Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 45
Á endastöð rútunnar
til Reykjavíkur vorum
við að kalsa á milli okk-
ar: Þið komið aftur.
„Já, við komum aftur til ykkar í sum-
ar, sumarið er svo langt, það er ekki
nærri búið.“ En nú er sumarið búið og
Margrét kemur ekki aftur að dvelja í
sumarbústaðnum á bökkum Hvítár.
Það gerist ekki oft að kunningjar
og samstarfsaðilar verða nánari en
annað fólk. En þegar kunningsskapur
verður að vináttu, þá er það ómetan-
legt. Margrét og Gretar hafa orðið í
tímans rás bestu vinir okkar. Og Mar-
grét var með heilsteyptustu og best
gerðu manneskjum sem maður hittir
á lífsleiðinni. Þetta er ekki fleipur,
þetta vitum við sem þekktum hana.
Þegar Margrét fékk að vita að hún
væri komin með illvígan sjúkdóm tal-
aði hún um það sem framundan væri
af fullkomnu æðruleysi og nánast fag-
legri þekkingu.
Hún hafði sjálf gengið í gegnum
baráttuna við krabbameinið með
móður sinni í tvígang, og þær nýlega
haft sigur þegar röðin kom að henni
sjálfri. Hún gjörþekkti því hvað var
Margrét Ólafsdóttir
✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist í
Neskaupstað 31.
janúar 1950. Hún
lést á heimili sínu,
Tómasarhaga 12,
aðfaranótt 7. sept-
ember síðastliðins
og var útför hennar
gerð frá Neskirkju
15. september.
framundan. Hún sagði
við okkur með kímni í
rómnum: „Þetta var
nánast eins og að koma
heim að koma upp á
krabbameinsdeild, ég
þekkti hverja einustu
manneskju í hópi starfs-
manna.“ En einhvern
veginn hafði hún það
fljótt á tilfinningunni að
stríðið gæti orðið tví-
sýnna hjá sér en
mömmu sinni. Meinið
var ekki staðbundið og
erfitt að ráðast gegn því.
En ekkert er vonlaust. Það var af-
staða Margrétar til hinstu stundar.
Hún gekk fram til þessarar baráttu af
sinni einstöku eljusemi og festu. Hélt
áfram að hjóla, hélt áfram að synda,
hélt áfram að klífa fjöll, lagði hart að
sér í vinnunni sem aldrei fyrr, hélt
áfram að hugsa um fólkið sitt. Hafði í
raun mun meiri áhyggjur af því
hvernig Gretar og drengirnir kæmu
út úr þessu stríði en hún sjálf. En eins
og þeir hafa gengið með henni hvert
skref í þessari síðustu göngu koma
þeir frá þeirri baráttu meiri menn, all-
ir þrír.
Við höfum upplifað ættingja og vini
heyja dauðastríðið áður. En enga
manneskju höfum við séð takast á við
dauðann með eins miklum kjarki og
af eins mikilli sjálfsvirðingu og Mar-
gréti. Hún var „sigurvegarinn“ í því
stríði.
Hvíldu í friði, góða vinkona.
Kjartan Ragnarsson og Sigríður
Margrét Guðmundsdóttir.
Hún Margrét er dáin. Ég trúði ekki
að það gæti gerst. Það er að segja
ekki núna, ekki svona fljótt, ekki hún:
kletturinn í kjallaranum á Tómasar-
haga 12, kletturinn þeirra Gretars,
Dags og Hrings.
Við Margrét kynntumst í leikhús-
inu, því hún var líka kletturinn í Pæld́í
ðí hópnum, hópi leikara innan Al-
þýðuleikhússins sem kusu að leika
fyrir börn á barnaheimilum, í skólum
og félagsheimilum úti um allt land
sumar, vetur, vor og haust í heil fimm
ár í byrjun 9. áratugarins. Fimm
manna kjarni með nýstofnaðar fjöl-
skyldur og nýfædd börn í farteskinu
gekk saman í gegnum þykkt og þunnt
í fimm ár; barðist fyrir smáathygli,
smáaurum og viðurkenningu sem hin
íslenska leiklistarstofnun var ekki
reiðubúin að veita á þessum tíma.
