Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 57 Skráning hefst mánudaginn 18. september á jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð Upplýsingar og skráning á thorhallur.heimisson@kirkjan.is • Samskipti hjóna. • Aðferðir til að styrkja hjónabandið. • Orsakir sambúðarerfiðleika. • Leiðir út úr vítahring deilna og átaka. • Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um: Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. KYNNING á Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart Fyrir sýningargesti Íslensku óperunnar Staður: Íslenska óperan Tími: 19:15 sýningardag Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU W.A. Mozart Aðalhlutverk: Angela Gilbert, Bjarni Thor Kristinsson Finnur Bjarnason Katharina Th. Guðmundsson Snorri Wium Hljómsveitarstjóri: Kurt Kopecky Aðstoðarhljómsv.stj.: Daníel Bjarnason Leikstjóri: Jamie Hayes Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Filippía Elísdóttir Ljósahönnuður: Björn Bergsteinn Guðmundsson KYNNING FYRIR SÝNINGAR Á BROTTNÁMINU ÚR KVENNABÚRINU Íslenska óperan Ingólfsstræti Pósthólf 1416 121 Reykjavík Sími: 511 6400 Fax: 552 7384 opera@opera.is Miðasala : Sími: 511 4200 Fax: 552 7384 Netfang: midasala@opera.is kynning Vinafélag Íslensku óperunnar býður sýningargestum á Brottnáminu úr kvennabúrinu upp á kynningu á óperunni rétt fyrir sýningu þar sem fjallað er stuttlega um verkið og uppsetningu þess í Óperunni. Kynningin, sem fram í Íslensku óperunni, hefst kl. 19:15 sýningardaga og er innifalin í miðaverði. Umsjón með kynningunni hefur Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur. NÁMSKEIÐ UM MOZART OG BROTTNÁMIÐ ÚR KVENNABÚRINU Námskeið Vinafélags Íslensku óperunnar og Endurmenntunar HÍ um Mozart og Brottnámið úr kvenna- búrinu hefst þriðjudaginn 3. október kl. 20. Á námskeiðinu verður óperan og efni hennar kynnt, helstu einkenni tónlistarinnar rædd og skoðuð með tóndæmum. Umsjón með námskeiðinu hefur Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur. Nánari upplýsingar og skráning fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sími: 525 4444 - Netfang: endurmenntun@hi.is námskeid AÐEINS TÍU SÝNINGAR MIÐASALA HAFIN NÁMSKEIÐ um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu Námskeið hefst 3. október kl. 20 Umsjón: Árni Heimir Ingólfsson Nánari upplýsingar og skráning hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Sími: 525 4444 Netfang: endurmenntun@hi.is Vinafélag Íslensku óperunnar er félag áhugafólks um óperutónlist og óperustarfsemi á Íslandi. Með því að ganga til liðs við félagið stuðla menn að áframhaldandi uppbyggingu Íslensku óperunnar og standa vörð um það góða starf sem þar er unnið. Vinafélag Íslensku óperunnar Netfang: vinafelag@opera.is Sími: 511 6400 HEIMILDARMYNDIN un mála- ferlin yfir blökkumanninum Darryl Hunt, er uppskera tíu ára vinnu Ricki Stern og Annie Sundberg. Hunt var dæmdur 1984 fyrir nauðgun og morð á hvítri stúlku í Winston-Salem í Norður-Karólínu. Þar ríkti rótgróið kynþáttamisrétti, líkt og víðar í Suð- urríkjunum, og setti hörmulegt mark sitt á allan málatilbúnaðinn og rétt- arhöldin. Í upphafi var ljóst að sannanirnar gegn Hunt voru vafasamar, auk- inheldur var kviðdómurinn einungis skipaður hvítum borgurum, lyk- ilvitnin óáreiðanleg, eitt félagi í Ku Klux Klan, annað hraðlygin gleðikona undir lögaldri. En slík mál eru eldfim þar syðra, hvítar stúlkur eru kallaðar „hvítar rósir“, af KKK-meðlimum, heilagar og ósnertanlegar, niðri á hin- um enda þjóðfélagsstigans dúsa lit- aðir. Hunt átti aldrei tækifæri, hann bar ekki réttan lit til að fá sanngjarna dómsmeðferð. Hann var að auki smá- krimmi í vondum félagsskap þegar hér var komið sögu og réttinn bráð- vantaði blóraböggul til að hespa mál- ið af. Lögfræðingurinn