Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 26
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddvitisjálfstæðismanna í Reykjavík,verður næsti borgarstjóriReykjavíkur. Sjálfstæðismenn
og framsóknarmenn komust að samkomu-
lagi í gær, eftir stuttar formlegar viðræður,
um myndun nýs meirihluta í borginni.
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsóknar-
manna í Reykjavík, verður formaður borg-
arráðs.
Vilhjálmur og Björn Ingi kynntu sam-
starfið á blaðamannafundi sem haldinn var
fyrir utan heimili Vilhjálms í Breiðholtinu
um fimmleytið í gær. Þar voru einnig borg-
arfulltrúar og frambjóðendur sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna.
„Okkar málefnaskrá grundvallast á mjög
metnaðarfullri framtíðarsýn fyrir Reykja-
vík, þar sem tekið er á brýnustu hagsmuna-
málum Reykvíkinga á sviði málefna eldri
borgara, fjölskyldumála, skipulags-, sam-
göngu- og lóðamála,“ sagði Vilhjálmur.
„Það ríkir mjög gott traust á milli okkar og
það er enginn ágreiningur. Við erum sam-
mála um það sem þarf að gera og við ætlum
að vera dugleg, við ætlum að framkvæma
og auka lífsgæðin í borginni á næstu árum.“
Hann sagðist vona að borgarbúar gætu
treyst því að nú væri að hefjast nýr tími í
Reykjavík.
Þegar Björn Ingi og Vilhjálmur voru
spurðir hvort ekki hefði þurft að jafna nein
ágreiningsatriði þeirra á milli voru þeir
báðir á því að svo hefði alls ekki verið. Björn
Ingi bætti því við að fjölskyldumál, málefni
eldri borgara, skipulagsmál og athafna-
stjórnmál hefðu verið gegnumgangandi at-
riði í kosningabaráttu beggja flokka.
Björn Ingi sagði sömuleiðis að sér sýnd-
ist sem margt í málefnaskrám beggja flokk-
anna færi vel saman. „Við viljum athafnir í
stað of mikilla funda og of mikils skrifræðis.
Ég held að borgarbúar séu þeirrar skoð-
unar líka.“ Hann sagði síðar að mikil já-
kvæðni hefði einkennt viðræður þessa
flokka og bætti við: „Við erum bjartsýnir og
viljum hefjast þegar handa.“
Vantaði traust í viðræðunum
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær
hófust viðræður milli sjálfstæðismanna og
fulltrúa Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík
eftir hádegi í fyrradag um meirihlutasam-
starf í borginni. Vilhjálmur sagði við frétta-
menn í gær að þær viðræður hefðu verið
óformlegar. Hann hefði einnig verið í sam-
bandi við aðra flokka. Fulltrúar sjálfstæð-
ismanna og frjálslyndra funduðu tvisvar í
fyrradag og til stóð að halda fund í gær.
Fyrir þann fund hittust efstu menn á
lista frjálslyndra og óháðra, þar sem farið
var yfir viðræðurnar og þær undirbúnar.
Ólafur F. Magnússon, oddviti frjálslyndra,
segir að Vilhjálmur hafi hringt í sig klukku-
tíma eftir boðaðan fundartíma og slitið við-
ræðunum. Kom það fulltrúum frjálslyndra
mjög á óvart.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafði í raun ekki reynt mikið á málefna-
ágreining milli flokkanna þegar þarna var
komið við sögu. Sjálfstæðismenn töldu hins
vegar að í viðræðunum hefði ekki skapast
það traust á milli manna sem nauðsynlegt
væri. Meðal annars tóku þeir því ekki vel að
Ólafur skyldi upplýsa fjölmiðla um tíma og
staðsetningu funda þeirra.
