Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 43
an af ljóðum, fór með allt frá einni
ljóðlínu í heilu bálkana ef honum
bauð svo við að horfa. Man ég ekki
eftir honum öðruvísi en sem áhuga-
manni um ljóðlist. Það var ótrúlegt
hvað maðurinn gat þulið. En hann
hafði ákveðnar skoðanir á ljóðlist
sem og öðru og sagðist ekki líta við
ljóðum ungu skáldanna því þeir
kynnu ekki að yrkja ljóð. Hann ætl-
aði að halda sig við verk eldri meist-
aranna á borð við Davíð Stefánsson
og hans líka og við það stóð hann.
Reyndar var stórskáldið Davíð Stef-
ánsson í sérstöku uppáhaldi hjá hon-
um svo lengi sem ég man.
Líkt og ég sagði í upphafi voru
dagar síðustu mánaða í lífi Gests
misgóðir. Ég hitti hann síðast fyrir
rúmum mánuði þegar við systkinin
komum saman hér fyrir sunnan af
góðu tilefni. Hann mætti í sam-
kvæmið með Sigurborgu eiginkonu
sinni, leit vel út í sínu fína pússi, glað-
ur í bragði og reifur, já, bara nokkuð
líkur sjálfum sér, gamla Gesti. Þegar
ég kom á staðinn mætti hann mér
brosandi, heilsaði á sinn persónulega
máta og sagði hlæjandi: „Ég kalla
þig alltaf Dóru systur.“ Ég brosti á
móti og kannaðist vel við þessar
hlýju móttökur og svaraði: „Þú hætt-
ir því nú ekki, Gestur minn.“ Þessi
mynd verður í minnum höfð og á
þennan hátt viljum við systkinin
muna Gest Pálmason mág okkar.
Megi englar Guðs vaka yfir Sig-
urborgu systur okkar og öllu hennar
fólki.
Halldóra Sigurgeirsdóttir.
Við hvert og eitt andlát er mikið
skarð höggvið í samfélag lítilla
byggðarlaga þar sem hver og einn
einstaklingur er svo mikilvægur at-
vinnu-, menningar- og félagslífi sinn-
ar sveitar.
Óvenju margir samferðamenn
okkar Bolvíkinga – á ýmsum aldri –
hafa kvatt „Hótel jörð“ nú hin síð-
ustu ár svo eftir er tekið. Því eiga
margar fjölskyldur í Bolungarvík um
sárt að binda og hugur okkar nú leit-
ar til þeirra sem misst hafa ástvini
sína, suma langt um aldur fram
En enginn ræður sínum örlögum
né næturstað stendur einhvers stað-
ar skrifað.
Við andlát góðvinar míns, Gests
Pálmasonar, koma fram fjölmargar
minningar frá samverustundum okk-
ar frá fyrri tíð sem og hin síðari ár.
Kynni okkar hófust fyrst á þeim
tíma sem mikill uppgangur var í Bol-
ungarvík, mikið var byggt, íbúum
fjölgaði hratt, atvinna var stöðug og
góð og eins og við Bolvíkingar segj-
um gjarnan á gleðistundum: „Í Bol-
ungarvíkinni er björgulegt lífið“.
Gestur var húsasmíðameistari að
mennt, hafði lært hjá Bjarna Magn-
ússyni, Tröð, miklum hagleiksmanni
og heimsborgara, en ég málara-
meistari á þessum tíma. Leiðir iðn-
aðarmanna úr öllum greinum liggja
jafnan saman, allt frá grunni ný-
bygginga að lokafrágangi sem og við
viðhald og endurnýjun mannvirkja
hvers konar.
Það var gott að koma að verki sem
Gestur hafði stjórnað eða unnið að.
Hann var vandvirkur, þrifinn og
snyrtilegur í frágangi verka sem
hann hafði tekið að sér.
Eins og ungir menn freistast oft til
gerðum við okkur stundum glaðan
dag í vikulokin og hittumst nokkrir
saman á trésmíðaverkstæði Gests til
að slappa af, eins og sagt er í dag.
