Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 39

Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 39 ÉG SKRIFAÐI stutta grein í Morgunblaðið á dögunum um virkj- unar- og stóriðjumálin á Austur- landi. Ég spáði því að áróðursstríðið mundi færast í aukana um þær mundir þegar farið verður að safna vatni í lónið. Ég reyndist sannspár. Sú orrusta stendur yf- ir. Þar er eitt af vopn- unum skýrsla Gríms Björnssonar jarðeðl- isfræðings. Sú skýrsla var lögð fyrir orku- málastjóra veturinn 2002, sem lagði hana fyrir Landsvirkjun sem hélt fund með skýrsluhöfundi þar sem farið var yfir efni hennar. Staðhæfingar um sprungur á svæði Kárahnjúkavirkjunar eru ekki nýjar af nálinni og hafa verið uppi allan þann tíma sem virkjunin hefur verið til umræðu. Rétt er að halda því til haga að hönnun stíflunnar hefur verið breytt í öryggisskyni. Ef umræðan er ný fyrir þingmenn þá spyr ég hvar þeir hafi verið meðan þau gríðarlega miklu skoðanaskipti voru um virkj- unina þar sem kostir og gallar voru tíundaðir. Áhlaup í áróðursstríðinu Svarið við spurningunni er ein- falt. Þetta er áhlaup í áróðursstríð- inu. Það vekur næstu spurningu, hvers vegna er þessi umræða svo hávær núna, þegar líður að lokum framkvæmdarinnar. Eina skynsamlega svarið við þeirri spurn- ingu er að mótmæl- endur séu að byggja upp andstöðu fyrir frekari virkjanir í framtíðinni. Mér finnst ólíklegt að menn á borð við Steingrím Sig- fússon og félaga trúi því í alvöru að það verði hætt við þessar framkvæmdir og mannvirkin verði látin standa til minningar um þá vitleysinga eins og mig og fleiri sem samþykktu lögin um Kárahnjúkavirkjun. Hins vegar er hér um alvarlegt mál að ræða. Hvað á að taka mikla áhættu í mannvirkjagerð. Reynt er að hræða fólk sem býr neðan stífl- unnar með því að hún muni láta undan og valda stórflóðum.. Það er alvarlegasti þáttur þessa máls, og því er nauðsynlegt að taka áttirnar í því moldviðri áróðurs sem geisar með linnulausum viðtölum, frétta- flutningi og greinaskrifum þessa dagana. Sérfræðingar eða skúrkar? Spjótunum hefur verið beint að Landsvirkjun. Ef taka ætti mark á allri þeirri umræðu sem verið hefur mætti ætla að þar sætu skúrkar sem víluðu ekki fyrir sér að stefna fólki í stórhættu með stórhættulegri mannvirkjagerð, og væri auk þess alveg sama þótt 100 milljörðum króna væri kastað á glæ. Þessi áróð- ur er svo magnaður að ég hef séð friðsama menn austur á Fljótsdals- héraði sem ekki mega vamm sitt vita með límmiða á bílunum sínum sem á stendur „Illvirkjun“. Þessum aðdróttunum til sérfræðinga Lands- virkjunar er einnig beitt við ut- anaðkomandi menn sem hafa stund- að eftirlit með framkvæmdunum. Norskur sérfræðingur mátti í heil- um Kastljósþætti sitja undir end- urtekinni spurningu sem hljóðaði efnislega á þá leið: hver borgaði þér kaupið, góði? Er nokkuð að marka það sem þú segir? Með öðrum orð- um, hvort ráðgjöf hans litaðist af því að hann væri á launum hjá Lands- virkjun. Þessi sérfræðingur taldi fyllsta öryggis gætt við stífluna, samkvæmt öllum þekktum ráðum. Mér finnast þessar aðdróttanir óforskammaðar. Ég að minnsta kosti trúi því að þessir menn meti vísindaheiður sinn svo mikils að þeir leiti eftir bestu vitneskju í hverju máli, þar á meðal því stóra máli sem hér er til umræðu. Það á jafnt við um starfsmenn Landsvirkjunar sem aðra sérfræðinga. Stíflugerð á sprungusvæðum Sannleikurinn er sá að það er ekki nýtt að stíflur séu byggðar á sprungusvæði. Allt Þjórsársvæðið er eitt mesta sprungusvæði lands- ins. Búrfellsvirkjun og stíflan sem þar var byggð, hefur þolað öll eld- gos sem orðið hafa í landinu síðan árið 1967, auk Suðurlandsskjálfta. Hið sama má segja um þær stíflur sem síðan risu. Sannleikurinn er sá að íslenskir tæknimenn hafa gíf- urlega mikla reynslu af því að byggja stíflumannvirki á eldvirkum svæðum, og svæðum sem eru mun virkari en Kárahnjúkasvæðið hefur verið hingað til. Hálendið og tilfinningarnar Það hafa verið ritaðar margar til- finningaþrungnar