Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Berta BjörgFriðfinnsdóttir fæddist á Húsavík 4. apríl 1951. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Friðfinnur Árnason, bæjar- stjóri á Húsavík og síðar fulltrúi á skrifstofu Ríkis- skattstjóra, f. 20. maí 1909, d. 3. des- ember 1976, og Sig- urlaug Björg Albertsdóttir hús- móðir, f. 4. apríl 1917. Systkini Bertu eru Kristín Sigríður Frið- finnsdóttir, f. 9. júní 1939, d. 16. desember 2005, og Bjarni Jósef Friðfinnsson, f. 9. maí 1943, d. 12. júní 2002, maki Gréta Gunnars- dóttir og börn þeirra eru: a) Birna, maki Ingólfur Sigurðsson, börn þeirra Laufey Sif og Bjarni Grétar, b) Kristjana Sif, maki Steingrímur Sæv- arr Ólafsson, börn þeirra Gunnhildur Sif, Þórir og Stein- unn Edda og c) Arn- ar, maki Rakel Hall- dórsdóttir, börn þeirra eru Gréta og Halldór Egill. Berta giftist Ívari Sæmundssyni en þau slitu samvist- um. Berta fæddist á Húsavík og bjó þar fyrstu árin. Fjög- urra ára flutti hún til Reykjavík- ur. Hún var í Melaskóla og síðan í Hagaskóla. Einnig var hún í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Hún nam snyrtifræði en lengst af vann hún á skrifstofu Borgarbókasafns Reykjavíkur í Þingholtunum. Berta verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Berta Björg, eða bara Berta eins og við kölluðum hana alltaf, var svona frænka sem allir vildu og þyrftu að eiga. Uppáhaldsfrænka. Hún dekraði okkur með sælgæti, lék sér við okkur, hlustaði á okkur, hló með okkur og veitti okkur þá hlýju og ótakmarkaðan kærleik sem að- eins uppáhaldsfrænkur geta veitt. Sá kærleikur framlengdist síðan óskertur til barnanna okkar. Það eru svo margar góðar minn- ingar sem við eigum um Bertu. Mat- arboðin voru eftirminnileg, ekki síst þrettándagleðin sem haldin var í litlu íbúðinni hennar í Vesturbænum á hverju ári, og sá Berta alltaf til þess að nóg væri til af öllu. Frystirinn þaninn af frostpinnum, skálar fullar af salthnetum og súkkulaðirúsínum og matur og rauðvín fyrir amk. helmingi fleiri en voru á staðnum. Berta var ómissandi í sumarbústað- arferðum þar sem hún var óþreyt- andi að fara út að moka með krökk- unum og róla auk þess sem hún kom með fulla poka af gotteríi. Það var alltaf gaman í kringum Bertu, óþvingað og innilegt. Berta keyrði sig í gegnum nokkra Skoda og var ósérhlífin í að keyra ömmu og Stínu um borg og sveitir. Þegar hún þurfti ekki á bílnum að halda fengum við hann lánaðan skilyrðislaust. Berta var kona sem gaf frekar en þáði og hefði viljað gefa ennþá meira hefði verið þess kostur. Við söknum Bertu en lifum glöð við þær góðu minningar sem við eigum saman. Birna Bjarnadóttir, Kristjana Sif Bjarnadóttir, Arnar Bjarnason. Erfitt er að hugsa til þess að Berta frænka sé horfin frá okkur. Þegar ég sest hérna niður rifjast upp ótal minningar um hana. Ég man eftir því þegar ég vildi alltaf gista hjá henni þegar ég var yngri. Hún hafði svo mikið fyrir því að vera góð við okkur krakkana. Ekki var hún að að spara við okk- ur bíóferðirnar eða allt nammið sem okkur fannst svo gott. Ég man sér- staklega eftir öllum jólaboðunum sem voru haldin hjá henni árlega, alltaf nóg af frábærum kræsingum og ís í eftirrétt. Eftir að veikindin bar að hélt hún áfram að taka vel á móti öllum sem komu í heimsókn. Ég hefði gjarnan viljað hafa verið dug- legri að heimsækja hana þessa síð- ustu daga sem hún lifði. Við vitum öll að þú ert komin á betri stað núna. Aldrei fellur á þig ryk fyrir innri sjónum mínum. Átt hef ég sælust augnablik í örmunum sterku þínum. (Þura í Garði.) Elsku Berta mín, hvíldu nú í friði Laufey Sif Ingólfsdóttir. Elsku Berta mín, nú kveð ég þig með söknuð í hjarta. Mér fannst við alltaf eiga svo sérstakt samband því ég var skírð í höfuðið á þér. Þegar ég hugsa til baka um allar góðu stund- irnar sem ég fékk að eiga með þér eru sumarbústaðarferðirnar með