Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ERLEND orð fara lævíslega inn í tungutak Íslendinga ef ekki er hafður varinn á. Aðallega á þetta við um enska tungu. Við þekkjum slaginn á löngum tíma milli þyrlu og helikopters, radíós og útvarps, sjónvarps og TV, myndbands og video svo nokkuð sé nefnt en alltaf hefur ís- lenski tónninn sigrað til heilla íslenskri tungu. Það er skylda okkar Íslendinga að vera vel á verði í mál- vöndun og málrækt, því hvað sem öðru líð- ur þá er íslensk tunga lykillinn að framtíð sjálfstæðrar íslenskrar þjóðar í frjálsu og sjálfstæðu landi. Ekkert er sjálfgefið í þessum efnum og nógir munu enn verða til þess að slaka á klónni og tapa þar með stöðu sem skiptir máli. Á fáum ár- um hefur bæði latmæli og óskýrt tungutak vaðið inn í ljósvakafjöl- miðlana svo nístir í eyrum. Von- andi hefja menn metnað í þessum efnum til vegs og virðingar jafnvel þótt lenska í fjölmiðlum sé frekar í þá átt að selja frétt í stað þess að segja frétt. Eitt enskt vörumerki á vinsælu tæki veður nú inn í íslenska tungu ótrúlega óheft. Það er enska vöru- merkið iPod sem sumir skrifa reyndar einnig Ipod. iPod er vöru- merki eins og til dæmis Philips eða Sony, en það eru margar teg- undir af tækjum sem skila sömu möguleikum og iPod. Þessi nútímaraf- magnstæki eru hlaðin tónlist og tali og reyndar myndum og kvikmyndum í nýj- ustu útgáfunum, en vinsælust eru þau með tónlist eingöngu. Fyrir skömmu birti Morgunblaðið þriggja dálka frétt á baksíðu með þessu erlenda orði og notaði það vit- laust vegna þess að það var verið að tala almennt um þessa tækni en ekki einstaka vörumerki. Morgunblaðið hefur löngum verið mikið málvöndunarblað og það sýnir að öllu jöfnu mikinn metnað fyrir hönd íslenskrar tungu. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og hin kvenlegu tök blaðsins í efnisvali um nokkurt skeið hafa veikt málvöndun og markvissan stíl Morgunblaðsins, líklega vegna þess að með hinum kvenlegu tök- um flæðir meira en ella af ýmsu tískuhjali sem flýtur oft á púðum slöraðs máls. Í Morgunblaðinu 15. maí sl. var grein um opnun Landnámsseturs í Borgarnesi. Þar sagði í mynda- texta að nafngreind kona á myndinni væri að leiðbeina feðg- um um notkun hljóðleiðsagnar á iPod-tæki, er þeir hlustuðu saman á barnaleiðsögu um Egils sögu. Það er grátlegt að horfa upp á þetta stílleysi í gamla góða Mogga. Líklega er engin formleg þýðing til á þeirri tækni sem til að mynda iPod byggist á, en það er til afbragðsorð sem byggist á hefð íslenskrar tungu, orðið tónhlaða, tæki sem hlaðið er tónum. Nærtækast um samsvarandi orð er rafhlaða. Góðu Moggamenn takið tónhlöðuna upp á ykkar arma, því þá nær orðið festu í ís- lensku og enska vörumerkið, sem virkar eins og aðskotahlutur í ís- lensku ritmáli, hverfur á vit feðra sinna. Takið upp orðið „tónhlöðu“ í stað iPod, góðu Moggamenn Árni Johnsen skrifar um að íslenska iPod-tæknina í ís- lenska orðið tónhlaða ’… hin kvenlegu tökblaðsins í efnisvali um nokkurt skeið hafa veikt málvöndun og markviss- an stíl Morgunblaðs- ins …‘ Árni Johnsen Höfundur er kennari að mennt, blaða- maður og stjórnmálamaður. SENDINEFND frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum (IMF) í Wash- ington D.C. heimsótti Ísland frá 8.