Það kom fyrir að tekinn var tappi úr
flösku og þá rætt um heima og
geima, pólitík, skáldskap, einkum
ljóðlist, eða tekið var lagið. Gestur
hafði mjúka þægilega rödd, var mjög
lagviss og góður söngmaður í kór.
Hann hafði yndi af ljóðlist og ef ég
man rétt var Davíð Stefánsson frá
Fagraskógi í miklu uppáhaldi hjá
honum og kunni Gestur mikið af
hans ljóðum utanbókar.
Síðar á lífsleiðinni var hann um
tíma starfsmaður hjá bæjarsjóði Bol-
ungarvíkur sem umsjónarmaður
fasteigna sveitarfélagsins og annað-
ist ýmis önnur viðvik fyrir bæjar-
félagið.
Gesti var mjög annt um umhverfi
sitt og ásýnd bæjarins. Ósjaldan kom
það fyrir að hann kom með ljós-
myndir til mín sem bæjarstjóra af
fremur illa hirtum lóðum, húsum eða
opnum svæðum byggðarlagsins og
óskaði með sínu lagi skjótra úrbóta.
Mitt mat er að Gestur var fremur
feiminn og hlédrægur í framkomu,
en hafði samt ákveðnar skoðanir sem
hann lá ekki á. Gagnrýni hans var
stundum nokkuð háðsk en þó ávallt
jákvæð og hnitmiðuð.
Hann var mikill vinur vina sinna,
mikill Bolvíkingur og þótti leitt ef
hallað var á rangan hátt á menn og
málefni.
Við eigum eftir að sakna hans á
morgungöngu sinni, eða þá við að slá
garðinn eða moka snjóinn við hús-
eign þeirra hjóna, hans og Sigur-
borgar við Traðarstíginn, en ósjald-
an tókum við tal saman er við
hitumst bæði þar og á förnum vegi.
Um leið og við Lillý sendum Sig-
urborgu, Boggu, og fjölskyldu inni-
legar samúðarkveðjur við fráfall
Gests þökkum við honum samfylgd
liðinna ára. Hans stríði er lokið og ný
ganga hafin á ókunnum slóðum.
Minningin um góðan dreng og sam-
borgara er okkur dýrmæt og verður
geymd en ekki gleymd.
Ólafur Kristjánsson.
Alltaf finn ég ylinn streyma
er ég kem í þetta hlað.
Það er ekki því að leyna
að þá er ég á góðum stað.
(G. Pálmason)
Þessa fallegu vísu þykir mér mjög
vænt um. Hún er ein af vísunum á
gestabókinni sem þú, kæri vinur,
bjóst til og gafst pabba mínum í af-
mælisgjöf í þá gömlu góðu daga.
Eins og svo oft var sagt þegar þeir
dagar voru rifjaðir upp. Síðast þegar
ég hitti þig varst þú orðinn mjög
veikur, en þegar ég faðmaði þig
brostir þú og hvíslaðir: „Það var þá.“
Ég vissi hvern þú varst að hugsa um.
Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem koma upp í hugann þegar
ég hugsa til þín. T.d. ein þar sem þið
vinirnir þú og pabbi ákváðuð að fara í
skemmtiferð út í Skálavík einn góð-
viðris sunnudag. Farið var á drátt-
arvél með kerru sem við krakkarnir,
mamma og Bogga sátum á. Ekki
þarf að efast um að nestið sem þær
útbjuggu hafi bragðast vel í grænni
lautu. Ekki man ég hvort þetta var
berjaferð, en ég man sérstaklega eft-
ir tveim litlum pabbastelpum, þeim
Sirrý og Fjólu.
