Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 16

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 16
16 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                     !!"#        $"%&' (!!)(        *  + , ')                         - .( /0 12 "&# 3&)- "&#  0! /0 12 "&# .( ' /0 12 "&# 4 !! .%0 /0 12 "&#  5607' "&# 8 /0 12 "&# /3('(0 6 '!( "&# $ 129('5 6 '!( "&# 8 '6 '!( :3 ' "&#  0)3 "&#   (-  "( ' "&# ; 3 '(- )0 3)1< 0 1<10=410> 0? @?0&#6 '!( "&# A10 "&#    B( "&# 3 5 /0 12 "&# C4 /0 '( "&# *-)3 '(- /0 12 "&# D")0@( "&# 0E55('5 <(>%>(' "&# F(''31%>(' "&#  ! " #$ 3?10&G3 5 1>103 ' .&# #% &' *H I>  .(>!#.)0>                                40)E('5 &0? &E00 .(>!#.)0>  = =  = = = = = = = = =  J K J  K J  K J K J K J = K J K = J K J  K J K = J K = J  K = = J = K J K = = = = J K C)(3 0.(>!(2(  5(' (36 > I 3 !  5L $ 12 3  #  #  # # ## # # #  #  # #   # #  #  # # = =  = #                    =   =                      =   =  F(>!(2( I 97# !0# C# M "151' 03(( @%3( .(>!(2         = =  =  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Norvik hf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu (gjarnan kennd við BYKO) keypti í gær stærstu sög- unarmyllu Lett- lands, VIKA Wood. Framleiðir verk- smiðjan um 270.000 rúm- metra af söguðu timbri á ári, og eru starfsmenn um 200 talsins. Með þessum kaupum verður Norvik stærsti útflutningsaðili timburs frá Lettlandi með tæplega 420.000 rúm- metra heildarumsetningu. Norvik kaupir lettn- eska sögunarmyllu Jón Helgi Guðmundsson ● ÚRVALSVÍSITALAN hækkaði um 0,69% í Kauphöll Íslands í gær og er lokagildi hennar 6.181,36 stig. Mest viðskipti voru með bréf Dags- brúnar eða fyrir 1,8 milljarða króna og lækkaði gengið um 2,9%. Bréf HB Granda lækkuðu einnig í verði, um 0,8%. Marel hækkaði um 1,3% og KB banki hækkaði um 1,2%. Úrvalsvísitalan hækk- ar um 0,69% HAGVÖXTUR, eða aukning vergrar landsframleiðslu, er talin hafa vaxið um 2,75% að raungildi á öðrum árs- fjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagvöxtur á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs var 4,3% og er vöxt- urinn það sem af er árinu töluvert minni en árið áður. Í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis banka segir að þensla virðist því nokkru minni en áður var talið og að líkur á snarpri leiðréttingu því að sama skapi minni. Einnig hafi dregið úr innflutningi, en vöxtur hans á öðr- um ársfjórðungi var 6,3% frá sama tíma í fyrra, en árið 2005 jókst inn- flutningur hins vegar um 29% frá fyrra ári. Á móti vegur um 6% sam- dráttur í útflutningi á tímabilinu. Gengislækkun að þakka Í Morgunkorninu segir að athygli veki hversu mikið hægi á vexti inn- lendra eftirspurnarþátta. Þannig hafi einkaneysla vaxið um 4,6% frá því í fyrra, en meðalvöxtur einka- neyslu í fyrra nam 12,3%. Vöxtur fjármunamyndunar frá fyrra ári var 6,5% á fjórðungnum, en árið 2005 var meðalvöxtur fjármunamyndunar tæplega 38%. Þarna vegur þungt að atvinnuvegafjárfesting óx aðeins um tæp 6% á síðasta fjórðungi, en tífalt hraðar eða um rúmlega 60% að með- altali í fyrra. „Toppinum hefur lík- lega verið náð í fjárfestingu atvinnu- vega og er líklegt að úr henni dragi á seinni helmingi ársins, miðað við sama tíma í fyrra,“ segir í Morgun- korninu. Greiningardeild Danske Bank fjallar einnig um hagvöxt á Íslandi í grein sem birtist í gær. Segir þar það mjög góðar fréttir hve mjög hafi dregið úr innlendri eftirspurn og einkaneyslu. Þakkar Danske Bank gengislækkun krónunnar þessar breytingar á einkaneyslu. Verulega hefur dreg- ið úr hagvexti Morgunblaðið/Rax Samdráttur Einkaneysla hefur dregist saman undanfarna mánuði, einkum í bílakaupum, en innflutningur ökutækja hefur dregist saman um 20%. Mikill samdráttur í einkaneyslu helsta skýringin Í HNOTSKURN »Hagvöxtur það sem af erári er töluvert minni en hann hefur verið undanfarin ár. »Helsta ástæða þessa ersamdráttur í einkaneyslu og fjárfestingum. »Greiningaraðilar teljaþetta almennt góðar