greinar um há- lendið nú síðustu vikurnar. Ég ber fulla virðingu fyrir tilfinningum þess fólks sem þykir vænt um há- lendið. Ég tel mig hiklaust vera í hópi náttúruunnenda þrátt fyrir stuðning við virkjunarframkvæmdir fyrir austan. Ég fullyrði hins vegar að það eru ýkjur ef því er haldið fram að ekki sé hægt að njóta töfra íslenskrar náttúru og hálendisins eftir að vatn hefur fallið í farveg Jöklu fyrir ofan Kárahnjúka, þótt sú framkvæmd sé risavaxin. Hins vegar gleymist að geta þess í hita leiksins að aðkomugöng virkjunar- innar og stöðvarhúsið eru neð- anjarðar, sem er stórkostleg breyt- ing frá fyrri hliðstæðum framkvæmdum. Ég fullyrði að töfrum hálendisins er ekki fórnað með þessari virkjun og hreindýr og heiðargæsir munu þar áfram þrífast, og áfram munu íslenskir fossar gleðja auga ferða- mannsins. Áhlaup í áróðursstríðinu Jón Kristjánsson fjallar um virkjunar- og stóriðjumálin á Austurlandi »Ég fullyrði að töfrumhálendisins er ekki fórnað með þessari virkjun og hreindýr og heiðargæsir munu þar áfram þrífast, og áfram munu íslenskir fossar gleðja auga ferða- mannsins. Jón Kristjánsson Höfundur er þingmaður. TILEFNI þessara skrifa eru ályktanir sem fulltrúar á aðalfundi Læknafélags Íslands, sem haldinn var á Egilsstöðum helgina 2.–3. september, samþykktu og sendu til fjölmiðla. Sú ályktun sem vakti mesta at- hygli fjölmiðlanna var sú um meint- an stjórnunarvanda á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og nauðsyn þess að byggja einka- sjúkrahús til að tryggja sem best at- vinnufrelsi lækna. Það yrði best tryggt með því að hafa sem flestar stofnanir sem veita heilbrigðisþjónustu. Nú er það svo að sjúkrahús eru byggð og rekin vegna þess að þörf er á þjónustu við sjúka. Sjúkrahúsum er ekki ætlað að tryggja valfrelsi lækna og annars heilbrigðisstarfs- fólks til starfa. Aðalmarkmið sjúkra- húsa er að veita eins góða heilbrigð- isþjónustu og kostur er. Sjúkrahús eru flóknar og dýrar stofnanir, sennilega eru fá fyrirtæki eins háð mikilli tækni og sérþekkingu. Í milljónaþjóðfélögum er talið að það þurfi u.þ.b. eina milljón manna til að standa á bak við tæknivætt sérgreinasjúkrahús. Sú ákvörðun að sameina sjúkra- húsin þrjú í Reykjavík var því mjög eðlileg og var það gert eftir að feng- ið hafði verið álit erlendra matsfyr- irtækja. Nú er þessari sameiningu að mestu lokið. Í kjölfar sameiningar var ákveðið að reisa nýtt sjúkrahús sem hýsa skyldi allar helstu sérgreinar lækn- inga, kennslu fyrir nema í heilbrigð- isvísindum og vísindastarfsemi tengda læknisfræði og skyldum greinum. Brýnt er að hraða bygg- ingu hins nýja sjúkrahúss eins og kostur er þar sem starfsemin er nú í nokkrum húsum og þau öll börn síns tíma, orðin of lítil og óhagkvæm í rekstri. Fulltrúar hverra? Læknafélag Íslands er bæði fag- og stéttarfélag lækna sem hefur að leiðarljósi „að efla hag og sóma hinnar íslensku lækna- stéttar og auka kynni og stéttarþroska fé- lagsmanna“ og „að efla samvinnu lækna um allt sem horfir til framfara í heilbrigðismálum“ eins og segir orðrétt í sam- þykktum LÍ. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. L.Í. á að vera mál- svari allra lækna og ályktanir aðal- fundar eiga að endurspegla skoðanir meirihluta félagsmanna. Þeir einir eiga atkvæðisrétt á að- alfundi sem eru sérstaklega til þess valdir. Að lýsa því í smáatriðum hvernig val fer fram er auðvitað að æra óstöðugan, í stuttu máli eru menn valdir eftir búsetu á landinu, þ.e. hin ýmsu svæðafélög eiga full- trúa, svo og geta sérgreinafélög átt fulltrúa. Þetta fyrirkomulag hefur mjög verið gagnrýnt í áranna rás og ekki fengist á því veruleg breyting. Eðlilegt væri að allir félagsmenn gætu sótt aðalfund og átt þar bæði tillögu- og atkvæðisrétt. Stærstur hluti þeirra sem álykta um mál spít- alans eru ekki starfsmenn hans og sumir hverjir hafa ekki komið þar inn fyrir dyr síðan í námi. Þeir hafa því litlar forsendur til að tjá sig af þekkingu um mörg innri mál spít- alans. Fullyrðingar eins og að læknar á stofnuninni séu „hand- tíndir af misvitrum stjórnendum“ eru auðvitað staðlausir stafir. Allar stöður yfirlækna og annarra lækna eru auglýstar og í þær ráðið eftir hæfni. Þá er fullyrt að eftir því sem sjúkrahúsum fjölgi, batni þjónustan. Fullyrt er að Landspítali sé einok- unarstofnun sem sjúku fólki sé nauðugur einn kostur að leita til en „þjónustan sé þó góð ef og þegar hún fæst.