Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 17 ERLENT Háskóli Íslands býður nú fjarnám í Náms- og starfsráðgjöf, diplómanám frá og með haustmisseri 2006 Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Umsóknarfrestur er til 6. júní H O R N / H a u k u r / 2 3 8 3 b Fjarnám í haust? Námið sem ég ætlaði alltaf í? Náms- og starfsráðgjöf 30e - Diplómanám Námið er • ætlað þeim sem hyggjast starfa við ráðgjöf með fullorðnum t.d. á símenntunarmiðstöðvum og við námsráðgjöf í skólum • skipulagt sem hlutanám sem dreifist á fjögur misseri • hugsað fyrir nemendur utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar um skipulag námsins og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsvísindadeildar http://www.felags.hi.is/Níutíu ára en samt ný Við opnum2. júní Bantul, Prambanan. AP, AFP. | Hjálp- argögn voru í gær farin að berast til þeirra svæða sem verst urðu úti af völdum jarðskjálftans á eynni Jövu á Indónesíu á laugardag. Embættismenn sögðu hjálp- arstarfið hins vegar ekki ganga nægilega hratt, því að neyðin væri mikil. Ljóst var í gær að a.m.k. 5.137 höfðu týnt lífi í nátt- úruhamförunum en skjálftinn mældist 6,3 á Richters-kvarðanum. Jan Egeland, neyðaraðstoð- arstjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði hjálparstarfið „keppni við klukkuna“. Þá sagði hann að gíf- urlega margir hefðu misst útlimi eða hefðu fengið alvarleg beinbrot og að læknar og hjúkrunarfólk á Jövu hefðu ekki undan. Þá eru enn einhverjir fastir undir húsarústum. Talið er að 20.000 manns hafi slasast í jarðskjálftanum, 200.000 eru sagðir heimilislausir. Flugvélar sem SÞ leigðu og komu á vettvang í gær með hjálp- argögn fluttu bágstöddum ferskt vatn, tjöld, eldstæði og tæki til mat- argerðar. Var byrjað að dreifa þessum gögnum í gær. Indónesískir embættismenn á staðnum sögðu hins vegar þörfina enn mikla og Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, við- urkenndi, er hann heimsótti skjálftasvæðin, að skort hefði á samræmingu aðgerða við dreifingu hjálpargagna og bað hann embætt- ismenn að vera snarari í snún- ingum. „Ég sá að á mörgum svæð- um þarf að vinna hraðar,“ sagði hann. Miklar rigningar síðdegis í gær gerðu bágstöddum á skjálftasvæð- unum enn erfiðar fyrir. Þá höfðu menn áhyggjur af umróti í Merapi- eldfjallinu, sem er nálægt upp- tökum skjálftans á Jövu. Er hugs- anlegt að mikið eldgos verði þar á næstu dögum. Indónesía stendur á mörkum tveggja fleka jarðskorp- unnar og því er mikil virkni á þess- um slóðum. Er vandinn sá, að þarna er einnig afar þéttbýlt og því næsta víst að mikið manntjón verður í hvert skipti sem jörðin ræskir sig.                            !        ! '()*+&',-./011  012314+5                            .-4&(&41101601                        ! "  !#   !   $% %&  %     ' %( ) % &  '   * %   % )  +  ,   !"#$%&'$ (%''#)$#$*+ "*%,$-&%*.$/ 0$'1*!!+'&*# %$'1%*#2 " # $ % # & ' (  -- --  )       *+, -.  &!  /     344# Hjálparstarfið „keppni við klukkuna“ Róm. AP. | Fjörutíu og einn búlgarskur ríkisborgari var hand- tekinn í gær í samræmdum aðgerðum lögregluyfirvalda á Ítal- íu, í Búlgaríu, Þýskalandi og Austurríki en mennirnir til- heyrðu evrópsku glæpagengi sem stundað hefur kaup og sölu á börnum. Flest barnanna hafa komið frá fátækustu ríkjum Austur-Evrópu, einkum Búlgaríu, og hafa ættmenni þeirra neyðst til að selja þau í hendur glæpagenginu sökum fátæktar. Búið var að misnota sum barnanna kynferðislega en þau voru á bilinu átta til þrettán ára gömul. Börnin voru daglega neydd til þess að stunda glæpi. Munu þau hafa þurft að uppfylla sinn kvóta á degi hverjum, þ.e. stunda götuhnupl uns þau höfðu náð tiltekinni upphæð, 1.000 evrum, en áttu ella yfir höfði sér barsmíðar. Lögreglan segist ekki vera viss um hversu mörgum börnum hafi verið smyglað til Vestur-Evrópu en talið er að þau kunni að vera fleiri en 100. Verslað var með börnin í nokkrum lönd- um, m.a. í Bretlandi, en mikill fjöldi þeirra endaði í Þýska- landi. Það fé sem börnin náðu úr handtöskum og úr jakkavös- um var afhent glæpagenginu sem endurfjárfesti í fíkniefnaviðskiptum, að því er fram kom hjá breska útvarpinu, BBC. Þá höfðu börnin verið margsinnis flutt á milli staða og þau bjuggu eins og þrælar að sögn lögreglu. Þrælahaldarar handteknir Helsinki. AP. | Lögregluyfirvöld í Finnlandi segjast hafa grunsemdir um að einhver hafi vís- vitandi kveikt í Porvoo-dómkirkjunni, einni elstu dómkirkju landsins, sem skemmdist mik- ið í eldsvoða aðfaranótt mánudags. Enginn slasaðist í brunanum. Af honum hlaust þó gríð- arlegt tjón, en hlutar kirkjunnar voru frá því á 13. öld. „Framburður sjónarvotta og fyrstu rannsóknir tækniliðs okkar […] benda til að kveikt hafi verið í kirkjunni,“ sagði Bengt Ren- lund, yfirmaður í Porvoo-lögreglunni í gær. Renlund veitti ekki frekari upplýsingar um rannsóknina, en yfir 10 manns hafa verið yfir- heyrðir vegna brunans. Porvoo-dómkirkjan er steinkirkja sem var endurreist á 15. öld. Hún gegnir stóru hlutverki í sögu Finna. Þannig undirritaði Alexander I., keisari Rússlands, þar á Porvoo-þinginu sam- komulag sem heimilaði Finnum að halda trú sinni er þeir tilheyrðu Rússlandi, eftir að Svíar töpuðu í stríðinu gegn Rússum 1808 til 1809. Íkveikja í Finnlandi? Ramallah. AFP. | Næstum níu af hverjum tíu Palestínumönnum styðja hugmyndir sem settar hafa verið fram af hópi herskárra leið- toga í fangelsum Ísraela um lausn á deilum þjóð- anna tveggja, ef marka má skoð- anakönnun sem birt var á sunnu- dag. Mahmoud Abbas Palest- ínuforseti hyggst efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um tillögurnar ef flokkur hans, Fatah og Hamas-samtökin, sem ráða ríkisstjórninni, ná ekki einingu um sameiginlega afstöðu gagnvart Ísraelum. Tillögurnar kveða á um þjóð- stjórn og jafnframt að sett verði á laggirnar Palestínuríki er nái yfir Vesturbakkann og Gaza en einnig Austur-Jerúsalem. Hamas, sem neitar sem fyrr að viðurkenna til- verurétt Ísraelsríkis, hefur gagn- rýnt Abbas hart fyrir að ætla að láta kjósa um tillögurnar. En könnunin sýnir að jafnvel meðal stuðningsmanna Hamas eru 72% kjósenda sammála hugmyndunum. Um 62% sögðust treysta Abbas best af stjórnmálaleiðtogum þjóð- arinnar en 38% nefndu Ismail Haniya forsætisráðherra úr Ham- as. Í síðustu könnun voru leiðtog- arnir tveir nær jafnir. Hamas- menn fengu samt nokkra uppörvun á sunnudag þegar leiðtogar Al- þýðufylkingarinnar til frelsunar Palestínu, PLFP, sögðust reiðu- búnir að taka sæti í ríkisstjórn með Hamas. PLFP eru gömul samtök herskárra vinstrisinna og hafa þrjá menn á þingi af alls 132. Abbas nýtur mikils stuðnings Mahmoud Abbas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.