frétt- ir, en viðskiptahalli Íslands hefur hingað til verið mikill. NORRÆNIR fjölmiðlar fjölluðu flestir í gær um vaxtahækkun Seðlabanka Íslands, þá sautjándu í röð, og að stýrivextirnir hafi aldrei áður verið hærri en nú, eða 14%. Þá er minnt á að íslenska hagkerf- ið hafi verið ná- lægt suðupunkti um nokkurt skeið en að mesta hættan virðist nú vera yfirstaðin. Viðskiptavefur Berlingske Ti- dende birti langa frétt um vaxtahækkunina en fyr- irsögn hennar var: „Nýtt vaxta- sjokk í aðþrengdu Íslandi“. Bent er á að 14% stýrivextir séu afar háir í samaburði við önnur vestræn lönd og að þeir séu 3,25% í Danmörku. Berlingske Tidende segir hina háu vexti á Íslandi vissulega virðast vera mjög freistandi fyrir stönduga Dani sem fái miklu lægri vexti heima í Danmörku. „Við getum alls ekki mælt með slíkri spákaupmennsku því það er gífurlegt ójafnvægi í íslenska hag- kerfinu. Þess vegna þarf að koma til mikil leiðrétting. Það mun ann- aðhvort gerast með því að hrun verður í íslenska hagkerfinu eða mikill samdráttur eða þá að ís- lenska krónan mun hríðfalla í verði,“ segir sérfræðingur Danske Bank við blaðið. „Vaxta- sjokk“ á Íslandi Davíð Oddsson, seðlabankastjóri. HAGNAÐUR Íslandspóst á fyrri helmingi þessa árs nam 196 millj- ónum króna eftir skatta en var 134 milljónir á sama tímabili í fyrra. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þetta sé nokkru betri afkoma en áætlanir hafi gert ráð fyrir. Hagnaður af reglulegri starfsemi Hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta nam um 190 milljónum en var 142 milljónir fyrir sama tímabil árið 2005. Heildartekjur félagsins á fyrri hluta ársins námu tæpum 2,7 millj- örðum sem er 15% hækkun frá fyrra ári. „Góð rekstrarafkoma skýrist einkum af hagnaði af reglulegri starfsemi. Tekjur félagsins voru töluvert yfir áætlun og þrátt fyrir kostnaðarauka vegna launahækk- ana og hækkana á öðrum rekstr- arkostnaði var hagnaður sömuleið- is nokkuð yfir áætlun,“ segir í tilkynningunni. Hagnaður Íslands- pósts 200 milljónir Morgunblaðið/ÞÖK Hluthafafundur verður haldinn í Tryggingamiðstöðinni hf. þriðjudaginn 26. september 2006 kl. 16.00 í matsal félagsins á 7. hæð, Aðalstræti 6, Reykjavík. Á dagskrá fundarins er tillaga um heimild til stjórnar félagsins um að hækka hlutafé þess um allt að 20% með útgáfu nýrra hluta, þar sem hluthafar munu hafa rétt til áskriftar að nýjum hlutum í réttu hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T M I 34 16 6 0 9/ 20 06 Hluthafafundur Hluthafafundur TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is HLUTABRÉF fjármálaþjónustufyrirtækisins Exista voru skráð í Kauphöll Íslands í gær. Exista er stærsta fyrirtækið sem nýskráð hefur verið í Kauphöllinni til þessa. Heildareignir Exista eru yfir 300 milljarðar króna og markaðsvirði félagsins við upphaf viðskipta í gær var um 230 milljarðar. Meðal eigna Exista eru Vátryggingafélag Íslands (VÍS), líftryggingafélagið Lífís, eignaleigufyrir- tækið Lýsing, Öryggismiðstöð Íslands og meirihluti í Verði Íslandstryggingu. Þá er Exista stærsti hluthafi Kaupþings banka, Bakkavarar Group og Símans. Lokaverð 22,60 krónur Í almennu hlutafjárútboði Exista, sem lauk í fyrradag, óskuðu samtals um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti í félaginu fyrir um 42 milljarða króna. Í boði voru hins veg- ar 65 milljónir hluta á genginu 21,5 krónur á hlut, og var söluvirði þeirra því um 1,4 milljarðar króna, eða að jafn- aði tæplega 190 þúsund krónur á hvern fjárfesti. Fyrstu viðskipti með hlutabréf Exista áttu sér stað á genginu 23 krónur á hlut sem er 7% hærra en verð á hlut í nýafstöðnu hlutafjárútboði félagsins. Lokaverð hluta- bréfa Exista í Kauphöllinni í gær var 22,60. Exista skráð í Kauphöllina Morgunblaðið/Eyþór Kátir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, stendur á milli þeirra Sigurðar Valtýssonar og Erlends Hjaltasonar við skráningu Exista í Kauphöllina í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.