Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ljóst að landsmálin hafi haft áhrif á úrslit sveitarstjórnarkosninganna, en í þeim tapaði Framsóknarflokkurinn miklu fylgi, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu. Úrslitin endurspegli svo- litla vinstri-græna bylgju. Hann spyr hins vegar „hvers vegna Sjálfstæðis- flokkurinn dansi í sólskini og njóti verka ríkisstjórnarinnar, en Fram- sóknarflokkurinn búi við eilífa áreitni?“ eins og hann kemst að orði. Guðni sagði eftirtektarvert að Framsóknarflokkurinn tapaði miklu fylgi á höfuðborgarsvæðinu og í tveimur stórum bæjarfélögum, Akra- nesi og Akureyri. „Flokkurinn kemur hins vegar prýðilega út í mörgum sveitarfélögum úti um allt land. Ef við skoðum Suðurlandið, erum við að fá 22% í Árborg og upp í 30–45% fylgi eins og í Rangárþingi. Við fengum 47% í Rangárþingi eystra. Framsókn- armenn og óháðir fengu 42% í Rang- árþingi ytra. Við fengum góða kosn- ingu í Grindavík og víðar. Útkoman í Skagafirði var auðvitað glæsileg. Framsóknarflokkurinn er því að koma ágætlega út í landsbyggðar- kjördæmunum, en hann varð fyrir áfalli á höfuðborgarsvæðinu.“ Landsmálin höfðu áhrif Guðni sagðist ekki hafa neina ákveðna skýringu á því hvers vegna flokkurinn hefði ekki fengið betri kosningu á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn hefði ekki alltaf verið sterkur á þessu svæði. Hann væri bú- inn að vera í samstarfi í R-listanum og hefði lent í andbyr í borginni. Út- koman í Mos- fellsbæ væri þokkaleg. Sigurð- ur heitinn Geirdal hefði byggt upp gríðarlega öflugt starf í Kópavogi og flokkurinn hefði orðið fyrir miklu áfalli þegar hann féll frá. „Svo er það engin spurn- ing að inn í þetta koma landsmálin að einhverju leyti. Við sjáum að þessar kosningar boða svolitla vinstri-græna bylgju. Þeir hafa mjög mikið nuddað Framsóknarflokknum upp úr því að vera ekki umhverfisvænn, sem ég álít auðvitað rangt. Samfylkingin er ekki í neinni sókn. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ríflega sínu. Framsóknarmenn þurfa að fara yfir þessa stöðu. Við þurfa að líta í eig- in barm og spyrja hvernig við getum eflt flokkinn fyrir alþingiskosningarn- ar 2007.“ Guðni tók fram að hann teldi ekki að úrslit sveitarstjórnarkosninganna hefðu áhrif á stjórnarsamstarfið. Framsóknarflokkurinn þyrfti að velta fyrir sér hvernig hann gæti risið upp á nýjan leik. Guðni sagðist hafa fulla trú á að hann gæti það. „Framsóknarflokkurinn hefur far- ið með lykilráðuneyti og átt stóran þátt í miklum uppgangi í samfélaginu. Hann hefur verið í stjórnarsamstarfi sem síðar meir verður talið eitt af mestu uppgangstímabilum íslensku þjóðarinnar. Framsóknarflokkurinn á að geta fundið sér sóknarfæri við þessar góðu horfur í þjóðmálum,“ sagði Guðni. Guðni Ágústsson segir að landsmálin hafi haft áhrif á úrslit kosninganna „Hvers vegna dansar Sjálf- stæðisflokkurinn í sólskini?“ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Guðni Ágústsson okkur hafi verið spáð mjög slæmri niðurstöðu,“ segir hann. „Við unnum það allt af okkur, bætum við okkur 8% frá síðustu kosningum og ég verð bæjarstjóri.“ Halldór segir kjósendur hafa fengið framsóknarmenn til að falla frá kröfu um ópólitískan bæjar- stjóra. „Það lá fyrir að kjósandi sem kaus Sjálfstæðisflokkinn vissi að hann var að kjósa flokk sem bauð fram bæjarstjóra. Hann vissi hver hann var, hann þekkti hann og hann er búinn að vera hér í átta ár,“ segir hann. „Átta prósenta fylgisaukning segir bara að kjósendur voru sáttir við þennan valkost.