Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 46
SKÁK Skákhöllin Faxafeni 12 Haustmót TR 17. september – 4. október 2006 ÞEGAR skákmenn lágu í dvala yfir sumartímann á árum áður var það alltaf merki um að laufin á trjánum væri að falla og að vetur konungur væri senn að ganga í garð þegar Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst kl. 14.00 einhvern sunnudaginn í september eða október. Þessi sunnu- dagur var í skáklífi Reykvíkinga stór stund enda um meistaramót stærsta taflfélags landsins að ræða. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og ásýnd haustmótsins tekið breyting- um. Eitt er þó alltaf víst, klukkan tvö hefst það og á sunnudegi þar sem tug- ir skákmanna setjast niður til að etja kappi saman. Í ár hefst haustmótið sunnudaginn 17. september í Skákhöllinni í Faxa- feni 12. Að þessu sinni verða tefldar níu umferðir og gert er ráð fyrir að flokkar A og B verði lokaðir. Búast má við harðri keppni um efstu sætin í þeim flokkum en sjálfsagt munu ung- ir og upprennandi skákmenn bítast um sigurlaunin í opna C-flokknum. Mótið er að sjálfsögðu öllum opið og er hægt að skrá sig til þátttöku á heimasíðu TR, www.skaknet.is. Dag- skrá mótsins verður með hefðbundnu sniði þar eð teflt verður á sunnudög- um, miðvikudögum og föstudögum. Til viðbótar því verður teflt mánudag- inn 2. október nk. sem þýðir að mótinu lýkur miðvikudaginn 4. októ- ber. Það rétt dugir fyrir skákþyrsta skákmeistara sem fara með liðum Taflfélags Reykjavíkur, Taflfélagsins Hellis og Skákfélags Hauka í Evrópu- keppni taflfélaga sem hefst fyrstu helgina í október í Linz í Austurríki. TR varð hraðskákmeistari taflfélaga Fyrir vasklega framgöngu for- manns Taflfélagsins Hellis, Gunnars Björnssonar, hefur verið haldin um nokkurt ára skeið hraðskákkeppni Taflfélaga. Til að byrja með var keppnin bundin við félög á suðvest- urhorni landsins en hin síðari ári hafa öll félög geta tekið þátt. Keppnin hefst að jafnaði síðsumars og lýkur snemma á haustin. Í ár tóku ellefu lið þátt og þegar forkeppninni lauk fóru fram átta liða úrslit. Lið Hellis, Hauka, TR og Skákfélag Akureyrar komust í undanúrslit. Hellir burstaði Hauka og TR lagði SA örugglega að velli jafnvel þó að stórmeistarinn Jó- hann Hjartarson tefldi fyrir norðan- menn. Undanúrslitin voru tefld í Skákhöllinni Faxafeni 12 hinn 4. sept- ember sl. en viku síðar öttu risarnir Hellir og TR kappi saman í félags- heimili Hellis í Mjóddinni. Skemmst er frá því að segja að liðs- menn TR fóru á kostum í viðureign sinni við lið Hellis. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson fóru þar fremstir í flokki en þeir fengu 11 vinninga af 12 mögulegum. Kollegi Stefáns, Jón Viktor Gunnarsson, fékk hálfum vinningi minna svo að þeir þrír öfluðu flestra vinninga liðsins en þegar upp var staðið fékk TR 51½ vinning gegn 20½ vinningi Hellis- manna. Nýkrýndur Íslandsmeistari og methafi, stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, náði sér ekki al- mennilega á strik eins og aðrir liðs- menn Hellis en óvenjulegt er að Hannes fái lægra skor en 50% gegn íslenskum skákmönnum. Hannes fékk semsagt 3 vinninga af 7 mögu- legum en Sigurbjörn Björnsson fékk flesta punkta Hellismanna, 5 vinninga af 12 mögulegum. Nánari upplýsing- ar um mótið er m.a. að finna nýrri heimasíðu Hrannars Baldurssonar, www. Viskulind.com\SvipmyndirUr- Skaklifinu.htm. Sportklúbbsmót Landsbankans og TR Laugardaginn 16. september verð- ur haldið Sportklúbbsmót Lands- bankans og TR. Skráning í mótið hefst kl. 13.00 og mótið sjálft hefst svo í