Morgunblaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjölmargt getur haftáhrif á aksturmanna, stóraukin
notkun GSM-farsíma hef-
ur leitt til þess að sektar-
viðurlög liggja við því að
tala í slíkan síma án hand-
frjáls búnaðar þegar bif-
reið er ekið. Fjölmörg
önnur atriði hafa áhrif á
akstur og eru þau oftar en
ekki tengd heilsufari
manna, en lítið hefur verið
gert til þess að stemma
stigu við að veikir öku-
menn séu í umferðinni
sem getur skapað hættu. Á mál-
þingi um heilsufar og akstur, sem
fram fór í síðustu viku, var rætt
um áhrif ýmiskonar sjúkdóma á
akstur, en málþingið var á vegum
Iðjuþjálfafélags Íslands og Öku-
kennarafélags Íslands. Gera má
ráð fyrir að fjöldi ökumanna sem
haldnir eru flogaveiki, hjartveiki
eða öðrum sjúkdómum sem geta
skyndilega gert vart við sig í
akstri og þar af leiðandi skapað
gríðarlega hættu í umferðinni.
Margt sem slævir ökuhæfni
Í samtali við Morgunblaðið
sagði Hjalti Már Björnsson, lækn-
ir og einn fyrirlesara á mál-
þinginu, það vera vandamál
hversu margir sjúkdómar það
væru sem hefðu áhrif á akstur
manna: „Þekktastir þeirra eru þó
sjúkdómar eins og flogaveiki, þar
sem hætta er á að fólk missi með-
vitund undir stýri. Síðan er mis-
notkun – og almenn notkun – lyfja
sem slæva hæfnina til að keyra,
svo sem notkun á róandi lyfjum,
svefnlyfjum og sterkum verkja-
lyfjum auk neyslu á fíkniefnum og
áfengi.“
Hjalti sagði að það væru ekki
einungis þessir þættir sem hefðu
áhrif á það þegar hæfni ökumanna
væri metin: „Það eru fjöldamargir
aðrir þættir sem skipta máli þegar
það er verið að meta hvort einhver
er hæfur til að keyra. Til dæmis
eru hættulegustu einstaklingarnir
í umferðinni þeir sem eru með
ómeðhöndlaðan kæfisvefn. Það er
talið að líkurnar á umferðarslysi
hjá þeim séu að meðaltali sexfalt
meiri en hjá öðrum.“ En auknar
líkur eru á því að ökumaður með
ómeðhöndlaðan kæfisvefn sofni í
umferðinni og valdi stórtjóni.
Læknir er ekki lögregluvald
Hjalti sagði ennfremur að ekki
væri hægt að setja alla sjúklinga í
sama flokk, 18 ára ökumaður sem
reykti væri t.d. í meiri hættu á að
valda slysi en 25 ára kona með vel
meðhöndlaða flogaveiki. „Síðan
eru það aðrir þættir sem skipta
verulega miklu máli þegar metin
er áhættan af akstri. Til dæmis
hefur verið bent á að það að akst-
ur á meðan talað er í síma auki lík-
urnar á slysi fjórfalt, og er þá
hættan jafnmikil og þegar keyrt
undir áhrifum áfengis. Því miður
eru lög í gildi sem segja að það sé í
lagi að keyra og tala í símann með
handfrjálsan búnað, en rannsókn-
ir hafa sýnt að handfrjálsi búnað-
urinn breyti engu varðandi þessa
áhættu. Það sem veldur aukinni
áhættu á slysum er athyglin sem
beinist frá akstrinum í samtalið,
en ekki endilega það að önnur
höndin sé upptekin við að halda
símanum upp við eyrað.“
Ef læknir greinir sjúkling með
sjúkdóm sem getur haft áhrif á
ökuhæfni eru fá úrræði þar sem
læknar eru bundnir trúnaðar-
skyldu: „Fyrsta skrefið í slíkri
stöðu er að læknir þarf að útskýra
sjúkdóminn fyrir sjúklingnum, að
sjúkdómurinn geti haft áhrif á
hans akstur, og það geti verið að
sjúkdómsins vegna sé sjúklingur-
inn ekki ökuhæfur á ákveðnum
tímum sólarhringsins, eða ætti að
sleppa því alfarið að keyra. Þetta
finnst okkur sem skoðum þessi
mál, mjög mikilvægt að læknir
skýri þetta vandlega fyrir sjúk-
lingnum.“
Hjalti sagði ennfremur að það
væri ekki í valdi lækna að koma í
veg fyrir að óhæfir sjúklingar
setjist undir stýri. „Læknirinn er
ekki lögregluvald, og á aldrei að
vera. Það verður að vera aðskilið,
við ráðleggjum einungis fólki hvað
það á gera, en það er annarra að
meta hvað skuli gera við ökurétt-
indi viðkomandi,“ en læknum er
ekki skylt að upplýsa lögreglu um
ökuhæfni sjúklinga sinna. „Það
var reynt að mig minnir í Finn-
landi, þar sem læknar voru skyld-
aðir til að tilkynna yfirvöldum ef
sjúklingur fékk t.d. flog. En það
leiddi til þess að sjúklingar hættu
að tilkynna læknum að þeir hafi
fengið flog yfir höfuð, með tilheyr-
andi hættu fyrir sjúklingana.“
Fá úrræði til staðar
Spurður um hvaða úrræði væru
til staðar til að koma í veg fyrir að
óökuhæfir sjúklingar færu út í
umferðina sagði Hjalti að til væri
lagaheimild fyrir lögreglustjóra
til að afturkalla akstursheimild,
en hún væri mjög lítið notuð. Hins
vegar hefði það verið rætt á mál-
þinginu að byggja upp þjónustu
þar sem að hægt er að gera akst-
ursmat með formlegri hætti, þar
sem að koma ökukennari, iðju-
þjálfi og læknisskoðanir. Kæmu
þá ökumenn í reglulegt mat auk
þess sem almenningur hefði kost á
því að athuga hvort sjúkdómar
hefðu áhrif á ökufærni sína.