“ Guðni Geir segir framsóknarmenn hafa litið svo á að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi verið sigurvegari kosning- anna. „Okkar fólk hvatti okkur til að halda áfram. Við átum það bara ofan í okkur að miðað við stöðu Sjálfstæð- isflokksins væri það vilji fólksins að maður frá Sjálfstæðisflokki. Forseti bæjarstjórnar og varaforseti koma frá Sjálfstæðisflokki en annar vara- forseti frá minnihluta. Framsókn- armenn munu hafa formennsku í umhverfisnefnd, atvinnumálanefnd, hafnarstjórn og hjúkrunarheim- ilisnefnd, en fræðslunefnd, menn- ingarmálanefnd, félagsmálanefnd, landbúnaðarnefnd, íþrótta- og tóm- stundanefnd, byggingarnefnd Grunnskólans á Ísafirði og starfs- hópur um tölvumál verða undir for- mennsku Sjálfstæðisflokks, auk barnaverndarnefndar, verði for- mennska hennar á vegum Ísafjarð- arbæjar. Um aðrar nefndir verður samið hverju sinni. Telur Framsókn ekki bregðast kjósendum sínum Halldór kveðst mjög sáttur og líst vel á framhaldið. „Við komum vel út úr þessum kosningum þrátt fyrir að ODDVITAR lista Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks í Ísa- fjarðarbæ skrifuðu í gær undir vilja- yfirlýsingu um áframhaldandi meirihlutasamstarf flokkanna í bæj- arstjórn. Samkvæmt henni verður meirihlutasamningur undirritaður á föstudaginn. Málefnasamningur er í vinnslu og verður lagður fram til samþykktar hjá flokkunum þegar drögin verða tilbúin. Samkvæmt honum verður Halldór Halldórsson, oddviti D-lista, áfram bæjarstjóri en Guðni Geir Jó- hannesson, oddviti B-listans, lýsti því yfir í kosningabaráttunni að hann vildi ráða ópólitískan bæj- arstjóra. Samkvæmt málefnasamn- ingnum kemur formaður bæjarráðs frá Framsóknarflokki og mun hann sitja allt kjörtímabilið en varafor- Halldór yrði áfram bæjarstjóri,“ segir hann og telur flokkinn ekki vera að bregðast sínum kjósendum í málinu. „Við erum búnir að ræða þetta mikið við okkar kjósendur sem við náum til og teljum svo ekki vera.“ Glannalegri loforð Sigurður Pétursson, oddviti Í-listans, segir að sér hafi komið á óvart hve greitt hafi gengið. „Ég hafði nú vonað að framsóknarmenn stæðu fastar á sínum skoðunum í sambandi við bæjarstjórann og önn- ur mál,“ segir hann. „Í kosningabar- áttunni fannst mér sem meiri sam- staða væri með okkur í því máli og fleirum en að Sjálfstæðisflokkurinn væri með glannalegri loforð, en þeir verða þá bara að hjálpa þeim að upp- fylla þau.“ D- og B-listi skrifa undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Ísafirði Framsókn féll frá kröfu um ópólitískan bæjarstjóra Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Guðni Geir Jóhannesson, oddviti B-listans (t.v.), og Halldór Halldórsson, oddviti D-lista, handsöluðu viljayfirlýsingu um meirihlutasamstarf í gær. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FULLTRÚAR V-lista Vinstri grænna, S-lista Samfylkingar og B-lista Framsóknarflokks í Mos- fellsbæ hófu formlegar viðræður í gær um myndun meirihluta á kjör- tímabilinu, að sögn Karls Tómasson- ar, oddvita V-lista. Saman náðu þess- ir listar fjórum mönnum inn í bæjarstjórn, en D-listi sjálfstæðis- manna náði þremur mönnum. Sjálf- stæðismenn voru í meirihluta á síð- asta kjörtímabili en misstu fjórða manninn í kosningunum um helgina. Karl sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann gerði ráð fyrir því að meirihlutaviðræðurnar myndu taka nokkra daga. Hann kvaðst aðspurður ekki eiga von á miklum málefnaágreiningi. Hann sagði ennfremur að enginn listanna þriggja hefði gert kröfu um bæjar- stjórastólinn. Jafnvel kæmi til greina að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Meirihluta- viðræður hafnar í Mosfellsbæ FULLTRÚAR Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í Árborg hittust á öðrum viðræðu- fundi flokkanna í gær. Meirihlutasamstarf liggur enn ekki fyrir en verið að ræða málin, að sögn Þorvaldar Guðmundssonar, oddvita Framsóknarflokksins. Hann segir að góður gangur sé í viðræðun- um og stefnt sé að þriðja fundinum í dag. Ekki sé hægt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir né hvaða málefni sé verið að ræða sér- staklega en Þorvaldur segir að fulltrúar flokkanna séu að fara yfir sviðið í heild. Flokkarnir þrír eiga samtals fimm fulltrúa í bæjarstjórn eftir kosning- arnar á laugardaginn, Framsókn tvo, Samfylking tvo og Vinstri græn- ir einn. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra fulltrúa. Framsóknarflokkur og Samfylk- ing mynduðu meirihluta í bæjar- stjórn á kjörtímabilinu sem er nú senn að enda. Viðræður þriggja flokka í Árborg halda áfram MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks og Héraðslista hélt velli á Fljóts- dalshéraði og þegar eru hafnar við- ræður milli fulltrúa meirihlutalist- anna tveggja um að halda sam- starfinu áfram. Endanleg ákvörðun um meirihlutamyndun verður tekin eftir miðja vikuna. „Við erum í meirihlutaviðræðum við Héraðslistann og á fundi á sunnudag varð niðurstaðan að það væri fyrsti kostur að halda áfram þessu samstarfi,“ segir Soffía Lár- usdóttir, oddviti sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði. „Í framhaldi af því hittumst við oddvitarnir og það var ekki að sjá að mikið skildi á milli.“ Soffía segir bæjarstjórnar- fund á morgun og margt að gera og því líkur á að meirihlutamyndun verði ekki frágengin fyrr en á fimmtudag. Nýr miðbær og landkaup „Fyrstu verkefni nýs meirihluta yrðu að halda áfram þeim stóru verkefnum sem farið er af stað með, svo sem miðbæjarskipu- lagi, lóðaúthlut- un á suðursvæði Egilsstaða, land- kaupum og hefð- bundnum málum eins og skólamál- um, sem lúta að því að taka hér á móti fleiri íbú- um.“ „Við erum í viðræðum upp á sama meirihluta og verið hefur á Fljótsdalshéraði,“ segir Baldur Pálsson oddviti Héraðslistans. „Það var einróma samþykkt á fundi hjá L-listanum að fara í meirihlutaviðræður við D-lista. Við erum búin að fara yfir sviðið sam- an og nú hefjast vinnufundir í framhaldinu. Við sjáum enga mein- bugi á að af þessu verði og ætlum að vanda okkur mjög mikið þannig að það verður tekinn tími í þetta. Samstarf okkar hefur gengið ein- staklega vel og það ríkir afar mikið traust á milli okkar, sem rofnaði aldrei. Við þurftum að glíma við geysilega mörg verkefni á mjög stuttum tíma eftir sameiningu og sjáum núna alla veikleika sem voru. Það voru vissir veikleikar sem við sjáum vel núna og telj- um að við verð- um til þess að gera fljót að komast niður á meginmálin.“ Á kjörskrá á Fljótsdalshéraði voru 2.237 en at- kvæði greiddu 1.655 eða um 74%. Atkvæði féllu þannig að B-listinn hlaut 486 atkvæði, D-listinn 444 at- kvæði, L-listinn 404 atkvæði og Á-listinn 258 atkvæði. Aðalmenn í nýrri bæjarstjórn eru Björn Ár- mann Ólafsson (B), Soffía Lárus- dóttir (D), Baldur Pálsson (L), Sig- urður Grétarsson (Á), Anna Sigríður Karlsdóttir (B), Þráinn Lárusson (D), Jónína Rós Guð- mundsdóttir (L), Jónas Guðmunds- son (B), Guðmundur Ólafsson (D), Katrín Ásgeirsdóttir (L) og Gunn- ar Jónsson (Á). Eiríkur Bj. Björgvinsson hefur verið bæjarstjóri og talið líklegt að hann sinni því starfi áfram. Sjálfstæðismenn og Héraðslisti í meirihlutaviðræðum Línur skýrast í vikunni Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Soffía Lárusdóttir Baldur Pálsson ODDVITAR Framsóknarflokks og Samfylkingar í Skagafirði staðfestu við Morgunblaðið í gærkvöldi að flokkarnir ættu í viðræðum um myndun meirihluta og sögðu þær ganga vel. „Við erum að ræða saman og það er ágætur gangur í þessu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti lista Framsóknarflokksins. „Það er ekki mikið sem ber í milli svo það má ætla að þetta gangi saman enda held ég að það séu skilaboð frá kjósendum að þetta vilji fólk.“ Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, tekur í sama streng og segir viðræður í eðlilegum farvegi. „Við setjum okkur ekki nein tímamörk á þetta og gefum okkur bara tíma til að skoða málin,“ segir hún. Listi Framsóknarmanna hlaut 34,46% atkvæða í sveitarstjórnar- kosningunum á laugardaginn og fjóra fulltrúa og listi Samfylkingar 16,49% og einn fulltrúa. Níu menn sitja í stjórninni. „Ágætur gangur í þessu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.