Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 44

Morgunblaðið - 16.09.2006, Page 44
44 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjörg LiljaBöðvarsdóttir fæddist í Skálm- holtshrauni í Vill- ingaholtshreppi í Árnessýslu 9. apríl 1914. Hún lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi 9. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Guðmundsdóttir, f. í Gíslakoti í Holt- um 18. júlí 1878, d. 1946, og Böðvar Friðriksson, f. á Strönd í Vest- ur-Landeyjum 6. mars1878, d. 31. maí 1966. Systkini Guð- bjargar Lilju eru Guðmundur Böðvarsson, 1905–1980; Frið- semd Böðvarsdóttir, 1907–1988; Guðbjörg Karólína Böðv- arsdóttir, 1908–1908; Karen Dagbjört Böðvarsdóttir, 1910– 1910; Guðmundur Óskar Böðv- arsson, 1911–1992; Karl Óskar Böðvarsson, 1916–1917; Ragnar Böðvarsson, f. 1920; Guðlaug Böðvarsdóttir, f. 1922; og Reyn- ir Böðvarsson, 1925–2006. Hinn 1. desember 1934 giftist Guðbjörg Lilja Sigurjóni Valdi- marssyni, f. í Norðurkoti í Eyr- arbakkahr. í Árn. 22. október 1910, d. 25. ágúst 1952. For- eldrar hans voru Guðný Jóns- dóttir, f. í Eyrarbakkasókn 2. nóvember 1889, d. 27. sept- ember 1926, og Valdimar Krist- mundsson, f. á Moshvoli í Hvol- hreppi í Oddasókn í Rang. 7. maí 1888, d. 17. ágúst 1964. Fósturforeldrar Sigurjóns voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Jón Jónsson, bóndi í Norðurkoti á Eyr- arbakka. Alsystir Sigurjóns er Jó- hanna Ingibjörg Valdimarsdóttir, 1912–1915. Systk- ini hans samfeðra eru: Unnur Valdi- marsdóttir, 1914– 1918; Ágúst Hólm Valdimarsson, 1915–1947; Ásta Þóra Valdi- marsdóttir, 1915–1996; Bjarney Valdimarsdóttir, f. 1917; og Oddný Valdimarsdóttir, f. 1927. Guðbjörg Lilja flutti þriggja ára að Langsstöðum í Hraun- gerðishreppi og síðan níu ára að Einarshöfn á Eyrarbakka. Eftir að hún giftist bjó hún í Norð- urkoti. Börn Guðbjargar Lilju og Sigurjóns eru: Jón Ingi Sig- urjónsson, f. 1936, var kvæntur Margréti Ólafsdóttur; Guðný Erna Sigurjónsdóttir, f. 1937, gift Hirti Guðmundssyni; Böðvar Sigurjónsson, f. 1938, var kvæntur Valgerði Hönnu Guð- mundsdóttur, fósturbarn: Er- lendur Ómar Óskarsson, 1950, kvæntur Sólveigu Pálsdóttur; Valdimar Sigurjónsson, f. 1951, kvæntur Þorbjörgu Ársæls- dóttur. Útför Guðbjargar Lilju verður gerð frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það er komið að kveðjustund. Amma mín tilheyrði kynslóðinni sem vann baki brotnu frá barnsaldri, átti rétt fyrir nauðþurftum en taldi sig ekki þurfa meira, „ekki tekur maður það með sér hinum megin“. Í staðinn áttu þau bjartsýni, dugnað og gleði að vopni í lífsbaráttuna. Það hvarflaði ekki að henni að lífið yrði rósabeð og eins gott að taka því sem að höndum bar, sumt var einfaldlega „þyngra en tárum taki“ og betra að kreppa hnef- ann en láta bugast. Amma ólst upp í stórum systkinahópi á Bakkanum þar sem þau settust flest að. Bakkinn var henni kær en hennar draumur var að verða bóndakona í sveit. Hún kynntist sveitalífinu sem kaupakona á unglingsárum, á öðrum staðnum var unnið frá morgni til kvölds en nægir kraftar til að fara í útreiðar- túra og njóta þess að vera ungur og hamingjusamur. Á hinum staðnum var líka unnið myrkranna á milli en naumt skammtað á diskana. Þegar inn var komið á kvöldin þurftu kaupakonurnar að draga leppana af körlunum, þvo þá og þurrka. Sum- arhýran dugði rétt fyrir skópari. Tvítug að aldri gifti hún sig með konungsleyfi og flutti inn í Norðurkot til afa sem þá þegar hafði misst móð- ur sína, ömmu og litlu systur. Jón gamli í Norðurkoti lifði í hárri elli hjá þeim næstu árin. Þau voru með bú- skap en litla launavinnu var að hafa og afi því oft langdvölum í burtu. Það var gaman að búa á Bakkan- um á þessum árum, 11 búðir, bakarí, skátarnir, kórar og leikfélag. Öfugt við það sem skólabækurnar innrættu mér þá talaði amma af væntumþykju og virðingu um danska fólkið í Hús- inu og allt það góða sem það lagði til samfélagsins. Oftast var fullt hús í Norðurkoti, spilað og mikið sungið – á öllum 46 fermetrunum. Þau tvö höfðu fallegar söngraddir og það var sungið við uppvaskið í Norðurkoti. Amma var forkur dugleg, dreif í hlutunum, tók af skarið og gerði það sem þurfti að gera. Meðal annars bað Bragi héraðslæknir hana að vera með sér við heimafæðingar. Leti þoldi hún ekki, „þú verður að vinna, Valgerður, lífið útheimtir það“. Hún var stöðugt að, prjónaði listavel með- an kraftar leyfðu og átti mjög erfitt með að sitja auðum höndum þegar ellin neyddi hana til. Að hvíla sig var óþarfi, nægur svefn biði í eilífðinni. Ég var mikið á Bakkanum hjá henni. Það er ómetanlegt að hafa fengið að kynnast öllu því góða fólki sem byggði og byggir hann enn. Ást- úðin var fundin upp á Bakkanum. Það er erfitt að hugsa til þess að amma og tengdadætur hennar Magga og Hanna, sem voru okkur systkinunum svo góðar, séu nú allar fallnar frá. Lífslíkur aldamótakynslóðarinnar voru minni en okkar sem á eftir kom- um. Amma varð ekkja 38 ára að aldri þegar afi lést 42 ára úr lífhimnubólgu á Landakoti árið 1952 eftir botn- langaaðgerð. Þá sem nú gat sparn- aður í heilbrigðiskerfinu reynst dýr- keyptur. Hún stóð ein með drengi á fyrsta og öðru ári og unglingana þrjá. Draumar þeirra um nám urðu að víkja og lífsbaráttan tók við. Hver fjölskylda varð að bjarga sér, standa í skilum og „gjalda keisaranum það sem keisarans er“. Söknuður og sorg bjuggu ætíð í ömmu en „þetta er bara svona“. Seinna fór amma að vinna í frysti- húsinu. Mér er minnisstætt hversu þreytt hún var, hversu kalt var þar oft, vinnan erfið og tók þó steininn úr þegar bónusinn var settur á. Sam- stöðu og vináttu kvennanna var ógn- að. Amma var mikill og góður kokkur, en hún lærði í Húsinu. Hjá henni var ætíð hlaðið veisluborð og pönnukök- ur bakaðar á hverjum laugardegi eft- ir að húsið var þrifið og búið að strauja. Hún var trúuð kona og var árum saman í bænahring. Amma var berdreymin og næm. Hún sagði það hafa hjálpað sér eftir á að hún vissi að afi myndi deyja snögglega. Hana dreymdi m.a. fyrir dauðsföllum. Amma var skapkona, sjálfstæð og óhrædd við að halda fram eigin skoð- unum. Hún var örlát, gjafmild og stórtæk. Allt til hins síðasta fannst henni ólíðandi að þurfa aðstoð ann- arra. Við vorum nöfnur og vinkonur. Ég mun sakna hennar og hún kenndi mér meira en hún nokkurn tímann vissi. Veri góð kona guði sínum falin. Guðbjörg Lilja Hjartardóttir. Amma var einstök kona. Hún var af þeirri kynslóð sem ólst upp við og þótti sjálfsagt að vinna myrkranna á milli. Hún með sinni ósérhlífni, elju, þrautseigju og ákveðni lifði síðustu öld þótt ósjaldan hafi gefið á bátinn og oft hafi hún þurft að taka á öllu sem hún átti. Amma missti afa ung eða þegar hún var aðeins 38 ára göm- ul. Þá stóð hún uppi með börnin sín fimm sem voru eins til sextán ára gömul. Það hefur ekki verið á færi nema hörkuduglegrar konu að ala önn fyrir börnunum og stunda bú- skap í Norðurkoti. Ég man fyrst eftir mér hjá ömmu á Eyrarbakka, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf, þegar ég var fimm ára að gefa heimalningunum að drekka úr pela. Það gekk ekki betur en svo að einn þeirra gleypti túttuna og Jonni frændi var kallaður til aðstoðar. Einnig man ég eftir einum hestinum hennar ömmu sem rak hausinn inn um eldhúsgluggann og sníkti pönnu- kökur. Auðvitað gaf amma honum, þessi mikli dýravinur sem vildi alla gleðja, hvort sem það voru menn eða skepnur. Seinna þegar ég fór á rjúpnaveiðar var amma ekki sátt við það því nægur væri maturinn og einnig fannst henni rjúpan vera svo fallegur fugl. Það eru margar sæluminningar sem ég á úr gamla, góða kotinu henn- ar ömmu. Oft var komið í stuttar heimsóknir og einnig dvaldi ég þar í nokkrar vikur í tvö sumur sem krakki. Mér fannst ömmu aldrei falla verk úr hendi. Minningin um ömmu í eldhúsinu að baka, undirbúa eða laga matinn og oftar en ekki söng hún eða raulaði með. Ég var kenjóttur sem krakki en amma sá til þess að það væri alltaf á boðstólum eitthvað sem ég myndi borða. Gular baunir