Skákhöllinni Faxafeni 12 kl. 14.00. Glæsileg verðlaun eru í boði og í lokin verður boðið upp á kræsilegar veit- ingar. Öll börn og unglingar á grunn- skólaaldri geta tekið þátt og kostar ekkert að vera með. Átta efstu kepp- endurnir tefla í úrslitakeppni sem fram fer í sal aðalbanka Landsbank- ans Austurstræti 11 kl. 13.00 mánu- daginn 18. september næstkomandi. Haustvertíðin er hafin HELGI ÁSS GRÉTARSSON 46 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ljósmynd/Hrannar Baldursson Frá viðureign TR og Hellis í hraðskákkeppni taflfélaga. ✝ Óskar Þorgils-son fæddist í Reykjavík 5. mars 1919. Hann andaðist í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum hinn 6. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorgils Sigtryggur Pétursson bifreiða- smiður, f. 18.5. 1892, d. 9.1. 1979, og Guðný Ingigerð- ur Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 28.2. 1897, d. 11.12. 1943, búsett í Reykjavík. Kona Óskars var Pálína Ingunn Benjamínsdóttir, f. 4.4. 1918. d. 6.9. 1974, húsmóðir. Börn þeirra eru: 1) Guðný Óskarsdóttir, f. 4.9. 1948, gift Einari Steingrímssyni, búsett í Vestmannaeyjum, og á þrjú börn. 2) Kol- brún Óskarsdóttir, f. 15.8. 1949, búsett í Vestmannaeyjum og á fjögur börn. 3) Óskar Gunnar Ósk- arsson, f. 29.3. 1953, kvæntur Þorfríði Magnúsdóttur, bú- settur í Reykjavík og á einn son. 4) Pétur Óskarsson, f. 21.8. 1954, sam- býliskona hans er Súsanna Blanco, bú- settur í Reykjavík og á tvö börn. Fyrir átti Óskar einn son, Hrafnkel Óskarsson, f. 8.9. 1942, kvæntur Báru Þórð- ardóttur, búsettur í Keflavík og á þrjú börn. Útför Óskars verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku besti afi minn. Ég á eftir að sakna þín sárt, það á eftir að vera skrítið að kíkja ekki inn á „elló“ til þín. En minningarnar gleymast aldrei og verða aldrei teknar frá manni. Ég man alltaf þegar ég fékk bílprófið og spurði þig hvort þú vild- ir lána mér bílinn þinn, aldrei stóð á svari frá þér það var aldrei neitt mál. Eða þegar þú bjóst hjá okkur og tónlistin ómaði alltaf frá herberginu þínu með „lonlí blúboys“, Vilhjálmi Vilhjálms og svo auðvitað Nína og Geiri. En elsku afi, ég kveð þig með miklum söknuði og við hittumst seinna. Ástarkveðja frá krökkunum og elsku afi, takk fyrir að vera til. Dóra. Elsku afi. Mikið er skrítið að þú skulir vera farinn frá okkur, en þú varst orðinn svo veikur og þreyttur og varst svo sáttur við hvíldina. Alveg frá því í ég kom inn í fjöl- skylduna þína hefur þú búið inni á Elló og leið þér mjög vel þar þó það hafi nú ekki verið svo í upphafi, en alsæll varstu þar síðustu ár og nefndir það oft hvað þér liði vel þarna. Þær voru svo góðar við þig, kon- urnar inni á Elló síðustu vikurnar, eins og alltaf reyndar, þó þú hafir nú stundum látið þær heyra það ef þér líkaði ekki eitthvað, þær stjönuðu al- veg við þig og pössuðu að þér liði vel alveg til síðustu stundar. Þú varst alltaf svo glaður þegar við komum með strákana til þín, El- liði Snær kom alltaf með okkur til þín og fannst þér mikið gaman að honum og leyfðir þú honum að ráfa um með göngugrindina þína. Þú varst með svo góðan húmor en flaggaðir því nú ekkert of mikið, allir skemmtilegu bíltúrarnir með þér þegar þú rifjaðir ýmislegt upp frá því í gamla daga og stundum sátum við hjá þér og bara þögðum, það var nú líka gott, svona stundum. En nú verða engar fleiri heim- sóknir inn á Elló til þín í spjall, ekki fleiri ísrúntar með þér, ekki fleiri jólaböll á Elló með þér, þetta er skrítin tilhugsun en þú varst svo tilbúinn til þess að kveðja. Við eigum eftir