Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 27
tjóri og Björn Ingi Hrafnsson formaður borgarráðs g gott traust á milli enginn ágreiningur“ Morgunblaðið/Eggert Grafarvogi. Björn Ingi Hrafnsson leggur höndina kumpánlega á öxl Magnúsar Þórs Gylfasonar, starfsmanns borgar- almannatengslamaður ræðir við Jón Kristin Snæhólm, kosningastjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. ræðum hefði verið slitið við frjálslynda. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins komu framsóknarmenn til fundar við sjálfstæðismenn á heimili Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns og fráfarandi borgarfulltrúa, um kl. 13 í gær. Vilhjálmur kom síðar á fundinn og bauð þar framsókn- armönnum til formlegra viðræðna. Sam- komulag um myndun meirihluta var svo handsalað um þrjúleytið, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Lofar ekki flugvelli á Lönguskerjum Boðað var til blaðamannafundar klukkan fimm og sagði Vilhjálmur m.a. í upphafi máls síns að þeim hefði tekist að mynda nýj- an meirihluta á tiltölulega skömmum tíma. „Við erum mjög ánægðir með þessa nið- urstöðu og okkar fólk líka,“ sagði hann. Þegar þeir Björn Ingi voru spurðir hvort þeir gætu greint frá því hvernig forystu í nefndum og ráðum yrði skipt milli flokk- anna sagði Vilhjálmur að enginn ágreining- ur yrði um það og skipting embætta yrði ljós fyrir næsta borgarstjórnarfund. „Við munum fara yfir það, en við leggjum áherslu á það að í nefndum og ráðum borg- arinnar verði duglegt fólk.“ Spurðir hvort þeir hygðust leggja fram sameiginlegt stefnuskjal sagði Björn Ingi: „Við höfum ekkert ákveðið í þeim efnum, en það getur vel verið að það verði einhverjir punktar lagðir til grundvallar. Fyrst og fremst er lykilatriði að fólk sé sammála því sem stefnan er tekin á, þá er kannski papp- írinn minna virði.“ Vilhjálmur tók fram að í raun og veru væri ekki horfið frá neinu sem lofað hefði verið í málefnaskrám þeirra en sagði: „Nema ég get ekki lofað flugvelli á Löngu- skerjum.“ Björn Ingi bætti þá við: „Nei, en við förum yfir það seinna.“ Björn Ingi og Vilhjálmur sögðust báðir bíða eftir niðurstöðum nefndar samgöngu- yfirvalda og Reykjavíkurborgar um stað- setningu innanlandsflugvallarins. „Það hef- ur engin ákvörðun verið tekin um flugvallarstæðið,“ sagði Björn Ingi. Vil- hjálmur sagði m.a. að sjálfstæðismenn hefðu algjörlega lagst gegn því að innan- landsflugið færi til Keflavíkur og bætti við: „En við viljum skoða þá niðurstöðu [fyrr- greindrar nefndar] sem væntanlega kemur í haust.“ Hann kvaðst leggja mikla áherslu á að taka þyrfti ákvörðun um innanlands- flugið. Óvissan um framtíð þess væri mjög slæm fyrir m.a. flugið og ferðamennskuna. Nýtt tímabil að hefjast Björn Ingi sagði í kosningabaráttunni að ef Framsóknarflokkurinn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum og Sjálf- stæðisflokkurinn bætti heldur við sig, þá myndi það hafa mikil áhrif á ríkisstjórn- arsamstarfið. Hann var spurður hvernig þau ummæli samrýmdust því að hann færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum í borg- inni. „Ég held að það sé ekki hægt að tengja það beinlínis við það samstarf,“ sagði hann og hélt áfram: „Eins og ég sagði áðan lýsti ég því líka yfir að við framsóknarmenn yrð- um að líta í eigin barm í þeim efnum og kenna ekki neinum öðrum um.“ Það ætti hins vegar eftir að koma í ljós hvernig fram- sóknarmenn myndu gera það. „En við erum að hefja hér nýtt tímabil, geysilega spenn- andi tímabil fyrir borgina, og það er við- fangsefni dagsins,“ sagði hann. r að sér hafi verið nokkuð að sjálfstæðismenn hefðu slit- m í gær. „Ekki vegna þess að mig langaði í stóla í borgarstjórn heldur vegna þess að verið var að halda okkur uppteknum við eitthvað sem var engin al- vara á bakvið.