Hópurinn bar nafn fyrsta leikritsins
sem hann setti upp. Þetta var leikrit
um unglinga sem eru að uppgötva lík-
ama sinn og þrána sem þar verður
skyndilega til án sýnilegrar ástæðu.
Það var mikil tónlist í þeirri leiksýn-
ingu sem hófst á forleik hljómsveitar.
Margrét spilaði á bassann. „The
base“ – botninn í bandinu eins og hún
sjálf orðaði það. Hún gerði þetta nátt-
úrlega vel, hvort sem hitt að spila á
bassann eða að vera sá botn, sem hóp-
urinn þarfnaðist. Ekki einasta var
hún góð og vönduð leikkona heldur
kunni hún líka að fara með nál og
þráð, hamar og pensil og að vélrita og
skrá sjóðbók. Ekki samvinnuskóla-
gengin fyrir ekki neitt.
Já, það var í leikhúsinu sem ég hitti
listakonuna Margréti Ólafsdóttur
sem átti eftir það aðdáun mína.
Þokkagyðja með gullinn makka, sem
streymdi eins og margsveigður lækur
um lendur heimsins. Þannig teiknaði
Gretar hana einmitt einhvern tíma á
upphafsárum þeirra. Já, aðdáun mín
á Margréti beindist að formskyni
hennar, hvernig hún með eðlislægum
þokka og léttleika léði hvunndagslíf-
inu form og þar með innihald. Hún
gerði fallegt.
Löngu eftir að við hættum að leika
og ströggla í Alþýðuleikhúsinu sat ég
oft í eldhúsinu á Tómasarhaganum og
spjallaði við þau hjón og best þótti
mér þegar Margrét var að sýsla, taka
til mat, brjóta saman þvott, ganga frá.
Mig langaði til að vera eins og hún,
eiga svona ríkt innihald í því sem lífið
er búið til úr. Fagurfræði athafnanna
var aðalsmerki Margrétar Ólafsdótt-
ur í mínum huga, listin í hinu hvunn-
dagslega.
Þannig séð var það aðeins náttúru-
legt að leiðir hennar og myndlistar-
mannsins Gretars Reynissonar
skyldu fléttast saman. Tvíefld könn-
uðu þau formfegurð heimsins, gáfu
óþægilegri óreiðu form og nutu þeirr-
ar óreiðu sem eitthvað nýtt og óskylt
vex upp af. Elsku Gretar, þú átt verk-
efni fyrir höndum að lifa án hennar,
megi minningarnar styrkja þig og
drengina ykkar.
Minningarnar eru alls staðar í nýja
húsinu og því gamla, í garðinum, á
göngustígum í Vesturbænum, á
Norðfirði og í erlendum stórborgum.
Þær birtast í fallegum skóm, einföldu
skarti, Mozart-sinfóníu á síðkvöldi og
ilmi af ramfangi sem berst inn um
gluggann. Dillandi hláturinn, nú vel
geymdur í hugskotinu.
Hringur, Dagur og Gretar, systur
og bróðir Margrétar, Guðný Péturs-
dóttir, Rúnar, Erla og Svava, mínar
innilegustu samúðarkveðjur, einnig
frá Núma, Mána og Sölva.
Jórunn Sigurðardóttir.
✝ Hallgrímur Ein-ar Aðalsteins-
son fæddist á Húsa-
vík 19. september
1933. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi þann 31.
ágúst síðastliðinn.
Hann var yngstur
fimm barna
hjónanna Ólínu
Stefánsdóttur og
Aðalsteins Hall-
grímssonar. Eldri
voru Kristín, f.
1925, d. í ágúst
2006, María, f. 1926, búsett á
Húsavík, Auðunn, f. 1928, d.
1955, Hrefna, f.1931, búsett á
Akranesi.
Hallgrímur fór til sjós strax
eftir fermingu og stundaði sjó-
mennsku óslitið til ársins 1973 á
ýmsum fiskiskipum frá Húsavík.