með soðkökum voru í uppáhaldi og pass- aði amma að sá matur væri reglulega þegar ég var hjá henni. Nýbakaðar pönnukökurnar, jólakaka og súkku- laði (ekki kakó) drukkið með voru í sérstöku uppáhaldi. Ég tala nú ekki um brúntertuna úr köldu búrinu, það voru heilagar stundir þegar amma gaf mér kalda tertu og kalda mjólk. Amma var listakokkur og það skorti aldrei mat fyrir gesti og gangandi. Að fá að alast upp á Bakkanum í kringum þetta góða fólk, þetta vina- lega umhverfi, gömlu húsin þar sem kirkjan og Húsið var miðpunktur, verður seint þakkað. Það var margt brallað hvort sem það var að fara á bólbátunum út á sjóvarnargarð að tína söl, fara í kríueggjaleit, veiða úti í á, allt var þetta eitt stórt ævintýri. Ég man hvað það var spennandi að fara niður í meira en aldargamlan, hlaðinn kjallarann í Norðurkoti. Ang- an af kartöflum, moldargólfið og ber steinninn gerðu hverja ferð sérstaka. Háaloftið var ekki síðra, það þurfti að fara upp á þak til að komast þangað og það brakaði í gólffjölunum þegar gengið var inn á milli bókarstabb- anna þar. Norðurkotið var ekki nema 46 fermetrar. Það er erfitt að ímynda sér í dag hvernig hægt var að koma stóru fjölskyldunni okkar fyrir þegar við komum þreytt og svöng eftir langferð austan af landi. Allt gekk snurðulaust fyrir sig og allir komnir í uppábúin rúm stuttu eftir veislumáltíð. Amma var eins og hótelstýra, skipulagði, eldaði og síð- ast en ekki síst var það þessi hjarta- hlýja sem olli því að öllum leið vel í kringum hana. Amma var mjög söngelsk og hafði góða rödd. Ég naut þess í ríkum mæli að hlusta á skemmtileg þjóðlög, sálma og vögguvísur sem mörg hver sitja ennþá eftir í minningunni. Sér- staklega man ég eftir þegar amma söng um Konuna sem kyndir ofninn minn eftir Davíð Stefánsson. Hún söng þetta ljóð af miklum trega og mér fannst þetta ljóð eiga við hana að mörgu leyti. Amma kunni líka reiðinnar býsn af ljóðum og þegar hún var í stuði þá fór hún með heilu ljóðabálkana fyrir mig. Hún hafði líka yndi af því að lesa góð- ar bækur og ljóðabækur allt fram á síðustu ár. Hannyrðir léku í höndun- um á henni og ennþá á ég belgvett- lingana sem hún prjónaði fyrir mörg- um árum handa mér og ég notaði í jöklaferðum. Gaman var að ræða við ömmu um pólitík. Hún var mikil jafnaðarmann- eskja og skóf ekki utan af hlutunum. Oft fannst henni vanta mannlega þáttinn í pólitíkina og of mikið um hagsmunapot og vildi amma leggja þeim meira lið sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Þegar umræðurnar voru orðnar heitar eða við ekki sam- mála þá var yfirleitt nóg að slá á létta strengi til að dempa umræðurnar. Amma var létt í lund og oft var mikið hlegið og skrafað í heimsóknunum hjá ömmu og Valda á Bakkanum. Valdi var hennar stoð og stytta í ára- tugi og ber að þakka alla umhyggj- una. Eyrarbakki var staðurinn henn- ar ömmu og alltaf hefur verið notalegt að koma þangað og hitta fyr- ir margt af því góða fólki sem býr þar. Amma var mjög trúuð og það var aldrei neinn efi hjá ömmu um líf eftir dauðann, það var bara spurning um hvernig smáatriðin væru hinum meg- in. Núna hefur hún loks hitt sinn heittelskaða sem hún missti svo ung. Far þú í friði, elsku amma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigurjón Hjartarson. Elsku hjartans amma mín, þá ert þú farin frá okkur í bili og komin í faðm Sigurjóns afa, en þú trúðir því alltaf að hann kæmi að sækja þig. Það er svo fallegt að hugsa til þess að þið hafið hist aftur. Þú varðst ekkja 38 ára og lést þá taka frá legstaðinn við hlið hans. Þetta þótti mér skrítið þeg- ar ég var barn. Amma var glæsileg kona sem alltaf var fín og smekkleg, dökk yfirlitum og eins og hún væri nýkomin af sólar- strönd en þangað hafði hún aldrei komið. Þegar amma var ung vann hún á engjum, en þá var ekki í tísku að vera sólbrún svo dömurnar báru á sig hveiti og bundu skuplunar niður á andlitið. Hún varð 92 ára og hrukk- urnar hvergi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera