Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ STENDUR yfir Samgöngu- vika í Reykjavíkurborg, dagana 15.– 22. september. Samgönguvikunni er ætlað að vekja borgarana til um- hugsunar um samgöngumöguleika sem rýra ekki loftgæði okkar enn frekar. Engum dylst sú ógn sem steðjar að jarðarbúum, þar á meðal Íslendingum, vegna loftslagsmeng- unar og því hafa flest ríki gripið til þess að hvetja fólk til að draga úr notkun einkabílsins með því að hjóla, ganga eða taka strætó. Samfylkingin í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarráði 20. júlí þess efnis „ að fela borgarstjóra að nú þegar verði hafnar við- ræður um þátttöku rík- isins í kostnaði við al- menningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Viðræðunum verði lokið fyrir 1. október 2006.“ Tillögu Samfylking- arinnar var frestað fyrir 2 mánuðum og enn bólar ekkert á vilja borgaryf- irvalda til að samþykkja tillöguna og hefja viðræður við ráðherra þó svo ráðherra sé opinberlega búin að lýsa því yfir hún telji ekki óeðlilegt að ríkið komi að rekstri almennings- samgangna. Jónína jákvæð Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra virðist hafa góðan skiln- ing á ágæti almenningssamgangna. Haft er eftir henni að almennings- samgöngur verði að vera raunhæfur valkostur fyrir fólk ef við ætlum að minnka útblástur, bæta fjárhag fjöl- skyldna, minnka kostnað við sam- göngumannvirki og bæta umhverfið í víðum skilningi. Í Fréttablaðinu 19. júlí síðastliðnum segir hún það ekki óeðlilegt að ríkið komi að rekstri al- menningssamgangna. Ríkið greiðir alls staðar með Jónína þekkir vænt- anlega þá staðreynd að almenningssamgöngur eru víðast hvar í Evr- ópu styrktar af rík- isfjárlögum. Í nýjum alþjóðlegum sam- anburði er Reykjavík eina borgin sem ekki fær fjármagn frá ríkinu til almennings- samgangna og greiðir þar að auki skatt af rekstri. Þetta skýtur óneitanlega skökku við, því íslenska ríkið styður við almennings- samgöngur á landsbyggðinni, á lofti, láði og legi! En í lögunum er ákvæði um að almenningssamgöngur í þétt- býli verði ekki styrktar af ríkisvald- inu. Það eru óneitanlega kaldar kveðjur til borgarbúa sem borga fyr- ir brúargerð, jarðgöng og vegavinnu um allt land, með sínu skattfé. Und- anfarin ár hefur Reykjavíkurborg ítrekað bent Alþingi og ríkisstjórn á þessar staðreyndir en fengið lítil við- brögð. Næg röksemdafærsla ætti að felast í þeirri ógn sem jarðarbúum stafar af síaukinni loftslagsmengun, ríkisvaldið getur ekki skorast undan lengur að taka ábyrgð á mengun frá útblæstri bíla. Við höfum samþykkt bókanir í þá veru og því verður rík- isvaldið að koma að rekstri almenn- ingssamgangna eins og eðlilegt þyk- ir í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við. Já takk! Nú í samgönguviku vil ég þakka fyrir áhuga ráðherra og vænti þess að borgaryfirvöld grípi gæsina og leiti þegar eftir samkomulagi við rík- ið um framlög til almennings- samgangna. Nógu lengi hafa borg- aryfirvöld beðið eftir þessu gullna tækifæri en líklega var liturinn á stjórninni í Ráðhúsinu rangur síð- astliðin 12 ár og þar stóð hnífurinn í kúnni. En nú kveður við nýjan og ánægjulegan tón. Boltinn er hjá meirihluta borgaryfirvalda. Jónína bíður eftir svari. Já, ráðherra Björk Vilhelmsdóttir skrifar í tilefni af Samgönguviku » ...vil ég þakka fyriráhuga ráðherra og vænti þess að borgaryf- irvöld grípi gæsina og leiti þegar eftir sam- komulagi við ríkið um framlög til almennings- samgangna. Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fyrr- verandi stjórnarformaður Strætó bs. BIRGIR Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein í Morgunblaðið 10. september sl. og fjallaði um samstarf stjórnarandstöð- unnar og hugsanlegt „Vinstra Kaffi- bandalag“. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að Birgir hefur eig- inlega ekkert nýtt fram að færa og því eiginlega ómögulegt að spá í hvað það er sem hann er raunverulega að hugsa eða hvers vegna hann skrifaði þessa grein. Hann virðist þekkja Steingrím J. svo náið að halda mætti að þeir fé- lagar deildu með sér svefnherbergi. En hver hefur áhuga á því eða allri flækjunni sem Birgir rekur fram og til baka um meint rugl í stjórnarandstöðunni? Að þeir hugsanlega stofni „kaffibandalag“ eða að það hafi slitnað uppúr einhverju sam- starfi þeirra og alls- konar þvælumoð Birgis um hverskonar baneitr- uð samsuða stjórn- arandstaðan sé og hafi verið. Varla hefur önnur eins óskilj- anleg þvæla sést á prenti eins og þessi grein Birgis og er talandi dæmi um hvað núverandi þingmenn eiga erfitt með að tjá hug sinn eða að hugsa rök- rétt um málefni líðandi stundar. Það er því engin undrun þótt vandamál séu uppi sem tengjast okkar ástkæru þingmönnum. Framundan eru kosningar og ekki er óeðlilegt að fólkið í landinu spái í það í vetur hver verði útkoman úr þessum væntanlegu kosningum. Und- ir þessu kringumstæðum hugsar fólk til baka um allt sem vanrækt hefur verið svo sem sjúkrahúsmálin, eins og sameiningu sjúkrahúsanna sem sló öll met í heimsku og olli heimsmeti í að flækja sjúkrahúsmál heillar þjóðar. Í framhaldi af því rifjast upp málefni sjúklinga, svo sem langir biðlistar, lengstu biðlistar í heimi og þess hátt- ar, til að tryggja að sem flestir lifi ekki veikindi af. Málefni aldraðra sem eru í lang- tíma þæfingu hjá rík- isstjórninni til að tryggja að sem flestir aldraðir deyi sem fyrst eða að fólk með geðræn vandamál fái helst hvergi úrlausn sinna mála, svo dæmi séu tek- in úr fréttum fjölmiðla. Málefni öryrkja hafa hvað eftir annað lent fyrir dómstólum. Vega- kerfið er að hruni kom- ið. Til að bæta gráu ofan á svart þá var öllum vöruflutningum lands- manna beint inn á ónýtt vegakerfi og strandsigl- ingar lagðar niður. Hver flutningabíll slítur veg- unum eins og þúsundir smábíla og undir þess- um kringumstæðum virðist samgöngu- ráðuneytið vera með af- gang af peningum, nýtir ekki allar fjárlagaheim- ildir frá Alþingi til að gera við vegina. Hvort sem um er að ræða að þjóna fólkinu eða halda innviðum og mann- virkjum ríkisins í lagi þá er áhuga- leysi og eða getuleysi ríkisstjórn- arinnar algert og von að fólk og mannvirki standi ekki eins vel og ella hefði verið. Hægt er að skrifa langan pistil um fjármála- og efnahagsflækju ríkisins sem er eitthvað það sérkenni- legasta af öllu sérkennilegu sem nú- verandi ríkisstjórn er að bera á borð fyrir þjóðina. Það er einmitt undir þessum kring- umstæðum sem einn stjórn- arþingmaðurinn Birgir Ármannsson sér ekkert áhugaverðara þessa dag- anna en að fjalla ítarlega um meintar sálarkvalir og innanflækjur stjórn- arandstöðunnar og getur varla leynt ofsagleði sinni yfir hvað þessi stjórn- arandstaða er tvístruð og sund- urtætt. Sá málflutningur hefur verið á þessum nótum í áratugi þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fjallar um vinstri flokka á Íslandi. Ekkert nýtt í þeim málflutningi. En það var ekki hlut- verk meirihlutans að vera sífellt að plástra og pæla út stjórnarandstöð- una. Meirihlutinn er engin hjálp- arsveit fyrir stjórnarandstöðuna, eða hvað? Verkefni meirihlutans er að stjórna landinu og þjóna fólkinu. Eða er það misskilningur? Þingmenn meirihlutans