Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 22
Daglegtlíf maí Kaffi hefur alveg örugglegaoft bjargað lífi,“ svararKristín Þóra Harðar-dóttir heimspekingur þegar hún er spurð að því hvort kaffi sé lífsnauðsynlegt. Hún bergir á fanta góðu kaffi á Súfistanum, þar sem hún situr á spjalli við annan heimspeking, Gunnar Hersvein. „Ég var til dæmis næstum dauð í morgun út af kaffileysi. Manninum mínum láðist að hella upp á handa mér eins og hann er vanur og þegar ég ætlaði að gera það sjálf, komst ég að því mér til mikillar skelfingar að það var ekki til neitt kaffi í hús- inu. Ég er ekki frá því að þessi handvömm hans varði við hjúskap- arlög,“ segir Kristín Þóra sem nem- ur lög við Háskóla Íslands. „Ég get ekki á heilli mér tekið nema ég fái minn espressóbolla á morgnana. Ég fæ fráhvarfseinkenni sem lýsa sér í miklum hausverk og ég get ekkert borðað fyrr en ég er búin að drekka kaffið mitt.“ Hneig niður vegna kaffivonbrigða Gunnar hefur líka reynslu af kaffiháska, sem hann lenti í fyrir fimmtán árum. „Þá var ég á ferð um landið í nokkra daga og þar sem ég kom hafði ég ævinlega fengið mjög þunnt Bragakaffi eða Kaaber- kaffi, sem er alveg ágætt út af fyrir sig. En ég var kominn með veruleg fráhvarfseinkenni vegna löngunar í bleksterkt og gott kaffi. Ég brá mér því í næsta þéttbýli, fór beint inn á hótel staðarins og pantaði mér kaffi. En þá reyndist það líka vera lapþunnt Bragakaffi og ég hneig nánast niður vegna vonbrigða og pantaði mér tafarlaust far með næstu vél í bæinn.“ Þrettán ára kaffikerling „Það er hræðilegt að drekka vont kaffi, það er jafnslæmt og að borða vondan mat,“ segir Kristín Þóra sem er mikill matgæðingur. „Ég skil ekki fólk sem borðar vondan mat og drekkur vont kaffi. Ég byrj- aði að drekka kaffi þegar ég var þrettán ára, svart og sykurlaust. Núna drekka krakkar ekki kaffi. Ég hamra á því við nýfermdan son minn að hann komist aldrei til manns nema hann drekki kaffi, en hann tekur ekkert mark á mér.“ Gunnar bætir því við að vel útilát- inn espressóbolli sé hollur en fólk fái í magann af vondu kaffi. Alúðin við uppáhellinguna En hvað er það sem gerir kaffi gott? „Rétt eins og í vínum, þá eru það margir þættir. Það skiptir máli hvernig jarðvegurinn er og allar að- stæður þar sem kaffiplantan vex og hvort baunirnar séu tíndar með höndunum eður ei. Svo skiptir vinnslan miklu máli, rakastig og hitastig baunanna þegar þær eru ristaðar og hvort þær séu lítið eða mikið ristaðar. Þegar kemur að uppáhellingunni þarf kaffið að vera nýmalað og fast þjappað í espressó- könnuna og vatnið verður að fara hratt í gegnum kaffiduftið.“ Gunnar segir að alúðin sem lögð er í uppáhellinguna skipti líka miklu máli. „Rétt eins og í matargerð, er það hugurinn á bakvið verkið sem gerir gæfumuninn.“ En þau taka fram að hversdags- legur uppáhellingur geti líka verið góður og stundum sé stemningin þannig að aðeins kaffiruddi passi við hana. Kaffi er fullt af táknum Þar sem Gunnar hefur gefið út bók um gildin í lífinu, Gæfuspor, er ekki hjá því komist að krefja hann svara um gildi kaffidrykkju. „Gildi kaffidrykkju er tvennskonar. Ann- ars vegar er það að njóta þeirrar gleði sem fylgir því að drekka gott kaffi og að finna fyrir svolítilli sælu- vímu, því kaffidrykkja er einn af mörgum þáttum í nautninni að lifa. Hinsvegar er kaffidrykkja fé- lagslegt fyrirbæri. Fólk kemur saman og spjallar á meðan það drekkur kaffið sitt,“ segir Gunnar sem er nokkuð viss um að kaffi- drykkja örvi heimspekilega hugsun. „Kaffi er líka fullt af táknum. Svart kaffi stendur fyrir myrkur og drunga, en þegar mjólkin er komin út í, þá hefur bjartsýnin tekið völd. Við sjáum þetta víða í bók- menntum.