á Bakkanum hjá ömmu á sumrin. Í minningunni var það mitt fyrsta verk að sækja rabarbara í súpu en amma var snilldarkokkur. Þá iðaði Bakkinn af lífi, sólskin og gleði alls staðar. Fólk var alltaf að koma við í Norðurkoti og mikið spjallað og hlegið. Amma hafði sterkar skoðanir á öllum hlutum en hún var réttsýn. Það var mjög gaman að versla með ömmu. Hún vissi hvað hún vildi og engar vöflur á henni. Hún var töffari og skaut á kjólana eins og sagt er þegar karlar versla. Amma prjónaði á okkur systkinin og börnin okkar og við varðveitum vettlingana frá henni sem eru lítil listaverk. Síðustu árin voru ömmu mjög erf- ið. Það átti ekki við hana að þurfa að þiggja hjálp frá öðrum. Vil ég þakka öllum sem voru henni góðir á síðasta lífsskeiðinu. Elsku amma mín, ég var lánsöm að vera ömmustelpan þín. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín Ragnheiður S. Hjartardóttir. Elsku amma, komið er að leiðar- lokum og langur vegur genginn. Við systurnar minnumst þín sérstaklega frá því að þú bjóst í Norðurkoti á hlaðinu heima. Þá var nú stutt að fara í pönnsur sem voru alltaf til í ísskápn- um hjá þér. Anna og Lilja fóru í Laujabúð fyrir þig og munu aldrei gleyma tveimur pottum af mjólk og oxan eða dixan. Þú varst kjarnorku- kona og hafðir skoðanir á mönnum og málefnum. Þú hafðir reynt mikið og misstir ung mann frá börnum. Seinna þegar þú bjóst á Túngötunni komum við til þín reglulega og alltaf tókstu jafn vel á móti okkur með hlaðborði enda varstu alltaf að baka. Þú varst söngelsk og varst yfirleitt með útvarpið í gangi þegar við kom- um til þín. Var þá oft raulað undir og gaf amma öðrum söngkonum ekkert eftir. Hún fylgdist vel með og hafði skoðanir á pólitík og var rökföst. Hún var ákveðin og hafði sterka skapgerð og hefur það eflaust hjálpað henni í gengum erfiða tíma þegar hún stóð ein uppi með börn eftir fráfall afa. Þessum sterka persónuleika tapaði hún aldrei þrátt fyrir að minnið hefði gefið sig. Við systurnar þökkum fyrir allar stundirnar og viljum enda á tveimur erindum úr einu af uppá- haldsljóðum þínum sem þú raulaðir með afa og við vitum að þið getið núna tekið lagið saman eftir langa fjarveru. Smávinir fagrir, foldar skart, fifill í haga rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru’ að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefur fundið stað ástarsælan, því ástin hans allstaðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls sem er! Annastu þennan græna reit; blessaðu faðir blómin hér; blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! Sérðu mig. Sofðu nú vært og byrgðu þig; hægur er dúr á daggarnótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Anna Lára, Lilja og Íris. Elsku amma mín, nú þegar komið er að kveðjustund langar mig að þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar sem ég á um þig. Ég veit ekki hvort þú hefur huga þinn við það fest að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem aldrei sést: Ástúð í andartaki, augað sem glaðlegt hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Þú varst mikill fagurkeri eins og heimili þitt bar vitni og alveg var sama hvaða dag við komum í heim- sókn, alltaf svignuðu borðin af kræs- ingum. Þú kenndir mér að lesa,varst alltaf að fara með ljóð og söngst svo fallega. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita að því þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig og varðveiti. Góða nótt, elsku amma mín. Þín Kristín. Elsku langamma. Við munum geyma allar fallegu minningarnar um þig í hjörtum okkar. Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru pönnsurnar þínar sem voru þær bestu í heimi og allir fallegu vettlingarnir sem þú prjónaðir á okkur. Þú söngst svo fal- lega og það var alltaf svo gott að koma til þín á Bakkann. Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. ( M. Joch.) Þín Valdís Björk, Hjörtur Helgi og Sigrún Erna. Guðbjörg Lilja Böðvarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.