Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 31 sem það getur keypt sér lífrænt og meinhollt nammi eða drykki. Allur ágóðinn fer í námsferð starfsmanna til Minnesota sem hópurinn heldur í á vordögum. „Ef þú ert nærður og hvíldur þá getur þú betur ráðið við að- stæður,“ segir Ólafur og heldur áfram: „Þetta er mjög einfalt. Ef við erum þreytt, streitt, svöng eða illa upp lögð á einhvern hátt þá hættum við að ráða eins vel við krefjandi uppákomur og grípum jafnvel til uppeldisaðferða sem virka ekki.“ Stjórnendum skólans finnst líka mikilvægt að eftir vinnudaginn gangi starfsfólkið ekki út orku- laust, heldur geti það tekist á við sitt eigið fjölskyldulíf þegar heim er komið. Þannig kemur starfs- maður sáttari til starfa næsta morgun. En þar með er ekki öll sagan sögð. Starfsfólkið hefur greiðan aðgang að stjórnendum skólans og getur rætt við þá þegar upp kem- ur þörf fyrir að spjalla. „Með því að koma til móts við starfsmann- inn, vera til staðar og bjóða hon- um að ræða málin aukum við lík- urnar á því að hann taki ekki persónuleg vandamál með sér í samskiptin við börnin,“ segir Ás- laug Daníelsdóttir leikskólastýra og brosir hlýlega. Hollt og gott veganesti Það að annast börn er síður en svo einfalt mál. Hvað þá mörg börn í einu. Leikskólaárin eru mikilvægur þáttur í námi barna, tími mótunar og mikils þroska. Takist vel til í leikskóla er óhætt að segja að barnið hafi fengið gott nesti með sér til að takast á við kröfur grunnskólans. Á Hvarfi skipta allir máli, bæði börn og fullorðnir. Á leiðinni út kemur blaðamaður við á hinum rómaða kornbar og fær nesti. Það er enn rigning og á harðastökki er hlaupið út í bíl. Á meðan rigningin bylur á bílrúð- unni er gott að maula bragðgóð sólblómafræ og fylgjast með börn- unum sem eru önnum kafin við kökugerð og pollahopp. Leik- skólabörnin á Hvarfi hafa fallegan svip og þeim virðist líða vel, bæði inni við í fallegu umhverfinu og líka úti í haustrigningunni. Á Hvarfi er rigningin góð. Kornbar Hollt nasl er gott fyrir starfsfólkið í dagsins önn. Í athvarfi starfs- mannanna er allt í hvítum og ljósum litum og þar er mjög notalegt að vera. Dúnmjúkir sófar og teppi sem hægt er að sveipa um sig á meðan gluggað er í góða bók gera umhverf- ið mjög hlýlegt. Það er hingað sem starfsfólkið kemur til að sækja sér orku í dagsins önn. Rúnar Kristjánsson segir fariðað hausta og þó að besta veður sé í miðri viku virðist verra ástand um helgar. Ekki sé hægt að róa og annað eftir því: Helgin með sér bleytu bar, brugðust sóknarfærin. Sól í kortum varla var, vonbrigðin því ærin. Ytri bleytan ergði geð, engan veitti þerri. En innri bleytan sem var séð samt mér þótti verri! Rúnar yrkir um góðan kveðskap- armann: Vin og bróður ljóðs og lags lífs með rjóða vanga, veit ég á slóðum besta brags bjartan hróður fanga. Síst með þversum þankalag, þrátt til hvers sem dregur, kveður hann vers og kíminn brag Kristjáns Bersa - legur! Bróðir ljóðs og lags VÍSNAHORN pebl@mbl.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.