Vilhjálmur sagði m.a. við fjölmiðla í gær
um ástæður viðræðuslitanna að ekki hefði
verið mikill áhugi hjá sínu fólki til að mynda
meirihluta með frjálslyndum. „Það fannst
ekki nægilega mikill samhljómur,“ sagði
Vilhjálmur ennfremur við fréttamenn í gær
og bætti við: „Það er mjög mikilvægt, þegar
verið er að mynda nýjan meirihluta, að þar
ríki fullt og gagnkvæmt traust og áhugi til
að ráðast í framkvæmdir og vinna vel sam-
an. Ég treysti Birni Inga fullkomlega til að
standa með mér í því.“
Ólafur F. Magnússon sagði m.a. við fjöl-
miðla í gær að hann velti því fyrir sér hvort
viðræðurnar við frjálslynda hefðu verið
sýndarviðræður og að engin alvara hefði
verið að baki þeim. Vilhjálmur vísaði þessu
á bug. „Menn verða að átta sig á því að í
svona ferli, þar sem eru fimm flokkar, verða
menn að tala saman,“ sagði hann og lagði
áherslu á að viðræðurnar við frjálslynda
hefðu verið óformlegar. „Hins vegar var
greinilegt að fjölmiðlar fylgdust mjög vel
með þessum fundum, mér er ókunnugt um
það hvernig þeir vissu svona nákvæmar
tímasetningar á þessum fundum.“
Fram kom í máli Vilhjálms að hann hefði
rætt við fulltrúa allra framboðanna í
Reykjavík, utan Samfylkingarinnar, eftir
kosningarnar. „Ég hef rætt við Vinstri
græna og ég ræddi við Björn Inga í
gærmorgun [í fyrradag].“ Hann sagði
aðspurður að viðræður við framsóknar-
menn hefðu hafist fyrir alvöru eftir að við-
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verður borgarst
„Það ríkir mjög
okkar og það er e
Að loknum fundi á heimili Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í G
stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, og Eggert Skúlason
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Þetta er búinn að vera ótrúlegurdagur, ég segi ekki annað,“ sagðiÓlafur F. Magnússon, oddviti F-listans, frjálslyndra og óháðra í
Reykjavík, í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi. „Atburðarásin hefur verið svo
hröð að maður er ekki búinn að átta sig á
þessu öllu. Spennufallið er mikið.“
Hann sagði að það væri þó viss léttir að
niðurstaða væri komin í stöðuna í Reykja-
vík. Fulltrúar F-listans funduðu með sjálf-
stæðismönnum í fyrradag um mögulegt
meirihlutasamstarf. Þá var fundur fyr-
irhugaður í gær. Viðræðunum var hins veg-
ar slitið af hálfu sjálfstæðismanna. Það
kom Ólafi mjög á óvart. „Því miður tel ég
að viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn hafi
verið sviðsettar [af þeirra hálfu] til að
tryggja að aðrar viðræður færu ekki fram á
meðan milli flokkanna fjögurra,“ segir
hann og vísar þar til viðræðna milli fram-
boða F-listans í Reykjavík, Vinstri grænna,
Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks-
ins.
Fulltrúar þessara fjögurra flokka fund-
uðu snemma á sunnudag, daginn eftir
kosninganóttina, og hefur m.a. verið haft
eftir Svandísi Svavarsdóttur, oddvita
Vinstri grænna í Reykjavík, og Birni Inga
Hrafnssyni, oddvita framsóknarmanna í
Reykjavík, að Ólafur hafi yfirgefið fundinn
í hádegishléi, ekki komið aftur, heldur hafið
viðræður við sjálfstæðismenn.
Ólafur segir ekki rétt að hann hafi stung-
ið af í matarhléi. Hann segir að það hafi leg-
ið fyrir eftir þreifingar flokkanna fjögurra
að oddvitar þeirra myndu kanna baklandið.
„Og mitt bakland talaði skýrt. Það bar ekki
traust til framsóknarmanna og vildi kanna
betur hug sjálfstæðismanna.“
Ólafur segir
brugðið eftir a
ið viðræðunum
„Ótrúlegur dagur“
Ólafur F. M
ljóst varð a
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
NÝR MEIRIHLUTI
Í REYKJAVÍK
Í gær var myndaður nýr meiri-hluti sjálfstæðismanna ogframsóknarmanna í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Þar með er
lokið 12 ára vinstri stjórn í höf-
uðborginni og Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur endurheimt borgar-
stjórastólinn, þótt hann hafi ekki
endurheimt meirihluta sinn í borg-
arstjórn.
Eins og við mátti búast tók það
ekki langan tíma fyrir þá Vilhjálm
Þ. Vilhjálmsson og Björn Inga
Hrafnsson að semja um nýjan
meirihluta eftir að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði slitið viðræðum
við Frjálslynda. Öðrum megin við
samningaborðið sat æfður stjórn-
málamaður með aldarfjórðungs
reynslu í borgarmálum. Hinum
megin sat gott efni í æfðan stjórn-
málamann.
Viðræðuslitin við Frjálslynda
kunna að leiða til þess að dráttur
verði á alvöru viðræðum á milli for-
ystumanna Sjálfstæðisflokks og
Frjálslyndra um sameiningu eða
samstarf. En smátt og smátt
gleymast þau sárindi og veruleiki
stjórnmálanna tekur við.
Ef marka má viðbrögð Svandísar
Svavarsdóttur hefur þessi niður-
staða orðið nokkurt áfall fyrir
Vinstri græna. En getur ekki verið
að þeir hefðu átt að stökkva í stað
þess að hrökkva, þegar tækifærið
bauðst?
Samstarfi Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks í borgarstjórn
fylgja ýmis vandkvæði fyrir báða
flokka. Innan Framsóknarflokks-
ins er sú skoðun útbreidd að lang-
vinnt stjórnarsamstarf með Sjálf-
stæðisflokki í ríkisstjórn hafi leitt
til alvarlegra vandamála fyrir
Framsóknarflokkinn. Að minni
flokkar verði illa úti í samstarfi við
stóra flokkinn. Það hefur ekki ver-
ið sýnt fram á það með rökum að
þessi kenning standist. Og auðvit-
að er ljóst, að þátttaka í nýjum
meirihluta í borgarstjórn þýðir, að
Framsóknarflokkurinn heldur
sterkri vígstöðu í borgarmálum,
sem ætti að styrkja stöðu flokksins
í Reykjavíkurkjördæmunum báð-
um, ef rétt er á haldið.