“ Hann telur að frjálslyndir og sjálfstæðismenn hefðu vel getað náð saman um málefnasamstarf, þar á meðal um innanlandsflugvöllinn. Hann hefði reyndar fengið skilaboð um það frá sjálf- stæðismönnum á kjördag. Rangt pólitískt mat Inntur eftir því hvernig honum lítist á meirihlutasamstarf sjálfstæðismanna og framsóknarmanna segir hann: „Ég tel að það sé rangt pólitískt mat að mynda rík- isstjórnarsamtarf í borginni,“ segir hann. „En það er alveg ljóst að það verður öfl- ug stjórnarandstaða sem tekst á við rík- isstjórnarflokkana bæði á vettvangi lands- mála og í borginni í vetur.“ Hann telur að samstarf sjálfstæðismanna og framsókn- armanna muni koma niður á kosninga- úrslitum ríkisstjórnarflokkanna í þing- kosningum að ári. „Þá óttast ég að sú framkoma við aldraða og öryrkja sem er al- þekkt af hálfu ríkistjórnarinnar geti orðið keimlík hjá sömu flokkunum í borgar- stjórn.“ Morgunblaðið/Eggert Magnússon ræðir við fréttamenn fyrir utan heimili sitt í Fossvogi, eftir að að sjálfstæðismenn höfðu slitið viðræðunum við Frjálslynda flokkinn. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 27 Dagur B. Eggertsson, oddvitiSamfylkingarinnar íReykjavík, segir það hafakomið sér nokkuð á óvart að sjálfstæðis- og framsóknarmenn skyldu mynda meirihluta í borgar- stjórn, en hann óski „ríkisstjórnar- flokkunum til hamingju með að mynda meirihluta í borginni“. Dagur segir að Framsóknarflokk- urinn hafi staðið frammi fyrir tveimur valkostum. „Annars vegar samstarfi sem fól í sér heilmikið nýjabrum og spennandi framtíð þar sem flokkurinn hefði getað stigið út úr skugga Sjálf- stæðisflokksins og sannað sig á eigin forsendum. Öll umræða um þann meirihlutakost byggðist á hugsun um jafnræði milli flokka,“ segir Dagur og vísar til viðræðna sem fram fóru í fyrradag milli allra flokkanna í borg- inni, utan Sjálfstæðisflokks. „Hins vegar þetta gamalkunna hjólfar sem er samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Dagur. „Það kom mér satt að segja töluvert mikið á óvart að það skyldi hafa orðið ofan á hjá Fram- sóknarflokknum, meðal annars í ljósi kosningaúrslitanna.“ Dagur segir að í viðræðum flokk- anna fjögurra í fyrradag hafi margar spennandi hugmyndir borið á góma. „Við áttum ítarlegan tveggja tíma fund þar sem farið var yfir öll helstu málefnasviðin,“ segir hann. Djarft teflt hjá Framsókn Dagur segist ekki vilja fullyrða neitt um hugsanleg áhrif hinnar nýju meirihlutamyndunar á þróunina í landsmálunum á næstunni. „Út af fyrir sig held ég að það sé nokkuð djarft teflt hjá Framsóknar- flokknum sem við- brögð við kosn- ingaúrslitunum að fara í enn meira samstarf við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Dagur. „En ég skal ekki segja hvaða áhrif það hefur, nema þá að flokkarnir ákveði að bjóða fram saman í þingkosningunum,“ bætir hann við. Dagur segir ljóst að Ólafur F. Magnússon, oddviti Frjálslyndra, hafi viljað kanna hvað Sjálfstæðisflokk- urinn hefði fram að færa, en hann hætti þátttöku í viðræðum flokkanna fjögurra á hádegi í fyrradag. „Það get- ur vel verið að það hafi verið mistök hjá honum því það virðist ekki hafa verið mikil alvara á bak við það. En staðreyndin er nú sú að það var ekk- ert kapphlaup í gangi í fangið á Sjálf- stæðisflokknum. Framsóknarflokk- urinn stóð einfaldlega frammi fyrir tveimur kostum og valdi þennan,“ seg- ir Dagur. „Ég held að hinn kosturinn hefði verið miklu meira spennandi fyrir borgina og reyndar fyrir Framsókn- arflokkinn líka. En ég vona að þessi meirihluti verði farsæll fyrir borgina. Við í Samfylkingunni munum styðja öll góð mál en standa vörð um að það verði horft til framtíðar og menn lifi í nútímanum en fari ekki að innleiða hér gamla tímann aftur,“ segir hann. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Framsóknarmenn áttu tvo valkosti Ég held að þetta sé einn sáversti meirihluti sem hefðiverið hægt að mynda í þess-ari borg. Þarna fara afar afturhaldssinnaðir flokkar að því er varðar lýðræðis-, velferðar- og jafnrétt- ismál, sem við sjáum í aðferðum þeirra í ríkisstjórn,“ segir Svandís Svav- arsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um nýjan borgarstjórn- armeirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Svandís bendir á að í aðdraganda kosninganna hafi Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsókn- arflokks, talað um að valið stæði milli hans og áttunda manns sjálfstæð- ismanna en „nú tekur hann að sér að vera þessi áttundi maður,“ segir Svan- dís. Hún kveðst einnig velta fyrir sér um- mælum Björns Inga um að endurreisn Framsóknarflokksins myndi hefjast að loknu slöku gengi flokksins í sveitar- stjórnarkosningunum „Ef þetta er upp- hafið að þeirri endurreisn þá skil ég af hverju Framsóknarflokkurinn er enda- laust á niðurleið. Þetta er náttúrulega afar sérkennilegt pólitískt mat á því hvar möguleikar flokksins liggja,“ segir hún. Svandís segir engan vafa á því að ákvörðun um samstarf sjálfstæðis- og framsóknarmanna muni hafa áhrif á þróun landsmála næsta árið. „Þarna erum við komin með rík- isstjórnina inn í Ráðhúsið og rík- isstjórnarsamstarfið með öllum þeim fautaskap sem þar er. Það náttúrulega þýðir ekkert annað en það að við förum í bullandi stjórnarandstöðu, og gerum það bæði í borg og á landsvísu og hrind- um þessum flokkum út úr þinghúsinu 2007,“ segir Svandís. Hún segir að tveir stóriðjuflokkanna hafi nú tekið sig sam- an en hafa beri í huga að fylgi þeirra í borgarstjórnar- kosningunum hafi verið innan við 50%. „Það verður ekkert auðvelt fyrir þá að hrista af sér stór- iðjustimpilinn gagnvart kjós- endum,“ segir Svandís. Sögulegu tækifæri klúðrað Svandís segir að viðræður sem allir flokkar í Reykjavík, utan Sjálfstæð- isflokks, hófu í fyrradag hafi verið farn- ar ágætlega af stað þegar Ólafur F. Magnússon, oddviti frjálslyndra, hafi tekið sér matarhlé. „Hann hefur ekki komið síðan, en þetta var mjög af- drifaríkt hádegishlé svo ekki sé meira sagt. Ég lít svo á að þar hafi sögulegu tækifæri verið klúðrað,“ segir hún. Spurð um hvort þróun mála í gær hafi komið á óvart sagði Svandís að hlutirnir hafi gerst hratt. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér beinlínis á óvart en ég er nú þeirrar gerðar að ég læt fólk njóta vafans þar til annað kem- ur í ljós. Ég er ekki uppfull af tor- tryggni gagnvart fólki svona alla jafna. En ég óttast það þegar menn tala um athafnastjórnmál, til dæmis í sam- göngumálum. Athafnastjórnmál Fram- sóknarflokksins á hálendinu eru ekki til sóma,“ segir hún. Hún segir að um allt land hafi verið vinstri græn bylgja og mikill kraftur í starfi flokksins. „Ég hefði viljað sjá að þess sæist staður í stjórn borgarinnar,“ segir hún. Hins vegar sé Framsókn- arflokkurinn á hverjum staðnum á fæt- ur öðrum „að gerast farþegi á vegferð Sjálfstæðisflokksins. Það sést í Kópa- vogi, Reykjavík og víðar,“ segir Svan- dís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í Reykjavík „Einn sá versti meiri- hluti sem hefði verið hægt að mynda“ mjög góður borgarstjóri,“ álmur Þ. Vilhjálmsson, odd- æðismanna í Reykjavík, við í gær er hann var spurður rgarstjóri hann yrði. „Ég þessi Villi sem ég hef verið erskur og góður kall.“ ur er sextugur að aldri og ur að mennt. Hann hefur arfulltrúi í Reykjavík frá og formaður Sambands ís- eitarfélaga frá árinu 1990. ona hans er Guðrún Krist- verð áfram si Villi“ Morgunblaðið/Jim Smart r Þ. Vilhjálmsson með onu sinni Guðrúnu Krist- og Heklu Dís Kristins- mubarni Guðrúnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.