Fréttaskýring | Sjónum beint að
heilsufari og bifreiðaakstri
Auka þarf
rannsóknir
Fátt kemur í veg fyrir að óökuhæft fólk
fari í umferðina
Margir sjúkdómar hafa áhrif á akstur.
Akstur sjúklinga með
skerta ökuhæfni vandamál
Í óformlegri könnun sem
Hjalti Már Björnsson og Kristín
Sigurðardóttir, slysa- og bráða-
læknir, framkvæmdu á meðal
lækna, kemur fram að þeir kann-
ist mjög við það vandamál að
sjúklingar aki bifreið, þvert ofan
í ráðleggingar lækna. Hjalti taldi
nauðsynlegt að rannsaka betur
tíðni slysa sem sjúkdómar valda,
það væri gott innlegg í það hvað
löggjafinn þarf að gera til að
tryggja öryggi í umferðinni.
Eftir Sigurð Pálma
Sigurbjörnsson
siggip@mbl.is
meistaranema við HÍ fá styrki og
haldin verði ráðstefna þar sem rann-
sóknir ungra fræðimanna verða
kynntar og ræddar. Þá verður staðið
fyrir fræðslufundum sem fræðimenn
og sérfræðingar úr atvinnulífinu
taka þátt í.
„Styrkurinn hefur mikla þýðingu
fyrir okkur og gerir okkur kleift að
sinna beinum rannsóknum með mun
öflugri hætti en ella,“ segir Baldur
Þórhallsson, dósent í stjórnmála-
fræði og formaður stjórnar Alþjóða-
málastofnunar og Rannsóknaseturs
við HÍ.
„Samtök iðnaðarins stóðu að
stofnun Rannsóknaseturs um smá-
ríki á sínum tíma og hafa alla tíð
stutt dyggilega við bakið á okkur.
Það er virðingarvert að atvinnulífið
taki á svo rausnarlegan hátt í því að
byggja upp sjálfstæðar rannsókna-
stofnanir.“
Áhersla á unga fræðimenn
Baldur er sérstaklega ánægður
með þá áherslu sem lögð er á unga
fræðimenn í samningnum en veittur
er styrkur til sex lokaverkefna
meistaranema í Evrópufræðum.
,,Styrkir til lokaverkefna meistara-
nema hið nýja meistaranám í al-
þjóðasamskiptum og Evrópufræð-
um, þar sem styrkþegar geta nú
verið á launum í þrjá mánuði við að
klára lokaverkefnin sín. Þessar
rannsóknir munu að auki tengjast
atvinnulífinu með beinum hætti.“
SAMTÖK iðnaðarins hafa ákveðið
að styrkja Alþjóðamálastofnun og
Rannsóknasetur um smáríki við Há-
skóla Íslands um 2,5 milljónir króna
á ári. Samningurinn felur meðal ann-
ars í sér að rannsóknir á áhrifum
Evrópusamvinnu á íslenskt atvinnu-
líf verði efldar, sex lokaverkefni
Samtök iðnaðarins styrkja rannsóknastofnanir við HÍ
2,5 milljónir
til Evrópurann-
sókna á ári
Morgunblaðið/Eyþór
Helgi Magnússon, formaður Sam-
taka iðnaðarins, og Kristín Ingólfs-
dóttir, rektor HÍ, undirrituðu
samninginn í gær.
Björn Ingi kom, sá og bjargaði skakka framsóknarturninum frá falli.