Frá sjónarhóli sjálfstæðismanna
má segja, að samstarfi við Fram-
sóknarflokkinn í borgarstjórn fylgi
ekki mikill ferskleiki eftir að sömu
flokkar hafa starfað saman í rík-
isstjórn frá vorinu 1995.
Hins vegar er ljóst að samstarf
þessara tveggja flokka í borgar-
stjórn þýðir meiri stöðugleika en ef
samið hefði verið við Frjálslynda
flokkinn.
Með því er ekki sagt að sá flokk-
ur hefði ekki orðið traustur sam-
starfsaðili en kannski litríkari ef
svo má að orði komast.
Það er ástæða til að óska Vil-
hjálmi Þ. Vilhjálmssyni til ham-
ingju með borgarstjóraembættið,
sem samið hefur verið um, þótt
hann hafi ekki tekið formlega við
því. Hann hefur unnið til þess með
þrotlausu starfi í þágu borgarbúa
frá árinu 1982. Vilhjálmur hefur
áður komið til greina, sem borg-
arstjóri. Það var árið 1991, þegar
Davíð Oddsson lét af því starfi, og
tók við embætti forsætisráðherra.
Af því varð ekki þá. Sjálfur svaraði
Vilhjálmur spurningu fréttamanna
í gær um það hvers konar borg-
arstjóri hann yrði með því að segja
að hann yrði gamli, góði, hæverski
Villi og yrði góður borgarstjóri.
Sennilega eiga þessi orð eftir að
lýsa borgarstjóraferli hans betur
en nokkuð annað, sem hann hefur
sagt og aðrir hafa sagt. Hann hefur
alla tíð verið stjórnmálamaður,
sem hefur verið óþreytandi við að
tala við fólkið í borginni og leysa úr
vandamálum þess, hvort sem hann
hefur verið í meirihluta eða minni-
hluta. Hinn nýi borgarstjóri verður
ekki með neina stjörnustæla. Hann
verður borgarstjóri fólksins.
Gera má ráð fyrir að flugvallar-
málið verði eitt stærsta viðfangs-
efni borgarstjórnar á nýju kjör-
tímabili. Það verður erfitt
úrlausnarefni. Innan Sjálfstæðis-
flokksins eru þær skoðanir uppi, að
flokkurinn hefði endurheimt meiri-
hluta sinn í Reykjavík ef hann
hefði snúizt gegn brottflutningi
Reykjavíkurflugvallar.
Sundabrautin verður annað stórt
verkefni borgarstjórnar á nýju
kjörtímabili og í því sambandi eru
sjónarmið Jóns Rögnvaldssonar
vegamálastjóra óneitanlega athygl-
isverð, að hin mikla uppbygging
sem fyrirhuguð er við Úlfarsfell
valdi því að önnur vandamál í vega-
samgöngum verði mikilvægari úr-
lausnarefni en Sundabrautin.
Þá má gera ráð fyrir að framtíð
Landsvirkjunar verði á dagskrá
borgarstjórnar á nýju kjörtímabili
og augljóslega auðveldari úrlausn-
ar en ef meirihlutinn hefði verið
skipaður með öðrum hætti.
En þrátt fyrir þessi stóru mál er
ástæða til að minna hinn nýja
borgarstjórnarmeirihluta á, að
ekki má láta undan síga í mikil-
vægum félagslegum málum í borg-
inni. Þannig skiptir máli að nýi
meirihlutinn tryggi gjaldfrjálsa
leikskóla sem allra fyrst. Og hinn
nýi borgarstjóri, sem hefur mikla
þekkingu á málefnum aldraðra,
hlýtur að beita sér sérstaklega fyr-
ir þeim og sérfræðingur Fram-
sóknarflokksins í fjölskyldumálum
hlýtur að beita sér mjög í mála-
flokkum, sem snúa að fjölskyldun-
um í borginni.
Sú var tíðin, að Sjálfstæðisflokk-
urinn í Reykjavík hafði forystu um
mestu byltingu, sem framkvæmd
hefur verið í félagslegri þjónustu
borgarinnar. Nú ætti það að verða
metnaðarmál hins nýja meirihluta
að útrýma fátækt í borginni á
næstu fjórum árum. Með því út-
rýma þeir fátækt á Íslandi vegna
þess að yfirgnæfandi meirihluti fá-
tæka fólksins á Íslandi býr í
Reykjavík.
„ÉG verð m
sagði Vilhjá
viti sjálfstæ
blaðamenn
hvernig bor
verð áfram
– bara hæve
Vilhjálmu
lögfræðingu
verið borga
árinu 1982 o
lenskra sve
Sambýlisko
jánsdóttir.
„Ég v
þess
Vilhjálmur
sambýlisko
jánsdóttur
dóttur, ömm