Seinna þegar ég varð fullorðin
urðum við nágrannar og ekki voru
börnin mín orðin stór þegar þau fóru
að fara yfir götuna í heimsókn eða í
sendiferðir. Þá voru búðir ekki opnar
360 daga á ári eins og í dag. Ef eitt-
hvað hafði gleymst var alltaf farið til
Boggu og Gests að fá lánað. Þá voru
ekki sporlöt börn á Traðarstíg 9. All-
ir vildu fara. Maggi Már og Belli
voru ekki orðnir talandi þegar þeir
voru farnir að tala um vin sinn, þá
var það hann Glettuj fandi (Gestur
frændi). Oft kallaðir þú þá Kobbal-
ingana og gast oft hlegið að uppá-
tækjunum í þeim. Það voru heldur en
ekki montnir strákar sem voru að út-
búa sig til að fara yfir götuna í vinnu.
Þeir voru að hjálpa til við að ein-
angra með gosull. Það gerði ekkert
til þó að klæjaði undan ullinni, þeir
voru í vinnu. Eitt sinn fékk Elísa
dúkkustrák í afmælisgjöf frá ykkur
Boggu. Hann fékk nafnið Gestur
Pálmason. Næstu jól gáfum við
henni dúkku sem hún gaf nafnið Sig-
urborg Sigurgeirsdóttir. Hún á þau
Gest og Boggu enn í dag.
Ég vil enda á því að segja „ég lít í
anda liðna tíð“ en „aðgát skal höfð í
nærveru sálar“. Þakka þér kæri vin-
ur fyrir allt sem þú varst mér og
minni fjölskyldu.
Elsku Bogga mín, ég og fjölskylda
mín sendum þér og allri fjölskyld-
unni innilegar samúðarkveðjur og
þökkum fyrir alla tryggð og vináttu.
Guð veri með ykkur.
Elísabet María Pétursdóttir.
✝ Vilhelmína Ingi-björg Ágústs-
dóttir fæddist að
Ósi í Borgarfirði
eystra 7. ágúst
1914. Hún lést á
Sauðárkróki 9.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Vil-
helm Ágúst Ás-
grímsson, f. 5. ágúst
1888 að Unaósi í
Hjaltastaðaþinghá,
og Guðbjörg Alex-
andersdóttir, f. 23.
júlí 1891 á Minna-Mosfelli í Gríms-
nesi. Þau hófu búskap í Borg-
arfirði eystra, en lengst bjuggu
þau á Ásgrímsstöðum í Hjalta-
staðaþinghá eða 36 ár. Foreldrar
Guðbjargar voru Helga Tóm-
skólanám einn vetur í Reykjavík
og lauk fullnaðarprófi 1928. Eftir
það var hún í þrjá vetur í vist hjá
Helga Tómassyni yfirlækni á
Kleppi, en heima á Ásgríms-
stöðum í heyskap á sumrin.
Á Súðinni á leið til Reykjavíkur
1931 kynntist hún Ingólfi Siggeiri
Andréssyni bifvélavirkja sem varð
síðar eiginmaður hennar, f. í
Reykjavík 26. apríl 1912, d. 26.
apríl 1957. Foreldrar Ingólfs voru
Guðný Jósefsdóttir frá Uppsölum í
Flóa og Andrés Folmer Nielsen
frá Leiðarhöfn í Vopnafirði. Ingi-
björg og Ingólfur bjuggu fyrstu
þrjú búskaparár sín í Reykjavík,
en fluttust 1. júní 1936 til Sauð-
árkróks þar sem þau bjuggu síð-
an. Þau áttu eina dóttur, Ernu
Guðbjörgu, f. 18. febrúar 1933,
gift Guðmundi Helgasyni.
Ingibjörg vann ýmis störf, m.a. í
fiskvinnslu, á sláturhúsi KS og síð-
ast sem vökukona á Sjúkrahúsi
Skagfirðinga.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
asdóttir og Alexand-
er Arnórsson mál-
leysingjakennari.
Ágúst og Guðbjörg
eignuðust tíu börn.
Systkini Vilhelmínu
Ingibjargar voru:
Karl Ásgrímur, f. 7.
desember 1910,
Helga Jóhanna, f. 15.
maí 1912, Sigrún
Halldóra, f. 1. júní
1917, Björn Arnar, f.
