Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 41 DAGBÓK VORUM BEÐNIR UM AÐ AUGLÝSA EFTIR ÞESSUM EIGNUM Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Fossvogur: Traustur kaupandi óskar eftir raðhúsi nú þegar. Fossvogur: Einbýlishús á bilinu 250-350 fm óskast. Hlíðar: Kaupandi óskar eftir 130-150 fm hæð með bílskúr í gamla hluta Hlíðanna, gjarnan á 1. hæð. Þingholt: Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsum á þessu svæði. Æskileg stærð 250-400 fm. Suðurhlíðar: Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi eða raðhúsi. Æskileg stærð 250-350 fm. Espigerði: 110-130 fm íbúð í blokk við Espigerði 4 óskast. Seltjarnarnes: Óskum eftir sérbýlum, einbýlishúsum og raðhúsum á Seltjarnarnesi. Æskilegt stærð 200-350 fm. Vesturbær: Óskum eftir 120-170 fm sérhæð í vesturborginni. Vesturbær: Óskum eftir góðri 3ja herb. íbúð á hæð. Æskileg stærð 80-90 fm. Allt að 160 milljónir: Einbýlishús á sjávarlóð á Arnarnesi eða sunnanverðu Seltjarnarnesi eða Arnarnesi óskast. Rétt eign má kosta allt að 160 milljónir. Athugið: Þetta er aðeins sýnishorn úr kaupendaskrá. Ámorgun verður haldin málstofa á vegumviðskipta- og hagfræðideildar HáskólaÍslands. Þar mun Ólafur Ísleifsson, doktors- nemi í hagfræði við Háskólann, fjalla um lífeyris- kerfi Íslendinga í alþjóðlegu samhengi og tengsl líf- eyriskerfisins við innlendan fjármálamarkað og þjóðarbúskap. Leiðbeinandi Ólafs er próf. Þorvald- ur Gylfason. „Íslendingar hafa byggt upp lífeyriskerfi sem hefur alþjóðlega skírskotun og því ekki úr vegi að fjalla um kerfið í alþjóðlegu ljósi. Um leið er áhuga- vert að skoða áhrif lífeyriskerfisins á innlendan fjármálamarkað og á einstaka þætti þjóðarbúskap- arins,“ segir Ólafur. „Þetta er áhugavert rannsókn- arnefni sem hefur bæði mikla efnahagslega þýð- ingu og varðar um leið hvert einasta mannsbarn í landinu.“ „Kerfið sem við þekkjum nú hefur verið byggt upp af aðilum vinnumarkaðarins og á upphaf sitt að rekja til tímamótasamninga á árinu 1969. Lífeyr- iskerfið hefur fest sig í sessi sem veigamikill þáttur í íslensku samfélagi. En þó kerfið sé orðið all- þroskað leika nú um það breytingastraumar. Má þar nefna áberandi hraða fækkun lífeyrissjóða sem orðið hefur við samruna og er fyrirsjáanlegt fram- hald í þessu efni. Má búast við að lífeyrissjóðum fækki svo þeir verði á endanum færri en 10, en þeg- ar mest var voru starfræktir 100 lífeyrissjóðir á landinu. Einnig er unnið að ýmsum skipulagsbreyt- ingum, s.s. varðandi réttindamyndun sem í vaxandi mæli er að verða aldursháð, í stað einfalds stiga- kerfis eins og áður var,“ bætir Ólafur við. „Gripið hefur verið til aðgerða til að styrkja inn- viði kerfisins með hækkun á því hlutfalli launa sem greitt er til lífeyrissjóða. Eins hafa Íslendingar tek- ið opnum örmum valfrjálsum viðbótarlífeyrissparn- aði og vex það kerfi mjög hratt. Þau réttindi sem þar skapast eru þannig ólík hefðbundnum lífeyr- isréttindum að byggð er upp séreign sem erfist við andlát.“ Ólafur bætir við að þó lífeyriskerfið standi sterk- um fótum á mörgum sviðum megi greina í því hugs- anlega veikleika: „Það var mikið happ að valin var sjóðssöfnunarleið í lífeyriskerfi almenna vinnu- markaðarins. Nú eiga íslenskir lífeyrissjóðir að mestu fyrir sínum framtíðarskuldbindingum, en öðru máli gegnir um Lífeyrissjóð opinberra starfs- manna eins og kunnugt er. Þá hefur vaxandi tíðni örorku lagt auknar byrðar á sjóðina. Eins er við- varandi verkefni að ávaxta eignir sjóðanna sem best, en síðustu árin hafa lífeyrissjóðirnir staðið sig mjög vel í þeim efnum og njóta þar meðal annars góðs af sterkum mörkuðum hér á landi.“ Erindi sitt heldur Ólafur sem fyrr segir á morg- un, miðvikudag, í Odda, stofu 101 og hefst mál- stofan kl. 12. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Fjármál | Ólafur Ísleifsson heldur erindi um lífeyriskerfi Íslendinga í Odda á morgun Staða og þróun lífeyriskerfisins  Ólafur Ísleifsson fæddist í Reykjavík 1955. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1975, BS í stærðfræði frá HÍ 1978 og hlaut meist- aragráðu í hagfræði frá London School of Economics 1980. Ólaf- ur hóf störf hjá Seðla- banka Íslands 1983 í al- þjóðadeild, og starfaði þar með hléum, síðast sem framkvæmdastjóri til ársloka 2001. Sérfræðingur á skrifstofu Norðurlandanna hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum 1985–1987, efnahagsráðgjafi rík- isstjórnar Þorsteins Pálssonar 1987–1988, fulltrúi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2002–2003 og lektor við viðskiptadeild HR frá 2003. