Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 6
6 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BLÖNDUÐ skrifstofu-, þjónustu-
og íbúðabyggð mun rísa á svæðinu
við Köllunarklettsveg og Héðins-
götu, gangi eftir skipulagstillaga,
sem kynnt var á fundi hafn-
arstjórnar Faxaflóahafna í síðustu
viku. Tillagan var unnin af GP Arki-
tektum, en skipulagssvæðið er alls
62.000 m² að stærð. Meðal annars er
gert ráð fyrir að sex 10 til 14 hæða
skrifstofu- og þjónustubyggingar
rísi á svæðinu. Þar eru í dag lag-
erbyggingar af ýmsum formum og
gerðum sem er misjafnlega vel við-
haldið og að auki eru þar stór opin
svæði. Segir í skipulagstillögunni að
svæðið sé því til verulegra lýta fyrir
aðliggjandi byggð og blasi við þorra
borgarbúa á hverjum degi í akstri til
og frá miðbæ Reykjavíkur.
Markmiðið með tillögunni sé að
skapa heildstætt svæði með „skrif-
stofu-, þjónustu- og íbúðabygg-
ingum með glæsilegu yfirbragði af
háum gæðaflokki, sem nýta til fulln-
ustu þau gæði sem svæðið hefur upp
á að bjóða. Þar vegur mest einstakt
útsýni til norðurs, vesturs og aust-
urs“, segir í tillögunni. Þá sé svæðið
nálægt Laugarnesinu og miðborg-
inni, auk þess sem tenging sé við
Sæbraut.
Ekki eins og venjulegt
þjónustuhverfi
Í skipulagstillögunni kemur fram
að blönduð byggð hafi í för með sér
að hverfið verði ekki eins og venju-
legt þjónustuhverfi, sem hvorki
verði líf í eftir klukkan 17 á daginn
né um helgar. „Með því að blanda
íbúðum og atvinnuhúsnæði saman
næst fram það sem er eftirsóknar-
verðast í öllum borgum. Bæjarhlut-
inn verður lifandi allan sólarhring-
inn, alla daga,“ segir í tillögunni.
Fyrirhugað er að meðfram Sæ-
braut verði skrifstofu- og þjón-
ustubyggingar en á vesturhluta
svæðisins að Laugarnesi er gert ráð
fyrir íbúðabyggð. Vegna þess að
Sæbrautin liggur að svæðinu og
vegna landhæðar þar, stendur til að
svæðið verði hækkað upp fyrir að-
liggjandi götur. Aðkoma að því er
frá Köllunarklettsvegi og Héðins-
götu, en gert er ráð fyrir að mestur
hluti bifreiðastæða verði í bifreiða-
geymslum neðanjarðar.
Fjölbreytt starfsemi
Sex, tíu til fjórtán hæða háar
skrifstofu- og þjónustubyggingar
eiga að rísa á svæðinu og stendur til
að í þeim verði fjölbreytt starfsemi,
auk skrifstofuhúsnæðis. T.d. verði
verslanir, rannsóknarstofur og sýn-
ingarsalir í byggingunum. Lega
bygginganna hafi í för með sér að
skerðing útsýnis frá íbúðarhúsum
sunnan Kleppsvegar verði eins lítil
og hægt er.
Gert er ráð fyrir að fyrsta hæðin
tengi allar skrifstofubyggingarnar
saman og myndi innri tengsl, þann-
ig að hægt verði að ganga innan-
dyra milli bygginganna. „Hug-
myndin er að á hæðinni geti verið
ýmis þjónusta eins og t.d. fund-
araðstaða, sýningarsalir banka-
útibú, póstþjónusta, verslanir,
tölvuþjónusta og ljósritun.“
260 íbúðir
Í íbúðahlutanum er gert ráð fyrir
fjórum 17 hæða íbúðarhúsum sem
gætu rúmað um 260 íbúðir, en íbúð-
irnar eru staðsettar fjærst Sæ-
braut. Úr þeim verði útsýni í norður
til Esjunnar, til vesturs í átt að
miðbæ Reykjavíkur, og í austur í
átt að Mosfellsbæ. Íbúðirnar verði
með góðri lofthæð og í háum gæða-
flokki.
Háar skrifstofubyggingar rísi
Ljósmynd/GP Arkitektar
Hugmyndir eru um að
reisa nýtt hverfi við
Köllunarklettsveg og
Héðinsgötu og hafa til-
lögur um hverfið verið
í skoðun undanfarin
misseri, en samkvæmt
skipulagstillögu er
gert ráð fyrir bland-
aðri byggð á svæðinu.
Í HNOTSKURN
»Skipulagssvæðið sam-anstendur í dag af lóð-
unum Köllunarklettsvegi 3 og
5, sem er 19.500 m², Héðins-
götu 2, sem er 22.100 m², og
Héðinsgötu 1–3, sem er 20.400
m².