Eftir það vann hann við múrverk
og löggæslustörf. Hallgrímur
kvæntist árið 1961, Evu Magn-
úsdóttur, f. 1939, d. 29. 4. 2006,
þau skildu. Þau
eignuðust þrjár
dætur: Anna Krist-
björg, f. 1961, Elva
Arndís, f.1963 og
Ólína Auður, f.
1964, allar búsettar
í Reykjavík. Barna-
börnin eru 12 tals-
ins og langafabörn-
in eru 2 talsins.
Árið 1981 fluttist
Hallgrímur ásamt
sambýliskonu sinni,
Emmu Kristjáns-
dóttur, að Efri-
Tungu í Örlygshöfn og bjó þar
síðan. Árið 1982 tóku þau dreng
að sér, í fóstur, Marinó Thorla-
cius, f. 23.desember 1979, og hef-
ur hann verið þeirra hjálparhella
við búskapinn hin síðari ár. Mar-
inó á eina dóttur, Emmu Thorla-
cius, f. 14. september 2004.
Útför Hallgríms verður gerð
frá Sauðlauksdalskirkju við Pat-
reksfjörð í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Það eru ótal margar minningar
sem koma upp í hugann þegar ég
hugsa til fósturföður míns, sem ég
kalla alltaf afa. Sem lítill strákur
man ég alltaf eftir afa, sem þessum
kraftmikla og sterka manni, sem
einnig var mjög ljúfur og tilfinn-
ingaríkur þótt svo að hann bæri
það ekki alltaf utan á sér.
Hann kenndi mér svo margt og
sagði mér óteljandi sögur frá upp-
eldisárum sínum á Húsavík í gamla
daga, þar sem hann fékk ungur að
kynnast því að vinna fyrir sér í erf-
iðisvinnu eins og tíðkaðist á þess-
um tíma. Sjórinn var afa alltaf
hugleikinn og var hann alla sína tíð
sjómaður inn við beinið því hug-
urinn leitaði alltaf út á hafið, sem
hann talaði svo oft um og minntist
í svo mörgum frásögnum. En sveit-
in var alltaf aðal heimili hans og
þar leið honum best.
Afa var var margt til lista lagt.
Hann var sérstaklega handlaginn
og á meðan hendurnar voru stöð-
ugar og heilsan var góð setti hann
saman módel, saumaði hatta og
smíðaði leikföng sem sigldu upp og
niður skurðina í sveitinni. Svo þeg-
ar eitthvað brotnaði í hamagang-
inum var afi fljótur að gera við og
endurbæta svo það væri hægt að
halda áfram að leika sér. En sér-
staklega var hann listagóður teikn-
ari, sem hafði ótakmarkaða þol-
inmæði í að kenna litlum manni að
halda rétt á blýanti og teikna allt
milli himins og jarðar.
Hann vildi klára að koma hlut-
unum í verk og líkaði illa við hangs
og hálfkák. Vann alltaf af miklum
krafti og hlífði sér ekki við erf-
iðisvinnu. En eftir því sem árin
liðu fór heilsan dvínandi og þótt
hann léti það ekki uppi mátti sjá
hvað veikindin tóku mikinn toll af
honum, bæði líkamlega og andlega.
Þótt hann kveinkaði sér ekki var
greinilegt að hann var orðinn
þreyttur og máttfarinn.
Á friðsælum degi hinn 31. ágúst
sl. kvaddi afi svo þennan heim.
Eftir að hafa barist hetjulega við
örlögin í nokkrar vikur tók lífið
sinn enda.
Takk fyrir samfylgdina og
stuðninginn í gegnum öll þessi á,
afi minn. Hið ótrúlega hugrekki og
æðruleysi sem þú sýndir síðustu
dagana þína gaf mér styrk til að
standa í fæturna og takast á við
allt sem gekk á. Þú vildir bara að
það yrði í lagi með aðra og þá fær-
ir þú sáttur.