–15. maí til viðræðna við stjórn- völd um ástand og horfur í efnahags- málum. Við lestur formlegrar umsagnar sendinefndarinnar dags. 15. maí, sem birt var á vefsíðu Seðlabanka Íslands, vakti eftirfarandi málsgrein um „fjár- málakerfið“ sérstaka athygli undirritaðs – í lauslegri þýðingu Seðlabanka: „Fjármálakerfið virðist traust en vinna þarf áfram að því að draga úr veikleikum þess. Efnahagsreikn- ingur íslenskra banka hefur þanist ótrúlega mikið út bæði heima og erlendis. Á alþjóðamörkuðum eru áhyggjur af því að þessi hraði vöxtur hafi dregið fram veik- leika í íslenska fjár- málakerfinu sem gætu grafið und- an heilbrigði þess á meðan hagkerfið leitar jafnvægis á ný. Mögulegir veikleikar eru umtals- verð endurfjármögnunarþörf, gæði útlána, úthaldsgeta bankanna á innlendum húsnæðislánamarkaði og krosseignarhald á hlutafé.“ Umsögn sendinefndar IMF um útþenslu efnahagsreiknings ís- lenzkra banka á nýliðinni tíð var reyndar ívið harðari en hér kemur fram: „The balance sheets of Icelandic banks have been growing at a staggering pace, both at home and abroad.“ Í orðabókum er lýs- ingarorðið „stagger- ing“ sagt merkja: gífurlegur, ískyggileg- ur, sláandi, yfirþyrm- andi, stórkostlegur. Sá skilningur er einnig lagður í orðið á heima- slóðum IMF, sbr. fyr- irsögn leiðara Wash- ington Post 31. ág. sl. um einar hrikalegustu náttúruhamfarir sem gengið hafa yfir Bandaríki Norður- Ameríku: „Katrina’s Staggering Blow“. Undirritaður starf- aði sem hagfræðingur hjá IMF um nær ald- arfjórðungsskeið, en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hagfræðinga IMF nota jafn sterkt orð og „staggering“ til þess að lýsa útlánaþenslu við- skiptabanka í aðildarríki. Skv. leikreglum þar á bæ er oft ritað og lesið milli lína það sem segja þarf. Það fer því ekki fram hjá neinum í IMF hvað sendinefndinni finnst um verðbólguhorfur á Ís- landi – þær eru „staggering“. Hvar liggur ábyrgðin? Í lögum um Seðlabanka Íslands 2001 nr. 36 22. maí, segir m.a.: 3. gr. Meginmarkmið Seðla- banka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabank- anum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. 11. gr. Seðlabanka Íslands er heimilt að ákveða að lánastofnanir skuli eiga fé á bundnum reikningi í bank- anum. 13. gr. Seðlabanka Íslands er heimilt að setja lánastofnunum reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Í slík- um jöfnuði skal auk gengisbund- inna eigna og skulda telja skuld- bindingar og kröfur sem tengdar eru erlendum gjaldmiðlum utan efnahags, svo sem framvirka samninga og valréttarsamninga. Samkvæmt 3. gr. hefur Seðla- banki Íslands, með samþykki for- sætisráðherra, sett sér það meg- inmarkmið að verðbólga fari ekki fram úr 2,5% á ársgrundvelli. Skv. 11. og 13. gr. getur Seðla- banki Íslands sett lánastofnunum leikreglur, sem myndu fyrirbyggja það, sem nú blasir við – að hrika- leg útlánaþensla þeirra kollvarpi viðleitni seðlabanka til þess að tryggja framgang meginmarkmiðs hans. Umsögn sendinefndar IMF verður aðeins skilin á einn veg: Fyrrverandi og núverandi yf- irstjórn Seðlabanka Íslands ber ekki skynbragð á