Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 20
20 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ALLS munu fjórtán kvik-
myndir bítast um heið-
ursnafnbótina „uppgötvun árs-
ins“ á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík
(RIFF). Myndirnar eiga það
sameiginlegt að vera ýmist
fyrsta eða annað verk leik-
stjóra. Þær koma frá fjórum
heimsálfum og hafa sumar
hverjar þegar sópað til sín
verðlaunum. Meðal þeirra mynda sem keppa um
titilinn er Fjórar mínútur eftir Chris Kraus en
hún verður Evrópufrumsýnd á hátíðinni. Verð-
launin verða afhent með viðhöfn laugardaginn 7.
október.
Kvikmyndir
Fjórtán „uppgötv-
anir“ á RIFF
Chris Kraus
MAGNÚS Helgason opn-
ar í dag málverkasýningu í
Baksalnum í Galleríi Fold.
Nefnist hún Landslög.
Sjálfur segir listamað-
urinn að á sýningunni séu
fjöldaframleidd landslög
fyrir borgarbúa nútímans
sem séu í flötum pakkn-
ingum sem auki hag-
kvæmni og auðveldi flutninga.
Magnús hefur tekið þátt í fjölda listviðburða
bæði hérlendis sem erlendis. Hann vinnur með
ljósmyndir, kvikmyndir, hreyfimyndir, málverk
og innstillingar. Þá kemur hann fram með tónlist-
armönnum og sýnir kvikmyndir í bakgrunni.
Myndlist
Landslög í baksal
Gallerís Foldar
ANNAÐ kvöld klukkan 20.30
endurtekur Dean Ferrell,
kontrabassaleikari í Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, óvenju-
legan tónlistargjörning sinn
frá því í sumar í Menningar-
miðstöð Skaftfells.
Uppistaða gjörningsins er
ensk tónlist frá 1605 eftir Tobi-
as nokkurn Hume, málaliða
sem Dean spilar í fornstill-
ingum á garnastrengi. Meðan á tónlistarflutn-
ingnum stendur flytur hann svo ávarp sem Hume
fór með fyrir breska þinginu árið 1642. Auk þess
syngur hann undir frægu „tóbakslagi“ tónskálds-
ins.
Tónlist
Gjörningur á
kontrabassa
Dean Ferrell
Eftir Guðjón Guðmundsson
gugu@mbl.is
TVEIR ungir og upprennandi
myndlistarmenn, Þórunn Maggý
Kristjánsdóttir og Ragnar Jón-
asson, hlutu í gær styrk úr styrkt-
arsjóði Guðmundu Andrésdóttur að
upphæð 1.500.000 kr. hvor. Þetta er
í annað sinn sem úthlutað er úr
styrktarsjóðnum. Sjóðurinn var
stofnaður með erfðaskrá Guðmundu
Andrésdóttur listmálara en hún lést
í september árið 2002.
Samkvæmt skipulagsskrá Styrkt-
arsjóðs Guðmundu Andrésdóttur er
markmið sjóðsins að styrkja og
hvetja unga og efnilega myndlist-
armenn til framhaldsnáms. Að sögn
Ólafs Kvaran, safnstjóra Listasafns
Íslands, er þetta stærsti sjóður sinn-
ar tegundar á Íslandi. Honum er
ætlað að styrkja og efla íslenskt
myndlistarlíf.
Þórunn Maggý hlaut 1.500.000 kr.
styrk til framhaldsnáms við Listahá-
skólann í Kaupmannahöfn og Ragn-
ar hlaut sömu upphæð í styrk til
framhaldsnáms við Glasgow School
of Arts. Ólafur Kvaran safnstjóri af-
henti styrkina og sagði við það til-
efni að það væri von stjórnar sjóðs-
ins að þessi stuðningur kæmi þeim
að góðum notum í námi þeirra og
starfi og óskaði stjórnin þeim vel-
gengni í framtíðinni.
Ólafur sagði að Guðmunda Andr-
ésdóttir hefði tilheyrt þeirri kynslóð
listamanna sem á sjötta áratug síð-
ustu aldar ruddu abstraktlistinni
braut á Íslandi. Hún hefði þróað
mjög svo persónulega listsköpun
sem gerði framlag hennar til sam-
tímalistar á Íslandi sterkt og áhrifa-
mikið. Guðmunda arfleiddi Lista-
safn Íslands, Listasafn Reykjavíkur
og Listasafn Háskóla Íslands að
listaverkum sínum og fram kom að
þau gæfu gott yfirlit yfir feril henn-
ar og yrðu söfnunum mikilvæg við
umfjöllun um list hennar í framtíð-
inni.
Faðir Ragnars tók við styrknum
fyrir hans hönd þar sem hann var
staddur í útlöndum, en Þórunn
Maggý tók sjálf við sínum styrk.