sem eru sammála Birgi, eru í einhverjum allt öðrum hugleið- ingum en að vinna í málefnum fólks- ins og þjóna landi og þjóð. Þeir eru að vinna í stjórnarandstöðunni ef marka má grein Birgis. Meðan „Róm brenn- ur“ þá er þetta fólk sem á að stjórna landinu og sinna þörfum fólksins svo upptekið af sínum eigin þörfum að enginn tími er til að sinna þeim verk- efnum sem það var kosið til og fær þó fúlgur fjár til að sinna. Að þetta fólk sé að vinna að málefnum fólksins í landinu er helber blekking eins og dæmin sanna. Birgir Ármannsson heldur að með því að skrifa botnlausa rugl- blaðagrein um stjórnarandstöðuna þá aukist líkur á að fólkið í landinu kjósi hann í vor og hans flokk. Halló. Ég held að Íslendingar séu nú svo upplýstir að þeir þurfi enga hjálp frá Birgi eða neinum öðrum til að mynda sér skoðun í vor. Fólk mun skoða hug sinn og umfram allt skoða hvað hefur verið í gangi í samfélaginu frá hendi núverandi meirihluta og taka sína ákvörðun út frá því. Hvort núverandi stjórnarandstaða er einhver mót- leikur fyrir kjósendur skal ósagt látið en ljóst er að það er galopið fyrir hvern sem er að koma með nýtt fram- boð og nýja valkosti sem gætu hitt beint í hjarta kjósenda og ættu betur við heldur en það rugludallarugl sem hefur verið í gangi fram til þessa. Fólk vill núna breytingar strax, breytingar sem virka fyrir fólkið, breytingar sem taka eingöngu mið af þörfum fólksins og taka ekki mið af endalausum þörfum alþingismanna eins og eftirlaunafrumvarpið var, svo dæmi sé tekið. Ofsagleði Birgis Ármannssonar Sigurður Sigurðsson skrifar um stjórnmál »Ég held aðÍslendingar séu nú svo upp- lýstir að þeir þurfi enga hjálp frá Birgi eða neinum öðrum til að mynda sér skoðun í vor. Sigurður Sigurðsson Höfundur er verkfræðingur VENJULEGUR lýðræðissinni lítur svo á að flokkum í stjórn- arandstöðu, sem hljóta meirihluta í kosningum, beri skylda til að taka við stjórnartaumum, ef þess er nokkur kostur. Ef það reynist ófært, hljóti viðkomandi að gera kjósendum sínum grein fyrir ástæðum. Þetta var viðhorf Frjálslynda flokksins að loknum borg- arstjórnarkosningum á liðnu vori. Kjósendur höfðu lýst yfir van- trausti á ríkjandi meirihluta og veitt stjórnarandstöðunni umboð til að taka við völdum. En Sjálfstæðisflokkurinn hafði þann meirihlutavilja kjósenda að engu og kaus að verzla við þann flokkinn, sem skýrast vantraust hlaut. Og saman hafa þeir kaupa- héðnar á bak við sig minnihluta kjósenda í höfuðborginni. Morgunblaðsmenn gera því á fæturna að frjálslyndir hafi orðið fyrir vonbrigðum. Undirritaður kannast ekki við það viðhorf, þótt finnast kunni. Sjálfur prísaði hann sig sælan og Frjálslynda flokkinn. Línur í íslenzkri pólitík urðu hreinar – tandurhreinar. Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa endanlega skriðið í eina sæng saman. Kjósandi, sem ljær Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt er með því að styðja Framsókn- arflokkinn áfram til valda. Aftur á móti munu atkvæði greidd Frjáls- lynda flokknum styrkja þann ein- dregna ásetning flokksins að hrinda þessu spyrðubandi ný- frjálshyggjunnar frá völdum. Héðan í frá er með öllu þýðing- arlaust fyrir ráðstjórnarflokkana að lýsa því yfir að þeir muni ganga óbundnir til alþingiskosn- inganna að vori. Þeir eru og verða rígbundnir hvor öðrum og um alla framtíð vonandi. Frjálslyndi flokkurinn mun að sínu leyti leggja sig í framkróka um að núverandi stjórnarand- staða nái höndum saman um stjórn landsins. Flokkurinn mun bjóða fram á eigin forsendum, en gerir sér fulla grein fyrir að hann getur ekki fengið allar sínar