saumaklúbbnum ykkar mömmu sem eru mér efst í huga. Þar var mikil hlátur og gleði sem ríkti og þegar all- ir fóru að syngja Óli fór til Bertu bakarístertu og ég tók það alltaf svo nærri mér, þá var alltaf sagt: við er- um ekki að syngja um þig við erum að syngja um stóru Bertu, og þú brostir út að eyrum. Einu sinni hringdir þú í mig og baðst mig um að koma til þín, þetta var stuttu eftir afmælisdaginn minn og þegar ég kom beið mín afmæl- isgjöf frá þér. Ég fékk töfradót frá þér og var þetta í svo miklu uppá- haldi hjá mér í langan tíma og sér- staklega því þetta var frá þér. Berta mín, ég þekkti þig alla mína ævi og ég er svo þakklát fyrir það og einnig er ég þakklát fyrir það að hafa fengið að kveðja þig almennilega áð- ur en þú fórst frá okkur. Ég mun hugsa til þín um ókomin ár með söknuð í hjarta, elsku Berta mín. Nafna þín, Berta Björg Sæmundsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar Bertu Björgu sem fallin er frá eftir langvarandi veikindi. Þegar við lítum til baka er margs að minnast enda margra ára vinátta að baki. Eftir að skólaskyldu lauk stofnuðum við nokkrar vinkonur saumaklúbb, sem hefur haldist æ síðan. Margt hefur verið brallað, og ýmislegt gert okkur til skemmtunar, eins og úti- legur, grillveislur, sumarbústaða- ferðir og utanlandsferðir. Alltaf mætti Berta og var hrókur alls fagn- aðar. Hún var alltaf með á hreinu í hvaða röð saumaklúbbur skyldi haldinn hverju sinni. Hún var einnig mjög minnug á afmælisdaga, bæði barna okkar og vinanna allra. Berta var afar föst fyrir og ákveðin í skoð- unum sínum og ekkert gat haggað henni. Allaf var hún fyrirhyggjusöm, smurði brauð fyrir allan hópinn í úti- legum, mætti á gulum stígvélum á kvöldin í dögginni meðan við hinar vorum í rennblautum strigaskóm. Berta var sérlega gestrisin og mikill höfðingi heim að sækja. Hún var mjög barngóð enda hændust öll börnin okkar að henni og virtu hana alltaf mjög mikils. Í dag er okkur ofarlega í minni Ameríkuferðin okkar fyrir 5 árum, en þá var Berta orðin mjög veik. Það breytti samt ekki staðföstum áhuga hennar á því að aka langar leiðir nið- ur til Key West til þess að geta skoð- að slóðir Hemmingways, þar sem skáldið lifði. Eftir að heim kom fór heilsu henn- ar hratt hrakandi og eftir að hafa dvalið heima um hríð, fluttist hún í Skógarbæ þar sem hún dvaldi síð- ustu 3 árin við góða umönnun og eiga allir þar góðar þakkir skilið fyrir frá- bæra umönnun og hlýhug. Elsku Lauga og fjölskylda, við Sjöstjörnurnar og fjölskyldur, vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (Valdimar Briem.) Guð blessi minningu Bertu Bjarg- ar Friðfinnsdóttur, vinkonu okkar. Jóna M., Þuríður, Margrét, Berglind, Eygló og Anna María. Það var haust, þetta var árið 1968, við allar táningar að fara að heiman allflestar í fyrsta sinn, já þetta var hópur af fallegum, ungum saklaus- um stelpum í ævintýraleit á Hús- mæðraskólann að Laugalandi í Eyjafirði. Við komum alls staðar af landinu, margar úr henni Reykjavík, ein af þeim var hún Berta Björg, alltaf kölluð Berta í okkar hóp. Við höfðum ákveðið að eyða næstu 9 mánuðum saman á heimavist. Við vorum allar á heimavistinni, þannig var það í þá daga. Þess vegna kynntumst við svo vel hver annarri sem var ómetanleg lífs- reynsla. Vorum næstum eins og systur. Alltaf var Berta hrókur alls fagnað- ar, stutt í húmorinn og virkilegur gleðigjafi. Við deildum bæði gleði og sorg saman á þessum 9 máunuðum og voru mörg uppátækin hjá okkur eins og gefur að skilja, þar sem meira en 30 stelpur voru saman. Eftir að við útskrifuðumst frá Laugalandi höfum við verið ótrúlega duglegar að hittast, alltaf á hverju ári, Berta átti alltaf frumkvæðið fyrstu árin. Þá var venjan að hittast heima hjá hver annarri. Oft fórum við líka til Akureyrar og áttum yndislega daga saman þar, ásamt þeim skólasystr- um sem búa fyrir norðan, en þær