Þín er sárt saknað, elsku afi
minn, en ég veit að þú ert hjá okk-
ur og styður Emmu í gegnum veik-
indin og þennan erfiða tíma sem er
að ganga yfir. Allar þær góðu
minningar sem þú skilur eftir
munu alltaf lifa þó svo að þú sért
horfinn á braut. Sá dagur mun
koma að við hittumst aftur og ræð-
um málin eins og við gerðum alltaf.
Nú siglir þú út á hinn lygna sjó
eilífðarinnar, elsku afi minn.
Hraustur og laus við erfiðleika og
öldusjó þessa lífs. Nú líður þér vel.
Guð blessi þig.
Marinó Thorlacius.
Það er fögur útsýn af hlaðinu á
Efri- Tungu í Örlygshöfn. Tign-
arlegur Hafnarmúlinn, fagurblár
Patreksfjörðurinn, víðáttumiklar
grænar sléttur ræktaðar af dug-
miklum bændum skreyttar skjöl-
dóttum kúm, fallega litla gilið,
Strokkarnir, skógarreiturinn.
Þetta var útsýnið hans Hallgríms.
Hallgríms, sem ekki var daglegur
gestur á heimilum sveitunganna né
fastagestur á samkomum sem
haldnar voru í sveitinni. Mætti þó
ef honum fannst ástæða til. Hann
lét sér nægja að sinna búinu sínu
þótt heilsan setti stundum strik í
reikninginn.
Ég flutti í Örlygshöfn 1996 og
kynntist nokkuð fljótlega flestum
sveitungunum, Emmu í Efri-
Tungu ekki síst. Emmu, þessum
fasta punkti í mannlífinu, þeirri
sem setti plásturinn bæði á and-
legu og líkamlegu sárin. En ég
hitti ekki Halla fyrr en mörgum
mánuðum seinna.
Hallgrímur gerði sér ekki far
um að geðjast fólki. Hann hafði
ákveðnar skoðanir og sagði þær
umbúðalaust. Sumum fannst það
jaðra við meinbægni.
Því betur sem ég kynntist Halla
sá ég að undir þessu hrjúfa yf-
irborði sem hann sýndi gjarnan sló
hlýtt og tilfinningaríkt hjarta.
Hvatningarorð hans og hrós í minn
garð munu alla tíð hlýja mér um
hjartarætur.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Björg Baldursdóttir.
Hallgrímur Einar
Aðalsteinsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá, sem
fjallað er um, fæddist, hvar og hve-
nær hann lést, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks hvað-
an útförin fer fram og klukkan hvað
athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda-
móðir, dóttir, systir, mágkona og amma,
ANNA HAFSTEINSDÓTTIR,
Brekkuskógum 1,
Álftanesi,
verður jarðsungin frá Vídalínskirkju mánudaginn
18. september kl. 13.00.
Ársæll Karl Gunnarsson,
Gunnar Karl Ársælsson, Sigurlaug Sverrisdóttir,
Sólrún Ársælsdóttir, Ingólfur V. Ævarsson,
Ingibjörg Birna Ársælsdóttir,
Rakel Ársælsdóttir, Rúnar Snæland Jósepsson,
Ingibjörg B. Þorláksdóttir, Hafsteinn Sigurþórsson,
Sigurþór Hafsteinsson,
Laufey Hafsteinsdóttir, Bjarni Hauksson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ARNAR FRIÐGEIRSSONAR,
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn.
Hallbera Ísleifsdóttir,
Lilja Arnardóttir, Hróbjartur Óskarsson,
Ísleifur Arnarson, Sigríður Stefánsdóttir,
Elsa Arnardóttir,
Erlingur Örn Arnarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu ok-
kur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa,
GUÐMUNDAR PÉTURS SIGMUNDSSONAR.
Guðfinna Elísabet Benjamínsdóttir,
Kristján Guðmundsson, Helga Þórðardóttir,
Sigmundur Guðmundsson, Arna Rún Óskarsdóttir,
Eiríkur Ómar Guðmundsson, Margrét Kristín Blöndal
og barnabörn.