Mark Rabil barðist af oddi og egg, frá upphafi fullviss um sakleysi piltsins, líkt og vinur Hunts, sveitarstjórnarmað- urinn Larry Little. Þeir stóðu óbug- andi í framvarðarsveit stuðnings- manna sakborningsins og fengu í gegn að málið var tekið upp 1989, með engum árangri. Skriður komst aftur á hlutina 1994, þegar erfða- fræðirannsónir sýndu að sæði sem fannst í fórnarlambinu gat ekki verið úr sakborningnum. Réttvísin malar, eða malaði a.m.k., hægt í málum sem þessum í Suð- urríkjunum, eftir langa, stranga og ótrúlega tvísýnu, jafnvel eftir að sá seki var fundinn, fékk Hunt loks end- urheimt frelsi sitt árið 1993, eftir tæplega tveggja áratuga fangels- isvist, blásaklaus. Ljótu máli er gerð góð skil í The Trials of Darryl Hunt, maður hrífst af rósemi Hunts og æðruleysi, hann var þes fullviss að sá seki kæmi í leitirnar og ljóst að trúin hjálpaði honum að þrauka af í múrnum öll blómaár lífs- ins. Hann tók múslímatrú og kvænt- ist dóttur klerksins, sá dagur var ljósi punkturinn í 20 ára innilokun. Aðal- viðmælandi kvikmyndargerðarmann- anna er hinn ólseigi Rabil, sannkölluð hetja sem barðist einn hvítra alla tíð fyrir frelsi Hunts. Réttlætið í Norð- ur-Karólínu virðist vera mun verra en þeirra ranglæti, eins og skáldið orðaði ójöfnuð heimsins svo eft- irminnilega. Myndin sýnir líka að það getur gerst að hið ómögulega verður mögulegt, með þrautseigju bakhjarla sinna og eigin yfirvegun er Hunt kominn aftur á meðal samborgaranna í Winston-Salem. Stern og Sundberg vinna fagmann- lega úr gömlu efni, ræða við lyk- ilpersónur þessa sanna og smán- arlega réttarsalsdrama, sem fær svo góðan endi að lokum. Myndin gefur myrka sýn í veröld kynþáttahaturs og fordóma, hvort málaferlin hafi komið skrið á mannréttindamál þar syðra, er önnur saga. Þá var réttlætinu loksins fullnægt KVIKMYNDIR IIFF 2006: Háskólabíó og Regnboginn Heimildarmynd. Leikstjórar: Ricki Stern, Annie Sundberg. Viðmælendur m.a.: Dar- ryl Hunt, Mark Rabil, Larry Little, Sammy Mitchell, Donald Tisdale, Phoebe Zer- wick. 110 mín. Bandaríkin 2006. The Trials of Darryl Hunt  Sæbjörn Valdimarsson Blóraböggull „Hunt átti aldrei tækifæri, hann bar ekki réttann lit til að fá sanngjarna dómsmeðferð,“segir gagnrýnandi um söguþráðinn. hið liðna, áþreifanlegt far tímans en jafnframt hlutir sem eru og eru teikningar í sjálfu sér,“ segir lista- konan um „Teikningar“. „Það má því segja að teikningarnar séu bæði sýnilegar – leifarnar af blýinu sem orðið hefur eftir – og um leið eru þær horfnar. Þær eru sem sagt bæði gerðar og ógerðar í senn.“ Verkin sem mynda innsetn- inguna í Arinstofu eru ljósmyndir af sálmanúmeratöflum. Á þeim má sjá för eftir sálmanúmerin. Einnig „INNSETNINGARNAR hafa ákveðna tengingu innbyrðis,“ segir Harpa Árnadóttir sem opnar í dag sýningu á Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Um er að ræða tvær innsetningar eftir Hörpu, „Teikn- ingar“ og „Öll þessi orð og hljóðn- aðir sálmar,“ og verður sú fyrr- nefnda í Gryfju listasafnsins en hin í Arinstofu. „Í Gryfjunni getur að líta strok- leður sem bera merki um teikn- ingar sem hafa verið, ummerki um eru þar notuð blekhylki sem jafn- framt bera ummerki um hið horfna í huga Hörpu, hið hljóðnaða og liðn- ar athafnir. „Sýningin í heild er því eins konar tæming eða spor.“ Þetta er 18. einkasýning Hörpu sem hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum hérlendis sem erlendis. Sýningin verður opnuð klukkan 15 samhliða sýningu á stórum kola- teikningum Ragnheiðar Jóns- dóttur. Báðar standa þær til 8. október. Morgunblaðið/Ásdís Minjar Ummerki um hið horfna og það sem var eru aberandi leiðarþema í innsetningum Hörpu. Það sem bæði var og er Myndlist | Innsetningar Hörpu Árnadóttur í Listsafni ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.