eru margar þar. Síðast var Berta með okkur þegar við fórum austur á Eg- ilsstaði, þar vorum við í nokkrum sumarbústöðum, því við vorum svo margar. Þetta var yndisleg ferð, en þá var sjúkdómurinn farinn að segja til sín, en hún Berta okkar ætlaði ekki að gefast upp. Þarna rifjuðum við upp heimavist- ar-„fílinginn,“ grilluðum, lékum okk- ur bæði innan dyra og utan, fórum í gönguferðir, tíndum hrútaber, hlóg- um og sungum. Eftir að Húsmæðraskólanum lauk fór Berta til Ameríku og varð þar af leiðandi mikil heimskona eða það þótti okkur á þeim árum. Hún dvaldi þar í eitt ár og þreyttist aldrei á að rifja upp þann tíma. Berta starfaði lengst af við Borgarbókasafnið í Reykjavík eða þar til fyrir um tíu ár- um er hún lét af störfum sökum veik- inda sinna. Hún dvaldi þó heima í nokkur ár, því ekki vildi hún gefa eft- ir sjálfstæði sitt, þar til fyrir þremur árum er hún fluttist inn í Skógarbæ þar sem hún naut góðrar umönnunar og elsku allra sem þar störfuðu. Berta eignaðist ekki börn, en ein úr okkar hóp, góð vinkona hennar, yngdi hana upp og skírði dóttur sína hennar nafni, það segir okkur margt um hvaða persónu hún hafði að geyma. Elsku Berta, hafðu þökk fyrir allt. Við munum ávallt minnast þín. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér. Innilegar samúðarkveðjur til mömmu þinnar, sem hefur nú kvatt börnin sín þrjú á fjórum árum. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Björn. Jónsson.) Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ásta Mark., Inga, Freyja og Ásta Jóns, Laugalandsmeyjar. Þá hefur Berta okkar kvatt eftir erfiða baráttu, örugglega hvíldinni fegin og komin á betri stað þar sem pabbi hennar og systkini hafa tekið vel á móti henni. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyr- ir tæpum 38 árum, en á haustdögum árið 1968 vorum við í hópi fjörugra ungra kvenna er flögruðu um ganga Húsmæðraskólans á Laugalandi við Eyjafjörð. Hvað rak hana Bertu Björgu til að ganga menntaveginn í Eyjafirði veit ég ekki gjörla, en hef þá trú að óslökkvandi ævintýraþrá hafi verið ríkari en þráin eftir full- komleika í matreiðslu og hannyrð- um. Í skólanum fór ekki mikið fyrir Bertu, málæði var ekki hennar stíll eða að trana sér fram í tíma og ótíma, en þó lá hún aldrei á æði skondnum athugasemdum þegar til- efni gafst og hún vissi hvað hún vildi og stóð á sinni skoðun. Berta var í gegnum árin aðaldrif- fjöðrin í að hóa okkur skólasystrun- um saman. Í mörg ár hittust skólasysturnar á suðvesturhorninu árlega og við sem bjuggum úti á landi reyndum að samræma borgarferðirnar við þess- ar samkomur. Á fimm ára fresti var blásið til afmælisfagnaðar og afmæl- isfagnaðirnir stóðu svo sannarlega undir nafni. Nú er komið stórt skarð í hópinn, en við höfum óteljandi minningar til að ylja okkur við um ókomin ár. Eftir dvölina á Laugalandi skildi leiðir um tíma, Berta fór á vit æv- intýranna til Bandaríkjanna í eitt ár en fljótlega eftir heimkomuna voru kynnin endurnýjuð og frá því á seinnihluta áttunda áratugarins höfðum við mikið samband og þegar ég gisti höfuðstaðinn bjó ég hjá Bertu, fyrst í litlu íbúðinni við Hátún og síðar á Boðagrandanum. Þrátt fyrir fáa fermetra var alltaf nóg pláss hjá Bertu og alltaf veisla. Og norður kom hún ekki sjaldnar en ár- lega, allt þar til veikindi hennar heftu ferðafrelsið. Þessar heimsókn- ir voru alltaf skemmtilegar og til- breytingaríkar, því það var aldrei lognmolla í kringum Bertu og grunnt á grallaranum. Hún lagði einnig mikla rækt við fjölskyldu og vini og þá ekki síður við börnin okkar sem þakka henni hlýju og artarsemi. Elsku Berta, þú áttir svo sannar- lega erindi á þetta tilverustig okkar, en stoppaðir alltof stutt. Þú hafðir af svo miklu að miðla til að bæta heim- inn og gera hann litríkari og skemmtilegri. Hafðu þökk fyrir allt. Þóra Hjaltadóttir. BERTA BJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Og