“ Kaffi slekkur þorsta í hitabylgju Eina bókin sem Kristín Þóra man eftir þar sem kaffi er fyrirferðamik- ið, er Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi, en í þeirri sögu er alltaf ver- ið að drekka kaffi. Og víst er að kaffi kemur oft fyrir í mörgum Lax- nessbókum, hver man ekki eftir kaffinu og pönnukökunum í Sum- arhúsum? Margar af bókum Gyrðis Elíassonar ilma nánast af kaffi og sakamálasögur eru fullar af kaffi. Gunnar vekur athygli á því að sól og kaffi eigi vel saman, og að kaffi sé góður sumardrykkur. „Andstætt því sem margir halda, er kaffi best við þorsta. Eitt sinn var ég staddur í París í hitabylgju og þá benti góð- ur Frakki mér á að fá mér tvöfald- an espressó, sem ég og gerði og við það hvarf þorstinn.“ Gunnar er nýkomin frá Tyrk- landi, þar sem kaffið er svo sterkt að næstum má skera það. „Ég fór á tyrkneskt heimili þar sem hellt var upp á tyrkneskt kaffi. Fyrst voru gestir spurðir að því hvort þeir vildu mikinn sykur eða lítinn. Síðan var kaffinu mokað út í vatn, þar næst sykrinum og allt soðið upp. Stundum er það soðið þrisvar. Þessu er svo hellt beint í bollann án þess að sigta korginn frá, en hann sest á botninn. Þetta var vissulega annað bragð en maður er vanur, en mér fannst þetta gott kaffi. Ég þurfti ekki meira en einn bolla, því þetta var bleksterkt og þykkt.“ Gunnar segir tedrykkju hafa verið miklu meira áberandi en kaffi- drykkju í Tyrklandi. „Jafnvel þegar ég kom í verslanir, var byrjað á því að bjóða mér te í litlum glösum, ýmist svart eða eplate.“ Kristín hefur svipaða sögu að segja frá því hún dvaldi nokkra mánuði í Indlandi á yngri árum, þar sem hitinn var um fjörutíu stig. „Þar komst ég upp á bragð með að drekka ómælt magn af mjólkurtei með miklum sykri.“ Er líf eftir kaffi? Af þessu má ljóst vera að sinn er siður í landi hverju þegar kemur að kaffi- og tedrykkju. Til dæmis er það svo að nánast á hverju heimili á Íslandi tíðkast það að bjóða gestum upp á kaffi. „Gestgjafinn fer í flækju ef gesturinn þiggur ekki kaffið og lítur jafnvel á það sem móðgun. Ég veit um fólk sem alls ekki drakk kaffi en gafst upp á því að neita slíkum ítrekuðum kaffiboð- um og hefur komist upp á lag með að njóta þess,“ segir Kristín sem svarar því ákveðið neitandi þegar hún er spurð að því hvort það sé líf eftir kaffi. Gunnar telur aftur á móti að svo sé, enda hefur hann reynt það á sjálfum sér, því hann átti sér eitt sinn kaffilaust tímabil. „Það var hluti af heimspekinni, til- raun á sjálfum mér með sjálfsaga í sókratískum anda. Ég drakk í stað- inn soðið heitt vatn og það gekk ljómandi vel.“ Ómissandi unaður Margar ástarjátningar hafa flogið yfir bolla af ilmandi kaffi og hjörtu hafa verið brotin í kaffi- boðum. Franska bylt- ingin var skipulögð á kaffihúsi og bóhemar sögunnar sátu og sitja enn á kaffihúsum og leysa lífsgátuna. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við tvo kaffifíkla og heimspekinga um hið unaðslega fyrirbæri kaffi. Morgunblaðið/Kristinn Kristín Þóra og Gunnar Hersveinn á góðu flugi í kaffispjalli á Súfistanum þar sem þau voru umvafin bókum. Morgunblaðið/Kristinn NOKKUÐ áreiðanlegt er talið að kaffibaunir hafi verið étnar í Eþíóp- íu á 6. öld fyrir Krist. Talið er að Súfum hafi fyrst hug- kvæmst að búa til kaffidrykkinn.  11. öld : Kaffi ristað og soðið.  14. öld : Fyrsta kaffihúsið opnað í Mekka.  1511 : Kaffi bannað í Mekka, af ótta við kaffihúsaspjall. En það stóð ekki lengi. Kaffidrykkurinn breiddist út um hinn íslamska heim.  1594 : Klement páfi VIII. blessaði kaffi sem flutt var til Ítalíu.  1607 : Kapteinn John Smith kynn- ir nýja heiminum kaffið.  1668 : Kaffi í New York.  1690: Fyrsta kaffiræktunin í Java.  1700 : Kaffihúsið Procope opnað í París.  1720: Kaffi komið til Vestur- Indía.  1721 : Fyrsta kaffihúsið í Berlín.  1724: Kaffitrjám plantað í Bras- ilíu.  1773 : Ameríka verður kaffi- drykkjuland en ekki tedrykkju eins og England.  1946 : Ítalska espressó kaffivélin fullkomnuð.  1980: Sérkaffiverslunin hófst í Seattle í Bandaríkjunum, sem andsvar við fjöldaframleiddu og blönduðu róbust-bauna kaffisulli. Atburðir úr kaffisögunni  KAFFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.