIG EIGA ÞAU AÐ VITA ÞAÐ? HJÁLPI MÉR! VIÐ HVERJU BÝSTU? BÓKASÖFN ERU LÍKA MANNLEG! ÞAU HALDA EFLAUST AÐ ÞÚ HAFIR STOLIÐ BÓKINNI EF ÞÚ VILT AÐ MAÐURINN ÞINN GERI EITTHVAÐ FYRIR ÞIG ÞÁ SKALTU EKKI NAUÐA Í HONUM ÞAÐ VIRKAR MUN BETUR AÐ NEITA HONUM UM MAT ALLT Í LAGI! ALLT Í LAGI! ÉG SKAL MÁLA ÞAKIÐ! ÞVÍ MIÐUR ÞÁ ER ÖLLUM SAMA UM VIÐHORF ÞÍN TIL FORELDRAHLUTVERKSINS. ÞAÐ SEM VIÐ VILJUM VITA ER HVERNIG ÞÚ ERT INNRÆTTUR VIÐ VILJUM KOMAST AÐ ÞVÍ HVORT ÞÚ HAFIR SAGT EITTHVAÐ EÐA GER EITTHVAÐ SEM MUNDI DRAGA ÚR TRÚVERÐUGLEIKA ÞÍNUM Í FRAMTÍÐINNI VIÐ SKULUM SKOÐA GÖMLU ÁRBÓKINA ÞINA ERT ÞETTA ÞÚ Á NÆR- BUXUNUM MEÐ BJÓRGLASIÐ? KOMDU MEÐ ÞETTA! FÆRÐU ÞIG GRÍMUR, ÉG ÆTLA AÐ FÁ MÉR SÆTI NEI, ÉG ÞARF EKKERT AÐ FÆRA MIG STUNDUM LÍÐUR MÉR EINS OG ÉG SÉ HUNDURINN HENNAR VISSIRÐU AÐ ÉG VAR EITT SINN DÆMDUR JÁ, EN ÞÚ VARST NÁÐAÐUR OG ER NÚ FRJÁLS NEI ÉG ER ENNÞÁ FANGI... ...EINMANA- LEIKANS ÉG FANN LEIÐ TIL AÐ KOMA MÉR Í MJÚKINN HJÁ RITARANUM JÁ? HÚN HEFUR GAMAN AÐ ÍÞRÓTTUM SVO ÉG KEYPTI MIÐA Á ÚRSLITALEIKINN HANDA HENNI, AF EBAY HVAÐ KOSTUÐU ÞEIR? ÞEIR VORU ÓDÝRIR ÞESSIR MIÐAR ERU Á ÞREFÖLDU VERÐI! ÓDÝRARI ENN AÐ STOFNA NÝJA STOFU! Dagbók Í dag er þriðjudagur 30. maí, 150. dagur ársins 2006 Víkverji skammaðistjórnmálaflokk- ana í Reykjavík sl. föstudag fyrir að vilja ekki taka nógu hart á sóðaskapnum í borg- inni. Víkverji hefur fengið óvenjulega miklar þakkir frá les- endum fyrir þessa brýningu sína til flokkanna. x x x Þannig skrifar t.d.Matthías Matthíasson, íbúi í Grafarholtshverfi í Reykjavík, í tölvupósti til Víkverja: „Kæri Víkverji. Ég er þér svo hjart- anlega sammála í skrifunum í dag og fyrir nokkru síðan varðandi sóða- skapinn í Reykjavík. Það er furðu- legt áhugaleysi eða kjarkleysi hjá frambjóðendum stjórnmálaflokk- anna í borginni að taka ekki á þessu máli. Það eina sem dugar er að sekta fólk með upphæðum, sem koma verulega við pyngjuna, verði það uppvíst að því að henda rusli á al- mannafæri. Við hjónin ókum fyrir nokkrum árum frá San Francisco til LA, þar voru skilti við veginn sem minntu fólk á $10.000 sekt fyrir sóðaskap. Það var líka einstaklega þrifalegt alla þessa fallegu leið! Sama á við um Singa- pore, mjög þrifaleg borg, þökk sé ströng- um reglum og háum sektum.“ x x x Sem stendur gildaekki strangar reglur um umgengni í Reykjavík og enginn er sektaður fyrir að henda rusli. Víkverji er hins vegar ekki frá því að aldrei þessu vant hafi verið hlustað á tuðið í honum. A.m.k. fannst honum nýr og herskárri tónn í Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, nýbök- uðum borgarstjóra, í beinni útsend- ingu í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi. Hann sagði þar: „Við verðum að fara að hreinsa borgina, gólfið í borginni. Það er alltof mikill sóðaskapur og frágangur opinna svæða, sem borgin ber ábyrgð á, er ekki til sóma fyrir borgaryfirvöld. Þarna ætlum við að gera átak.“ x x x Víkverji ætlar að halda nýja borg-arstjóranum við efnið í þessu máli. Það þarf að hreinsa upp ruslið í Reykjavík til að fólki geti liðið vel í borginni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Uppboð | Safnvörðurinn fylgist grannt með þegar mynd er smellt af þessum forláta vasa, en hann var gerður fyrir rúmlega 170 árum, árið 1835, í Rúss- landi. Vasinn er úr postulíni og frá tímum Nikulásar fyrsta. Verður hann boðinn upp ásamt öðrum vasa á uppboði í London í vikunni og er gert ráð fyrir að þeir seljist á 1,2–1,8 milljónir punda, eða einhvers staðar á bilinu 160–250 milljónir króna. Er því ekki furða að eftirlit með honum sé í strangara lagi. AP Vasi á annað hundrað millj. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3, 21.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.