óskir uppfylltar í samvinnu við aðra flokka. Það er svo efni í mörg grein- arkorn að fjalla um viðskilnað ráðstjórnarflokkanna. Sverrir Hermannsson Hreinar línur Höfundur er fv. formaður Frjálslynda flokksins. UNDANFARNA daga hafa borist fréttir af því að tilfinnanlega vanti starfsfólk í vörumarkaði og mat- vöruverslanir. Svo langt hafa menn gengið að starfs- mönnum eru boðnar greiðslur, 100 þúsund krónur, fyrir að útvega starfsfólk í þessi störf. Í fréttaviðtali við versl- unarstjóra í Bónus kom fram að fólk væri sumt með óskir um að fá hluta af laununum svart ef það tæki að sér þessi störf. Ástæður þess eru eflaust marg- ar, en ekki kæmi mér á óvart að lífeyrisþegar veigruðu sér við að fara í svona vinnu vegna þess hve launin skerða lífeyrinn þeirra frá Tryggingastofnun. Það er ljóst að nægt framboð er af störfum fyrir fólk sem vill vinna t.d. hlutastarf. Í um- ræðunni um kjör líf- eyrisþega hefur það verið gagnrýnt harð- lega hversu greiðsl- urnar frá Trygg- ingastofnun eru tekjutengdar og þær verki letjandi á lífeyrisþega vilji þeir afla sér viðbótartekna vegna þess hve lítið kemur í vasa þeirra þegar upp er staðið. Ríkisstjórnin vill ekki liðka til nú Það var ein af kröfum fulltrúa eldri borgara í nefndarvinnunni með rík- isstjórninni að sett yrði frítekjumark vegna atvinnutekna, þannig að ákveðnar vinnutekjur skerði ekki greiðslurnar frá Tryggingastofnun. Með frítekjum kæmi hvatning til at- vinnuþátttöku og lífeyrisþegum yrði þannig gert kleift að auka tekjur sín- ar með vinnu. Ríkisstjórnin var ekki tilbúin að ganga að þessu nú, en vísar slíkum breytingum fram á næsta kjörtímabil. Tillaga ríkisstjórn- arinnar er 200 þúsund króna frí- tekjur á ári frá 1. janúar 2009 eða um 17.000 krónur á mánuði og 25 þúsund króna frítekjur á mánuði frá 1. jan- úar 2010. Þetta er of lítið og allt of seint. Frítekjumark verður að koma strax, ástandið í samfélaginu kallar á það. Lífeyrisþegar hafa líka kallað eftir því nú þegar í kröfum sínum um bætt kjör. Allra hagur að auðvelda atvinnuþátttöku Mikilvægt er að gefa lífeyrisþegum sem það vilja kost á að vera í at- vinnulífinu, þótt ekki væri nema í hlutastarfi. Það er líka mikilvægur þáttur í endurhæfingu að koma til starfa á ný fólki sem einhverra hluta vegna hefur verið utan vinnumarkaðarins vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í vik- unni var ég viðstödd opnun á nýrri starfs- þjálfunarstöð, Ekron, sem er stofnuð fyrir þá sem hafa farið í áfengis- og vímuefnameðferð eða hafa átt við ein- hverskonar fíkn að stríða og þurfa end- urhæfingu til að komast út í lífið. Þetta er lofs- vert framtak einstaklinga, sprottið af mikilli þörf. Frítekjumark vegna at- vinnu, t.d. fjörutíu þúsund krónur á mánuði, strax, gagnvart lífeyr- isgreiðslum almannatrygginga, myndi auðvelda mjög slíka starfs- endurhæfingu og verka hvetjandi. Fjörutíu þúsund króna laun myndu þá koma til viðbótar við lífeyrinn án þess að skerða hann. Þeir sem vinna halda frekar heilsu, þeir einangrast síður, fyrir ut- an það að margir draga varla fram lífið á þeim lífeyrisgreiðslum sem þeir eiga rétt á. Það er líka hagur fyrir samfélagið sem fær af þessum tekjum skatt. Hér er viljaleysi stjórnvalda dragbítur á velferð mjög margra, bæði einstaklinga og fyr- irtækja. Vinnufúsar hendur bundnar? Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um málefni lífeyrisþega Ásta R. Jóhannesdóttir »Með frí-tekjum kæmi hvatning til atvinnuþátt- töku og lífeyr- isþegum yrði gert kleift að auka tekjur sín- ar með vinnu. Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.