21. desember 1918,
Ragnar Halldór, f.
15. ágúst 1922, Guð-
jón Sverrir, f. 6. október 1923,
Guðgeir, f. 13. júlí 1927, Skúli
Björgvin, f. 29. október 1929, og
yngst Rannveig Heiðrún, f. 1.
október 1934.
Ingibjörg stundaði barna-
Hinn 9. september s.l. lést á Sauð-
árkróki amma mín, Vilhelmína Ingi-
björg Ágústsdóttir eða Inga Ingólfs
eins og hún var gjarnan kölluð á
Króknum. Síðustu árin dvaldi hún á
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár-
króki, deild 2, við svo góða umönnun
að á betra varð ekki kosið. Undir það
síðasta voru kraftar þrotnir og ég er
viss um að hvíldin var kærkomin.
Ingibjörg fluttist á Krókinn í júní
1936 og dvaldi því 70 ár af ævi sinni í
Skagfirðinum. Þegar hún fluttist
norður var kreppa í landinu og lífs-
barátta verkafólks erfið. Þá þurfti að
hafa fyrir því að hafa í sig og á. Árið
1938 vann hún við heyskap á Heiði í
Gönguskörðum. Á morgnana gengu
þær mæðgur upp í Skörð og heim á
kvöldin, u.þ.b. 18 km fram og til
baka.
Fyrst eftir að afi og amma komu á
Krókinn bjuggu þau á efri hæð í
Heimi. 1937 fluttu þau í Báruna, árið
eftir buggu þau í Hnitbjörgum húsi
Jónasar Hofdala og Önnu Jónsdótt-
ur og áttu þar heimili þar til þau
komust í eigið hús, Leiðarhöfn. Í við-
byggingu rak Ingólfur lítið bifreiða-
verkstæði og var svo meðan heilsan
leyfði.
Óhætt er að segja að lífshlaup
Ingibjargar hafi ekki alltaf verið
auðvelt. Ingólfur bíla stríddi við
Bakkus alla sína ævi með litlum ár-
angri og setti það óneitanlega mark
sitt á sambúð og heimilishald. En
hún amma var ekki mikið fyrir að
bera erfiðleika sína á torg. Af dugn-
aði vann hún í fiski allan daginn,
hafði kindur, ræktaði kartöflur og
saltaði kjöt til vetrarins. Það var
sama á hverju gekk, alltaf sá hún
ljósu hliðarnar á hlutunum og það
stendur upp úr í minningunni. Aldrei
var bilbugur á Ingu Ingólfs. En hún
var í essinu sínu þegar farið var í út-
reiðartúra í Vesturfjöllin eða fram í
Melsgil til kaffidrykkju með hesta-
mannafélaginu. Þá voru með í för
riddarar eins og Hilmar í Ási og
Magnús Sigurðsson. Var þá Inga
gjarnan með á gleri dálitla birtu
handa körlunum. Hún hafði ótrúlega
gaman af því að spila og var þá betra
að vera ekki með neitt hangs, ég tala
nú ekki um ef langavitleysa var í
gangi.
Ég var lánsamur og fékk margt að
bralla með ömmu. Fyrsta fjallgang-
an var með henni á Tindastól og app-
elsínur hafðar með í poka. Við reikn-
uðum óteljandi dæmi um eina
páskana. Á 75 ára afmælinu rættist
gamall draumur hennar og við rann-
sökuðum Tómasarhaga á Sprengi-
sandi. Síðar um kvöldið í afmælis-
veislunni á Flúðum snæddi hún lax í
forrétt og lax í aðalrétt og drakk
koníak með og svaf eins og engill á
eftir. Svona var hún. Síðar þegar leið
mín lá í MA bárust símaávísanir frá
Króknum reglulega.