Hún sagði í samtali við Morg-
unblaðið að styrkurinn kæmi sér af-
ar vel þar sem framundan væri fjög-
urra ára nám við Listaháskólann í
Kaupmannahöfn.
„Stór upphæð sem breytir
miklu fyrir mig“
„Þetta er stór upphæð og breytir
miklu fyrir mig. Ég fer í Kon-
unglega listaháskólann í Kaup-
mannahöfn. Þar er reyndar allt ann-
að kerfi en gengur og gerist í
Evrópu,“ segir Þórunn Maggý, sem
útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands
árið 2004 með BA-gráðu.
„Mastersnámið er sex ár. Þeir
taka alla nýja nemendur inn á fyrsta
ár og meta þá svo upp í framhaldinu.
En þeir meta BA-gráðu aðeins til
tveggja ára þannig að ég verð þarna
að öllum líkindum í fjögur ár. Af
þeim sökum kemur styrkurinn sér
óneitanlega mjög vel og vegur upp á
móti nauðsyn þess að taka náms-
lán,“ segir Þórunn Maggý.
Hún sótti um styrk úr sjóðnum sl.
vor og lagði fram greinargerð um
framtíðaráætlanir í námi og möppu
með verkum. Hún segir að það hafi
komið sér á óvart að verða fyrir val-
inu.
„Ég vinn með vídeólist og tónlist.
Ég sem tónlistina og vinn með þessa
tvo miðla saman. Verkin verða
þannig til að miðlarnir koma fram
sem andstæðar sögur eða and-
stæðar tilfinningar sem fléttast í
einhvers konar frásögn eða and-
rúmsloft.“
Þórunn Maggý hefur haldið tvær
einkasýningar hérlendis og tekið
þátt í nokkrum sýningum erlendis.
Núna stendur yfir sýningin Prójekt
Patterson á verkum hennar og fleiri
listamanna í galleríinu Suð-
suðvestur í Reykjanesbæ sem
stendur til 24. september.
Myndlist | Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur
Ungir og upprennandi fá styrk
FRAMLEIÐENDUR söng-
leikjaútgáfu af Hringadróttinssögu
í eru á höttunum eftir tuttugu leik-
urum sem geta gert hinum smá-
vöxnu og fótstóru hobbitum sann-
færandi skil auk þess sem þeir
þurfa að geta sungið tvö lög. Um-
sækjendur verða að vera lægri en
170 cm og á aldrinum 16–35 ára. Að
sögn framleiðenda eru hærðar tær
og fætur „æskileg“ einkenni en þó
ekki nauðsynleg.
Ráðgert er að setja söngleikinn
upp í Theatre Royal-leikhúsinu í
London á næsta ári en hann hefur
áður verið á fjölunum í Toronto í
Kanada. Búist er við að eitthvað
verði krukkað í handrit söngleiks-
ins áður eftir að kanadískir gagn-
rýnendur gáfu honum slaka ein-
kunn.
Áheyrnaprufur fara fram næst-
komandi mánudag.
Auglýst
eftir
Hobbitum
Ljótur Hann er ófrýnilegur þessi
þátttakandi í söngleikjaútfærslu
Hringadróttinssögu. Hann hefur
væntanlega verið of stór til að
hreppa hlutverk hobbita.
»Guðmunda Andrésdóttirfæddist árið 1922 og lést í
september 2002.
»Guðmunda ruddi abst-raklistinni braut í íslenskri
listasögu.
»Guðmunda arfleiddi Lista-safn Íslands, Listasafn
Reykjavíkur og Listasafn Há-
skóla Íslands að listaverkum
sínum.
»Þetta er í annað sinn semúthlutað er úr sjóðnum.
Stjórn sjóðsins úthlutaði nú
tveimur styrkjum að upphæð
1.500.000 til Þórunnar Maggý
Kristjánsdóttur og Ragnars
Jónassonar.
Í HNOTSKURN
Halda til framhalds-
náms í Danmörku
og Skotlandi
Morgunblaðið/Eyþór
Styrkþegar Þórunn Maggý Kristjánsdóttir og Jónas Ragnarsson, sem tók við styrknum fyrir hönd sonar síns.
Velkomin á sjávarréttahátíðina Fiskirí
á 80 veitingastöðum um land allt.
Komið og njótið gómsætra fisk- og sjávarrétta
í stórkostlegri sjávarfangsveislu.
Kíktu á www.fiskiri.is
www.fiskiri.is
FO
R
ST
O
FA
N
2
0
0
6
/
M
yn
d
:
H
al
la
Só
lv
ei
g
Þo
rg
ei
rs
d
ó
tt
ir
Helgina
15.- 17.
september