að sakna þín, elsku afi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi þig. Þinn Ágúst og Guðný. Elsku besti langafi. Það er svo skrítið að fara á leikskólann minn núna, við keyrum alltaf fram hjá Elló. Ég bið alltaf um að fá að fara inn til þín, en mamma segir að nú sé enginn afi þar lengur, að englarnir séu að passa þig núna. Ég skil þetta ekki alveg. Mér fannst líka svo skrít- ið að fara inn í herbergið þitt og hitta engan afa þar. Þér fannst svo gaman þegar ég kom með mömmu og pabba til þín, þú leyfðir mér að ráfa um með grindina þína. Við vorum sko góðir vinir, og eitt af síðustu orðum þínum við okkur mömmu var nafnið mitt. Elsku afi, vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, hjá öllum engl- unum, ég elska þig. Guð geymi þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Þinn langafastrákur Elliði Snær. Elsku besti langafi. Það verður nú skrítið að fara ekki inn á Elló að heimsækja þig, taka þig með í ísbíl- túr eða skreppa í Skýlið og fá okkur kók og súkkulaði, þér fannst það nú aldeilis skemmtilegt og nú verður ekkert jólaball á Elló hjá afa, það verður nú skrítið, því alveg sama hversu stórir við urðum alltaf vild- um við þó koma með á jólaballið til þín. En þú varst orðinn svo lasinn og þreyttur, varst alveg tilbúinn að fara til englanna, vonandi passa þeir þig vel, elsku afi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Þínir langafastrákar Arnar Smári og Egill Aron. Óskar Þorgilsson Bridsfélag Kópavogs Félagið hefur starfsemi sína að nýju eftir sumardvala fimmtudaginn 21. sept. næstkomandi með eins kvölds tvímenningi. Við gerum ráð fyrir að allir brids- arar séu orðnir hungraðir í spila- mennsku eftir langa hvíld og fjöl- menni við spilaborðið hjá okkur á komandi vetri. Spilað er að venju í Hamraborg 11, 3. hæð, og hefst spilamennska kl. 19.30. Aðalfundur BK verður haldinn á sama stað miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Sveit Hermanns í fjögurra liða úrslitin Sveit Hermanns Friðrikssonar skellti sveit VÍS í síðasta leiknum í átta liða úrslitunum. Lokatölurnar 85-57. Í undanúrslitum spila því auk Hermanns sveit Þriggja frakka, Orkuveitunnar og sveit Garða og véla. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson daggi@internet.is Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RAGNARS HEIÐARS GUÐMUNDSSONAR, Hafnargötu 32, Siglufirði. Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Freysteinsdóttir, Freysteinn S. Ragnarsson, Kristín María Karlsdóttir, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Heimir Halldórsson, Erla Ösp Ragnarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, systur, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR GÍSLADÓTTUR, Klapparstíg 5, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflækningadeildar FSA fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Andrés Bergsson, Arnar Andrésson, Hrefna Kristín Hannesdóttir, Gísli Andrésson, Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Andrésson, Margrét Pálsdóttir, Guðrún Andrésdóttir, Jakob Tryggvason, ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SKAFTA FANNDAL JÓNASSONAR, Sæborg, Skagaströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA og starfsfólks Sæborgar, Skagaströnd. Hjalti Skaftason, Jónína Arndal, Jónas Skaftason, Vilhjálmur Skaftason, Salome Jóna Þórarinsdóttir, Anna Eygló Skaftadóttir, Gunnþór Guðmundsson, Þorvaldur Hreinn Skaftason, Erna Sigurbjörnsdóttir, Valdís Edda Valdimarsdóttir, Hlíðar Sæmundsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.