Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 29 UMRÆÐAN FORSÆTISRÁÐHERRA ítrek- aði í kvöldfréttum NFS 23. maí að Íbúðalánasjóði yrði breytt. Miðað við það sem áður hefur komið fram verður að draga þá ályktun að sjóðurinn verði lagður niður eða gerð úr honum þjón- ustustofnun fyrir við- skiptabankana. Þá getur Samaband bankanna (SBV) snúið sér að áframhaldandi árásum á hagsmuni viðskiptavina sinna sem verður að fá bann við því að lífeyrissjóð- irnir láni sjóðfélögum. Í maímánuði 2004 kom í fjölmiðlum að SBV teldu brýnt að lokað yrði fyrir heim- ildir lífeyrissjóðanna til að lána ein- staklingum eða þeim sniðin mun þrengri stakkur. Lífeyrissjóðirnir hafa lánað sjóð- félögum frá stofnun sjóðanna og voru þau lán lengst af einu fast- eignalánin sem sjóðfélagarnir áttu kost á utan lána Íbúðalánasjóðs og forvera hans. Lífeyrissjóðir hafa því lánað sjóðfélögum í um 70 ár og hef- ur það verið þýðingarmikill þáttur í því að sjóðfélagar eignuðust þak yfir höfuðið. Þá er ótalin sú mikla þýðing sem lánastarfsemi lífeyrissjóðanna hefur haft fyrir þjóðfélagið í heild, sérstaklega á landsbyggðinni. Landssamband lífeyrissjóða birti athugasemdir við kröfu SBV um að lífeyrissjóðirnir hyrfu af lánamark- aðnum og þar segir m.a: „Það hljóta allir landsmenn að sjá í gegn um látlausan áróður bank- anna sem vilja sölsa undir sig alla lánastarfsemi í landinu.“ Þannig hamast þeir daginn út og inn á starfsemi Íbúðalánasjóðs og nú þarf að henda lífeyr- issjóðunum út af veð- lánamarkaði. Allar fjöl- skyldur kunna sögur af lánveitingum bankanna til húsnæðismála. Þar var almennt engin lán að finna þar til nýlega.“ Barátta SBV fyrir fá- keppni á lánamarkaði er því ekki ný. Barátta SBV hefur verið lævís og lipur og oft rekin í nafni viðskiptafrelsis og frjálsrar samkeppni. Hún á lítið skylt við samkeppni. Það blasir við öllum sem vilja sjá að það að fækka aðilum á markaði eykur fákeppni. Það að ryðja lífeyrissjóðum og Íbúðalána- sjóði af markaði, aðilum sem ekki gera kröfur til hagnaðar af hlutafé, er bein ráðstöfun til hækkunar alls kostnaðar lántakenda. Þá staðreynd hafa SBV sjálfir staðfest með því að tína til kostnaðarliði sem Íbúðalána- sjóður og lífeyrissjóðir bera ekki en þeir bera. Er samúð almennings með SBV svo mikil að menn séu reiðubúnir til að greiða stórfé fyrir „réttlæti“ SBV? Er það svo að stjórnmálamenn dagsins í dag séu svo glámskyggnir, hagsmunatengdir eða leiðitamir bönkunum að þeir séu reiðubúnir að fórna hagsmunum al- mennings, umbjóðenda sinna, með því að leggja niður Íbúðalánasjóð? Sé svo er illa komið. Þá er eins víst að næst verði lífeyrissjóðum bannað með lögum að lána sjóðfélögum. En í þessari umræðu allri hefur enginn talsmaður þess að breyta starfsemi Íbúðalánasjóðs nefnt og því síður sýnt fram á útgjaldasparn- að eða annan hag skuldara af því að losna við Íbúðalánasjóð af markaði. Það er mjög undarlegt. Hækkar, lækkar eða stendur lánakostnaður í stað? Það er það sem skiptir máli. Síðan félagsmálaráðherra tilkynnti breytingar á Íbúðalánasjóði hafa bankarnir hækkað vexti af fast- eignalánum og lækkað lánshlutfall miðað við verðmæti eigna. Það er at- hygli vert! Hagsmunum almennings fórnað Árni Þormóðsson fjallar um Íbúðalánasjóð ’Síðan félagsmálaráð-herra tilkynnti breyt- ingar á Íbúðalánasjóði hafa bankarnir hækkað vexti af fasteignalánum og lækkað lánshlutfall miðað við verðmæti eigna. Það er athygli vert!