enn einu sinni er komið að kveðju- stund er ágæt félagskona sjúkra- vinafélags RKÍ á Akranesi hefur kvatt. Ólína Ása var einn af stofn- félögum Sjúkravina. Og er bóka- safni var komið á fót við Dval- arheimilið Höfða var hún ásamt Ragnheiði systur sinni ein þeirra kvenna er sáu um það. Þar nutu þær almennra vinsælda eins og í öllu öðru er þær tóku sér fyrir hendur. Síðustu árin dvaldi Ólína svo á Dvalarheimilinu við gott at- læti. Á kveðjustund þökkum við Ólínu Ásu öll hennar störf í okkar þágu. Sjúkravinir RKÍ, Akranesi. Oss héðan klukkur kalla svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. (V. Briem.) Látin er í hárri elli öndvegiskon- an Ólína Ása Þórðardóttir. Mig langar að minnast hennar í nokkr- um orðum sem kvenfélagskonu. Um ÓLÍNA ÁSA ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Ólína Ása Þórð-ardóttir fæddist á Grund á Akranesi 30. nóvember 1907. Hún lést á Dvalar- heimilinu Höfða hinn 14. maí síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 19. maí. áratuga skeið var hún einn af máttarstólpum Kvenfélags Akraness og þar hófust okkar kynni. Hennar vinátta hef- ur fylgt mér ætíð síð- an. Fyrir um 50 árum flutti fjölskylda mín til Akraness. Þar þekkti ég engan en var mjög vel tekið. Fljótlega var mér boðið að ganga í kvenfélagið, sem var fjölmennt þá með um 80 félagskon- ur, sem voru þekktar fyrir fram- úrskarandi dugnað og komu mörg- um málum sínum fram til heilla fyrir bæinn okkar. Ég dáðist að þessum konum, þær voru mælskar – gátu staðið upp og flutt ávörp og jafnvel ræður undirbúningslaust, að mínum dómi hefðu þær sómt sér vel í ræðustól á Alþingi. Á aðalfundi félagsins 1974 var kosin nýr for- maður leynilegri kosningu. Þegar atkvæði höfðu verið talin hlaut ég flest atkvæði. Mér brá svo mikið að ég sat sem fastast. Heyrði eins og úr fjarska að kon- urnar stóðu upp og klöppuðu. Um síðir gat ég staðið upp og þakkað þeirra traust en stamaði út úr mér að ég hefði hvorki þekkingu né reynslu til að taka við þessu starfi – kom þá Ólína til mín og taldi í mig kjarkinn. Árin í formannssætinu urðu sex. Um störf mín þar er ekki mitt að dæma. Öllum þeim úrvals- konum sem störfuðu með mér í stjórninni á ég mikið að þakka, ég stóð aldrei ein. Í svona stóru félagi höfðu konur ýmsar skoðanir og deildu um margs konar málefni en ég man ekki eftir að hafa slitið fundi fyrr en samkomulag náðist. Eitt var það málefni sem aldrei var rætt – stjórnmál. Pólitík var al- veg tabú í félaginu. Félagskonur unnu af dugnaði fyrir mörgum framkvæmdum til heilla fyrir bæinn. Um áratugaskeið söfnuðu þær í sjóð til styrktar byggingu sjúkrahúss. Sá draumur varð að veruleika árið 1952. Þá af- hentu þær digran sjóð til tækja- kaupa og áfram var haldið að styrkja sjúkrahúsið. Annað áhugamál félagsins var að hér yrði reistur leikskóli fyrir börn. Með aðstoð margra félagasamtaka gat leikskólinn tekið til starfa árið 1964 og sáu félagskonur um rekstur hans um árabil. Áfram var haldið og mörg voru áhugamálin, flest til heilla fyrir bæinn okkar og ávallt var Ólína hinn trausti hlekkur í starfsemi kvenfélagsins sem aldrei brást. Fyrir nokkrum árum heimsótti ég hana á Dvalarheimilinu Höfða, þar leið henni vel. Hugurinn og vakandi áhugi hennar fyrir velferð bæjarins var hinn sami. Nokkrum dögum áður höfðu bæjaryfirvöld gert nýja áætlun að skipulagi á byggingarmálum. Hún sagðist al- veg vera á móti þessari tillögu og færði rök fyrir máli sínu. Hún vildi alltaf hag bæjarins sem bestan og var ófeimin að tjá skoðanir sínar. Nú er komið að kveðjustund. Klukkurnar hafa kallað mína kæru vinkonu til starfa í öðrum heimi. Ég þakka henni samfylgdina og hennar traustu vináttu. Ástvinum hennar sendi ég ein- lægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hennar. Anna Erlendsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.