Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LEIÐTOGAR múslíma víða um heim mótmæltu í gær ummælum Benedikts XVI páfa þar sem hann tengdi saman íslam og ofbeldi. Þing Pakistans samþykkti ályktun þar sem það hvatti páfa til að taka orð sín aftur. Ummælin vöktu einnig mikla reiði meðal um 130 milljóna múslíma á Indlandi. Formaður nefnd- ar, sem á að stuðla að friðsamlegri sambúð trúar- hópa á Indlandi, sagði að páfi hefði talað eins og „krossfari á tólftu öld“. Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu- manna, sagði að páfi ætti að „hætta að ráðast á ísl- am, trú rúmlega 1,5 milljarða manna í heiminum“. „Þessi orð fara á snið við sannleikann og snerta kjarnann í trú okkar.“ Deilan snýst um ræðu þar sem páfi vitnaði í keisara austrómverska ríkisins á 14. öld sem sagði að það eina nýja sem Múhameð spámaður hefði kynnt til sögunnar væru „illir hlutir og ómennskir, svo og þau tilmæli hans að breiða út boðskap hans með brandi“. Í ræðunni tók páfi fram að þetta væru ekki sín orð, heldur tilvitnun. Talsmaður hans sagði í gær að páfi bæri virðingu fyrir íslam en hafnaði trúar- kenningum sem hvettu til ofbeldis. Ummæli talsmannsins dugðu þó ekki til að draga úr reiði leiðtoga múslíma. Bræðralag músl- íma, stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi Egyptalands, sagði að ummæli páfa væru alvar- legri en skopmyndirnar af Múhameð spámanni sem ollu uppnámi meðal múslíma fyrr á árinu. Sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sögðust óttast að reiðin vegna ummæla páfa myndi magnast og leiða til götumótmæla líkt og skopmyndirnar af Múhameð. Mikil reiði meðal múslíma yfir ræðu páfa um íslam Reuters Reiðir Múslímar í Kasmír mótmæla ræðu páfa þar sem hann tengdi saman íslam og ofbeldi. Óttast er að ræðan leiði til götumótmæla líkt og skopmyndirnar af Múhameð NÝFÆDDUR prins í Japan var sýndur almenningi í fyrsta skipti í gær þegar hann og móðir hans, Kiko prinsessa, útskrifuðust af sjúkrahúsi. Hisahito prins, sem fæddist í vikunni sem leið, er þriðji í erfðaröð keisarafjölskyldunnar í Japan, á eftir Naruhito krónprins og föður sínum, Akishino. Hundruð Japana söfnuðust saman við sjúkrahúsið til að fagna mæðginunum. AP Japansprins sýndur í fyrsta skipti Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SÚ var tíð að ferðamenn í Moskvu fengu ófá tækifæri til að dást að hugkvæmni sov- éskra bílstjóra. Á götum og torgum drógu menn fram verkfærin, sem vitaskuld voru jafnan tiltæk, og gerðu við ör- þreyttar bifreiðar er gefist höfðu upp af einhverjum sök- um. Á stundum mátti sjá stór- viðgerðir fara fram, vélar teknar upp og gírkassa end- urnýjaða á staðnum; Rússar eru snjallir vélvirkjar. Enn skrölta stórbrotin sýn- ishorn sovéskrar iðnhönnunar um götur rússneskra borga en þeim fer þó fjölgandi sem líða um þéttbýlið í innfluttum öku- tækjum. Réttnefnd sprenging hefur orðið í bílasölu og þótt flestir velji að festa kaup á heldur smáborgaralegum vögnum telja margir ekki ann- að við hæfi en að velja sér öku- tæki í samræmi við þjóðfélags- stöðu og nýfenginn auð. Ofurbílarnir renna út í Rúss- landi og margir staðgreiða þá. Markaðsvæðing og æv- intýralegur olíugóði hefur um- bylt hagkerfinu í Rússlandi. Þeir sem njóta góðs af þessum umskiptum hafa nú skyndilega efni á þeim „lífsgæðum“ sem hvað smánarlegust þóttu inn- an hins kommúníska hug- myndakerfis. Hinum er gert að éta það sem úti frýs. Lengi mátti lýðurinn í land- inu gera sér sovéskar Lödur, Zhígúlíja og Moskvítsa að góðu en þessum merku öku- tækjum fer nú fækkandi. Á fyrri helmingi ársins jókst sala á innfluttum bifreiðum um heil 60% í Rússlandi. Alls voru þá 398.000 bílar seldir fyrir and- virði um 630 milljarða króna. Best seljast vitanlega bílar á viðráðanlegu verði; Hyundai, Ford og Toyota ganga prýði- lega í Rússlandi. Nú horfa framleiðendur dýrari bíla hins vegar einnig með bjartsýni til rússneska markaðarins. Á fyrstu sjö mánuðum ársins seldust alls 5.200 Lexus-bílar sem Toyota framleiðir í Rússlandi. Þetta telst verulegur fjöldi og salan er nú þegar meiri en allt árið í fyrra. Aðrir framleiðendur hafa sömu sögu að segja. Frá BMW berast þær fréttir að salan á fyrri helmingi ársins hafi aukist um 46% frá því í fyrra. Sprengingin er ekki bundin við Moskvu og Pétursborg þótt trúlega sé fjölgun er- lendra bíla einna mest áber- andi þar. Í borginni Novosí- brísk í Síberíu – hún er heila 3.200 kílómetra austur af Moskvu – vilja menn helst ekkert annað sjá en þýskt gæðastál. Talsmenn Mercedes í því menningarplássi upplýsa að salan hafi aukist um 67% í fyrra. Fyrir tveimur árum var aðeins unnt að fá Jagúar keyptan á þremur stöðum í Rússlandi. Nú munu sölustað- irnir vera 12. Þessa mátti glögglega sjá merki á bílasýningu mikilli í Moskvu á dögunum. Sölu- menn þar sögðu hneigðir mannanna þær sömu í Ark- angelsk og í Arnarnesinu. Þeir sem ættu peninga vildu gjarn- an leggja áherslu á sérstöðu sína með því að líða um í rétt- nefndum glæsivögnum. Marg- ir teldu á hinn bóginn Merce- des, Audi og BMW fram úr hófi alþýðlega vagna. Þeir ættu gjarnan slíkan bíl til að renna á í vinnuna en síðan væri Jagúarinn tekinn út úr skúrnum um helgar. Tals- menn Mercedes könnuðust ekki við að framleiðsla þeirra teldist nú einkum við hæfi ör- eiga og upplýstu að salan í Rússlandi hefði tvöfaldast í fyrra. Mercedes notaði enda sýninguna í Moskvu til að sýna í fyrsta skiptið flaggskipið nýja, CL 500. Og sérfróðir eru vongóðir um að Rússar hafi engan veg- inn fengið nóg af útlendum bíl- um. Því er spáð að veltan verði næstum tvöföld árið 2010 og þá verði innfluttir bílar seldir fyrir rúmlega 2.000 milljarða króna. Vissulega kann þessi spá að bregðast; hagkerfið er afar háð gróða af sölu á olíu og gasi. En í landinu búa nú rúm- lega 100.000 manns sem teljast milljónamæringar þegar talið er í Bandaríkjadölum og því eru nokkrar líkur á að glæsi- vögnunum eigi heldur eftir að fjölga í hinu horfna sæluríki öreiganna. Ofurbílarnir renna út í Rússlandi Reuters Alþýðuvagn Mercedes Benz gengur vel í Rússlandi þessa dagana. Margir nota Jagúarinn bara um helgar. ’Enn skrölta stór-brotin sýnishorn sovéskrar iðnhönn- unar um götur rúss- neskra borga en þeim fer þó fjölgandi sem líða um þétt- býlið í innfluttum ökutækjum. ‘ Kíev. AFP. | Viktor Jústsjenkó, for- seti Úkraínu, sagði í gær að sú yf- irlýsing Viktors Janúkóvítsj for- sætisráðherra frá því í fyrradag, að bíða yrði með frekari skref í þá átt að gera Úkraínu kleift að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO) væri byggð á misskilningi. Þann misskilning þyrfti að leiðrétta. Janúkóvítsj heimsótti Brussel í fyrradag og átti þá fund með Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmda- stjóra NATO. Sagði hann þá að að- stæður í úkraínskum stjórnmálum væru þannig að betra væri að bíða með frekari skref í aðlögunarferli landsins að aðild að bandalaginu. Þessi afstaða Janúkóvítsj er hins vegar „misskilningur og ekki í sam- ræmi við þjóðarhag og hann þarf því að leiðrétta“, að því er haft var eftir Jústsjenkó forseta í gær. Ja- núkóvítsj er vilhollur rússneskum stjórnvöldum en Jústsjenkó horfir til vesturs. Staðfesta ummæli for- setans að þeim hefur ekki tekist að samrýma pólitíska sýn sína á fram- tíð Úkraínu. Jústsjenkó leiðréttir „misskilning“ Tókýó. AFP. | Síð- ustu áfrýjun Shoko Asahara, leiðtoga japanska safnaðarins Æðsta sannleiks, var hafnað í gær og ekkert er því til fyrirstöðu að hann verði tekinn af lífi. Asaharo var dæmdur til dauða fyrir að hafa skipulagt taugagasárás í neðanjarð- arlestakerfinu í Tókýó árið 1995 og aðra glæpi. Kostaði hún 12 manns lífið en Asahara var fundinn sekur um að hafa valdið dauða 27 manna alls. Asahara er 51 árs og stofnaði söfn- uðinn Æðsta sannleik 1984. Lög- fræðingar hans áfrýjuðu dauða- dómnum á þeirri forsendu að hann væri geðsjúkur. Hæstiréttur Japans hafnaði áfrýjuninni og ljóst er því að Asahara verður hengdur. Óttast er að fylgismenn Asahara fremji hryðjuverk til að hefna dauða hans en yfirvöld vildu ekki svara því hvort gripið hefði verið til öryggis- ráðstafana. Asahara verður líflátinn Shoko Asahara Síðustu áfrýjun leiðtoga Æðsta sannleiks hafnað NORSKA fjölmiðlasamsteypan Schibsted greindi frá því í gær að hún hygðist hefja fríblaðaútgáfu í Svíþjóð í næsta mánuði. Sænska dagblaðið Aftonbladet, sem er í eigu Schibsted, á að gefa blaðið út. Verður fríblaðinu dreift í 300.000 eintökum í Stokkhólmi, Gautaborg og Malmö. Schibsted gefur út tvö dagblöð í Svíþjóð, Svenska Dagbladet og Af- tonbladet. Nafn fríblaðsins, sem á að heita .SE, vísar til landsheitis Svíþjóðar á Netinu. Schibsted gerir ráð fyrir því að frí- blaðið skili hagnaði eftir um það bil þrjú ár. Nýtt fríblað í Svíþjóð ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.