‘ Árni Þormóðsson Höfundur er öryggis- og næturvörður. LOKSINS eru fyrirhugaðar vegabætur í Reykhólasveit. Tillaga var gerð um þrjár leiðir til að bæta öryggi og stytta vegalengd á kafl- anum frá Þorskafirði yfir í Kolla- fjörð, leiðina sem nú liggur yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls. Við mat á umhverfisáhrifum er augljóst að sú leið sem heimamenn kysu helst, svokölluð leið B, myndi valda óbæt- anlegu tjóni á sérstæðu náttúrufari. Því var þeirri leið, svo- kallaðri leið B, hafnað í úrskurði Skipulags- stofnunar. Heimamenn hafa nú skotið úrskurð- inum til umhverfis- ráðherra. Náttúran og atvinna tengd sjálfbærri nýt- ingu á henni er mesta auðlind sveitarinnar og forsenda byggðar. Það vekur því furðu í þessu máli er að það er til leið sem sættir bæði sjón- armiðin, þ.e bættar vegasamgöngur og náttúruvernd, en það er einfaldlega að leggja göng undir Hjallaháls, fylgja síðan leið D og halda síðan áfram með göngum undir Klettsháls, handan Kolla- fjarðar hinn raunverulega far- artálma á þessari leið. Með ganga- leiðinni er komi til móts við sjónarmið allra hagsmunaaðila: Ill- færir hálsar verða aflagðir, vega- lengdin styttist umtalsvert, bæirnir í Djúpadal og Gufudal verða áfram í alfaraleið og einstöku náttúrufari er borgið. Af undarlegum ástæðum var gangaleiðin ekki lögð undir mat á umhverfisástæðum þrátt fyrir ein- tóma kosti, líka fjárhagslega. Einstakt náttúrufar Reykhólasveitar Reykhólasveit er rómuð fyrir náttúrufegurð. Um sveitina orti Jón Thoroddsen eina af ljúfustu nátt- úrufarslýsingum í ljóði „Hlíðin mín fríða“. Að öðrum stöðum ólöstuðum finnast fá svæði á Íslandi jafn hlý- leg og góð til að öðlast hugarró. Landslagið einkennist af lygnum fjörðum, oft með litlu undirlendi, hjöllum og kjarrivöxnum hlíðum, þar sem upp úr gnæfa stöku reyni- tré. Lækir skoppa niður hlíðarnar og liðast um gróna bakka gegnum birkikjarrið. Hér eru heimkynni þrasta og músarrindla. Inni á milli birkifláka er graslendi og votlend- ispollar umvafðir lyngmóum. Við sjóinn eru djúpir, víðir hvammar, í þeim ystu eru fjalldrapa- og lyngmóar, utar er birki- og loð- víðikjarr. Í fjörunni skiptast á sjáv- artjarnir, þangivaxnar klappir, fitj- ar og lífríkar leirur. Leirurnar geyma fæðuforða farfuglanna vor og haust en á sumrin eru þær fjöl- setnar af vaðfuglum í ætisleit. Smáeyjar og sker eru heimkynni hundraða æðarfugla. Þetta er ríki konungs fuglanna, hér ræður haf- örninn ríkjum. Hvergi annars stað- ar er hægt að vera næstum viss um að sjá örn á setri eða leikandi loft- fimleika. Margir hafa í gegnum tíðina gert sér grein fyrir því hversu mikil náttúrufarsleg verðmæti eru fólgin í þessum hluta Breiðafjarðar og hafa verið sett sérlög til að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Svæðið er einnig á Náttúruminjaskrá og hefur bæði innlent og alþjóðlegt verndargildi, sérstaklega með tilliti til fugla- verndar. Arðsemi óspilltrar náttúru og samgöngubætur Einmitt í þessari sérstöðu eru fólgin einstök tækifæri í þróun nátt- úrutengdrar og fræðandi