Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 11
FRÉTTIR
EYÞÓR Arnalds, efsti maður á
lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg,
hefur verið sviptur ökuréttindum í
eitt ár og greitt sekt sem nemur
150.000 krónum fyrir að aka undir
áhrifum áfengis fyrr í þessum
mánuði. Máli Eyþórs lyktaði með
sátt hjá lögreglustjóra. Eyþór
hyggst taka þátt í stjórnmálastarfi
Sjálfstæðisflokksins í Árborg en
hann ætlar ekki að taka sæti í
bæjarstjórn fyrr en ökuleyfissvipt-
ingu verður lokið. „Ég vinn í sam-
ræmi við þá yfirlýsingu sem gefin
var út í málinu í byrjun, 14. maí
síðastliðinn,“ segir Eyþór sem
hyggst fara í áfengismeðferð í
júní.
Eyþór hvatti á dögunum kjós-
endur í Árborg, sem væru ósáttir
við að hafa hann á lista Sjálfstæð-
isflokksins, til að strika nafn hans
út af listanum í kosningunum.
Hann kveðst ekki hafa kynnt sér
hversu margir strikuðu nafn hans
út af listanum, en hann telur að
útstrikanir hafi ekki verið það
margar að þær hafi haft áhrif á
röðina á listanum. Niðurstaða
kosninganna hafi verið sú að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi unnið
stærsta kosningasigur frá upphafi
í Árborg. „Sjálfstæðisflokkurinn
hefur aldrei fengið svo háa pró-
sentu og einu sinni jafnmarga full-
trúa fyrir 16 árum síðan. Ég er
mjög ánægður með öll þau at-
kvæði, hvort sem þau voru óút-
strikuð eða ekki,“ segir Eyþór.
Hann segist ánægður með að
málinu sé nú lokið. „Það er mikill
léttir fyrir mig og aðra,“ segir
hann og bætir við að það sé skoð-
un sín að með viðbrögðum sínum
hafi hann sett strangt fordæmi
fyrir aðra.
Grímur Arnarson, fimmti maður
á lista Sjálfstæðisflokksins, tekur
sæti í bæjarstjórn á meðan Eyþór
verður frá.
Sviptur ökurétt-
indum í eitt ár
NAFNIÐ Hvalfjarðarsveit varð of-
an á í skoðanakönnun um nafn á
sameinað sveitarfélag sunnan
Skarðsheiðar, sem framkvæmd var
samhliða sveitarstjórnarkosning-
unum á laugardaginn. Á kjörskrá
voru 403 og voru talin atkvæði 354.
7 fulltrúar sitja í sveitarstjórn.
E-listi sam-Einingar hlaut 48,02%
atkvæða og fjóra fulltrúa í sveit-
arstjórn, L- listi Hvalfjarðarlistans
fékk 29,38% atkvæða og tvo full-
trúa og H-listi H4 fékk 22,60% og
einn fulltrúa.
Nafnið Hvalfjarð-
arsveit vinsælast
ALLT bendir til að kosninga-
þátttaka í sveitarstjórnarkosn-
ingum um helgina hafi verið
öllu minni en þegar kosið var
2002 og 1998.
Mest kjörsókn í
Snæfellsbæ eða 91,2%
Endanlegar tölur um kjör-
sókn liggja ekki alls staðar
fyrir en fjöldi auðra og ógildra
atkvæða í nokkrum sveitar-
félögum er ekki ljós. Sé miðað
við stærri sveitarfélög landsins
þar sem tölur um kjörsókn
hafa verið staðfestar virðist
meðalkjörsókn vera á bilinu
78–79% en þegar kosið var
fyrir fjórum árum var með-
alkjörsókn yfir landið allt
83,2% og fyrir átta árum var
kjörsóknin 82,3%.
Í þeim sveitarfélögum þar
sem staðfestar tölur liggja fyr-
ir var kjörsókn mest í Snæ-
fellsbæ, eða 91,2%, 89,8% kusu
í Sandgerðisbæ, 89,3% í Dal-
víkurbyggð og 89,0% á Sel-
tjarnarnesi.
Kjörsókn var ekki mikil í
Reykjavík, eða 77,1%, í Kópa-
vogi var hún 77,2% og í Hafn-
arfirði 73,4%.
Árið 2002 var kjörsókn í
Reykjavík 83,9%, 78,4% í
Kópavogi og 81,4% í Hafnar-
firði þannig að hún lækkaði á
öllum stöðum.
Í Reykjavík kusu raunar
fleiri fyrir fjórum árum en nú
og kjörsókn lækkar um tæp
sjö prósentustig eða tæp níu
prósent.