faglega stjórn peningamála. Það er því dæmigert um vinnu- brögð Seðlabanka Íslands að hann er þessa dagana að keyra stýri- vexti upp úr öllu valdi, en lætur undir höfuð leggjast að beita þeim stjórntækjum sem eru hendi næst og myndu duga – bindiskyldu skv. 11. gr. laga um Seðlabanka Ís- lands og ákvæðum um gjald- eyrisjöfnuð lánastofnana skv. 13. gr. Þetta er verra en grunnfærni – þetta er atlaga að almannahag. Hvar liggur ábyrgðin? Gunnar Tómasson skrifar um stjórn peningamála á Íslandi ’Það fer því ekkifram hjá neinum í IMF hvað sendinefndinni finnst um verð- bólguhorfur á Íslandi …‘ Höfundur er hagfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi. Gunnar Tómasson Í GÆR, sunnudaginn 29. maí, birtist í Morgunblaðinu grein eftir Hauk Þorvaldsson, sem hann nefn- ir: „Starfsemi Krabbameinsfélags Íslands.“ Þar sem í stóryrtri greininni gætir veigamikillar vanþekkingar og rangtúlkunar um ýmsa þætti í starf- semi félagsins og reynt er að vekja vantrú lesenda blaðs- ins á verkefnum og meðferð fjármuna frá þjóðinni, sé ég mig knúinn til að biðja Morgunblaðið að birta þessa athugasemd. Greinarhöfundur hefur áður ritað greinar í Morgunblaðið þar sem hann gerir að umræðuefni mis- munun á greiðslum fólks, sem leitar sér læknishjálpar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi (LSH), eftir því um hvaða sjúkdóma er að ræða og í sumum tilfellum eftir því, hvar á spítalanum þjónustan er veitt. Hann hefur beint máli sínu til stjórnenda spítalans og einnig ný- lega til ráðherra heilbrigðismála. Í grein sinni í Morgunblaðinu í gær kvartar höfundur undan því að Krabbameinsfélag Íslands sinni ekki nægilega vel hagsmunagæzlu fyrir krabbameinsgreinda á LSH og rökstyður það með fléttuskýr- ingum, sem eiga við engin rök að styðjast. Samstarf KÍ við heilbrigð- isyfirvöld og heilbrigðisstofnanir á Íslandi, þar á meðal við LSH, er og hefur alla tíð verið mjög gott. Því get ég hvorki fyrir mína hönd né stjórnar KÍ setið undir orðalagi greinarhöfundar þar sem segir: „Vina- samfélagið svínvirkar fyrir yfirstjórn LSH þannig að ekki heyrist múkk frá KÍ til að bæta aðstöðu okkar hóps inn- an LSH.“ Síðar í greininni er rætt um forvarnastarf krabbameinsfélaganna, sem um áratuga skeið hefur einkum beinzt gegn tóbaksnotkun með þeim ár- angri að verulega hefur dregið úr reykingum og sjúkdómum þeim tengdum á Íslandi. Höfundur segir orðrétt: „Þessi fræðslustarfsemi KÍ hefur stundum vakið hjá mér þá til- finningu að KÍ sé uppsigað við tób- aksinnflytjendur í þessu landi. Kannski hafa þeir ekki viljað styrkja KÍ.“ KÍ er líknarfélag, sem berst fyrir betri heilsu og bættum lífsgæðum landsmanna og nýtur til þess stuðnings frá einstaklingum og fyrirtækjum. Mér vitanlega hef- ur KÍ ekki leitað eftir styrkjum frá tóbaksinnflytjendum. Og enn segir: „Krabbameinsgreindur lungnasjúk- lingur fær það beint framan í and- litið að hann sé allt að því ekki þess verður að fá meðferð. Ég veit dæmi þess að þetta hefur valdið sjúkling- um mikilli vanlíðan. En svona er fræðslustarf KÍ.