Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Glæsileg undirföt frá www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Str. 36-56 Full búð af nýjum vörum ll j Nýir sumarkjólar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Sigurstjarnan Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Þunnir og glæsilegir kjólar og kápur. Straufrítt efni. Fjölbreytt úrval Fyrir kóra og aðra hópa JENSEN gallafatnaður str. 36 - 48 Verið velkomnar Mjódd, sími 557 5900 23 29 / Ta kt ik nr .6 Akureyri • Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi •Reykjavík •Selfossi BREMSUKLOSSAR BORÐAR DISKAR- DÆLUR USA - EVRÓPA - ASÍA MENNTASKÓLINN við Hamrahlíð brautskráði 169 stúdenta á laugar- dag, 97 konur og 72 karla. Jóhann Þorvaldur Bergþórsson, stúdent af náttúrufræðibraut, varð dúx skólans. Meðaleinkunn Jóhanns var 9,73 og lauk hann náminu á 3 árum. Þá var einingadúx skólans Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, stúdent af öllum brautum skólans með samtals 221 einingu. Jóhann segir sínar „veik- ustu“ hliðar í náminu hafa verið í kringum tungumálin. „Lægstu ein- kunnirnar voru aðallega í spænsku og ensku, ég er sterkari í raungreinum,“ segir Jóhann. Lægsta einkunn hans var níu í nokkrum áföngum. Varðandi framtíðina segir Jóhann allt enn óráðið. „Ég stefni á að fara í stærðfræði í Háskóla Íslands og sjá hvernig mér fellur þar,“ segir Jó- hann. „Eftir það fer ég sennilega út í háskóla. Ég er samt bara að spila eft- ir eyranu núna.“ Hvað varðar rætur velgengninnar segir Jóhann fjölskylduna hafa stutt vel við bakið á sér. „En svo er þetta bara mikil vinna,“ segir Jóhann. „Fé- lagi minn Stefán studdi líka vel við mig í stærðfræðinni.“ Tónlistin hefur að sögn Jóhanns í raun átt meiri hluta af hjarta hans en námið. Hann gaf m.a. út plötu um jól- in í litlu upplagi. Þá leikur hann með pönkhljómsveitinni Fjölni, sem hefur gefið út lög á rokk.is. Ætla þeir að spila mikið í sumar að eigin sögn. Jó- hann leikur á mörg hljóðfæri en syng- ur þó mest og leikur á gítar. „Það felst vissulega agi í tónlistinni, þó ég hafi kannski ekki verið sá agaðist í henni,“ segir Jóhann. „Ég var samt mjög agaður við námið. Ég hafði hug- ann við tónlistina, en sinnti náminu betur. Það er fátt meira gefandi en að semja og skapa. Það hefur hjálpað mér mikið gegnum námið að virkja sköpunargáfuna, ég held að það teng- ist mjög mikið.“ Dúx Menntaskólans við Hamrahlíð er gefinn fyrir tónlist Hjálpar mikið við námið að virkja sköpunargáfuna Morgunblaðið/Eggert Jóhann Þorvaldur tekur á móti viðurkenningu frá Lárusi H. Bjarnasyni, skólameistara MH. ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur sent for- seta Indónesíu, hr. Susilo Bambang Yudhoyono, einlæg- ar samúðarkveðjur sínar og ís- lensku þjóðarinnar vegna jarð- skjálftanna sem riðu yfir og leitt hafa til dauða þúsunda manna. Í fréttatilkynningu frá for- setaskrifstofunni kemur fram, að forseti Íslands hefur jafn- framt áréttað nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið komi til hjálpar á slíkum neyðartímum. Í samúðarkveðjunum víkur for- seti Íslands að reynslu Íslend- inga af náttúruhamförum á sviði jarðskjálfta og eldgosa. Sú reynsla hafi skapað sterka samkennd í hugum Íslendinga og stuðlað að þróun hjálpar- starfs, bæði nýrrar tækni og þjálfunar björgunarfólks. Samúðar- kveðjur til forseta Indónesíu Fullt hús ævintýra Við opnum2. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.