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, 30. maí, ersextug Helga Ívarsdóttir. Af því tilefni tekur hún og eiginmaður hennar, Guðjón Hákonarson, á móti gestum föstudaginn 2. júní kl. 18–21 í Félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur, Elliðaárdal. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. e4 d5 2. exd5 Rf6 3. d4 Rxd5 4. Rf3 g6 5. Be2 Bg7 6. c3 0-0 7. 0-0 c5 8. c4 Rb6 9. d5 e6 10. Rc3 exd5 11. cxd5 Bf5 12. Bg5 Bf6 13. Bxf6 Dxf6 14. Db3 R8d7 15. Hac1 Hac8 16. Rd2 Hfe8 17. Bb5 Dd4 18. Rc4 Rxc4 19. Bxc4 Re5 20. Rb5 Df4 21. Rxa7 Hcd8 22. Rb5 Bg4 23. f3 Rxf3+ 24. gxf3 Bh3 25. Dc2 He5 26. Hf2 Hde8 27. Dd2 Staðan kom upp í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu í Tórínó á Ítalíu sem stendur yfir þessa dag- ana. Stórmeistarinn Þröstur Þór- hallsson (2.448) hafði svart gegn Marc Figueroa (2.214) frá Gvatemala. 27. … Dxc4! og hvítur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 28. Hxc4 He1+. 9. um- ferð mótsins fer fram í dag og hægt er að fylgjast með skákum íslensku liðanna í beinni útsend- ingu á heimasíðu mótshaldara en mögulegt er að nálgast vefslóð hennar á www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 30. maí, erfimmtugur Árni Sæberg ljós- myndari, Melahvarfi 14, Kópavogi. Hann mun fara huldu höfði á afmælis- daginn. Landspítali — háskólasjúkrahús 90–100 hjúkrunarfræðinga vantar á LHS. 300 hjúkrunarsjúklingar á LHS bíða eftir hjúkrunarplássi sem ekki er til. 93 börn með geð- raskanir bíða eftir afgreiðslu á barnageðdeild. Allt þetta ófremdar- ástand geta stjórnvöld í landinu þakkað sér. Eftir 12 ára stöðugan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu ár eftir ár sem síðan hefur verið fram- kvæmdur af misvitrum stjórnendur spítalans. Þar sem um árabil mátti ekki ráða í stöður hjúkrunarfræð- inga sem losnuðu sem svo aftur hefur valdið ómanneskjulegu álagi á það hjúkrunarfólk sem var fyrir. Það er ekki ofsögum sagt að búið sé að rústa heilbrigðiskerfinu. Í Morgunblaðinu í janúar sl. skrifar sjúkraliði GK bréf til blaðs- ins undir fyrirsögninni Jól á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi þar sem hún lýsir fyrirlitlegri fram- komu hulduhersins, sem hún kallar stjórnendur spítalans, í garð starfs- manna. Betri stjórnun og betri framkoma við starfsfólk gæti spar- að skattgreiðendum mikla peninga og sjúklingum meira öryggi. Hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Komið til móts við sjúklinga Í BLAÐAVIÐTALI kvað heilbrigð- isráðherra hafa sagt að með tilvís- unarkerfinu sem nú skal gilda fyrir hjartasjúklinga hafi einmitt verið komið til móts við sjúklingana. Þó nú væri. Voru það ekki einmitt kjörorð framsóknar í síðustu al- þingiskosningum; Fólk í fyrirrúmi? Eftir aðgerð, stundum mikla, er sjúklingi vísað í eftirlit, stundum ævilangt, hjá hjartalækni. En eftir fyrsta 1. apríl 2006 varð honum ljóst hvað í því fólst að komið var til móts við hann. Það þýddi að á fjögurra mánaða fresti varð hann að sækja um tilvísun. Það kostaði annað komugjald, ann- an biðtíma á heilsugæslustöð og oftast annan leigubíl því þetta fólk á þess ekki kost að láta lóðsa sér á landsins kostnað á milli staða né að þeysa um götur með véldreka í klofinu. Þriðju reisuna verður svo að fara á Tryggingastofnun. Sjúk- lingurinn skal sem sagt líka finna fyrir því fjárhagslega hvernig kom- ið er til móts við hann. Ef til vill er þetta valdboð til þessa sjúklingahóps aðeins byrj- unin á því að troða tilvísunar- kerfinu ofan í alla landsmenn eins og ætlunin var fyrir nokkrum ár- um. Ég man eftir gömlum stjórn- málamanni sem belgdi sig út í sjón- varpi í áróðri fyrir þessu. Hann minnti mig á slátrara. Fyrir næstu alþingiskosningar ætti að krefjast afdráttarlausra svara frá frambjóð- endum um afstöðu þeirra í þessu máli. Ragnheiður H. Vigfúsdóttir. Morgunblaðið/ÞÖK 50 ÁRA afmæli. Í dag, 30 maí, erKári Arnór Kárason 50 ára. Er hann nú með eiginkonu sinni, Krist- jönu Skúladóttur, að ganga einkaveg- inn í Perú. 70 ÁRA afmæli. Kristmann Eiðs-son, kennari og þýðandi, Sól- túni 5, Reykjavík, varð sjötugur 27. maí sl. Hann var að heiman ásamt eig- inkonu sinni Kristínu Þorsteinsdóttur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.