Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 29

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 29
Ljósmynd/Sigrún Freistandi Dökk súkkulaðikaka sem er þó án súkkulaðis. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 29 Haustið er handan við hornið, lauf- blöð tekin að gulna, afréttir smalaðir og börnin komin í skólann. Þegar þessar línur birtast lesendum þá er að hefjast hrossasmölun á Laxárdal í A-Húnavatnssýslu með þátttöku fjölda gesta sem ýmist eru á eigin reiðskjótum eða með að láni. Þessi siður hefur verið viðhafður í fjölda ár og nýtur vaxandi vinsælda.    Þannig er að þennan dag ber ávallt upp á lokaumferðina í efstu deild karla í knattspyrnu. Þannig vill til að bæjarlífsritari sem er Frammari að upplagi hefur fylgst með þessum göngum í gegnum linsuna flest árin og svo vill til að FM útvarpssend- ingar nást ekki fram í dalinn. Það hefur ávallt verið svo að maður vissi aldrei hvort Fram hefði fallið eða sloppið undangengin ár fyrr en heim er komið um kvöldið en að þessu sinni er maður laus við þá óvissu.    Það er til siðs að ræða aðeins um veðrið og nánast ókurteisi að víkja ekki að því. Undanfarnir haustdagar hafa verið mildir og stilltir en það hefur nánast ekki gefist einn einasti heill þurr dagur nú um langa tíð og gert þeim sem þurfa að taka upp kartöflurnar lífið aðeins leiðara. Vís- ast er að fleiri séu leiðir en mér sýn- ist að skógarþrestirnir séu nokkuð sáttir við lífið því grunnt er á ána- maðkinn.    Eitt er það mál sem margir Blöndu- ósingar eru ósáttir við og þá einkum eldri kynslóðin en það er hvernig gamla kirkjan lætur óáreitt undan eyðingaröflum tímans. Ef satt skal segja þá má þessi kirkja sem flestir sæmilega uppkomnir Blönduósingar eiga margar minningar úr muna sinn fífil fegri og svo sannarlega þarf hún á mikilli upplyftingu að halda. Það var á dögunum að ákaflega grandvar og heiðarlegur maður kom að máli við undirritaðan og spurði hvort ekki væri réttast að kveikja í kirkjunni því enginn vildi ljá henni hjálparhönd og betra væri að hún hyrfi af yfirborði jarðar en vera í þessu ástandi. Það hrökk svona út úr mér við þennan ágæta mann að hann væri einmitt maðurinn í verkið því það þarf stálheiðarlegan mann til að kveikja í. En í alvöru, þá er kirkjan friðuð samkvæmt lögum vegna ald- urs og það er erfitt fyrir lítinn söfn- uð að halda úti tveimur kirkjum svo sómi sé að en eitthvað verður að gera, það er ljóst og það sem fyrst. BLÖNDUÓS Eftir Jón Sigurðsson Bananamúffur 12 stykki. 250 g spelt 100 g ávaxtasykur 50 g haframjöl 2 tsk. lyftiduft, kúfullar 1 tsk. bökunarsódi 1 tsk. kanill (má vera meira) örlítið af heilsusalti (Herbamere) 4–5 bananar, meðalstórir og vel þroskaðir 1 krukka sykurlaust barnabanana- mauk eða bætið 1 banana við upp- skriftina 1 egg 3 eggjahvítur 1 msk. byggmalt síróp (má nota hlynsíróp eða meiri ávaxtasykur) 1 tsk. vanilludropar Forhitið ofn í 190 ºC. Blandið þurrefnunum saman í skál. Stappið banana og bætið sykurlausa barna- bananamaukinu saman við ásamt sírópi, eggjum og vanilludropum. Blandið bananahrærunni saman við þurrefnin og hrærið í stutta stund, ekki þó of lengi því deigið á að vera gróft og kekkjótt svo það haldist létt. Þegar olía og smjör eru ekki notuð eins og í þessari uppskrift er hvorki hægt að nota hefðbundin múffupappírsform né bökunar- plötur einar og sér við baksturinn. Sigrún sníður smjörpappír með því að setja undirskál á pappírinn, teikna með penna hring utan um skálina og klippa hann út. Papp- írshringinn setur hún síðan ofan í hvert og eitt múffuform á bökunar- plötunni og mótar vel í forminu. Múffusmjörpappírinn má nota allt að sex sinnum. Fyllið hvert múffu- form að 2⁄3 með deiginu. Bakið í um 25 mínútur við 190 ºC. Látið múff- urnar kólna í í nokkrar mínútur áð- ur en þær eru teknar úr forminu og flettið smjörpappírnum varlega ut- an af. Dökk súkkulaðikaka (án súkkulaðis) Botn 1 bolli möndlur 1½ bolli kasjúhnetur 1½ msk. ósætt kakó (Það má líka nota gott kakóduft) ¼ tsk. heilsusalt (t.d. Herbamere) 1½ bolli döðlur (Látið liggja í sjóð- andi heitu vatni í um 15 mín. og geymið vatnið.) 1 banani, vel þroskaður Myljið hneturnar í matvinnsluvél og setjið í skál ásamt carob-dufti og salti og leggið til hliðar. Setjið því næst döðlur og banana í matvinnsluvélina, maukið vel og blandið saman við hnetuhræruna. Látið deigið í smelluform og þrýstið því vel niður. Kælið í ísskáp í um klukkustund. Krem ¼ bolli vatn (af döðlunum) ½ bolli Tahini (skiljið eins mikið af olíunni frá og hægt er) 4 msk. byggmaltsíróp, kúffullar eða hunang 1½ msk. carob-duft (eða gott kakóduft) 1 banani, vel þroskaður 1 tsk. vanilludropar eða vanilluduft ferskir ávextir, kókosmjöl eða þurrristaðar hnetur og möndlur til skreytingar Setjið hráefnið í matvinnsluvél, hrærið vel saman og látið í skál. Breiðið plastfilmu yfir skálina og kælið í ísskáp í um klukkutíma. Smyrjið kreminu síðan á kökuna og skreytið með ferskum ávöxtum, t.d. vel þroskuðum banönum, jarðar- berjum og kókosmjöli eða þurrrist- uðum, niðursöxuðum hnetum eða möndlum. Tvöfalda má uppskriftina til þess að gera kökuna þykkari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.