“ Þegar ég var unglæknir á árunum 1981–85 voru þrjú bráðasjúkrahús í Reykjavík; Landsspítalinn, Borg- arspítalinn og Landakotsspítali. Ekki varð ég vör við að sjúkrahúsin bitust um sjúklingana, frekar var reynt að komast hjá innlögnum, sér- staklega á öldruðu og langveiku fólki sem erfitt yrði að útskrifa að meðferð lokinni. Það var nefnilega eins þá og nú, bráðasjúkrahúsin bjuggu við þann vanda að þurfa að leggja veikt fólk á gangana. Þá, eins og nú, vantaði hjúkrunarrými og langlegurými. Það sem hefur þó áunnist á und- anförnum árum er að biðlistar eftir flestum aðgerðum hafa styst og þjónusta í hinum ýmsu sérgreinum læknisfræðinnar orðið betri og skil- virkari eftir sameiningu sjúkrahús- anna. Flestir læknar sem starfa í mínu nærumhverfi eru í meginatriðum sáttir við þá stefnu sem stjórnendur sjúkrahússins hafa tekið í faglegum málefnum. Hér á sjúkrahúsinu er nefnilega þögull meirihluti sem vill gjarna vinna í friði og er ekki í sí- felldum erjum við samstarfsmenn og stjórnendur. Ég veit að margir eru ósammála þeim ályktunum og greinargerðum sem aðalfundur L.Í. sendi frá sér þann 3. september varðandi málefni sjúkrahússins, í rauninni mætti túlka þær sem árás- ir á stofnunina. Það hvarflar að mér að hér séu á ferðinni skoðanir nokkurra sérvitr- inga og nöldurseggja sem vita fátt um starfsemi sjúkrahússins. Ég persónulega hef oft hugleitt að mínum hagsmunum væri betur borgið utan Læknafélags Íslands. Það eru margir að athuga sinn gang. Læknafélag Íslands, málsvari hverra? Hjördís Smith fjallar um sjúkrahúsmál og ályktun frá aðalfundi Læknafélags Íslands Hjördís Smith » Sjúkrahúsum er ekkiætlað að tryggja val- frelsi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks til starfa. Aðalmarkmið sjúkrahúsa er að veita eins góða heilbrigð- isþjónustu og kostur er. Höfundur er svæfinga- og gjörgæslu- læknir á Landspítala við Hringbraut. Sést hefur: Hundruðir manna voru drepnir. RÉTT VÆRI: Hundruð manna voru drepin. (Fleirtalan af hundrað er hundruð, en af þúsund ýmist þúsund eða þúsundir.) Gætum tungunnar geirsdóttir, meistaranemi við Há- skóla Íslands. Allir tólf frambjóðendur hafa mikla reynslu af félagsstarfi. Erla Ósk fer þar fremst meðal jafningja, en hún var formaður Politica Félags stjórn- málafræðinema við Háskóla Ís- lands, sat í Stúdentaráði fyrir Vöku og var jafnframt fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs. Erla var kosningastjóri í kröftugri kosn- ingabaráttu Heimdallar á sl. vori þar sem hún stýrði starfi um 120 sjálfboðaliða í fjölbreyttum verk- efnum, sem að mínu mati áttu þátt í kosningaárangri Sjálfstæð- isflokksins sl. vor. Árangri sem leiddi til þess að nú hefur flokk- urinn aftur komist til valda í Reykjavík, borgarbúum öllum til hagsbóta. Styðjum framboð hópsins: www.blatt.is Í framboði með Erlu Ósk eru framúrskarandi liðsmenn. Ég skora á alla unga sjálfstæðismenn í Reykjavík að kynna sér hópinn og þau málefni sem hann leggur áherslu á á heimasíðu hans www.blatt.is Hópurinn er með kosninga- vinnustofu á Grandavegi 47 þar sem opið er alla daga og kvöld fram að kosningunum nk. fimmtu- dag. Þangað eru allir velkomnir. Mikilvægt er að við sjálfstæð- ismenn höldum þeirri góðu stöðu sem við höfum náð meðal ungs fólks í Reykjavík. Tryggjum það með góðum kosningasigri hópsins blatt.is á fimmtudaginn. »Erla Ósk og félagarmunu styrkja enn þá góðu stöðu sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur náð meðal ungs fólks í Reykjavík. Höfundur er formaður Heimdallar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.