»Lagt er til að nýting-arhlutfall verði 2.0, en í til-
lögunni segir að nauðsynlegt
sé að nýting verði góð.
» Í tillögunni er bent á aðágæt tengsl séu við Sæ-
braut og Sundabraut, sem fyr-
irhugað er að reisa.
»Tillagan hefur ekki ennverið lögð fyrir skipulags-
nefnd borgarinnar. elva@mbl.is
REYKJAVÍKURBORG mun halda
veglega upp á tuttugu ára afmæli
leiðtogafundar Ronalds Reagans og
Míkhaíls Gorbatsjovs sem fram fór í
Höfða 12.–13. október 1986. Til að
mynda verður ljósmyndasýning í
Tjarnasal Ráðhússins opnuð 10.
október nk. þar sem safnað hefur
verið saman helstu ljósmyndum frá
þessum tíma.
Dagskráin mun hins vegar í raun
hefjast 9. október nk. þegar lista-
konan Yoko Ono kemur til landsins
með fríðu föruneyti en Ono mun
veita alþjóðlegu samtökunum
Læknar án landamæra og fræðslu-
samtökunum Center for Con-
stitutional Rights friðarverðlaun,
sem kennd eru við hana og John
Lennon. Ono mun einnig hefja und-
irbúning að Imagine-friðarsúlunni
sem rísa á í Viðey.
Þá verður almenningi gefinn
kostur á að skoða Höfða, sem verður
opnaður 10. október, þar sem einnig
verður búið að koma fyrir ljós-
myndum af Reykjavíkurfundinum.
11. október heldur Blaðamanna-
félag Íslands málþing um fundinn og
munu gamalreyndir fjölmiðlamenn
miðla reynslu sinni og upplifun frá
tímamótunum.
Míkhaíl Gorbatsjov kemur til lands-
ins 12. október og mun þá um kvöldið
snæða kvöldverð á Bessastöðum.
Daginn eftir heldur hann fyrirlestur í
Háskólabíói um alþjóðamál og kalda
stríðið en auk þess verður haldið mál-
þing sem Háskóli Íslands, Reykjavík-
urborg og Icelandair standa að. Þar
halda erindi fræðimenn frá Banda-
ríkjunum og Rússlandi sem koma m.a.
með skjöl sem nýverið voru uppgötv-
uð.
Leynilegt atriði
Gorbatsjov mun sitja hádegisverð í
Höfða 14. október ásamt flestum þeim
sem stóðu að fundinum, s.s. Davíð
Oddssyni, þáverandi borgarstjóra,
Steingrími Hermannssyni, þáverandi
forsætisráðherra, Matthíasi Á. Mat-
hiesen, þáverandi utanríkisráðherra,
og Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi
forseta Íslands.
Samkvæmt upplýsingum frá að-
stoðarmanni borgarstjóra, Jóni
Kristni Snæhólm, verður að auki
leynilegt atriði sem tengist fundinum
en ekki greint frá nú.
Leiðtogafundarins
í Höfða minnst
Morgunblaðið/RAX
Leiðtogafundur Myndin er frá upphafsfundi leiðtoganna Míkhaíl Gorbat-
sjovs og Ronald Reagans sem fram fór í Höfða í október fyrir 20 árum.
Veglega verður haldið upp á 20
ára afmæli Reykjavíkurfundarins
Í ÝMSUM starfsgreinum sem hafa
vaxið mikið á undanförnum árum er
fjölgunin mest í eldri aldursflokkunum.
Þetta kemur fram í gögnum, sem Hag-
stofa Íslands hefur unnið fyrir fjár-
málaráðuneytið. Upplýsingarnar
byggjast á staðgreiðsluskrám og sýna
stöðuna fyrir október á hverju ári.
32% allra voru á sextugs-
eða sjötugsaldri
Tvær fjölmennar greinar vekja
þarna athygli umfram aðrar. Í grunn-
skólunum þar sem alls voru taldir
starfandi 7.700 manns í október í
fyrra eru rúmlega 2.400 á sextugs- og
sjötugsaldri, 32% allra sem við þessa
atvinnugrein starfa. Hópurinn á
þessu aldursskeiði hefur stækkað um
tæplega 1.000 manns á fimm árum.
Þetta er vísbending um að fram und-
an sé mikil þörf fyrir nýja starfsmenn
við grunnskólana enda hafa margir
hinna eldri möguleika á að hefja töku
lífeyris fljótlega upp úr sextugu.
Hin atvinnugreinin er heilbrigðis-
þjónusta. Við hana störfuðu tæplega
10.500 manns í október 2005, sem er
nánast óbreyttur fjöldi frá því sem
verið hafði fimm árum fyrr. En á
þessum tíma hafði fækkað í öllum ald-
ursflokkum sem við hana starfa nema
í hópi þeirra sem eru á sextugsaldri.
Hér sýnist stefna í nokkurt óefni, seg-
ir í vefritinu.
Eldra
starfsfólk í
skólum