Þegar galsi hljóp í mannskapinn
við vinnu í fiskinum eða á sláturhús-
inu, urðu til snjallar vísur og má sjá
sýnishorn í Sögu Sauðárkróks. Inga
flíkaði ekki vísnagerð sinni, en svo
mikið er víst að hún var hagyrðingur
góður. Kunni þá list að ljá kveð-
skapnum húmor.
Dæmalausar starfsstúlkur deildar
2 á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðár-
króki, önnuðust ömmu svo vel og af
svo mikilli hlýju og nærgætni að mér
er til efs að betur sé hægt að gera og
færi ég þeim öllum innilegar þakkir
fyrir hönd fjölskyldunnar.
Það var lærdómsríkt og mannbæt-
andi að umgangast og kynnast þess-
ari konu og fyrir það verð ég æv-
inlega þakklátur.
Ágúst Guðmundsson.
Í dag kveð ég ömmu mína, Ingu
langömmu, eins og hún var alltaf
kölluð á okkar heimili. Amma lifði
erfiðu lífi framan af og vann langan
vinnudag. Lengst af vann hún í fisk-
vinnslu og sem vökukona á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki. Hún þótti
hörkudugleg í vinnu, ósérhlífin og
einstaklega þrautseig.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að lifa æskuár mín undir sama þaki
og hún. Hún var einstök kona. Oftast
mjög blíð og einstaklega hjálpsöm en
gat verið hvöss í orðaskiptum ef
henni mislíkaði eitthvað og lét engan
eiga inni hjá sér.
Ein af fyrstu og bestu minning-
unum er þegar ég hjálpaði henni að
baka jólabrúntertuna. Þá fórum við
niður í ömmu hús og sauð hún þar
saman síróp, smjör og púðursykur.
Þessi blanda var ótrúlega góð á
bragðið. Ekki versnaði bragðið þeg-
ar búið var að baka hana og setja
þykkt smjörkrem á milli.
Amma reyndist okkur bræðrun-
um alltaf góð. Hún var vel lesin,
kunni mörg ljóð og vísur. Amma gat
einnig samið vísur sem hittu beint í
mark. Á seinni árum hvatti hún mig
líka til þess að stunda sömu iðju. Ég
gleymi því aldrei þegar ég fór með
eina vísu fyrir ömmu um jólaleytið
fyrir nokkrum árum. Þá sagði hún að
ég væri bara orðinn nokkuð seigur í
þessu. Það þótti mér besta jólagjöf
ársins.
Á mínum bernskuárum kenndi
amma mér að tefla og spila, sagði að
skákin myndi þroska mann og allir
hefðu gott af því að tapa. Ég lærði
það nú samt seint hjá henni því hún
leyfði mér oftast að vinna. Amma var
hörkugóð spilakona. Spilaði hún
bridds árum saman, hafði gaman af
og gaf ekkert eftir á þeim vettvangi
frekar en öðrum.
Mér leið alltaf vel í návist ömmu
minnar, fannst hún alltaf yfirveguð
og gáfuð. Hún gat alltaf gefið manni
góð ráð við hverju sem var. Amma
var allt sitt líf einstaklega barngóð.
Barnabarnabörnin hændust auð-
veldlega að henni. Eldri sonur okkar
hjóna fékk stundum að dvelja hjá
langömmu sinni eftir skóla þegar
hann var lítill. Þar fékk hann sömu
spekina og ég forðum og naut sam-
skipta við hana, náðu þau einstak-
lega vel saman. Einhverju sinni
sagði hann, eftir að hafa verið hjá
langömmu sinni, að hún væri örugg-
lega gáfaðasta konan í öllum heim-
inum.
Það eru forréttindi að hafa átt
góða ömmu. Ég er einn af þeim lán-
sömu. Elsku amma mín, megir þú
hvíla í guðs friði.
Alfreð.
Vilhelmína Ingibjörg
Ágústsdóttir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Þegar andlát ber að
Alhliða útfararþjónusta í 16 ár
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • utfarir@utfarir.is
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
RúnarssonMinningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800