Leita þarf langt aftur til að
finna jafnlága kjörsókn í
Reykjavík.
Töluvert
minni kosn-
ingaþátttaka
nú en 2002
ALLAR líkur eru á að Sjálfstæð-
isflokkurinn og Borgarlistinn haldi
áfram samstarfi í Borgarbyggð.
Forystumenn flokkanna voru á
fundum í gær og sagði Bjarki Þor-
steinsson, oddviti sjálfstæðismanna,
að stefnt væri að því að klára við-
ræðurnar í dag.
Borgarlistinn (L-listinn) bætti við
sig einum manni í kosningunum í
Borgarbyggð á kostnað Framsókn-
arflokksins. Sjálfstæðismenn og
L-listinn hafa starfað saman í meiri-
hluta í Borgarbyggð sl. 8 ár. Bjarki
sagði að heilindi hefðu verið í þessu
samstarfi og góð málefnaleg sam-
staða. Hann sæi því ekki annað fyrir
sér en að þessir flokkar myndu
halda áfram að starfa saman á næsta
kjörtímabili. Gengi það eftir yrði
Páll Brynjarsson áfram bæjarstjóri.
Sveitarfélög í Borgarfjarðarhér-
aði samþykktu sl. vetur að samein-
ast. Nýja sveitarfélagið mynda
sveitarfélögin Borgarfjarðarsveit,
Hvítársíðuhreppur og Kolbeins-
staðahreppur, auk Borgarbyggðar.
Jafnframt samþykktu kjósendur að
nafnið á sameinuðu sveitarfélagi
yrði Borgarbyggð.
D- og L-listi áfram í
meirihluta í Borgarbyggð
að halda okkar styrk og það hafðist.“
Fyrstu verkefni nýs meirihluta eru að
sögn Guðmundar að vinna áfram
samkvæmt þeim áætlunum sem gerð-
ar hafa verið. „Það eru engin ný
spútnikverkefni sem koma upp á yf-
irborðið, við höldum áfram á sömu
braut. Næstu uppbyggingarverkefni
eru nýr leikskóli í Neskaupstað og að
fara að beita mjög miklum þrýstingi á
ríkisvaldið varðandi jarðgöng á milli
Norðfjarðar og Eskifjarðar.“
Sameining eftir tíu daga
Guðmundur Þorgrímsson, oddviti
Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð,
segir nýjan meirihluta halda áfram
því sem í deiglunni sé í sveitarfé-
laginu, það sé nóg af verkefnum og í
FJARÐALISTI og Framsóknar-
menn í Fjarðabyggð hafa ákveðið að
mynda meirihluta í sveitarfélaginu.
Meirihlutinn hélt velli í kosningunum
og skiptust atkvæði á milli flokkanna
þannig að Fjarðalistinn fékk 33,85%
og 4 menn kjörna, Sjálfstæðisflokkur
32,65% atkvæða og 3 menn kjörna,
Framsóknarflokkur 25% atkvæða og
2 menn kjörna og Biðlistinn fékk
5,94% atkvæða og engan mann kjör-
inn.
Guðmundur R. Gíslason, oddviti
Fjarðalistans, segir kosningaúrslitin
ánægjuleg. „Við vissum að við vorum
að tefla djarft, en við þurftum þess til
mörg horn að líta. „Ég er ekki vel
sáttur við úrslit kosninganna og hefði
viljað sjá þriðja manninn inn hjá okk-
ur, en hann lenti Fjarðalistamegin.“
Þetta eru fyrstu kosningarnar í
nýju sveitarfélagi en nýkjörin bæjar-
stjórn tekur við völdum 9. júní nk.
þegar sveitarfélögin Austurbyggð,
Mjóafjarðarhreppur og Fáskrúðs-
fjarðarhreppur sameinast Fjarða-
byggð. Alls kusu 2.340 en á kjörskrá
voru 2.930 og var því kosningaþátt-
taka 79,9%.
Nýja bæjarstjórn Fjarðabyggðar
skipa Guðmundur R. Gíslason (L),
Valdimar Oddgeir Hermannsson (D),
Guðmundur Þorgrímsson (B), Sigrún
Birna Björnsdóttir (L), Jóhanna
Hallgrímsdóttir (D), Þorbergur N.
Hauksson (B), Díana M. Sveinsdóttir
(L), Jens Garðar Helgason (D) og
Smári Geirsson (L).
Væntanlega auglýsir ný bæjar-
stjórn eftir bæjarstjóra innan tíðar,
en Guðmundur Bjarnason lætur nú af
störfum.