“ Viti greinarhöf- undur um framkomu lækna við sjúklinga eins og hann lýsir hér, þá bið ég hann vinsamlegast að koma kvörtunum þar um til yfirmanna á þeirri stofnun, sem atvikið átti sér stað til að unnt sé að taka á málinu á viðeigandi hátt. Að öðrum kosti liggja saklausir undir grun. Í niðurlagi greinarinnar reynir höfundur að sá fræjum vantrúar á meðferð fjármuna hjá KÍ. Aðdrótt- anir um slíkt eru alvarlegar og ærumeiðandi og geta varðað við lög. Það er þó trú mín að það sé ekki ætlun greinarhöfundar. Efn- istökin koma á óvart þar sem höf- undur rekur, í upphafi grein- arinnar, réttilega markmið KÍ, sem tilgreind eru í lögum þess. Stjórn- endur og starfsmenn KÍ og aðild- arfélaga þess hafa frá upphafi starfað samkvæmt þessum mark- miðum og notið til þess stuðnings þjóðarinnar, hvenær sem eftir hon- um hefur verið leitað og einnig stjórnvalda á hverjum tíma. Árangur af starfsemi KÍ og að- ildarfélaga þess er víða sýnilegur í þjóðfélaginu. Má þar nefna skipu- lagða leit að leghálskrabbameini og brjóstkrabbameini á fyrstu stigum, sem hefur ásamt bættri meðferð leitt til þess að batahorfur kvenna, sem greinast með þessa sjúkdóma á Íslandi, er með því bezta, sem þekkist. KÍ hefur séð um rekstur krabbameinsskrár frá árinu 1954 og er hún ein hin vandaðasta, sem til er. KÍ hefur í tvo áratugi rekið Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, sem er þekkt fyrir góð vísindi langt út fyrir landstein- ana en þar er unnið úr íslenzkum efnivið. Í tengslum við rann- sóknastofuna er öflugt samstarf við Háskóla Íslands, sem skilað hefur mörgum nemum með BS-, MS- og doktorsgráður. Jafnlengi hefur KÍ rekið Heimahlynningu, sem var brautryðjendaverkefni og hefur ný- verið flutzt á LSH. Innan vébanda KÍ eru 23 svæða- félög og alls 17 „stuðningshópar“ einstaklinga, sem greinzt hafa með krabbamein og fjölskyldna þeirra. Starfsemin byggist að miklu leyti á sjálfboðastarfi, og er drifin áfram af áhuga og fórnfýsi. KÍ hefur í samvinnu við aðra keypt átta vel útbúnar íbúðir í næsta nágrenni við LSH þar sem fólk af landsbyggð- inni getur dvalið meðan það leitar sér lækninga í Reykjavík, vegna krabbameins. KÍ kemur að rekstri sjö þjónustumiðstöðva á lands- byggðinni þar sem svæðafélögin halda úti þjónustu og ráðgjöf fyrir landsmenn. Þá má enn minna á út- gáfustarfsemi og heimasíðu KÍ og auk þess viðamikið fræðslu- og for- varnastarf, sem um langt skeið var unnið í samvinnu við skólana í land- inu og síðar Tóbaksvarnanefnd og nú síðast Lýðheilsustöð. Uppbyggileg gagnrýni og aðhald er af hinu góða og leyfi ég mér að vona að slíkur hafi verið tilgangur Hauks Þorvaldssonar. Þar sem hann hefur gefið til kynna áhuga á starfsemi KÍ þá hafa stjórnendur félagsins boðið honum að heim- sækja félagið í Skógarhlíð 8, í húsið sem þjóðin gaf, til að kynna sér af eigin raun starfsemina, sem þar fer fram. Árangur af starfsemi Krabba- meinsfélagsins er víða sýnilegur Sigurður Björnsson gerir athugasemdir við grein Hauks Þorvaldssonar ’Uppbyggileg gagnrýniog aðhald er af hinu góða og leyfi ég mér að vona að slíkur hafi verið til- gangur Hauks Þorvalds- sonar.‘ Sigurður Björnsson Höfundur er formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands og jafn- framt yfirlæknir í lyflækningum krabbameina á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.