Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 26
daglegt líf 26 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ „TEITUR Þórðarson var maðurinn sem uppfyllti okkar drauma og skilyrði,“ segir Jónas Kristinsson, formaður stjórnar KR sport. Í Teiti sameinast öflugur og reyndur þjálfari fyrir meistaraflokkinn en einnig hefur hann mikla reynslu af stofnun og uppbyggingu Akademía af þessu tagi. Þetta var það sem við boðuðum þegar við stofnuðum KR sport og nú er það loksins orðið að veruleika. Við höfum síðan ráðið sem yfirþjálfara Úlfar Hinriksson en hann mun sjá um daglegar æf- ingar, vera tengiliður við skólana og fylgjast með framþróun strák- ana í námi. Hann er kennari að mennt og er að ljúka ljúka UEFA A stigi hjá KSÍ.“ Hvernig hefur þetta mælst fyrir, er áhuginn mikill? „Við KR-ingar erum auðvitað að fara af stað en starfið hófst núna í haust og lofar mjög góðu. Við í KR sporti erum ánægðastir með hvað skólameistarar þeirra framhalds- skóla sem við höfum rætt við hafa tekið vel í samstarf og samvinnu. Ég hef fulla trú á því, að eftir nokk- ur ár, þá muni menn líta á knatt- spyrnu og jafnvel aðrar íþrótta- greinar sem jafn eftirsóknarverða hæfileika í skólastarfi og góða eðl- isfræðikunnáttu eða almennan þekkingarþorsta. Skólar hampa nemendum í síðastnefnda flokkn- um í spurningakeppnum hérlendis eins og í Gettu betur og afburða- nemendur eiga möguleika á að komast á Ólympíumót í eðlisfræði. Afreksnemendur auka líka hróður skóla út á við. Íþróttirnar eiga að vera hluti af þessari menningu.“ Er Akademían aðeins fyrir KR- inga? „Markmiðið er vitaskuld að efla markvisst starf yngri flokka félags- ins og þar með meistaraflokk fram- tíðarinnar. Það er hins vegar öllum frjálst að ganga til liðs við KR- Akademíuna uppfylli þeir skilyrðin og við teljum þá til þess hæfa. Allir þeir sem nú eru í Akademíunni eru KR-ingar en efnilegir knattspyrnu- menn eiga alltaf möguleika, t.d. strákar utan af landi sem eru að koma til náms í höfuðborginni. En við gerum kröfur.“ Hvað kostar námið í Akademí- unni? „Knattspyrnumennirnir leggja ekki út fé vegna æfinga eða keppni. KR sport hefur sterka bakhjarla sem tryggja rekstur Akademíunn- ar næstu árin. Þeir fjármagna starfssemina en kostnaðurinn er um 5-700 þúsund á knattspyrnu- mann á hverju ári. Strákarnir skrifa hins vegar undir þriggja ára samning við KR og greiða í raun þannig fyrir veru sína í Akademí- unni.“ En ef knattspyrnumaður ákveður að hætta í akademíunni? „Strákarnir eru núna 28 og ef einn hættir þá er annar tekinn inn í staðinn. Það er takmarkað pláss. Þetta er Akademía.“ Afreksnemendur hafa áhrif á orðstír skólana Jónas Kristinsson Úlfar Hinriksson Þ að eru margir ungir strákar kall- aðir til í atvinnumennsku í knatt- spyrnu en ekki allir útvaldir,“ seg- ir Teitur Þórðarson, stjórnandi KR-akademíunnar og þjálfari meistaraflokks KR. „Hér á landi hafa strák- arnir margir farið alltof ungir út og reynslu- lausir. Námið víkur hjá mörgum fyrir æfing- um og keppnum, enda hefur samstarf á milli framhaldsskóla og íþróttafélaganna verið lítið sem ekkert hingað til og því þarf að breyta. Það er eitt að komast í atvinnumennsku, það er annað að vera í atvinnumennsku. Kröf- urnar eru geysilega miklar en það er vissu- lega hægt að uppskera vel ef heppnin er í manns liði auk hæfileika, þrotlausra æfinga og sjálfstrausts. Meiðsli og önnur óvænt atvik setja oft strik í reikninginn og atvinnu- mennska reynist ekki vera sá rósrauði draum- ur sem margur strákurinn hélt. Of oft standa þessir strákar uppi eftir að ferlinum lýkur með litla menntun, þar sem þeir hafa flestir fórnað náminu fyrir boltann, en hafa hins veg- ar ekki þénað nægilega vel til þess að geta lif- að af fótboltatekjunum í framtíðinni eða séð fjölskyldu farborða. Bæði atvinnumöguleikar og möguleikar á háskólanámi eru takmark- aðir, sérstaklega hjá þeim sem ekki hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu.“ Erlendar akademíur fyrirmyndir Sjálfur hefur Teitur, sem er í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands og fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, dvalið erlendis í tæpa þrjá áratugi, fyrst sem atvinnumaður í knattspyrnu og síðan sem þjálfari. Hann þekkir því vel til mála þar og hefur einnig lok- ið FIFA PRO þjálfarastigi sem er það æðsta innan samtakanna. „Ég var reyndar orðinn 25 ára þegar ég fór til Jönköping í Svíþjóð frá Skaganum árið 1977 en oftar en ekki eru íslenskir strákar að fara út og freista gæfunnar 16–18 ára og það er einfaldlega ekki haldið nægilega vel utan um þá. Erlendis, þar sem ég þekki til, eru að- stæður allt aðrar. Þar starfrækja klúbbarnir akademíur sem við sækjum fyrirmyndina til og sjá til þess að strákarnir geti stundað framhaldsskólanám samhliða æfingum. Þar er ástundun íþróttarinnar og námið í akademí- unni jafnvel metið til eininga í framhaldsskól- unum. Ef, af einhverjum ástæðum, strákun- um tekst síðan ekki að hasla sér völl í atvinnumennsku geta þeir haldið áfram í námi og valið sér þann framtíðarstarfsvettvang sem þeir kjósa,“ segir Teitur sem hefur komið að stofnun slíkra akademía í Frakklandi, Noregi og Eistlandi þar sem hann var landsliðsþjálf- ari. Hugarfarið mikilvægt hæfileikamanni Markmið Akademíunnar er að búa til afreksknattspyrnumenn í KR, leikmenn sem geta orðið landsliðsmenn og atvinnumenn. Áherslan er ekki aðeins á boltaæfingar heldur er einnig hugað að öðrum fræðum eins og íþróttasálarfræði. Í hópíþrótt eins og fótbolta skiptir þekking og reynsla gífurlega miklu máli, skilningur á leiknum, stöðum og kerfum. Það er ekki að- eins mikilvægt fyrir knattspyrnumann að þekkja styrkleika sína og veikleika eða mót- herjanna heldur einnig meðspilaranna. Fót- bolti byggist á því að ellefu leikmenn spili saman sem einn. Sjálfstraust er annað lykil- atriði. Það skiptir engu máli hversu hæfi- leikaríkur knattspyrnumaður er ef hann hefur ekki rétta viðhorfið til leiksins og liðsins, sjálfstraust til þess að taka áhættu og ákvarð- anir, þá er hætt við að hann nái aldrei langt. Við leggjum því mikla áherslu á að vinna með þessa þætti sem gagnast strákunum síðan vel í lífinu sjálfu,“ segir Teitur sem hefur sjálfur öll knattspyrnuhugtökin á hreinu á norsku. „Mínir fyrirlestrar eru að sjálfsögðu á ís- lensku en glærurnar á norsku. Strákarnir fá því viðbótarkennslu í því tungumáli,“ segir hann og hlær. Áhersla lögð á sóknarbolta „Það gefur mér mjög mikið að vinna með þessum ungu strákum sem hafa áhuga á því að leggja sig í þetta. Við gerum miklar kröfur og veljum leikmenn á aldrinum 15–19 ára inn í akademíuna. Þeir verða ekki aðeins að standa sig inn á vellinum heldur einnig í skólanum. Einnig er tekið alvarlega á því ef vart verður neyslu á áfengi, tóbaki eða öðrum vímugjöf- um. Aginn er mikill og ef til vill ólíkur því sem íslenskir unglingar eiga að venjast en þetta er góður undirbúningur fyrir þá sem stefna á at- vinnumennsku því lífið þar er ekkert öðruvísi. Við æfum þrjá morgna í viku, frá 6.45–8.30 og fjórum til sex sinnum á kvöldin frá 19–20.30. Við munum einnig verða í samstarfi við er- lenda klúbba og akademíur, svo að leikmenn- irnir fá tækifæri til að fara utan til æfinga um skemmri tíma og dvalar en einnig mun aka- demían taka þátt í keppnum við aðrar erlend- ar akademíur. Þetta er mjög spennandi verkefni, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, ég held að mér sé óhætt að segja það,“ segir reynslubolt- inn sem lofar líka meiri sóknarbolta í íslenskri knattspyrnu í framtíðinni fái hann einhverju ráðið. „Vitaskuld ætlum við að kenna strákunum að spila skemmtilegan fótbolta, sóknarbolta. Það mun taka dálítinn tíma en það er mark- miðið. Varnarboltinn sem hér hefur verið ráð- andi helgast af því að hver leikur er svo mik- ilvægur því íslenska deildin er svo stutt. Lið þarf ekki að tapa nema einum eða tveimur leikjum til þess að vera komið í fallhættu. Það gefur auga leið að á meðan slíkt fyrirkomulag er við lýði pakka flest lið í vörn því það er öruggast. Með fleiri leikjum geta lið tekið meiri áhættu og nánast sjálfkrafa fer sókn- arboltinn að rúlla.“ Morgunblaðið/ÞÖK Afreksmenn framtíðar Markmið Akademíunnar er að búa til afreksknattspyrnumenn í KR, leikmenn sem geta orðið landsliðsmenn og atvinnumenn. Í bullandi akademískri sókn Sóknin er ekki tilviljunarkennd í KR-akademíunni, hún er taktík. Þar spila allir með, stjórnin, þjálfararnir, knattspyrnu- mennirnir ungu og foreldrar þeirra og unnið er að því að fá framhaldsskólana til að grípa líka boltann á loft. Morgunblaðið/ÞÖK Efnilegir Strákarnir í KR Akademíunni eru allir efnilegir í fótbolta en það þarf oft meira til að ná raunverulegum árangri og til þeirra eru gerðar miklar kröfur. Reynslubolti Teitur Þórðarson er einn af bestu knattspyrnumönnum sem Ísland hefur átt og býr yfir mikilli þekkingu á íþróttinni. Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.