Fjarðalisti og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Fjarðabyggð
Þrýsta þarf á ríkið um jarðgöng
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Guðmundur R.
Gíslason
Guðmundur
Þorgrímsson
FULLTRÚAR Samfylkingarinnar á
Akureyri slitu síðdegis í gær viðræð-
um um myndun nýs meirihluta í bæj-
arstjórn við Vinstri græna og Lista
fólksins og fóru þess í stað fram á
það við sjálfstæðismenn að ræða við
þá um mögulegt samstarf. Þar sem
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri
og oddviti sjálfstæðismanna, er ekki
í bænum – hann spreytir sig í dag
með veiðistöng á urriðasvæðinu í
Laxá í Aðaldal – hittast fulltrúar
flokkanna ekki fyrr en í kvöld.
Á kosninganóttina áttu fulltrúar
Samfylkingarinnar og Sjálfstæðis-
flokksins stuttar viðræður um mögu-
leika á samstarfi í bæjarstjórn Ak-
ureyrar, en þar sem sjálfstæðismenn
gerðu þá kröfu strax í upphafi að
Kristján Þór yrði áfram bæjarstjóri,
taldi Samfylkingin ekki ástæðu til
þess að ræða málið frekar. Flokk-
urinn bauð Hermann Jón Tómasson,
oddvita framboðsins, fram sem bæj-
arstjóraefni í kosningunum. Ekki er
ljóst hvort Samfylkingin gerir enn
kröfu um bæjarstjórastólinn en
heimildir Morgunblaðsins herma að
sjálfstæðismenn hviki ekki frá því að
Kristján Þór haldi embættinu.
Í dag kemur í ljós hvort Kristján
landar urriða austur í Þingeyjar-
sýslu og fljótlega ætti að skýrast
hvort hann situr áfram í stóli bæj-
arstjóra.
Það kom oddvitum Vinstri grænna
og Lista fólksins í opna skjöldu að
strax við upphaf fyrirhugaðs fundar
flokkanna þriggja, síðdegis í gær, til-
kynntu samfylkingarmenn að þeir
hefðu ákveðið að slíta viðræðunum.
Oddur Helgi Halldórsson, oddviti
Lista fólksins, vildi ekki tjá sig um
málið í gær en Baldvin H. Sigurðs-
son, leiðtogi Vinstri grænna, sagði að
með þessari ákvörðun Samfylking-
arinnar hefði glatast það sögulega
tækifæri að mynda í fyrsta skipti vel-
ferðarstjórn á Akureyri, „vinstri
stjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins. Mér
fannst úrslit kosninganna benda til
þess að það væri það sem fólk vildi.
Ég er því ekki sérstaklega sáttur,
fyrir hönd kjósenda,“ sagði Baldvin.
„Þetta fór þó allt fram í mest bróð-
erni og ég tek niðurstöðunni af minni
alkunnu karlmennsku.“
Morgunblaðið náði ekki sambandi
við Hermann Jón Tómasson, oddvita
Samfylkingarinnar, eftir fundinn en
í fréttatilkynningu frá flokknum seg-
ir að í ljósi þess að tvö af þremur
framboðanna hefðu unnið góða sigra
í kosningunum á laugardag hefði
Samfylkingin talið eðlilegt að efna til
viðræðna um myndun meirihluta
þessara afla. „Viðræðurnar hafa í
sjálfu sér verið jákvæðar og ljóst er
að öll framboðin hófu þessar viðræð-
ur með það að markmiði að tryggja
hagsmuni Akureyrar til framtíðar.
Þær hafa þó leitt í ljós að okkar mati
að þessi meirihluti geti aldrei orðið
nægilega traustur til að sinna þeim
mikilvægu verkefnum sem vinna
þarf að hér á Akureyri á næstu ár-
um. Við treystum okkur þess vegna
ekki til að leiða þessar viðræður
lengur. Á þeim forsendum höfum við
ákveðið að slíta þeim.“
Fréttaskýring | Þriggja flokka stjórn minnihlutaflokkanna á Akureyri úr sögunni
Samfylkingin sleit viðræðum og
snýr sér að Sjálfstæðisflokki
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Baldvin H. Sigurðsson, oddviti VG á Akureyri, var gestgjafi á fyrsta fundinum með L-listanum og Samfylkingunni
í fyrradag og fer hér burt með afganginn af veitingunum. Hann fór hins vegar tómhentur heim eftir fundinn í gær.
Oddur Halldórsson, oddviti L-listans, hverfur inn í herbúðir Samfylking-
arinnar í gær og Anna Emilsdóttir á eftir honum. Þau stöldruðu stutt við.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is