Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 21
MINNSTAÐUR
KÆRAR ÞAKKIR
Sjálfstæðisflokkurinn þakkar kjósendum um land allt fyrir góðan stuðning
í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Jafnframt er þúsundum flokksmanna,
sjálfboðaliðum og öðrum stuðningsmönnum sem tóku þátt í kosningastarfinu
færðar bestu þakkir.
Garður | Oddný G.
Harðardóttir, deild-
arstjóri í mennta-
málaráðuneytinu,
tekur við starfi bæj-
arstjóra í Sveitarfé-
laginu Garði eftir
fyrsta bæjarstjórnar-
fund sem haldinn
verður í byrjun júní.
Hún var efst á lista
og bæjarstjóraefni
E-lista Nýrra tíma
sem fékk meirihluta
atkvæða við kosning-
arnar um helgina.
E-listinn er þverpóli-
tískt framboð með
konur í meirihluta og nú eru konur
í meirihluta bæjarstjórnar, vænt-
anlega í fyrsta skipti í sögu Garðs-
ins.
F-listi framfarasinnaðra kjós-
enda hefur haft meirihluta í bæj-
arstjórn Sveitarfélagsins Garðs og
áður Gerðahrepps í átta ár og áður
áttu þeir menn sem standa að
framboðinu aðild að H-listanum
sem lengi fór með völd í Garði.
Sigurður Jónsson var bæjarstjóra-
efni F-listans en hann hefur haft
starfið með höndum í sextán ár.
Umræður um stofnun nýs fram-
boðs í Garðinum hófust meðal
nokkurra kvenna sem komu saman
yfir kaffibolla. Oddný segir að
upphaflega hafi þær verið að
hugsa um kvennafram-
boð. Síðan hafi I-list-
inn sem var í minni-
hluta í bæjarstjórn
óskað eftir því að fá að
taka þátt og H-listinn,
hinn minnihlutaflokk-
urinn, ákveðið að bjóða
ekki fram. Einstakling-
ar úr þessum framboð-
um og einnig frá
F-listanum hafi gengið
til liðs við E-listann.
„Fólk mun fyrst og
fremst sjá vönduð og
fagleg vinnubrögð,“
segir Oddný þegar hún
er spurð að því hvernig
íbúarnir verði varir við nýja vald-
hafa þegar þar að kemur. Hún
segir að þessum vinnubrögðum
verði beitt við setningu verkefna-
skrár fyrir næstu fjögur ár og að-
gerðaáætlunar fyrir hvert mál.
Garðmaður í húð og hár
Oddný Harðardóttir er 49 ára,
Garðmaður í húð og hár. Hún
starfaði sem aðstoðarskólameistari
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Keflavík frá árinu 1994 þar til hún
tók við starfi deildarstjóra í
menntamálaráðuneytinu á árinu
2003. Raunar leysti hún skóla-
meistara Fjölbrautaskólans af á
síðasta ári, þegar hann var í náms-
leyfi erlendis.
Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir verður
bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði
Konur taka við
stjórn bæjarmála
SUÐURNES
Ekki
sendar of
snemma
heim
KONUM sem hafa þurft að
liggja fæðingarleguna þurfa
ekki að fara heim, nema þeim
sé tryggð heimaþjónusta.
Kemur það fram hjá Álfheiði
Árnadóttur, deildarstjóra með-
göngudeildar á kvennadeild
Landspítala – háskólasjúkra-
húss.
Hópur íbúa í Reykjanesbæ
hefur mótmælt lokun fæðing-
ardeildar Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja í Keflavík í sumar.
Fram kom hjá þremur þung-
uðum konum sem áætlað er að
eigi börn sín á lokunartíman-
um að þær ættu ekki kost á
heimaþjónustu eftir fæðingu í
sínum heimabæ og óttuðust
því að vera sendar heim af
fæðingardeildinni í Reykjavík
innan sólarhrings frá fæðingu,
eins og þar er algengt.
Hafa ráðið við álagið
Sá ótti virðist vera ástæðu-
laus, að því er fram kemur hjá
Álfheiði. Hún segir vissulega
slæmt að fæðingardeildin í
Keflavík skuli vera lokuð og að
það væri skortur á ljósmæðr-
um á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi. Hún sagði þó að
spítalinn hafi ráðið við slíka
viðbót áður og taldi víst að svo
yrði áfram.
Vogar | Róbert Ragn-
arsson, ungur stjórn-
málafræðingur í fé-
lagsmálaráðuneytinu,
verður ráðinn bæjar-
stjóri í Sveitarfélaginu
Vogum eftir fyrsta
fund nýkjörinnar bæj-
arstjórnar. Hann var
bæjarstjóraefni E-lista
Stranda og Voga sem
náði meirihluta í bæj-
arstjórn.
H-listi óháðra borg-
ara hefur haft meiri-
hlutavald í bæjarstjórn
Sveitarfélagsins Voga
og áður í hreppsnefnd
Vatnsleysustrandarhrepps, í sextán
ár. Megnið af þeim tíma hefur Jón
Gunnarsson alþingismaður verið
helsti forystumaður sveitarfélagsins.
Hann var nú í fjórða sæti H-listans,
baráttusætinu, en náði ekki kjöri. Jó-
hanna Reynisdóttir hefur einnig verið
bæjarstjóri og áður sveitarstjóri í
Vogum frá 1990 en lýsti því yfir þegar
hún réði sig til starfans fyrri fjórum
árum að þetta yrði hennar síðasta
kjörtímabil. Því lá fyrir að finna þyrfti
nýjan bæjarstjóra.
Birgir Örn Ólafsson, efsti maður á
E-listanum, segir að íbúarnir verði
varir við nýja valdhafa á ýmsan hátt.
Nefnir hann að lögð verði áhersla á
atvinnumálin, kosin verði atvinnu-
málanefnd og efnt til markaðsátaks
til að fá fyrirtæki til bæjarins. Hann
nefnir einnig að heilsustefna verði
tekin upp í grunnskóla bæjarins, í
framhaldi af slíkri stefnu sem rekin
hafi verið í leikskólanum. Lögð verði
áhersla á hollt mataræði og hreyf-
ingu. Liður í því sé að hætta inn-
heimtu aðgangseyris í sundlaugina
fyrir íbúa átján ára og eldri og veita
gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
Úr minnihluta í meirihluta
Birgir Örn var varafulltrúi í bæj-
arstjórn á öðrum minnihlutalistanum
sem átti sæti í bæjarstjórn á liðnu
kjörtímabili en bæjarfulltrúi seinni
helming tímabilsins. Minnihlutalist-
arnir tveir mynduðu E-lista Stranda
og Voga sem nú náði meirihluta auk
þess sem íbúar sem áður áttu sæti á
H-listanum studdu framboðið.
Birgir Örn starfar sem deildar-
stjóri hjá Icelandair í Reykjavík.
Róbert Ragnarsson
verður bæjarstjóri
Birgir Örn Ólafsson Róbert Ragnarsson
Meirihluti H-lista í Vogum felldur