Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 39
UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfs- samningur milli Actavis og Íþróttasam- bands fatlaðra (ÍF) vegna Ólympíumóts fatl- aðra í Peking árið 2008. Samningurinn er til þriggja ára og felst í honum fjárhagslegur stuðningur Actavis vegna undirbúnings og þátttöku íslensku keppendanna í mótinu. Íþróttasamband fatlaðra hefur fylgt sömu stefnu nú og fyrir undangengin Ólympíumót fatlaðra og lagt áherslu á markvissan und- irbúning sem skipulagður er í samráði við landsliðsþjálfara ÍF. Fyrir dyrum stendur þátttaka í mörgum stórum verkefnum, s.s. heimsmeistaramótum í frjálsum íþróttum, borðtennis og sundi, en þátttaka í verkefnum þessum er m.a. liður í langtímaundirbúningi fyrir Ólympíumótið, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndinni má sjá Svein Áka Lúðvíksson, formann Íþróttasambands fatlaðra, og Hörpu Leifsdóttur, markaðsstjóra Actavis á Íslandi, við undirritun samningsins. Samstarfssamningur milli ÍF og Actavis MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 39 Atvinnuauglýsingar Verkamenn/ Lagermenn BM Vallá ehf. óskar eftir duglegum og sam- viskusömum verkamönnum til starfa í húsein- ingadeild fyrirtækisins sem staðsett er í Suður- hrauni í Garðabæ. Einnig vantar okkur á sama stað starfsmann á lager með lyftararéttindi. Góðir tekjumöguleikar fyrir góða menn. Allar nánari upplýsingar um störfin gefur Kjartan Antonsson í síma 860 5020. Vinsamlegast sendið upplýsingar og fyrirspurnir á kjartan@bmvalla.is Bíldshöfða 7. Sumarvinna Óskum eftir rösku starfsfólki sem er tilbúið í mikla vinnu við búslóðapakkanir á Keflavíkur- flugvelli. Akstur til og frá Reykjavík, meirapróf æskilegt. Góður bónus í boði. Einungis 20 ára og eldri koma til greina. Áhugasamir hafi samband við Evu í síma 896 3092. Smiðir BM Vallá ehf. óskar eftir að ráða smiði eða mjög laghenta menn til starfa í húseiningadeild fyrirtækisins sem staðsett er í Suðurhrauni í Garðabæ. Bæði er verið að leita að starfsmönnum til framtíðarstarfa og í sumarafleysingar. Mikil vinna framundan og góðir tekjumöguleikar. Unnið eftir bónuskerfi. Allar nánari upplýsingar gefur Kjartan Antons- son í síma 860 5020. Vinsamlegast sendið upplýsingar og fyrirspurnir á kjartan@bmvalla.is Bíldshöfða 7. Fræðslumiðstöð bílgreina hf. óskar eftir að ráða tæknimann til kennslu og vinnu við bíltækni. Viðkomandi þarf m.a. að uppfylla eftirfarandi skilyrði:  Vera bifvélavirki.  Búa yfir víðtækri starfsreynslu sem bifvélavirki.  Hafa gott vald á íslensku og ensku.  Geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnu.  Hafa mjög góða framkomu.  Vera mjög lipur í samskiptum og samvinnufús. Skrifleg meðmæli þurfa að fylgja ítarlegri um- sókn. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 586 1050. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 2. júní nk. Umsóknir sendist til Fræðslumiðstöðvar bílgreina hf., Gylfaflöt 19, 112 Reykjavík. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Sjálfstæðisfólk í Garðabæ Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verð- ur haldinn miðvikudaginn 8. júní í félagsheimil- inu á Garðatorgi 7, Garðabæ. Fundurinn hefst kl. 20:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar í boði. Aðalfundur Búmanna Aðalfundur Búmanna hsf. verður hald- inn á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Fundur- inn verður í sal hótelsins er nefnist Hvammur. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Breytingar á samþykktum félagsins. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs flytur stutt ávarp. Stjórnin. Aðalfundur SÍBS-deildarinnar Vífilsstöðum verður haldinn í dag, þriðjudaginn 30. maí, kl. 20:00. Fundarstaður: Samkomusalur í Múlalundi, Há- túni 10c, 105 Reykjavík (aðalinngangur sölu- deildar). 1. Ávarp formanns 2. Venjuleg aðalfundarstörf (afgreiða á tillögu um breytingu á nafni deildarinnar) 3. Erindi: Svefn og heilsa. Bryndís Stefanía Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur á lungna- deild A6. 4. Önnur mál og almenn umræða. Kaffisala, verð 500 kr. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti til kynningar og eflingar á starfi félagsins. Stjórnin. Húsnæði í boði Skrifstofuhúsnæði til leigu eða sölu Til leigu eða sölu er skrifstofuhúsnæði við Eyjarslóð nr. 7 í Reykjavík. Um er að ræða 114,5 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Í hús- næðinu eru þrjár stórar skrifstofur og snyrting. Húsnæðið er í góðu ástandi og er laust nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir Árni Ár- mann Árnason hdl. í síma 551 1348. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Hjallalundur 11, íb. 03-0301, Akureyri (214-7456), þingl. eig. Sólrún Helgadóttir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 2. júní 2006 kl. 10:00. Sjávargata 4, 01-0101, Hrísey, Akureyri (215-6344), þingl. eig. Birgir Rafn Sigurjónsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Vá- tryggingafélag Íslands hf., föstudaginn 2. júní 2006 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði 2C, gistiheimili 01-0101, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0417), þingl. eig. Sveitahótelið ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaður- inn á Akureyri, föstudaginn 2. júní 2006 kl. 10:00. Sveinbjarnargerði IID, gistihús 01-0101, Svalbarðsstrandarhreppi (216-0407), þingl. eig. Sveitahótelið ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaður- inn á Akureyri, föstudaginn 2. júní 2006 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 29. maí 2006. Eyþór Þorbergsson, ftr. Tilboð/Útboð ÚU T B O Ð 14052 Ýmis lyf 10 fyrir sjúkrahús Storkuþáttur VIII Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala-háskólasjúkra- húss óska eftir tilboðum í lyf í eftirfarandi ATC flokki: B02BD02. Aðeins er óskað eftir tilboðum í lyf sem framleidd eru með samrunaerfðatækni (recombinant). Áætluð ársvelta lyfja hjá LSH í þessum flokki er um 160 milljónir króna án vsk. Opnun 20. júní 2006 kl. 14.00. Verð útboðs- gagna kr. 3.500. Tilkynningar Lokað! Viðskiptavinir ath! Lokað í dag, þriðjudaginn 30. maí, vegna viðgerða. Raðauglýsingar augl@mbl.is FRÉTTIR JAFNRÉTTISSTOFA fagnar því í yfirlýsingu að í nýafstöðnum kosn- ingum hefur hlutur kynjanna jafn- ast umtalsvert í sveitarstjórnum landsins. „Eftir sveitarstjórn- arkosningarnar 2002 var hlutur kvenna í sveitarstjórnum 31,5% en er nú 35,9%. Hlutur kvenna hefur aukist jafnt og þétt frá því 1978 og er nú svo komið að aðeins vantar herslumuninn að ná 40/60 skipt- ingu á landsvísu. Þá er nauðsynlegt að sambærileg kynjahlutföll verði í nefndum, stjórnum og ráðum á veg- um sveitarfélaganna og vonast Jafnréttisstofa til að svo verði. Jafnréttismálin hafa verið mikið í umræðunni síðastliðin ár og hlýtur að teljast ljóst að virkt og öflugt starf að jafnréttismálum sé að skila sér í sveitarstjórnum,“ segir m.a. í tilkynningu frá Jafnréttisstofu. Fagnar auknum hlut kvenna í sveitarstjórnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.