ferðaþjón- ustu. Hér mætti til dæmis koma á fót skoðunarstöð fyrir fugla- áhugafólk þar sem hægt væri að fylgjast með arn- arsetri og njóta þess að skoða þessa stór- kostlegu fugla, en fyr- irhugað vegarstæði leiðar B ógnar tilvist frjósamasta arn- arhreiðurs Íslands. Um Teigsskóginn má leggja vel merkta fræðslustíga og fá svæði eru áhugaverð- ari til kajakróðra en einmitt lygnir firðir með fjölskrúðugu náttúrufari. Tækifæri til að laða að fólk eru alls staðar en þau eru háð því að náttúran haldist sem mest ósnortin, þar liggja framtíð- arverðmæti. Breiðafjörður hefur því ótvírætt alþjóðlegt sem og innlent verndargildi og því ber að hafna öll- um framkvæmdum sem hafa veru- leg og óafturkræf áhrif á náttúru hans. Samgöngubætur í sátt Íbúar Vestfjarða hafa ekki setið við sama borð og aðrir landsmenn þegar vegagerð er annars vegar. Eðlilega eru íbúar orðnir lang- þreyttir á því að vera innikróaðir dögum saman á vetrum og vilja skiljanlega fá öruggan veg allan ársins hring um Klettsháls og Hjallaháls. Að bæta samgöngur á Vestfjörðum er forgangsmál, en vegagerð um sunnanverða Vestfirði er ákaflega vandasöm og gæta þarf hófs gagnvart viðkvæmri náttúru. Landið er eins og fyrr segir sérlega dýrmætt og hefur í sér fólgin ómæld verðmæti fyrir íbúa og bú- setu ef rétt er staðið að málum. Það er ekki fjarlæg framtíðarsýn að bora stutt jarðgöng undir Hjalla- háls og Klettsháls, heldur einfald- lega eina skynsamlega lausnin, sem um leið mætir sjónarmiðum allra hagsmunaaðila. Með þeim göngum yrðu skilyrði fyrir vegasamgöngur á svæðinu afar góð og um leið yrði verðmæti einstakrar náttúru varð- veitt og jafnvel gæti orðið lyftistöng fyrir atvinnu á svæðinu. Og það sem mest er um vert: Kostnaður við að leggja göng undir Hjallaháls er ekki meiri en að fara leið B en langtum arðsamari þegar til lengri tíma er litið. Þannig má færa góð rök fyrir því að nú eigi umhverfisráðherra að fella Salómonsdóm og skora á ráð- herra samgangna og ferðamála að endurskoða í snatri tillögur að vega- lagningu í Reykhólasveit og hefjast þegar handa við undirbúning að jarðgöngum undir Hjallaháls. Þann- ig er hagsmunum allra best borgið og allir geta unað sáttir við sitt. Gangaleiðin er besti kosturinn Ásta Þorleifsdóttir fjallar um samgöngur og náttúrufar í Reykhólasveit ’Með gangaleiðinni nástsjónarmið allra hags- munaaðila: Illfærir hálsar verða aflagðir, vega- lengdin styttist umtals- vert, bæirnir í Djúpadal og Gufudal verða áfram í alfaraleið og einstöku náttúrufari er borgið.‘ Ásta Þorleifsdóttir Höfundur er jarðfræðingur, áhugakona um umhverfi og útivist, ættuð af Vestfjörðum. Bátafjör, Bakkaflöt, 11 km frá Varmahlíð www.riverrafting.is Bakkaflöt ferðamiðstöð fyrir alla! Ferðaþjónustan Bakkaflöt, 11 km frá Varmahlíð www.bakkaflot.com Fljótasiglingar við allra hæfi. Stórbrotin náttúra og mikil spenna í Austari Jökulsá stig 4 + aldurstakmark 18 ár. Vestari Jökulsá, skemmtileg, mikil nátturufegurð, stig 2 + aldurstakmark 12 ár. Fjöldskylduferðir niður Héraðsvötn. Gisting - 20 herbergi tvö sumarhús tjaldstæði - veitingar fjölbreytt afþreying. Heitir pottar - lítil sundlaug Verið velkomin að Bakkaflöt sími 453 8245 Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.